Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. janúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Kornuppskera ársins 1999 í meQallagi ef miðað er við landið i heild. Mjög gúð uppskera var ð niorðurlandi, en með iakasta múti syðra Ekki leit vel út með komrækt á sumarmálum síðast liðið vor. Veturinn 1998-99 hafði verið í kaldara lagi og mjög snjóþungur í sumum sveitum norðanlands. Hvarvetna var klaki í jörðu í vor og í snjóþyngstu sveitum var akurjörð undir snjó fram yfir miðjan maí. Óvíða náðist að sá á besta tíma, það er um sumarmál, og víða var ekki sáð fyrr en um miðjan maí. Votviðri réði því að ekki var gott að sá á klaka syðra eins og stundum hefur verið gert og klakinn fór seint, til dæmis var enn óslitinn klaki í mýrarspildu þegar sáð var á Hvanneyri 26. maí. Til landsins voru flutt liðlega 350 tonn af sáðkomi og ætti það að hafa dugað í 1750 hektara akurlendis. Auk þess var til í vor talsvert af heimaræktuðu sáðkomi af íslenska yrkinu x96-13. Miðað við þetta má ætla að akrar hafi verið um 1800 hektarar að flatar- máli. Alltaf kemur fyrir að akrar séu nýttir til grænfóðurs á stöku bæ, en ekki var mikið um það í ár. Korni var sáð í tæplega 1100 tilraunareiti á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnað-arins vorið 1999. Rúmur helmingur þeirra var í ökrum bænda víðs vegar um landið, en tæplega helmingur á Korpu. Hér er hvorki rúm né tækifæri til þess að fjalla um niðurstöður þeirra allra, en nefna má sumar þeirra. Gróflega talið má skipta tilraununum í þrjá flokka. 1. Ræktunartilraunir. Þar vom fyrirferðarmestar tilraunir með mismunandi sáðdýpt koms og niðurfellingu áburðar. Þær tilraunir vom á vegum Bú- tæknideildar RALA og vom gerðar á Hvanneyri og Ósi í Borgarfirði, Vindheimum í Skagafirði, Miðgerði í Eyja- fírði og á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum Auk þess má nefna tilraunir með að sá grasi með komi á Korpu og áburðartilraun í Vindheimum. í haust var svo sáð í viðamikla tilraun með vetrarafbrigði af öllum komtegundunum á Korpu. 2. Tilraunir á nýjum stöðum. Þar er átt við sveitir þar sem komrækt hefur ekki verið stunduð. I ár vom tilraunir af þessu tagi gerðar á Hólum í Dýrafirði, Lambavatni á Rauðasandi og á Sigríðar- stöðum í Vesturhópi. Niður- stöður þessara tilrauna fylla upp í þá mynd, sem við höfum gert okkur af komræktar- skilyrðum á landinu. 3. Samanburður byggyrkja. í því augnamiði vom gerðar til- raunir á þremur stöðum Ætla má að einir 1700 hektara hafi verið skomir í haust. Tölur um uppskem hjá bændum liggja ekki fyrir, en til viðmiðunar má hafa niðurstöður úr tilraunum. Stórar tilraunir á vegum RALA vom fjórar sunnanlands og þijár nyrðra. Meðaluppskera úr þeim varð 3,3 tonn af komi með 85% þurrefni. Það er nánast nákvæmlega meðaltal áranna 1994-1999. Uppskera úr ökmm gæti að vísu hafa verið nokkru lakari en úr tilraunum. Líklegt er þó að kornuppskera á landinu hafi orðið um 5000 tonn alls. Þótt uppskera á landinu í heild væri í meðallagi átti það ekki við um alla landshluta. Sunnanlands og vestan varð komuppskera í sumar með minnsta móti og voru það mikil viðbrigði frá sumrinu áður. Akrar sunnanlands vom víða gisnir og auk þess þroskaðist komið þar seint. Astæður hafa sjálfsagt verið fleiri en ein, en nefna má það að sáning dróst víða úr hömlu vegna klaka og bleytu og norðanlands, í Vindheimum, Miðgerði og Straumnesi í Aðaldal, og svo á Þorvaldseyri og á Korpu á suðurhelmingi landsins. Þar komu við sögu sexraðyrki frá Noregi, tvíraða- yrki frá Svíþjóð og íslenskur kynbótaefniviður á ýmsum stigum. Sumt af niðurstöðunum var í góðu samræmi við það sem áður var vitað. I samanburðinum var sexraðakomið efst fynr norðan, en á botninum syðra. A Suðurlandi fyllti sexraðakomið sig ekki frekar en venjulega. Norðanlands naut það hins vegar þess að sumarið var veðurgott og ekki fauk kom úr axi. Tvíraðakornið, bæði sænskt og íslenskt, raðaðist aftur á móti mjög skipulega. Uppskemröð yrkjanna innbyrðis var sem sé sú sama hvar á landinu sem þau vom prófuð. Einkenni íslenska komsins er fljótur þroski. íslensku línurnar skríða og þroskast viku og allt upp í hálfum mánuði fyrr en sænsku yrkin Filippa og Gunilla, sem hér auk þess var kuldi og votviðri um mánaðarskeið frá 20. maí til 20. júní. Á þeim tíma þéttir komið sig með hliðarsprotum ef allt er með felldu, en á því varð misbrestur í ár. Á norðanverðu landinu frá Skagafirði og austur á Fljótsdalshérað varð uppskera hins vegar afbragðsgóð; bæði mikil og vel þroskuð. Á engan tel ég hallað þótt sérstaklega sé getið um komið í Skagafirði og þó einkum akurinn mikla innst í Hólminum. Komrækt hófst þar í Vindheimum árið 1994 og hefur vaxið ár frá ári síðan. Þar var í ár sáinn nærri 200 hektara akur á rennsléttu landi, samfelldur þótt í landi þriggja jarða væri og eigendur að honum allmargir. I akri þeim var nánast eingöngu sexraðabyggið Arve. I tilraun, sem gerð var í akrinum, mældist uppskera af Arve 55,7 hkg af þurrefni á hektara. Sé því breytt í kom með 85% þurrefni eins og tíðkast í grannlöndunum, þá hefur uppskeran af Arve í tilrauninni numið 6,5 tonnum af komi á hektara. Þótt uppskera í akrinum hafi ekki verið alveg svo mikil að jafnaði má fullyrða að akur sá hefur aldrei átt sinn líka hérlendis. eru ræktuð. Spurningin verður þá hvað unnið er við þennan fljóta þroska. Svarið má sjá á með- fylgjandi skýringarmynd: Komfylling hefst þrem vikum eftir skrið og fylgir beinum ferli þar á eftir í sjö vikur. Bestu íslensku línumar þétta sig fyllilega eins vel og þær útlendu, það er bera jafnmörg kom á hverja flatareiningu, og fyllast jafnhratt. Islenska komið, sem skríður um það bil 8 dögum fyrr en það útlenda, hefur því verulegt forskot fram eftir öllu sumri. Nú stöðvast komfylling yfir- leitt um 15. september og á því er lítill áramunur. Eins og á skýringarmyndinni sést getur farið svo að útlenda komið fari fram úr því íslenska, en það gerist aðeins í allra bestu ámm þegar vel vorar og sumarið byrjar snemma og varla annars staðar en undir Eyjafjöllum og í Landeyjum. Á Korpu skríður íslenska kornið í meðalsumri 12. júlí og það útlenda 20. júlí. Þegar komþroski stöðvast um miðjan september em þá liðnar níu vikur frá skriði íslenska byggsins. Eins og lesa má af skýringarmyndinni skilar islenska komið á þeim tíma nærri 20% meiri uppskeru en Gunilla og Filippa. Þroskaferill tvíraöabyggs Korntilraitnir og kynbætur á byggi - á vegum RALA é sflasta ári Kornskurður á Þorvaldseyri. Farið að draga til skúra. Ljósmynd Þorsteinn Tómasson. Korntilraun á Korpu. Ljósmynd Guðrún Pálsdóttir. Skorin korntilraun á Korpu. Ljósmynd Guðrún Pálsdóttir. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Þorsteinn Tómasson forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaðarins skoða ný íslensk byggyrki á Korpu. Ljósmynd Hólmgeir Björnsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.