Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 16
lýstu kröfum sem og fyrir þeim sem úrskurðað er að eigi réttindi á viðkomandi landsvæði. Utdráttur úrskurðar ásamt uppdrætti skal birtur í Lögbirtingablaði, í skýrslu óbyggðanefndar og á vefsíðum hennar. Nefndin skal auk þess hafa frumkvæði að því að þinglýsa úrskurðum sem fela í sér eignar- heimildir og verða þinglýsinga- og stimpilgjöld ekki innheimt af þeim skjölum. Ríkissjóður ber kostnað af störfum óbyggðanefndar, sem og því starfsfólki sem nefndin ræður til starfa í samráði við forsætis- ráðherra. Kostnað vegna hags- munagæslu greiða málsaðilar sjálfir. Heimilt er að veita gjafsókn í samræmi við lög nr. 91/1991 um meðferð einkamála, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem útlistuð eru í 17. gr. þjóðlendulaga. Föstudaginn 5. mars 1999 birtist fyrsta tilkynning óbyggðar- nefndar í Lögbirtingi. Tilkynnt var að fyrsta landsvæði sem tekið yrði til meðferðar væri Amessýsla, sá hluti hennar sem telst liggja að hálendi eða afréttum og eru mörkin tekin fram í tilkynningunni. Svæðið markast í grófum dráttum af sýslumörkum við Borgarfjörð að vestan, að norðan af suðurmörkum Hofsjökuls og Langjökuls, milli jöklanna liggja mörkin milli afréttar Biskupustungna og Auðkúluheiðar og við Þjórsá eru austurmörk svæðisins. Að sunnanverðu er miðað við norðurmörk allra efstu jarða í sýslunni. Einnig eru í tilkynn- ingunni taldar jarðir sem liggja að hálendinu eða afréttum. Gerður er fyrirvari um að aðrar jarðir eða landskikar en tilgreindir eru í tilkynningunni kunni að liggja á mörkum svæðisins að sunnan- verðu. Áréttað er sérstaklega að tilkynningin nái til allra þeirra aðila sem telji til réttinda á því landsvæði sem tilgreint er í tilkynningunni, án tillits til hvort þeirra sé getið í lýsingu á afmörkun svæðisins. I tilkynningunni kemur einnig fram að nefndin muni kanna og skera úr um hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Hún muni skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og einnig muni hún úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendu. Skorað er á þá sem telja til eignarréttinda yfir landi eða annarra réttinda á ofangreindu landsvæði að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd innan þriggja mánaða frá útgáfudegi tölublaðsins sem tilkynningin birtist í. Með kröfum þurfi að fylgja þær heimildir og gögn sem aðilar byggi rétt sinn á, ásamt uppdrætti af mörkum þess landsvæðis/jarðar sem kröfur lúta að, allt í fjórriti. Kröfugerðir í Árnessýslu I kynningarriti óbyggðanefndar kemur fram að þeir sem telji sig eiga hagsmuna að gæta þurfi að skilgreina þær kröfur sem þeir setji fram. Þar geta verið um að ræða bein eignarréttindi eða önnur réttindi svo sem réttur til upp- rekstrar, beitar, veiði, vatns og fleira. Þeir þurfi einnig að safna saman þeim gögnum sem liggi til grundvallar kröfum þeirra. Sem dæmi má nefna heimildir um landnám, dóma, þinglesin skjöl svo sem kaupsamninga, afsöl, landamerkjabréf og landskipta- gjörðir. Bent er á aðrar heimildir svo sem jarðaskrár, sókna-, héraðs- og byggðalýsingar, auk þess afréttaskrár, máldaga, lögfestur og vísitasíur. Einnig segir að það geti komið til þess að vitni verði leidd fyrir nefndina. Auk þessa þarf að fylgja uppdráttur af mörkum landsvæðis sem kröfur lúta að og skulu landamerkjapunktar númeraðir með heiti til síðari hnitsetningar samkvæmt GPS staðsetningarkerfi. Kröfur til nefndarinnar skuli allar vera skriflegar og skilast í ijórriti og auk þess sé æskilegt að skila sömu gögnum á tölvutæku formi. Gefnir eru þrír mánuðir til að koma þessum gögnum til nefndarinnar. Sveitarstjómarmenn í Ames- sýslu gerðu sér ljóst að hér var um viðamikið verk að ræða og skammur tími til stefnu. Að sögn Lofts Þorsteinssonar, oddvita í Hmnamannahreppi, komu oddvitar hreppanna sem hlut áttu að máli, sér saman um að hafa ákveðna samvinnu um verkið. Ráðinn var sagnfræðingur til að leita heimilda og koma þeim í viðunandi form til að senda nefndinni, lögfræðingar til að annast málefni hvers landeigenda og landslagsarkitekt fenginn til að teikna upp landamörk jarða og númera landamerkjapunkta. Þar sem hver málsaðili ber kostnað sinn sjálfur og heimild er í lögum fyrir gjafsókn, ákváðu forsvarsmenn hreppanna að hver hreppur myndi sjá um að greiða þá vinnu sem vinna þyrfti fyrir hönd jarðeigenda. Jafnframt skyldi haldið utan um kostnað vegna hvers landeigenda fyrir sig þannig að innheimta mætti hann síðar ef þörf yrði á. Hver og einn landeigandi rekur hins vegar sitt mál, ásamt lögfræðingi sínum, fyrir óbyggðanefnd. Komi til dómsmála vegna einstakra eigna, reki hver eigandi það einnig fyrir sig, og þá á eigin kostnað, að sögn Lofts. Kröfugerðir ríkisins Fjármálaráðherra fer með fyrirsvar fyrir hönd ríkisins og stofnanna á þess vegum vegna krafna um eignarréttindi innan þjóðlendna. Sömu skilareglur gilda um kröfugerðir ríkisins til óbyggðanefndar sem og til annarra eignaraðila. Hið opinbera á fjölda landeigna og samkvæmt lögunum var sett á stofn þriggja manna nefnd sem sjá á um að lýsa kröfum fyrir hönd ríkisins. I nefndinni eiga sæti Ami Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Ólafur Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson prófessor. Nefndin hefur heimild til að ráða sér aðstoðarfólk til starfa. Að sögn Ama Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu og formanns kröfunefndar ríkisins, hafi nefnd fjánnálaráðu- neytisins í kröfugerð sinni tekið tillit til mjög margra þátta og sjónarmiða. Þeir hafi byrjað á að líta á þinglýstar heimildir en einnig hafi þeir litið til máldagabóka, landnota, staðhátta, landnáms og eignatöku að fomu og nýju. Þeir hafi einnig skoðað þá dóma sem gengið hafi hér á landi og varða beint og óbeint eignarréttindi á hálendinu og nefndin hafi haft viðhorf dómanna til hliðsjónar við mótun kröfugerðar sinnar. Vinna óbyggðanefndar Þegar að allar kröfur vom komnar inn á borð til óbyggða- nefndar lét hún teikna bæði kröfur ríkisins og einstakra einkaaðila inn á sameiginlegt kort. Einnig var unnið skriflegt yfirlit yfir kröfur beggja. Þessi gögn vom fyrst send til kynningar og yfirlestrar hjá málsaðilum. Hinn 29. október vom gögnin lögð fram hjá sýslumanni Amessýslu, þar sem þau skulu vera til kynningar í að minnsta kosti einn mánuð. Öllum er heimilt að koma til sýslumanns og fá að skoða kort sem þar hangir á vegg og lesið hina skriflegu greinargerð sem fylgir. Einnig liggur upplýsingarit óbyggðanefndar þar frammi. Athugasemdir við kröfugerðimar skulu berast nefndinni innan 30 daga frá því að þeirri kynningu lýkur. Rétt er að minna á að óbyggðanefnd er með þessu að vinna á þann hátt sem fyrir hana er lagt. Hún hefur kynnt málið fyrir hlutaðeigandi aðilum, kallað eftir kröfum landeigenda og ríkisins, látið færa gögn beggja inn á sameiginlegt kort og látið útbúa skriflegt yfirlit um kröfumar. Mönnum gefst sem fyrr segir kostur á að koma með athuga- semdir um gögnin áður en þau verða tekin til málsmeðferðar hjá nefndinni. Málsmeðferð hefst fljótlega upp úr áramótum árið 2000 og getur ekki hafist fyrr þar sem tveir mánuðir þurfa að líða frá því að gögnin em tekin til kynn- ingar hjá sýslumanni og frestur til að skila athugasemdum sé liðinn. Að lokinni kynningu mun nefndin taka afstöðu til krafnanna sem óháður úrskurðaraðili og vinna samkvæmt áðurgetinni vinnulýsingu. Óbyggðanefnd mun í framhaldi úrskurða um hvar umrædd þjóðlendulína skuli liggja. Eftir að úrskurður hennar liggur fyrir geta menn skotið málum til dómstóla, kjósi þeir það. Kröfulínur Kort óbyggðanefndar liggur nú frammi hjá sýslumanni á Selfossi og mynd af því birtist í Morgunblaðinu hinn 31. desember 1999. í Sunnlenska fréttablaðinu 79. tbl. hinn 22. október 1999 er kröfugerðum málsaðila, samkvæmt gögnum óbyggðanefndar, lýst með orðum. Til að einfalda umtjöllun skal hér stiklað á stóru í lýsingu blaðsins á því á hvem hátt kröfur ríkisins skarast við kröfur annarra eignaraðila. Sjá mynd af kröfulínukorti Meðal annars kemur fram að ríkið telur í kröfugerð sinni að það sé eigandi að afréttarlandi sem Grímsneshreppur keypti af Laugarvatnsbónda fyrir margt löngu og nýtt hefur verið sem afréttur. Landið nær alla leið inn að Skjaldbreið en tjallið telja Grímsnesingar sig einnig eiga samkvæmt 100 ára gömlum makaskiptasamningi við Þingvalla- kirkju. Hreppurinn lét þá kirkjuna hafa Kaldárhöfða í skiptum fyrir Skjaldbreið. I núverandi kröfugerð segist ríkið eiga Skjaldbreið sem og Kaldárhöfða. Einnig má nefna að í Biskupstungum telur ríkið sig eiga stóran hluta af óskiptu landi Úthlíðartorfu, en samkvæmt nær fjögurra alda landamerkjagemingum telst til hennar Úthlíðarhraun, Högnhöfði, Svínahraun og þaðan til norðurs og norðnorðausturs allt land inn að Hagavatni og Sandvatni. Þetta landsvæði vill kröfunefnd ríkisins telja til þjóðlendna en eigendur Úthlíðar hafa í höndum afsal, sem byggir á vísitasíugerð Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 1646. Afsalið er þinglýst og fylgdi jörðinni þegar hún var seld á uppboði 1787 ásamt öðrum jörðum Skálholtsstóls í Ámessýslu. Athygli vekur og að kröfulína fjármálaráðuneytisins gengur þvert í gegnum land Haukadalstorfunnar en Kristján Kirk keypti á sínum tíma hluta þessa lands og gaf íslenska ríkinu til skógræktar. Biskupstungnahreppur keypti eyðijörðina Hóla í Biskupstungum fyrir áratugum síðan og lagði til afréttalands, sú jörð er með kröfugerðinni nær öll lögð til þjóðlendu ásamt Tunguheiði en það land var dæmt Bræðratungu fyrir nokkrum ámm. Sunnlenska fréttablaðið telur Hmnamenn þó líklegast fara verst út úr kröfugerðum ríkisins eins og þær liggi fyrir í dag og undir það hafa margir aðrir tekið. Stór hluti margra jarða á að teljast til þjóðlendna samkvæmt korti óbyggðanefndar og má sem dæmi nefna Jaðar I, Tungufell, Foss og Hlíð. Á nokkmm bæjum í Hmnamannahreppi höfðu bændur ekki lýst kröfum sínum enda ekki tilkynnt að jarðir þeirra næðu inn á það svæði sem gæti talist til þjóðlendu. Dæmi um slíkar jarðir em Skipholt, Þórarinsstaðir og Laugar. Nú er talið að eigendur þessara jarða þurfi að kanna stöðu sína ef þeir vilja ekki láta taka landið eignamámi. Fyrir austan Stóm Laxá er ekki tekið eins mikið af meintum eigum einkaaðila en nefna má að land sem afréttafélög Flóa og Skeiða keyptu fyrr á öldinni er nær allt talið til þjóð- lendna. Einnig hefur vakið athygli, að sögn Sunnlenska fréttablaðsins að sundlaugin í Þjórsárdal, byggðin í Búrfelli og Sögualdarbærinn lenda innan línu þjóðlendu eins og hún er teiknuð í dag. Hjörleifur Ólafsson, bóndi á Fossi í Hrunamannahreppi, segir í samtali við DV hinn 27. október 1999 að samkvæmt kröfugerð þjóðlendunefndar fjármálaráðuneytisins verði um 70% af landareign hans færð undir þjóðlendur. Það séu um það bil 8- 900 hektarar. Honum til enn meiri furðu liggi kröfulínan yfir hlaðið á bænum, þar sé tvíbýli og samkvæmt línunni sé hluti heimamanna orðinn að óbyggðafólki sem búi á þjóðlendu. Viðbrögð við kröfugerð ríkisins Kröfugerð nefndar íjrmálaráðu- neytisins hefur vakið hörð viðbrögð margra landeigenda í Ámessýslu. Mönnum hefur komið á óvart að nefndin gerir kröfur sem skera þinglýst landamæri lögbýla. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra sagði meðal annars í kvöldfréttum Ríkis- útvarpsins hinn 15.10. 1999 „Ef kröfugerð ríkisins er með þessum hætti þá kemur það mér verulega á óvart, því mér innst að það hafi verið borin mikil virðing fyrir eignarlöndum manna í þeirri umræðu sem fram fór á Alþingi. „ Hann sagði jafnframt að hann teldi það hafi verið skýrt af hálfu Alþingis að til þjóðlendna hefðu fyrst og fremst átt að tilheyra þau lönd sem væru einskis manns land. „Eignarlönd manna sem sannarlega em eignarlönd manna, þau em alls ekki innan þessara marka, „ sagði Guðni Ágústsson jafnframt. Að sögn Ólafs Bjömssonar hæstaréttarlögmanns sem er lögfræðingur margra hagsmuna- aðila í sýslunni, er kröfugerð ríkisins „aðför að eignarrétti manna. „ Hann segir að nefnd ríkisins hafi gert mjög grófa kröfu, ýtmstu kröfu, fyrir hönd ríkisins, kröfur hennar teygi sig langt niður í byggð og að hún virði að vettugi þinglýst landamerki. „Eg efast um að það hafi verið skilningur manna almennt og ég efast um að það hafi verið skilningur alþingismanna, alla vegana ekki þeirra þingmenna sem ég hef talað við að þessi lög ættu að verða til þess að þinglýst landamerki lögbýla væm í einhvers konar uppnámi. Landamerkjalögin frá 1882 vom sett til að ganga frá þessum málum fyrir meira en 110 ámm síðan og þá vom þinglýst nánast öll landamerki hér í Ámessýslu. Það hefur enginn ágreiningur verið um þessi landamerki síðan, jarðir gengið kaupum og sölu, verið seldar á uppboði og menn hafa eignast þær fyrir arf og þar fram eftir götunum. „ Ólafur segir jafnframt að „Það er ekki sama hver gerir slíkar ýtrastu kröfur, það er öðmvísi þegar að ríkið sjálft á í hlut. „ I greinargerð með kröfulýsing- um nefndar fjármálaráðuneytisins segir að nefndin hafi ekki talið landamerkjalýsingar einhlítt gagn um landamerki, önnur gögn þyrftu að styðja niðurstöðuna. Þar hafi nefndin meðal annars unnið eftir því hvort fyrir lægi viðurkenning og uppáskrift þeirra sem rétt áttu til aðliggjandi landsvæða. Nefndar- menn leggi ríka áherslu á að það skipti miklu máli hvort staðfesting landamerkjalýsinga séu einhliða, ef svo sé véfengi nefndin þær og skipti þá ekki máli hvort um sé að ræða þinglýst gögn. Mismunurinn á kröfugerð landeigenda og ríkisins Lögin erufyrst ogfremst verklagsreglur um hvernig skuli staðið að málum við að skýra eignaraðild. Lögin eru ný og lítið erfarið að reyna á þau enn sem komið er. Fyrsta landsvœðið bíður afgreiðslu óbyggðanefndar og menn eru enn að átta sig á verklagsreglunum. Gert er ráðfyrir að afgreiðslu Amessýslu verði lokið um mitt nœsta sumar. Það verður fróðlegt að fylgjast með afgreiðslu sýslunnar hjá óbyggðanefnd og hvernig breytingar verði á næstunni gerðar á lögum um þjóðlendur. Ekki má telja óeðlilegt að gera þurfi slíkar breytingar á lögum sem í raun eru verklagsreglur, því reynslan ein getur skorið úr um hvaða verklag henti best.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.