Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 nautar félagsins höfðu einnig mál- frelsi og tillögurétt, sú skipan hefur haldist síðan og er reyndar enn við lýði. Nefndin sem samdi tillögur að lagabreytingunum gerði reyndar einnig tillögur að öðrum þáttum í félagskerfinu, m.a. tillögur um starfsreglur fyrir ráðunauta BÍ og fyrir héraðsráðunauta á vegum búnaðarsambandanna, sem í auknum mæli skyldu annast leið- beiningaþjónustuna. Hún gerði ráð fyrir hreppabúnaðarfélögun- um, sem grunneiningum, en einnig starfsemi búfjárræktarfélaga og fóðurbirgðafélaga og lagði grunn að búfjárræktarlögum, sem fyrst voru sett 1931. Jarðræktarlög og búfjárræktar- lög urðu hyrningasteinar allrar leiðbeiningastarfsemi í þágu land- búnaðarins og faglegra sem efna- legra framfara lengst af aldarinnar þó að margt annað í löggjöfinni kæmi þar einnig til er rekja má til starfa Búnaðarþings og tillagna frá því. Endanlegt jyrirkomulag Á Búnaðarþingi 1937 var lög- um BI enn breytt nokkuð og nú tekin upp sú regla að fjöldi fulltrúa hvers búnaðarsambands á Búnað- arþingi skyldu vera í hlutfalli við bændafjölda (kjósenda) þannig að einn kæmi fyrir hverja 300 bændur og einn fyrir brot úr þeirri tölu (sé það meira en 1/3 tölunnar). Eftir þessari reglu urðu búnaðarþings- fulltrúar 25 á næsta þingi og sá var síðan fjöldi þeirra alla tíð til 1994. Hátíðarþing Þegar Búnaðarþing var hálfrar aldar var þess minnst með auka- þingi sem haldið var á Egilsstöð- um á Völlum dagana 1. og 2. september 1949. A því hátíðar- þingi var samþykkt að framvegis yrði þingið haldið árlega. Önnur þing hafa verið háð í Reykjavík utan aukaþing sem haldið var í Amesi í Gnúpverjahreppi 26. og 27. ágúst 1994 þegar samþykkt var sameining Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda. Annað hátíðarþing var haldið 15. ágúst 1987 til að minnast þess að þá höfðu búnaðarsamtök starfað á Islandi samfellt í 150 ár. Meiri hátíðarbrigði voru þó að landbún- aðarsýningu sem þá var haldin í Reykjavík af sama tilfeni. Rit um Búnaðarþing Þegar Búnaðarþing hafði starfað í 50 ár gaf Búnaðarfélag Islands út ritið „Búnaðarþing hálfrar aldar minning" er kom út 1952. Þar ritaði Steingnmur Stein- þórsson, búnaðarmálastjóri, sem þá var forsætisráðherra landsins, inngang og segir m.a.: „Fyrstu Búnaðarþingin sátu því nær eingöngu embœttismenn, og ýmsir œðstu embœttismenn þjóðarinnar skipuðu þá oftast stjóm Búnaðarfélags Islands. Nú er svo um skipt og raunar fyrir löngu sfðan, að það eru eingöngu bœndur, sem skipa trún- aðarstöður þessar í virðulegustu samtök- um bœndastéttarinn- ar íslenzku. Þegar Búnaðarfélag Suður- amtsins var gert að landsfélagi (5. júlí 1899) og nefnt Búnaðarfélag íslands og efnt var til Búnaðar- þings (þess fyrsta 7. júlí sama ár) var ekki um önnur búnaðarsamtök í landinu að ræða en það og hreppabúnaðarfélögin sem þá voru orðin um eitt hundrað að tölu - en höfðu ekki með sér nein samtök. Hreppabúnaðarfélögin voru al- hliða framfarafélög, sem störfuðu hvert fyrir sína sveit og stóðu einkum fyrir hverskonar jarðabót- um, einkum túnasléttun, nokkurri nýrækt, framræslu og vatnsveitum eða áveitum. Snemma fóru þau einnig að hafa vinnuflokka til að vinna að jarðabótum og stóðu síðar einnig fyrir verkfærakaupum og jarðyrkjuvéla. Mikill hvati til stofnunar þeirra varð þegar Alþingi fékk fjárveitingavald 1874 og tekið var að verja fé úr lands- sjóði til að styrkja jarðabætur - sem greiddar voru í samræmi við skýrslur frá þeim. Búnaðarfélag Islands var því í fyrstu landsfélag með beinni aðild einstaklinga (eins og BS hafði alla tíð verið) og Búnaðarþing gat ekki orðið fulltrúaþing með þeim hætti, sem síðar varð, að bændur í öllum héruðum eða landshlutum kysu til þess. Reyndar komst sú skipan ekki á fyrr en 1931 þegar búnaðar- samböndin voru farin að ná til alls landsins. Sá háttur var því valinn á skipan Búnaðarþings, eins og fram hefur komið, að halda skyldi árs- fund félagsins, sem síðar voru nefndir aðalfundir, þai sem allir fé- lagar þess áttu heimild til setu. Á þeim fundi, sem átti aðeins að halda annað hvert ár, þau árin sem reglulegt Alþingi kom saman, eflaust til hagræðis og til að spara tíma og ferðakostnað, skyldi kjósa fjóra fulltrúa til setu á Búnaðar- þingi. Amtsráðin fjögur skyldu svo kjósa tvo fulltrúa hvert, eins og áður hefur komið fram. Árs- fundimir voru ekki æðsta vald í málum BI - heldur fór Búnaðar- þing með það. Hlutverk þeirra var hins vegar að gefa félagsmönnum upplýsingar um störf og hag félags og möguleika til að koma á fram- færi hugðarefnum og skoðunum. Þama skyldi ræða búnaðarmálefni almennt og gera um þau tillögur m.a. til Búnaðarþings, sem fjallaði nánar um málin. Við þetta var í meginatriðum búið til ársins 1931, með nokkmm breytingum þó. Er þá fyrst til að taka að ömtin og amtsráðin áttu nú aðeins fá ár eftir. Þau vom lögð niður 1905 eftir stjómarfarsbreytinguna 1904 og þurfti þá að finna nýja leið til að velja fulltrúa fyrir landshlutana. Þetta var rætt á Búnaðarþingi 1905 og vildu þá sumir að alþingismenn kysu fulltrúana en aðrir að sýslu- nefndir gerðu það. Þessu var þó ekki breytt fyrr en á Búnaðarþingi 1907 og þá ákveðið að sýslunefnd- ir kysu átta fulltrúa á þingið og gömlu amtsráðssvæðin yrðu kjör- dæmi og skyldu sýslunefndirnar kjósa sameiginlega tvo fulltrúa fyrir hvert svæði. Með þessu fyrir- komulagi var kosið til þinganna 1908 og 1910. Hvomgar þessara stofnana, amtsráð eða sýslunefnd- Búnaðarþing sem kom saman nýkjörið árið 1951. ir, vom búnaðarstofnanir hvað þá félög og því hálfgert örþrifaráð að fela þeim fulltrúavalið allra helst þar sem þá þegar (1907) var ljóst hvert stefndi því að tvö fyrstu bún- aðarsamböndin höfðu þá verið stofnuð, Ræktunarfélag Norður- lands og Búnaðarsamband Austur- lands sem bæði voru stofnuð 1903. Síðan komu Búnaðarsamband Vestfjarða 1907, Búnaðarsamband Suðurlands 1908, Búnaðarsam- band Borgarfjarðar 1910, Búnað- arsamband Kjalamesþings 1911 og loks Búnaðarsamband Dala- og Snæfellsness 1913 og var þá hringnum lokað. A Búnaðarþingi 1907 gerðu menn sér grein fyrir að fulltrúa- valið mundi færast til búnaðar- sambandanna þar sem þau vom komin og settu það ákvæði í lögin, að ef allar sýslunefndir samþykktu mætti fela fjórðungsbúnaðarsam- bandi kjörið að fengnu samþykki Búnaðarþings. Þetta tók þó fleiri ár en ætla hefði mátt. Reynt var að koma breytingunum fram bæði á þingunum 1911 og 1913 en það var fyrst 1915 að sýslunefndir nyrðra og eystra óskuðu að fela Ræktunarfélagi Norðurlands og Bsb. Austurlands kjörið og var það samþykkt á Búnaðarþingi það ár. Eftir þetta tók við nokkur þæfingur um málið þing eftir þing allt til 1931 að loks var samþykkt að eingöngu búnaðarsamböndin kysu til Búnaðarþings. Búnaðar- samböndin í Sunnlendinga- og Vestfirðinga-fjórðungum tóku þó við kosningaréttinum af sýslu- nefndunum 1921 en áfram héldu ársfundir BÍ og síðan aðalfundir, sem síðast vom haldnir árlega, að kjósa fjóra fulltrúa en þá var tekið að kjósa þá sem fulltrúa fyrir fjórðungana. Um skeið, eða frá 1923-1931 áttu bændaskólamir einn fulltrúa á Búnaðarþingi og sátu skólastjóramir á Hólum og Hvanneyri þingin til skiptis. Breytingin 1931 Þriðji áratugurinn var mesti umbrota- og átakatími í sögu Búnaðarfélags íslands fyrr og síð- ar. Þá var tekist harkalega á bæði um menn og mál- efni og gekk langt að tillögur komu fram um að leggja félagið niður og fela stjóm- arráðinu þau verkefni sem það sinnti í umboði ríkisins eða með styrk frá Alþingi. Þetta kom fram þegar verið var að fjalla um jarð- ræktarlögin er sett vom 1923, en án efa hefur engin lagasetning átt ríkari þátt í að hraða búnaðar- framförum á íslandi en þau lög. Búnaöarþing á tímamótum Önnur grein eftir Jónas Jónsson, fyrrv. búnaöar- málastjóra Tekist var á um það hvort rétt væri að sýna félaginu, sem nú var ótví- rætt orðið líðræðislega skipað fé- lag íslenskra bænda og stjómað af þeim, þann trúnað að fara með þá miklu fjármuni sem jarðræktarlög- in óneitanlega færðu til bænda. Lausnin fékkst með íhlutunarrétti landbúnaðarráðherra til að skipa einn af þremur stjómarmönnum BI. Frá þeirri skipan var svo horfið 1934. Jafnframt átökunum efldist öll starfsemi BÍ og einkum ráðunautaþjónustan meira á þess- um ámm en í annan tíma. Allt leiddi þetta til þess að menn lögðu sig fram við að koma sterkari og betri skipan á félagsmálin og árangurinn varð m.a. nýskipan Búnaðarþings 1931. Þá var ákveðið; að Búnaðar- þing skyldi skipað 14 fulltrúum, kosnum skriflegri kosningu á aðalfundum búnaðarsambandanna og höfðu fulltrúar hreppabúnaðar- félaganna einir kosningarétt. Á Búnaðarþingi átti einnig sæti stjóm félagsins og búnaðarmála- stjóri án atkvæðisréttar, en ráðu- Búnaðarþing 100 ára Upp af því félagsmálastarfi, sem efnt var til með stofnun Bún- aðarfélags Islands og starfi Bún- aðarþings, hefur hið margreynda og þróttmikla félagsstarf bœnda og samvinna þeirra um búnaðar- framkvœmdir þróazt, svo að nú eru íslenzkir bœndur innst til dala og yzt til stranda tengdir böndum margvíslegs samstarfs, sem hefur létt þeim erfið og Jjárfrek land- búnaðarstörf undanfarna áratugi. Þau munu ekki mörg málin, er snerta nýjungar varðandi land- búnað eða breytta og bætta búnaðarhætti f einhverri mynd, að ekki megi rekja upptök þeirra og baráttu fyrir framgangi þeirra beint eða óbeint til Búnaðarfélags Islands og starfs Búnaðarþings “ Metúsalem Stefánsson, þá fyrrverandi búnaðarmálastjóri, sá um útgáfu þessarar bókar og eftir hann er all ítarleg yfirlitsgrein þar sem saga þingsins er rakin í höfuðdráttum. Hann leggur mikla áherslu á faglega forystu Búnað- arþings í málefnum landbúnaðar- ins, að þingið hafi gefið sér tíma til að gaumgæfa málin og vandaða vinnu nefnda þess, sem leituðu víða umsagna og studdust við þekkingu fagmanna og þeirra sem mesta reynslu höfðu og yfir- sýn á hverju sviði. Hann leggur einnig áherslu á hve mikilvægt það var fyrir þingið og málefni landbúnaðarins að eiga trúnað Al- þingis og traust í flestum málum. Hann segir m.a.: „Það hefur eflaust verið Bún- aðarfélagi Islands og Búnaðar- þingi giftudrjúg vöggugjöf að þjóðkunnir menn og skörungar stóðu að stofimn félagsins og einnig þeir, er fyrstir völdust á Búnaðarþing, og það er forboði mikillar samvinnu við Alþingi og ríkisstjórn, að form. landbúnað- arnefndar á Alþingi 1899 (Pétur Jónsson), óskar þess þá þegar, er félagið er stofnað og Búnaðar- þing kosið, að samvinna takist milli nefndarinnar og félagsins um þingtímann. Samvinna við Al- þingi var félaginu nauðsynleg vegna þess, að það varð að fá tekjur sínar að langmestu leyti með fjárveitingum Alþingis, og Alþingi var hún nauðsynleg, eða að minnsta kosti gagnleg, vegna þess að ætla mátti, svo sem og raun varð á, að félagið hefði jafnan, og með tímanum í vaxandi mœli, yfir meiri búfræðilegri þekkingu, kunnáttu á búnaðar- högum og skilningi á þörfum landbúnaðarins að ráða, en á nokkrum einum stað öðrum var til að dreifa. “ Annar meginþáttur ritsins er „Annáll Búnaðarþinga 1899- 1949“ sem Ragnar Ásgeirsson ráðunautur tók saman. Þar eru rakin þing fyrir þing hvaða mál komu fram og voru til meðferðar hverju sinni og er glöggt yfirlit yfir umbótabaráttu bændasam- takanna á fyrrihluta aldarinnar. I afmælisriti Búnaðarfélags Is- lands (1988): „Búnaðarsamtök á íslandi 150 ára, 1837-1987“ er „Annáll Búnaðarþinga" skráður með svipuðum hætti allt til ársins 1988 og er þar að finna yfirlit yfir þátt Búnaðarþings í málefnabar- áttu bænda síðari hluta þeirra aldar sem senn er að kveðja. „Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja. Án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. “ Svo kvað Einar Benediktsson við upphaf aldar og sýnir skilning hins hugumstærsta framfara- manns þjóðarinnar, á þeim tíma, á því að til sögunnar má sækja afl til nýrra sókna. Því er á engan hátt af vegi vikið þó að nú sé litið til baka. Búnaðarþing og þeir sem það hafa setið og veitt forystu framfara- baráttu bænda í hundrað ár eiga það skilið að starfa þeirra sé minnst, þó ekki sé nema í fátæk- legum brotum sem aðeins gefa litla mynd.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.