Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18. janúar 2000 Styggar kýr mjólka minna! eftir. Rasmus Lang-Ree Rannsóknir sýna fram á augljóst samhengi milli óvingjamlegrar meðhöndlunar grísa og minni vaxtar. Þrátt fyrir að þetta sé ekki mikið rannsakað varðandi nautgripi, þá er það augljóst að ef dýr eru meðhöndluð þannig að þau hræðist, mjólka þau minna. Hafa kýrnar það gott? I nýrri bandarískri rannsókn var hópur kúa mjólkaður til skiptis af hirði, sem umgekkst þær af nærgætni, og af öðrum sem var harðhentur. Kýmar seldu illa hjá þeim harðhenta og mjólkurleifar í júgmm jukust um 70%. Það sýndi sig einnig að þær þekktu óvingjamlega hirðinn og héldu sig lengra frá honum en öðrum þegar þær höfðu val. Hirðarnir notuðu mismunandi lit á fatnaði og er það mikilvægt til aðgreiningar fyrir margar kýr, því þegar hirðirinn fór í föt með öðmm lit, gerðu kýmar ekki lengur greinarmun á þeim. Kýr hafa mismunandi hæfileika til að þekkja fólk. Það eru einmitt bestu mannþekkjararnir í hópi kúnna, sem verða fyrir hvað mestum áhrifum af mismunandi umgengni. Einnig er almennt álitið að kálfar, sem fá slæma meðhöndlun, verði ávallt styggari gagnvart fólki. Minni nyt Aðrar athuganir hafa sýnt að séu kýr slegnar og í þær sparkað, minnkar nyt um 10% og þær verða erfiðari í umgengni. Þær verða órólegri og fá örari hjartslátt á mjaltatíma en ella. Hvort kýr standa kyrrar eða stikla, þegar maðurinn er nærri þeim við mjaltir, er góður mælikvarði á hve mikilli hræðslu, snerting mannsins veldur. Ganga má út frá því að allar kýr séu hræddar við menn, því eðlið segir þeim að upplifa okkur sem ógn. Góð umgengni við skepnur, venur þær við manninn, og fær þær til að treysta honum. Sérstaklega eru tvö tímabil í uppvexti kálfsins mjög mikilvæg. Það er þegar nýfæddur kálfurinn er tekinn frá móðurinni og þegar kvígan er mjólkuð í fyrsta sinn. Með því að gefa sér tíma, klappa kálfinum og sýna honum umhyggju á þessum tímabilum er hægt að hafa áhrif á mótun hans og stuðla að því að hann verði þæg og góð mjólkurkýr. Flóttafjarlœgð Með því að bera saman bú með háa og lága meðalnyt hefur komið í Ijós að kýr á afurðahæstu búunum eru ekki eiris hræddar við menn og styggjast síður við mjaltir. I ástralskri athugun var kannað hve nálægt kúm ókunn manneskja mátti koma (flóttaljarlægð), án þess að kýrnar sýndu hræðslu og hvernig kúnum leið við mjaltir (rólegar/órólegar). Niðurstaðan var að þessir tveir mismunandi þættir skýrðu 30 % breytileikans í nyt á milli búa. Þetta er sama niðurstaða og fengist hefur í enskum rannsóknum, sem einnig sýndu að í fjósum þar sem kýr mjólka mikið, snertir fjósamaðurinn þær oftar og talar meira til þeirra á meðan á mjöltum stendur (sjá töflu). Harmony TopFlow MJALTAKROSSINN ...toppurinn f mjaltatækni Harmony Top Flow er ótrúlega léttur mjaltakross með nýrri gerð spenagúmmía sem eru með þynnri veggi og meira flæðirými en nokkru sinni fyrr. Minna burðarálag á spena. Minni hætta á loftleka milli spena og spenagúmmís. Fljótvirkur flutningur á mjólkinni yfir í lögnina kemur í veg fyrir flökt á sogi. C L O B U 5 VELAVER H Lágmúla 7, 108 Reykjavík, sími 588 2600 Dalsbraut 1,603 Akureyri, sími 461 4007 Samanburður á framgöngu fjósamanna á búum með háa nyt annars vegar og lága nyt hins vegar. (Seabrook 1994) Bú með Bú með miklar afurðir litlar afurðir solu Vingjarnleg snerting við mjaltir (fjöldi snertinga á mín). 2.1 0.5 Talað við kýrnar (orð á mín). 12.4 0 Frjáls snerting á milli kýr og mjaltamanns (fjöldi snertinga á mín). 10.2 3 Flóttafjarlægð (metrar) 0.5 2.5 í lausagöngu eða á beit er flóttafjarlægð góður mælikvarði á hversu vel uppeldið hefur tekist varðandi það að vinna traust kýrinnar á manninum. Með orðinu flóttaljarlægð er átt við hversu nærri kúnni hægt er að komast án þess að hún hörfi. Þessi fjarlægð er oft á bilinu 0 til 6 metrar hjá mjólkurkúm. Hrœðsla veldur spennu Skýringin á sambandinu milli hræðslu og minni nytar getur verið sú að hræðslan valdi spennuviðbrögðum. Vakar (hormónar), sem þá koma til, draga úr magni oxytosins. Eðlileg framleiðsla oxytosins er algjör forsenda þess að kýrin selji og júgrið tæmist vel. Spenna í langan tíma hefur einnig neikvæð áhrif á ónæmiskerfið og veikir mótstöðu skepnunnar gegn sjúkdómum. Með því að eyða þeim þáttum sem valda hræðslu við fólk, bætum við heilsu og líðan kúnna. Hugsum vel um kýrnar Rannsóknin sýnir hve mikilvægt er að fara vel að kúnum. Sá mjaltamaður, sem gengur hægt um, klappar kúnum og talar við þær á meðan á mjöltum stendur eignast þægari kýr, fær meiri nyt úr þeim og hærra kaup fyrir sína vinnu. En eins og við uppeldi bamanna, er fyrsta tímabilið mikilvægast og nýtist það ekki sem skyldi verður sá skaði trauðla unninn upp, því lengi býr að fyrstu gerð. Þýtt og staðfœrt úr Buskap nr.5 -1999. Sigtryggur Jón Björnsson og Sverrir Heiðar Júlíusson Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri Massey Ferguson 23 kornþreskivél - árg. ‘96 Upplýsingar í síma 525 8070 kornvalsar) C AFRÚLLARI) kr.189.000,- STURTUVAGNAR mgf Cflaghefill) (hjólakvísl) kr.29.500 C RÚLLUGREIPAR) FLUTNINGSKASSAR) Breidd 2 metrar /» ____A BUVELAR G.SKAPTASON & CO. TUNGUHALS 5 • REYKJAVIK SÍMI577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.