Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 02.03.1999, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 2. mars 1999 > Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn föstudaginn 12. mars 1999, kl. 16:15 í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Dagskrá 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 16. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ, viku fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Álafossvegi 40A, Mosfellsbæ, á fundardag. Mosfellsbæ 26. febrúar 1999 Stjórn ÍSTEX hf. Ókeypis Eyrnaiferki fyrir búfénað Bjóðum uppá hin vinsælu eyrnamerki fyrir búfénað frá RITCHEY TAGG. Sérpöntum númeruð merki í allt að ellefu litum. Frí merkitöns fylgir fyrstu 100 merkjunum. (Frí merkitöns fylsir aðeins Snapp Tass) Einnis merkipennar, úðabrúsar 03 krítar. 0 RITCHEY frris‘ V/iSMK mS VELAR& ÞJéNUSTA hf REYKJAVIK JÁRNHÁLSI 2 SÍMI 587 6500 AKUREYRI ÓSEYRI 1 A SÍMI 461 4040 auglýsingar Flóamarkaðurinn Ef þú ert að selja eða vilt kaupa og fyllir út meðfylgjandi eyðublað og sendir okkur birtum við auglýsinguna ókeypis í næsta blaði ef eftirfarandi skilvrði eru uppfvllt: -Þú verður að taka fram verð þess sem ætlunin er að selja eða hvað hluturinn, sem þú vilt kaupa, má kosta. Upphæðin má ekki fara yfir 20 þúsund krónur. -Skrifa þarf texta auglýsingarinnar á eyðublaðið hér fyrir neðan. Ekki má hringja og biðja starfsmenn blaðsins að fylla út eyðublaðið - sé það gert þarf viðkomandi að greiða fyrir auglýsinguna. - Eitt orð í hvern reit. Greiða þarf fyrir auglýsingu sem er lengri en 14 orð. - Aðeins einstaklingum - ekki fyrirtækjum - er gefinn kostur á þessu tilboði. - Að sjálfsögðu getur fólk Ijósritað eyðublaðið og fyllt það síðan út. • Auglýsendur geta sent eyðublaðið á faxi en einnig í umslagi merkt: Bændablaðið, flóamarkaður, pósthólf 7080 127 Reykjavík. Fax Bændablaðsins er 552 3855. Einnig geta lesendur notað netfang blaðsins sem er ath@bi.bondi.is Nafn auglýsanda ^J<ennitala Sími Um nýjan búvfiru- samning fyrir sauíífjárbændur Birkir Friðbertsson, Birkihlíð. Nokkrar hugmyndir hafa kom- ið fram um breytingar frá núver- andi samningi, m.a. frá forystuliði bænda. Þessar hugmyndir virðast flestar miða að verulegri upp- stokkun. Rétt einu sinni á að taka upp stóru sleifina og hræra í pott- inum svo að fleiri geti lifað af inni- haldinu, engu þó í hann bætt nema því sem kalla mætti megrunarlyf greinarinnar. Skal það útskýrt nánar. Síðasti samningur rauf sam- bandið milli stuðnings (niður- greiðslna sem nefndust þá greiðslumark) og framleiðslu, og greiðslumarks og innanlands- markaðar. Framleiðendum voru boðnir tveir kostir, annað hvort að sitja með óbreyttan bústofn og losna við útflutningsskyldu, eða hafa fullan rétt til framleiðsluaukn- ingar og taka þá þátt í útflutningi samkvæmt árlegri ákvörðun um útflutningshlutfall. Flestir vildu fara hina óheftu leið en margir þeirra sem höfðu greiðslumark sem svaraði því að sauðféð væri innan við 70% ær- gilda í greiðslumarki búsins töldu betur henta að sleppa við út- flutning og halda að sér höndum með fjárfjölgun, þ.e. halda sem næst óbreyttum stuðningi við hvert framleitt kg. Yfirleitt voru þetta framleiðendur sem höfðu ásættan- lega framleiðslu eftir hverja ásetta kind, aðrir komu þar yfirleitt ekki til greina. Með óheftum framleiðslurétti var strax augljóst að margir vildu spreyta sig á nýjum forsendum og fjölga fé sínu og þá oft af meira kappi en forsjá. En vissulega fengu þeir sömu markaðshlutdeild í innanlandsmarkaði og flestir aðrir og til þess hvattir af áhrifa- mönnum innan bændaforystunnar. Aukinn útflutningur væri eina von greinarinnar, og vaxandi verð erlendis í sjónmáli. Nú er reynsla samningsins að koma í ljós og ýmislegt sem ágreiningur var um við samþykkt samningsins ætti að vera orðið skýrara. Þeir sem reiknuðu dæmi sitt þannig að þeir gætu framleitt að mestu án þess stuðnings sem greiðslumarkið gaf, ef fé væri fjölgað nóg, höfðu þá von að leiðarljósi að vegna tvímælalausra gæða íslensks dilkakjöts myndi út- flutningsverð hækka verulega í náinni framtíð. Aðrir töldu það grunnhyggni að trúa á slíkt og aukinn útflutningur myndi tæplega ná því skilaverði sem afurða- stöðvar gæfu fyrir kjöt til sölu á innanlandsmarkaði. Skilaverð fyrir útflutning yrði því tæplega helmingur þess sem talið hefur verið meðalframleiðsluverð. Á sl. hausti var ákveðið að 15% af framleiðslu „óheftra" framleiðenda yrði að fara í útflutning. Ekki standa vonir til þess að meðalskilaverð verði meira en 170 kr. á kg. I því skilaverði má þó ætla að 50-60 kr. komi beint frá sláturleyfishöfum, sem allir ætla að græða á aukinni umsetningu þótt þeir verði að greiða með hverju kjöti kg en eru í raun að taka það frá þeim hluta sem fer til innanlandsneyslu. Vannýtingu sláturhúsa þyrfti hins vegar að leysa með því að draga saman sláturhúsaaðstöðu í landinu. Tökum dæmi af framleiðanda . • i < . t í «.A ( 'f.fjt jrl-t , J;*JÍ > % X í. I. ». f. ‘f. -Í- Bændablaðið er fyrir þá sem vilja fylgjast með málefnum íslensks landbúnaðar Áskriftarsíminn er 563 0300. Pmc-s í BLÖNDUNAREFNl fyrir mykju Kvarts steinefni sem auöveldar örverum upptöku súrefhis og hraðar niöurbroti mykjunnar á lifrænan hátt. eyöir eiturefnum og evkur áburöargildi. Hindrar gasmyndun í haughúsum og minnkar lykt til muna. 1 kg Penac-g í lOOnv inykju. Kynningarverö kr.4,200/kg L(FRÆNARAFURÐIRehf BOX: 631,121 -REYKJAVlK Símar: 453 8032 og 861 9822 sem er greiðslumarkslaus en legg- ur inn 10 tonn af dilkakjöti. Atta og hálft tonn fara á innan- landsmarkað á afurðastöðvaverði, en eitt og hálft tonn í útflutning. Meðalverð innleggs gæti hæst orðið um kr. 225. Enginn getur framleitt á því verði og haft laun. Ef heildargreiðslumark væri hið sama og framleiðslan og fram- leiðslan í takt við innlenda eftir- spum, væri heildarverð til ís- lenskra bænda að óbreyttu um kr. 430. Með 15% útflutningi á 170 kr./kg hefur þetta meðalverð lækkað í kr. 391. Með 33% út- flutningi væri meðalverðið komið niður í kr. 349. (Tölur ekki ná- kvæmar en sýna áhrifin). Benda þessar staðreyndir til þess að aukinn útflutningur bjargi greininni? Em íslenskar sveitir betur settar með auknar hjarðir, meira vinnuálag en vonlausan bú- rekstur og fleiri bjargarlausa fá- tæklinga? Eg segi nei og tel því að nýr búvörusamningur verði að taka mið af því að stéttin sem heild getur ekki gengið óbreytta götu en tilfærsla á fjármunum milli fram- leiðenda getur heldur ekki bjargað greininni. Svonefnd framleiðslu- tenging í kjölfar fyrri samnings er siðlaus og bjargar engu. Ef þjóðhagsleg rök mæla hins vegar með því að útflutningur kindakjöts sé stundaður í óbreytt- um eða auknum mæli þá verður að koma hjálp frá þjóðfélaginu til þeirra hluta. Sauðfjárræktin í landinu er ekki fær um að bera ein þær byrðar sem aukinn útflutn- ingur hefur skapað, né að bjarga með tilfærslum greiðslu- markslitlum framleiðendum. Verði greiðslumarki eða jafn- gildi þess skipt á framleiðsluna (eins og þeir vilja sem seldu fram- leiðsluréttinn meðan það væri hægt), má ætla að enn aukist kjöt á markaði þar sem ýmsir héldu ekki fyrri stuðningi nema með aukinni framleiðslu. Útflutningur ykist enn, meðalverð lækkaði, en til- kostnaður yxi sem fylgifiskur nýrra fjárfestinga. Að lokum. Þeir sem ráða munu þessum málum fyrir hönd bænda þurfa að sleppa sleifinni, fjarlægja axarsköftin og sýna þann manndóm að berjast fyrir betri kjörum framleiðenda á raunhæfan hátt. Ekki veldur sá er varar. /

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.