Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ AUKARAF Verslun • Verkstæði • Skeifan 4 • Sími 585 0000 www.aukaraf.is Freyr flytur nýja þekkingu - undirstöðu framfara! Ert þú áskrifandi? SAC 1000 230 volt, 0,45 tonn • 230 volta spil, o,5-1 tonn • 12 og 24 volta spil, 0,5 - 7 tonn • Spila inn og út, með og án bremsu • Getum boðið Dynex ofurtóg í stað vírs Dratlarspil Hættu að strita við rúllurnar! VerQbætur á gærur Á sl. hausti ákvað Fram- kvæmdanefnd búvörusamn- inga að greiða kr. 100 á hverja lambsgæru til innleggjenda dilka vegna slátrunar á tíma- bilinu 1. júní til 31. desember á þessu ári. í stuttu máli voru skilyrði fyrir greiðslu; 1) að lömbin hefðu ekki verið klippt fyrir slátrun þó frá því megi víkja eftir 31. október ef hára- lengd er orðin nægileg til mokka- vinnslu (hvergi undir 2 cm). 2) Gærumar komi til áframhaldandi vinnslu en verði ekki hent og 3) að sláturleyfishafi skrái fjölda lambsgæra sem hver fram- leiðandi getur fengið greiðslur út á skv. 1 og 2 og skili þessum upplýsingum til Framleiðsluráðs landbúnaðarins (nú Bændasam- taka íslands) ásamt vottorði til þess bærra aðila um að gærurnar séu vinnsluhæfar. Einnig þurftu sláturleyfishafar að sýna fram á afdrif gæranna, þ.e. hvort þær voru í vörslu þeirra eða höfðu verið afhentar til vinnslu. Eftir fyrirspumir til slátur- leyfíshafa um hvað telja mætti eðlilega rýrnun var tekin sú ákvörðun að greiða 100 kr/gæm til framleiðenda, sem lögðu inn hjá sláturleyfishöfum sem vom með 95% gæmskil fyrir tímabilið júnf til október. Greiðsla var innt af hendi hinn 30 desember sl. Vom þetta eftirtaldir sláturleyfis- hafar; Kf. Króksfjarðar, Kf. Bitm- íjarðar, Kf. Skagfirðinga, Kf. Ey- fírðinga, Kf. Hér- aðsbúa, Sláturfélag Vopnfirðinga, Norðvesturbanda- lagið hf. (öll sláturhús), og Fjallalamb. Frá öðmm sláturleyfis- höfum vantaði upp á að sýnt væri fram á 95% nýtingu gæranna. Fram- leiðsluráð land- búnaðarins kynnti Framkvæmdanefnd búvöm- samninga þessa niðurstöðu með bréfi hinn 29. desember. Gæm- skil verða skoðuð í heild hjá þeim sláturleyfishöfum sem ekki höfðu sýnt fram á 95% nýtingu á þeim gæmm sem féllu til á þessu tímabili, við uppgjör fyrir tíma- bilið nóvember - desember. Athygli er vakin á að reikningsnúmer til að leggja greiðslumar inn á, vantar hjá um 560 aðilum. Þeim, sem lögðu afurðir inn hjá ofangreindum sláturleyfishöfum og hafa ekki fengið greiðslurnar, er bent á að koma upplýsingum um reikningsnúmer til félagssviðs Bændasamtaka íslands. Nánari upplýsingar um þetta atriði veita Guðrún S. Sigurjónsdóttir og Jó- hann Ólafsson. Þriðjudagur 18.janúar 2000 Um 70 orlolsstyrklum úttilutað til bænda í blaðinu á bls. X er að finna umsóknareyðublað um orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum sumarið 2000. Gert er ráð fyrir að, auk úthlutunar orlofsvikna að Hólum, verði í ár úthlutað u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð hvers orlofsstyrks verður kr. 21 þúsund miðað við sjö sólahringa samfellda orlofsdvöl, en kr. 3 þúsund á sólarhring við styttri dvöl.Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 29. febrúar. Verðá mjðlkupvðrum hækkar Heildsöluverð á mjólkur- vörum hækkaði að meðaltali um 4,88% um síðustu áramót. Heild- söluverð á nýmjólk hækkaði þó minna, eða um 3,9%. Hækkunin er fyrst og fremst til komin vegna hækkunar á verði til framleiðenda um tæp 6%. Þórólfur Sveinsson, sem situr í verðlagsnefnd búvara, segir að nefndin sé nú að leggja lokahönd á nýtt líkan fyrir verðlagsgrundvöll kúabús sem verður í framtíðinni notað til að reikna út verð á mjólk- urafurðum. Hann reiknaði með að því verki yrði lokið fljótlega. Notuö tæki og vélar: Austurvegi 69 • 800 Selfossi • Simi 482 4102 • Fax 482 4108 Krókhálsi 10 • 110 Reykjavík • Sími 567 5200 • Fax 567 5218 „Liðléttingurinn" notadrjúgur og lipur vinnuþjarkur. Sýningarvélar bæði á Selfossi og í Reykjavík. „Norræn dráttarvél“ af fullkomnustu gerð. ' '■ , . ■ á;' '.'■:' 'f' Þegar gæðin skipta máli m • > Zetor 6345 4x4 m/tækjum 94 Zetor 7745 4x4 m/tækjum 91 Zetor 7745 4x4 m/tækjum 91 Zetor 9540 4x4 92 Fiat 8294 94 Fiat 8294 94 Case 895 2x4 m/tækjum 93 Valmet 665 4x4 m/tækjum 95 Valmet 900 4x4 m/tækjum 98 Valmet 6400 4x4 m/tækjum 94 Valmet 6400 4x4 m/tækjum 94 Case 485 2x4 86 Case 685 2x4 87 Auk þess úrval heyvinnutækja. HltttilíTliÞ Bflvélar m~

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.