Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18.janúar 2000 BÆNOABLAÐIÐ 15 HOFSJOKULL Krafa landeigenda Krafa ríkisins Laugarvatn /> i s Sigölduvirkjun XBúðir Teikning: Morgunblaðið þjóðlendur var gert ráð fyrir að settar yrðu sérstakar reglur um forræði og meðferð réttinda sem fylgi eignarréttindum nkisins að landi og landsréttindum utan eignarlanda. Því er í lögunum kveðið á um að forsætisráðherra og ráðuneyti hans fari með mál sem varða þjóðlendur og sveitarstjómir með stjómsýslu sem ekki er lögð til annarra ráðuneyta. Ekki stóð til, að sögn forsætisráðherra, að taka nein réttindi frá sveitarfélögum eða þeim sem rétt ættu til upprekstrar á svæðinu. Hann sagði hins vegar að telja yrði rétt að ríkið færi með forræði lands og landsréttinda á þeim svæðum Islands sem enginn gæti sannað eignarrétt sinn á, rétt eins og ríkið fer með stjóm auðlinda í hafmu innan ramma laga þar um. Munur væri þó á þessu tvennu, þar sem að á landi væri einnig átt við eignarráð fasteigna og réttinda sem þeim fylgja og því gæti verið þörf á að þinglýsa gemingum sem varða ráðstöfun og meðferð þessara fasteigna. Samkvæmt þinglýsingarlögum þarf sá sem slíkum réttindum ráðstafar að hafa til þess eignarheimild. Lögin um stjóm og meðferð þjóðlendna taka mið af því að í flestum tilvikum hafi sveitar- félögin, hvert á sínu svæði, farið með og sinnt stærstum hluta þessara landsvæða. Afram þurfi sem hingað til að afla lögmætra leyfa til allra framkvæmda innan þjóðlendna, svo sem byggingar- leyfa og framkvæmdir þurfi að vera í samræmi við skipulagslög. Þjóðlendur verði því undir eftirliti skipulags- og byggingaryfirvalda sem og stjónvalda í málum sem varða heimildir til nýtingar jarðefna og orkulinda. Til að draga úr hættum á árekstmm hinna ýmsu aðila sem koma að ráðstöfunum og framkvæmdum í þjóðlendum skuli komið á fót sérstakri sjö manna samstarfsnefnd allra hlutaðeigandi stjómvalda, fulltrúa ráðuneyta og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og skal nefndin vera forsætisráðherra til ráðuneytis um stjóm þjóðlendna. Megintilgangur laganna, að sögn forsætisráðherra, fólst í því „að slá eign ríkisins á landsvæði sem enginn getur sannað eignarrétt sinn á og hulin hafa verið móðu að því er varðar réttindin yfir þeim. „ Hann sagði jafnframt „Viðhöfum ekki áður búið að slíkum eignarheimildum yfir þessum svæðum og varsla þeirra verður vandmeðfarin. Ekki verður fyrir fram séð við öllum þeim vandamálum sem kunna upp að koma og úr þeim verður ekki leyst á einu bretti. Eg legg þess vegna áherslu á að með samþykkt þessa fmmvarps er aðeins fyrsta skrefið á langri leið tekið og með því er ekki svarað hvemig framtíðarskipan ýmissa þeirra málaflokka sem nefndir hafa verið til sögunnar, verði háttað. Um það hljótum við að fjalla sérstaklega og ekki í sömu andrá og þetta skref er tekið. „ I lögunum er einnig kveðið á um að sérstakri stjómsýslunefnd, óbyggðanefnd verði komið á fót og skal forsætisráðherra skipa í nefndina. Nefndin yrði stjóm- sýslunefnd en í því felst að henni væri skipað til hliðar við hið almenna stjómkerfi ríkis og sveitarfélaga og hún þannig óháð öðmm stjómvöldum í störfum sínum. Hlutverk nefndarinnar yrði að eiga fmmkvæði að því að skera skipulega úr um mörk eignarlanda og þjóðlendna og um mörk afrétta innan þjóðlendna. Einnig skyldi hún skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur yrði sem afréttur og úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. í nefndinni skuli sitja þrír menn og skulu þeir allir fullnægja skilyrðum til að gegna embætti héraðsdómara. Óbyggðanefndin skyldi taka ákveðin landsvæði til meðferðar hveiju sinni og stefnt skal að því að hún hafi lokið umljöllun um allt fsland fyrir árið 2007. Úrlausnum óbyggðanefndar verður ekki skotið til ráðherra sem æðra stjómvalds og málum sem til hennar heyra er ekki hægt að bera undir dómsstóla fyrr en eftir að nefndin hefur lokið umfjöllun sinni um þau. Þeir þingmenn sem tóku til máls um frumvarpið lýstu ánægju sinni með að slíkt fmmvarp væri komið fram og ítrekuðu nauðsyn þess að slík lög yrðu sett. Hjörleifur Guttormsson minnti meðal annars á að þegar árið 1965 hefði verið lögð fram tillaga að breytingu á stjómskipunarlögum þar sem gert hefði verið ráð fyrir því að öll núverandi óbyggð svæði, almenningar, afréttir og aðrar lendur sem og svæði sem ekki hefðu verið í byggð undanfarin 20 ár og öll hveraorka, vatnsorka og auðæfi í jörðu sem þar væm, yrðu ævinlega eign íslensku þjóðarinnar. Hann sagði jafnframt að ekki síst í ljósi samnings um Evrópskt efnahagssvæði væri mikilvægt að ganga frá þessum málum í aðalatriðum eins og stefnt væri að með fmmvarpinu. Þó að þeir þingmenn sem til máls tóku hafi verið hlynntir lagasetningunni komu að sjálfsögðu fram tillögur um orðalagsbreytingar frá einstaka þingmönnum og hlaut fmmvarpið venjubundna afgreiðslu þingsins. Fmmvarpið var samþykkt hinn 10. júní 1988 með 42 samhljóða atkvæðum, einn greiddi ekki atkvæði og 20 þingmenn vom fjarstaddir. Hin svonefndu „þjóðlendulög „ nr. 58/1998 tóku gildi hinn 1. júlí 1998. Óbyggðanefnd I kjölfar þess að fmmvarpið varð að lögum vom þrír menn skipaðir til setu í óbyggðanefnd. Formaður og framkvæmdastjóri nefndarinnar er Kristján Torfason héraðsdómari en auk hans sitja í nefndinni Allan V. Magnússon, héraðsdómari og Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður. Hlutverk nefndarinnar er þríþætt. Hún á í fyrsta lagi að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Hún á að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur, þ.e. til sumarbeitar fyrir búfé og loks á hún að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Ástæða þess að nefndinni ber að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna er að þótt þjóðlendur séu eign ríkisins geta aðrir, til dæmis einstaklingar og sveitarfélög átt takmörkuð eignarréttindi þar. Þeir sem nýtt hafi land innan þjóðlendna sem afrétt fyrir búfé eða hafi haft þar önnur hefðbundin afnot halda þeim rétti í samræmi við ákvæði laga þar um. Hið sama eigi einnig að gilda um önnur rétt- indi sem málsaðilar færi sönnur á að þeir eigi. Óbyggðanefnd á með skipulegum hætti að taka fyrir afmarkaðan hluta þess lands sem starfssvið hennar nær til. Einstök landsvæði eru tekin fyrir hveiju sinni, annars vegar er það nefndarinnar sjálfrar að ákveða að eigin frumkvæði hvaða svæði hún tekur fyrir og hins vegar geta aðilar sem teíja til eignarréttinda á ákveðnu svæði sent nefndinni beiðni þar um. Nefndin getur þó hafnað slíkum beiðnum. Samkvæmt 8. gr laganna skal nefndin eftir að hún er búin að ákveða svæði til meðferðar, tilkynna hvaða landsvæði hafi orðið fyrir valinu. Samkvæmt. 10. gr. sömu laga skal nefndin birta ákvörðunina með því að gefa út tilkynningu og láta birta hana í Lögbirtingablaði sem og dagblaði, auk þess sem tilkynningunni er þinglýst á þær eignir á svæðinu sem skráðar eru í þinglýsingabók. í tilkynningunni skal skorað á þá aðila er telja til eignarréttinda yfir landi eða annarra réttinda á svæðinu að lýsa kröfum sínum fyrir nefndinni innan þriggja mánaða frá útgáfudegi þess tölublaðs Lögbirtingarblaðs sem tilkynningin birtist í. í kynninganiti sem óbyggða- nefnd hefur látið vinna um starfs- svið nefndarinnar er skýrt kveðið á um hvaða gögn þurfi að fylgja kröfugerðum til nefndarinnar og verður þeim gerð skil hér á eftir þegar fjallað verður um kröfu- gerðir. Þegar óbyggðanefnd hefur borist lýstar kröfur á hún að gefa út skriflegt yfirlit yfir þær ásamt uppdrætti þar sem kröfur hafa verið færðar inn. Þau yfirlit eiga að liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sýslumanns til kynningar í að minnsta kosti einn mánuð. Athugasemdum ber að skila til nefndarinnar innan 30 daga frá því að kynningu lýkur. Málflutningur fyrir óbyggða- nefnd er skriflegur og formbundinn og er landeigendum og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta fyrir óbyggðanefnd í flestum tilfellum ráðlagt, af nefndinni, að leita sér aðstoðar lögmanns, enda geti verið miklir hagsmunir í húfi. Óbyggðanefnd ber í málsmeð- ferð sinni að sinna sjálfstæðri rannsóknarskyldu. ndin er skyldug til að hafa frumkvæði að því að afla heimilda og gagna um eignar- og afnotaréttindi á því landsvæði sem til meðferðar er. Nefndinni ber einnig að leita sátta með aðilum nema þegar telja verði að sáttatilraun verði árangurslaus. Óbyggðanefnd lýkur umljöllun sinni með úrskurði og sá úrskurður er endanleg afgreiðsla stjómsýslunnar. Ekki er hægt að kæra þann úrskurð til ráðherra sem æðra stjómvalds. Vilji menn ekki una úrskurði nefndarinnar geta þeir hins vegar höfðað einkamál fyrir dómstólum innan sex mánaða frá útgáfudegi þess Lögbirtingablaðs sem útdráttur úrskurðarins birtist í. Þegar óbyggðanefnd hefur úrskurðað í máli ber henni að birta úrskurðinn fyrir þeim aðilum sem

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.