Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 18.janúar 2000 s Alslandi hafa menn löngum deilt um eignarhald á andi, hver eigi þar hvaða rétt og hverjir eigi að ráða. Hálendi íslands telstfágæt náttúruauðlind og deilur hafa risið um hvort, hverjir og á hvern hátt eigi að nýta landsvæðið. Víða á hálendinu hefur stjórnsýsla og skipulag verið talin í ólestri og löngum hefur þótt skorta samræmda stefnu stjórnvalda í málefnum þess. Stjórnvöld hafa á undanfömum árum unnið að markvissri stefnumörkun í málefnum hálendisins bæði með gerð lagafrumvarpa og með því að láta vinna að mótun svæðisskipulags fyrir miðhálendið. Til að marka skýra stefnu í málefnum hálendis landsins voru lögðfram þrjúfrumvörp til laga, sem öll snertu málefni þess, á Alþingi 1998 og urðu þau öll að lögum. Ein þessara laga eru ný sveitarstjórnarlög en íþeim er meðal annars skýrt kveðið á um lögsögu og skyldur sveitarstjórna í málefnum sem snerta hálendið. Einnig voru samþykkt lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu en íþeim er mörkuð heildarstefna um nýtingu slíkra auðlinda. Þriðju lögin sem snerta málefni hálendisins eru lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, en íþeim eru tekin aföll tvímæli um eignarhald og nytjarétt utan eignarlanda. Lögin um þjóðlendur eru manna á milli yfirleitt nefnd „þjóðlendulög" og verður það einnig gert hér. Þjóðlendulögin tóku gildi hinn 1. júlí 1998. Lögin voru sett íþeim tilgangi að leysa úr þeirri óvissu sem lengi hefur verið uppi um eignarhald á hálendissvæðum landsins. íþeim er kveðið á um eignarrétt ríkisins yfir þjóðlendum. íslenska ríkið er samkvæmt annarri grein laganna eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda íþjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Höfundur greinarinnar, Þóra Þórarinsdóttir, er kennari að mennt og hefur starfað sem grunnskólakennari í Reykjavík og á Sel- fossi. Þóra hefur séð um dagskrárgerð fyrir Rúv á Suðurlandi. Hún stundar nú nám við Há- skóla íslands. ímálelm mnúims því er varðaði hálendi þar. Eftir 12 ára starf skilaði nefndin frumvarpsdrögum af sér. Nefndin lagði til að tekin yrði upp ný hugtakanotkun um eignarhald á landi þar sem það var talið hafa verið til baga að mjög hafði verið á reiki hvaða hugtök hefðu verið notuð til að lýsa eignarréttindum og hvert inntak hugtakanna ætti að vera. Lagt var til að eignarréttindum yrði skipt í tvo flokka. Annars vegar eignar- lönd sem háð eru einkaeignarrétti og eigandi landsins fer þá með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lögin segja til um hveiju sinni. Hins vegar yrðu landsvæði utan eignarlanda í eign ríkisins og lagt til að um þau svæði yrði tekið upp nýyrðið „þjóðlenda „. Málfræðilega beygist orðið eins og orðið nýlenda. Hugtakið nær yfir þau landsvæði sem áður voru ýmist nefnd afréttir, almenningur, óbyggðir eða hálendi utan eignarlands. Einstaklingar eða lögaðilar kynnu þó að eiga áfram takmörkuð réttindi innan þjóðlendu, t.d. beitar- eða veiðiréttindi. Frumvarpið lagtfyrir Forsætisráðherra fer með málefni flestra þjóðlendna, undanskildar eru þær sem eru lagðar til annarra ráðuneyta með lögum. Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi að lögunum hinn 5. febrúar 1998. Reyndarhafði frumvarpið verið kynnt á Alþingi árið áður en það var ekki tekið til umræðu á því þingi. I framsögu sinni með frumvarpinu sagði forsætisráðherrra meðal annars að deilur um eignarrétt yfir landsvæðum á hálendi landsins hefðu risið upp af og til alla þessa öld og að vissu marki einnig fyrr. Deilur vegna einstakra landsvæða hefðu verið manna á milli, slík mál hefðu verið rædd á Alþingi og deilumál af því tagi tekin fyrir í einstökum dómsmálum. Umræðan hefði lengst af snúist um það hvort landsvæði teldust að fullu eign aðliggjandi sveitarfélaga, ef íbúar þeirra hefðu nýtt svæðin meðal annars til uppreksturs búljár, eða hvort ríkið teldist eigandi land- svæðanna. itiQ.ítUt: itíHt IMHX Forsætisráðherra sagði að aukin og breytt nýting á hálendinu kallaði á að settar yrðu skýrar reglur um hver færi með eignaryfirráðarétt þar og gæti tekið ákvarðanir um málefni hálendisins. Leggja skyldi áherslu á að reglur um eignarráð á þessum landsvæðum væru skýrar. f framsögu forsætisráðherra kom einnig fram að taka þyrfti af skarið um að ríkið væri eigandi hálendisins og hvers konar land- réttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki væru háðar einka- eignarrétti. Skýr afstaða dómstóla lá þegar fyrir um að heimildir sveitarfélaganna, íbúa þeirra og einstakra upprekstraraðila innan umræddra hálendissvæða, sem enginn getur sannað eignarrétt sinn á, takmarkist við þröngar nýtingarheimildir, fyrst og fremst beitarafnot og þau veiðiréttindi sem aðilum hafi verið fengin með lögum. Nauðsynlegt þótti að skýra strax í fyrsta kafla laganna hugtökin þjóðlenda, eignarland og afréttur sérstaklega þar sem nokkuð þótti á reiki hvemig menn í daglegu tali skilgreindu þau. Þjóðlenda er samkvæmt skilgreiningunni landsvæði utan eignarlanda, þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Eignarland telst vera landsvæði sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hveijum tíma. Loks eru það afréttir en lögin skilgreina afrétt sem það landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. I lögunum er því lýst að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Alþingi hafði áður í nokkrum öðmm tilvikum sagt fyrir um hveijir ættu rétt á að hagnýta einstök landgæði innan þeirra landsvæða sem nú var lagt til að yrðu þjóðlendur. Reglur væru til um veiðirétt í vötnum og um upprekstrarrétt og á sama tíma og fjallað var um þjóðlendulögin lá fyrir Alþingi frumvarp að lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu. Það frumvarp varð einnig að lögum hinn 10. júní 1998. í umfjöllun um frumvarp um • j ,J 4íjJ • jJtíij; ii: JA miSfj / < (fílifií Forsendur lagasetningarinnar Tveir stefnumarkandi dómar Hæstaréttar vegna Landmannaafréttar eru taldir hafa haft afgerandi áhrif á að beina umræðunni í þann farveg að ákveðið var að fjalla þyrfti um þessi mál á Alþingi og að leggja þyrfti fram þjóðlendufrumvarpið. Frumvarpið var tekið til afgreiðslu á 122. löggjafarþingi Alþingis, áriðl998. Fyrri dómur Hæstaréttar var kveðinn upp árið 1955, þá kröfðust Landmenn þess að eiga fullkominn eignarrétt á Landmannaafrétti. Hæstiréttur hafnaði því og sagði að eignartilkall sveitarfélaga til landsvæða gæti ekki byggst á afréttamotum af slíku svæði. Islenska ríkið höfðaði mörgum árum síðar mál þar sem það ■fítiÁ .i i.i >. j i/.v jxi,'Vf.i iwtt'oiimiL krafðist þess að eiga Landmanna- afrétt. Dómur í því máli féll árið 1981 og kröfu ríkisins um að ríkið gæti sjálfkrafa talið til eignarréttar landsvæði sem ekki tilheyrðu sveitarfélögum eða væru í einkaeign var einnig hafnað. Landmannaafréttur taldist því hvorki vera í einkaeign né í ríkiseign. I niðurstöðu Hæstaréttar frá 1981 er bent á að löggjafar- valdið hefði í skjóli valdheimilda möguleika á að setja reglur um meðferð og nýtingu landsvæðisins. Þessi ábending var talin innibera að leita bæri atbeina löggjafans til að ráðstafa eignarréttindum yfir þeim landsvæðum sem ekki væru undirorpin eignarrétti annara. Megintilgangur frumvarpsins um þjóðlendur var að koma slíkum reglum á. Setja skyldi lög sem skera myndu úr um hvaða •QmolU- HWWWIiíaC landsvæði tilheyrðu hveijum, sérstaklega með tilliti til hálendisins. Skipuð var sérstök nefnd til að semja lagafrumvarp um eignarrétt að almenningum og afréttum. Nefndin gerði ítarlegar úttektir á þeim álitaefnum sem reynt gæti á við lagasetningu af þessu tagi. Rannsakaði meðal annars upplýsingar um eignarhald og afnot af þeim landsvæðum sem fallið gátu undir hugtökin almenningur og afréttir, kannaði afréttaskrár í stjómsýsluumdæmum sýslnanna og gerði úrtakskannanir um eignarhald og önnur réttindi á nánar afmörk- uðum svæðum. Vinna hennar byggðist ekki síst á að kanna sögu- legar og lögfræðilegar forsendur fyrir frumvarpinu. Einnig skoðaði nefndin hvemig stjómvöld í Noregi hefðu hagað sams konar starfi að

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.