Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 1
o 1. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 18. janúar 2000 ISSN 1025-5621 Sigurður Lfndal lög- fræöilegiir rafigjafi í málfliitningi fyrir úbyggðanefRd Bændasamtökin hafa fengið Sigurð Líndal lagaprófessor til að vera lögfræðilegur ráðgjafi í mál- flutningi fyrir Obyggðanefnd. Samkvæmt þjóðlendulögum er stefnt að því að skera úr um eigna- rétt hálendisins fyrir árslok 2007, þ.e. hvar mörkin eru á milli eignarlanda og þjóðlendna sem eru í eigu ríkisins. Óbyggða- nefndin úrskurðar í því máli og fyrir henni fer fram málflutningur. Árnessýsla var tekin fyrir fyrst og hafa aðilar lýst kröfum, en áætlað er að málflutningur í fyrstu málunum hefjist næsta vor. Jarð- eigendur hafa ráðið þrjá lögmenn, en Sigurður Líndal mun veita þeim ráðgjöf eftir ástæðum, og er þessi ráðstöfun ákveðin í samráði BÍ og lögmannanna. Sigurgeir Þorgeirsson fram- kvæmdastjóri BI segir að sam- tökin meti stöðuna þannig að málflutningurinn í Árnessýslu og úrskurðir Óbyggðanefndar um það svæði gefi ákveðið fordæmi fyrir önnur landssvæði. „Þess vegna telja Bændasamtökin það skyldu sína að styrkja eftir kostum þá lögfræðilegu málsmeðferð sem landeigendur geta komið við í þessum málarekstri." Þegar Obyggðanefnd hefur lokið við að úrskurða hvaða svæði í Árnessýslu teljast þjóðlendur mun hún taka Snæfellsnes fyrir á sama hátt og smám saman verða öll landssvæði tekin fyrir. Bændablaðið kemur næst út 1. febrúar Breynar úttiluíunarreglur Afleysingasjófis kuabænda Úthlutunar-reglum Afleysinga- sjóðs kúabænda hefur verið breytt. Að sögn Snorra Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra LK, auðvelda þessar nýju reglur kúa-bændum að sækja styrk til greiðslu hluta launa afleysinga- fólks. „Eftir þessar breytingar geta allir starfandi kúabændur með meira en 5.000 lítra greiðslumark fengið styrk úr sjóðnum. Áður var óheimilt að styrkja aðra en þá sem voru aðilar að afleysingahringum. Sjóðurinn ætti því að nýtast mun fleirum." Samkvæmt útreikningum Landssambands kúabænda mun Afleysingasjóðurinn renna til þurrðar á árinu. "Eíni gallinn við þessar nýju reglur er í raun sá að nú er farið að minnka verulega í sjóðnum og því fyrirsjáanlegt að þetta starfsár verði það síðasta. Því er ástæða til að brýna fyrir bændum að sækja um sem fyrst," sagði Snorri að lokum. Sjá bls. 21; Stóra Armót ígreipum vetrar Framleiðsluráð layt nið- ur op skipulani Bí breyit Hinn 1. janúar sl. tóku gildi lög, um breytingar á lögum vegna niðurlagningar Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Við gildistöku laganna tóku Bændasamtök Islands við meginþorra verkefna Framleiðsluráðs. Um Ieið var skipulagi Bændasamtakanna breytt en það var árangur af skipulagsvinnu sem staðið hefur yfir í nokkra mánuði. Búnaðarþing samþykkti á sínum tíma ályktun um nauðsyn endurskipulagningar, en það var Bjarni Snæbjörn Jónsson, rekstrarhagfræðingur sem leiddi skipulagsvinnuna. Til þess að mæta sífellt fjölbreyttari þörfum bænda til þjónustu og fé- lagsstarfsemi hafa tvö megin starfssvið verið sett á laggirnar, félagssvið og ráðgjafarsvið,en auk þeirra verða starfrækar nauð- synlegar þjónustudeildir: Utgáfu og kynningardeild, tölvudeild og deild sam annast fjármál og skrifstofuhald. „Tvær meginástæður lágu að baki þess að breyta skipulagi BÍ. Fyrir lá tillaga þess efnis að BÍ tæki við flestum núverandi verk- efnum Framleiðsluráðs landbún- aðarins sem bæði leiddi af sé þörf fyrir endurskipulag verkefha- vinnslu en gaf jafnframt mögu- leika á betri nýtingu mannafla og aðstöðu," sagði Ari Teitsson, for- maður BÍ þegar hann var inntur eftir ástæðu þess að ákveðið var að breyta skipulaginu. „Fjölþætt starfsemi samtakanna gaf tilefni til að skerpa verkaskiptingu svo forðast mætti tvíverknað og tryggja að viðfangsefnum væri sinnt með hagkvæmum hætti." Búnaðarþing 1999 fól stjórn BÍ að vinna að "Yfirfærslu verk- efna Framleiðsluráðs landbúnað- arins til Bændasamtakanna, þannig að þau hafi tekið við þeim 1. janúar árið 2000", en einnig fól þingið stjórn að vinna að stefnu- mótun samtakanna og endur- skipulagningu skrifstofu BI. -Hvert er markmiðið með breytingum á skipulagi? „Fyrst og fremst að skerpa hlutverk og ábyrgð starfsmanna gagnvart fyrirliggjandi verkefnum með því að koma á öflugra hóp- starfi við einstök viðfangsefni og víðtækari ábyrgð á fjármálum en einnig að skapa möguleika á markvissara samstarfi við sam- starfsaðila. í stuttu máli: Nýta betur starfsmenn og fjármuni - landbúnaðinum til styrktar." -Hvernig verða bændur og aðrir varir við breytingarnar? l\. Ari Teitsson, t.v., formaður Bændasamtaka íslands og Sigur- goir Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri BÍ._______________________ „I fyrsta lagi hefur búnaðar- gjald verið lækkað en auk þess þá vona ég að bændur fái betri þjónustu, beint frá BI og einnig gegnum búnaðarsamböndin. Hvað varðar samstarfsaðila BI eiga þeir að merkja breytingu á þann veg að skýrara sé hver annast þeirra mál en sú skipting fer eftir eðli viðfangsefna. í stuttu máli þá eiga samtökin og þeirra viðfangs- efni eiga að verða sýnilegri og að- gengilegri öllum landsmönnum Flest verkefni, sem áður voru á könnu Framleiðsluráðs, heyra undirfélagssvið Að sögn Ernu Bjarnadóttur for- stöðumanns félagssviðs, heyra flest verkefni Framleiðsluráðs landbún- aðarins undir félagssvið s.s. þau sem lúta að útreikningum á beinum greiðslum, umsjón með greiðslu- marksskrám og handahafaskrám, söfhun á birgðaskýrslum, einstak- Iingsskýrslum, álagningu gjalda samkvæmt V. kafla búvörulaga, framkvæmd á reglugerð um út- flutning á kindakjöti og útreikning- ar á vaxta- og geymslugjaldi. Allar fjárreiður verða hins vegar á hendi fjármálasviðs Bændasamtakanna sem Gunnar Hólmsteinsson veitir forstöðu. Fjórir af fyrrverandi starfsmönnum Framleiðsluráðs komu til starfa á félagssviðinu. Auk Ernu eru það þau Omar S. Jónsson, Guðrún S. Sigurjónsdóttir og Jóhann Ólafsson. Auk þeirra verkefna, sem þau unnu við hjá Framleiðsluráði, sinna þau öðrum verkefnum sem eru á vettvangi félagssviðs. Ómar tekur við umsjón með handhafaskrá vegna beingreiðslna og Erna heldur utan um aðilaskipti að greiðslu- marki ásamt Jóni V. Jónmundssyni, sem mun áfram vinna við þetta verkefni. Rafn Guðmundsson mun einnig vinna áfram við ýmsa útreikninga. Ema sagði að skipulagningu félagssviðs væri ekki endanlega lokið og einhveijar breytingar gætu enn orðið á skiptingu verkefna milli starfsmanna. Einnig sé í ráði að semja við Landssamtök slátur- leyfishafa um framkvæmd til- tekinna verkefna. Auk verkefna Framleiðsluráðs hefur félagssvið síðan það hlutverk að standa vörð um rekstrarskilyrði og ímynd ís- lensks landbúnaðar og annast hvers konar upplýsingaöflun um starf- semi og hag landbúnaðar í þeim til- gangi að styðja hagsmunabaráttu bænda. Nánar erfjallað um nýtt skipurit Bœndasamtaka lslands á bls. 6

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.