Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 18.janúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 byggist fyrst og fremst á misjöfnu mati á þessum einhliða landamerkjalýsingum. Ámi Kolbeinsson formaður kröfunefndar ríkisins segir það koma á óvart að landeigendur geri kröfur um beinan eignarrétt til svo að segja allra afrétta. Verði orðið við kröfum þeirra, segir hann ljóst að hverfandi hluti hálendisins verði talinn til þjóðlendna. Hér stangist tvö meginviðhorf á, annars vegar viðhorf einkaaðila sem telji að svo að segja allt land sé háð einkaeignarétti og þjóðlendur þá ekki til nema í undantekningartilfellum og svo viðhorf hins opinbera sem krefst þess að allt land sem teljist vera eðlilegur hluti hálendisins teljist til þjóðlendna, enda hafi menn ekki óyggjandi eignarheimildir fyrir því. Lögin og óskin um kröfugerð sem fylgi hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að vera „öfug sönnunarbyrði, „ eins og Loftur Þorsteinsson, oddviti Hrunamanna, kemst meðal annars að orði. Að hans sögn er kröfugerð ríkisins nánast „dónaskapur. „ Ríkið gefi með þessu í skyn að menn eigi ekki það sem þeir hafi þinglýst skjöl til staðfestingar um. Menn hafi afsöl fyrir þessum eignum og hafi greitt skatta og gjöld af jörðunum og hafi fengið að veðsetja þær fyrir lánum sínum. Nú sé allt í einu farið að véfengja eignarrétt þeirra, segir Loftur. Hann tekur undir þá gagnrýni að kröfur ríkisins nái inn fyrir landamerki lögbýla. Hann segir málið allt skaða landeigendur, jarðimar séu til dæmis ekki söluhæfar á meðan að á þessu stendur og þetta skapi óvissu og óróleika meðal manna. Kröfur ríkisins teygi sig að hans mati langt niður í byggð, og fjórar jarðir í Hrunamannahreppi sem ekki vom taldar í auglýsingunni lendi að hluta til inni í kiöfugerð ríkisins. Reyndar hafi verið sleginn vamagli í auglýsingunni um að aðrar jarðir en þær sem tilgreindar séu kunni að liggja á mörkum svæðisins að sunnanverðu. Línan sem kröfunefnd ríkisins hafi látið draga sé einnig í hæsta máta óeðlileg. „Þetta er eins og jarðskjálftalínurit ,„ segir Loftur „það er eins og þeir hafi týnt reglustiku sinni og þeir fara nánast hvergi eftir makalínum afrétta. Mönnum virðist línan vera dregin eftir hæðarlínum hún liggur við mörk snjóleysis og snjóa. „ Hann segir kröfur nefndarinnar vera „fyrir neðan allar hellur, „ ekki sé einu sinni samræmi rnilli texta og teikninga þeirra, að sú lína sem gerð er á teikningum fari ekki saman við þann texta sem með fylgi. Páll Lýðsson, sagnfræðingur í Litlu-Sandvík, tekur undir orð Lofts og segir að kröfunefnd ríkisins hafi sýnt óvönduð vinnubrögð. Þannig hafi til dæmis verið gerð krafa á korti um fjóðung af landi Hrauntungu í Gnúpverjahreppi, svo þegar að farið var að lesa skráða kröfugerð reyndist hún ekki samhljóða teikningunni. Nefndarmenn fjármálaráðuneytisins hafí í samtölum við sig staðfest að þama væri um ónákvæmni í teikningu að ræða, rétt væri farið með í skriflegri kröfugerð, þannig að ekki stæði til að snerta við landi Hrauntungu. Páll kvaðst fullviss um að þessu væri svipað háttað á fleiri stöðum, það væri mikil vinna framundan „að lúsaleita teiknað kort og skrifaðan texta. „ Einnig er Páll ósáttur við vinnubrögð kröfunefndarinnar hvað varðar ömefni, hann segir þá sýna kæruleysi í vinnubrögðum, sem dæmi er kennileiti sem þeir nefna Sandavatn en heiti í raun Sandvatn og mörg slík dæmi séu. Það rýri trúverðugleika kröfugerðar þeirra. Páll er einnig ósáttur við heimildaleit kröfuunefndar. Hann segist hafa fengið staðfest að nefndin hafi notað „lélegar „ heimildir. Nefndin hafi stuðst við fjórar bækur auk þinglýsingaskjala. Bækumar eru Landnáma, Göngur og réttir II, Arbók Ferðafélags Islands '96 „Ofan hreppafjalla „ og Amesþing á landnáms- og söguöld eftir Einar Agústsson frá 1950. „Hvers vegna nota þeir ekki, svo dæmi séu nefnd, Sunnlenskar byggðir eða annað bindi Jarðabókar Arna Magnússonar og Páls Vídalín, um Ámessýslu? „ spyr Páll Lýðsson. Hann segir ljóst að nú verði menn að leggjast í aukna heimildaöflun, þar sem þjóðlendunefnd lýsi efa á einhlítar landamerkjalýsingar og hafi sagt að menn þurfi „að renna fleiri stoðum undir kröfur sínar. „ „Við munum leita betur í Þjóðskjalasafni og fínna þinglýst afsöl, kaupsamninga, makaskiptasamninga og erfðaskiptasamninga ,„ segir Páll. Hann tekur undir þá gagnrýni sem Olafur Bjömsson og fleiri hafa sett fram um að Landnáma sé hæpin heimild. Bókin hafi verið skrifuð um 1220 þá hafi verið liðin á þriðja hundrað ár frá landnámi. „Ef við ætluðum í dag að fara skjalfesta eitthvað sem átti að gerast fyrir rúmum tvö hundmð ámm lendum við strax í vandræðum ef við höfum ekkert í höndunum nema munnmæli, þau fymast fljótt. „ Páll telur að nota eigi doktorsritgerð Bjöms Lárussonar sagnfræðings, hún fjalli um eigendasögu jarða frá 1685 og sé í raun heil jarðabók. Meirihluti jarða hafi þá verið í eigu kirkjunnar og kirkjan hafi þá verið talin í óyggjandi rétti að útbúa sín landamerki. Þegarþær jarðirhafi verið seldar, þá hefðu þær verið seldar með réttum jarðamörkum og með hjálp skjala megi oft rekja gögn aftur að þeim tíma. Páll Lýðsson hefur í viðtali í Morgunblaðinu hinn 31.10.1999 einnig bent á gagnrýni manna á þann tíma sem yfirferðin muni taka og hvaða hættum það geti boðið heim. Óbyggðanefndin eigi á næstu átta ámm að ljúka umfjöllun um allt land. Það sé þó ekki fyrr en eftir að óbyggðanefnd hafi með lögformlegum hætti tilkynnt að ákveðið landsvæði verði tekið til meðferðar sem fyrirvarar um störf óbyggðanefndar séu settir inn á þinglýst skjöl viðkomandi eigna. Þama skapist mismunur milli jarðeigenda, þeir sem viti að langt geti liðið þar til þeirra svæði verði tekin til umfjöllunar, geti selt landsvæði áður en til meðferðar óbyggðanefndarkomi. Hver réttarstaða slíki'a kaup- og sölusamninga teljist vera skal ósagt látið og líklegt að yrði dómstóla að skera úr. Einnig hefur verið gagnrýnt að ríkið byggi kröfur sínar á því að bændur hafi aðeins nýtt sér beitarrétt jarðanna. Lögfræðingar bændanna halda því fram að nýting sé háð því hvaða afrakstur landið geti gefið hverju sinni. Það sé því ekki unnt að svipta menn eignarrrétti á landi á þeirri forsendu einni að landið hafi aðeins verið nýtt til beitar nú síðustu árin. Að sögn Kristjáns Torfasonar, formanns óbyggðanefndar, hafa bændur flestir byggt kröfur sínar á landsamerkjabréfum sem voru og eru flest öll gerð á ámnum 1880 og 1890 og þar séu mörk jarðanna tilgreind með rnjög mismunandi hætti. Samkvæmt þeim lögum sem þá giltu áttu landeigendur sjálfir að gera sínar landamerkjalýsingar og þeir sem áttu mörk að þeirra landi að staðfesta að rétt væri með farið. Vandinn gagnvart efstu jörðunum er sá að þar var enginn til að staðfesta línuna til ijalla. Hann segir jafnframt að kröfur nefndar fjármálaráðuneytisins fari einnig stundum þvert á landamerkja- lýsingar. Hann segir kröfur ríkisins á þó nokkxum stöðum fara langt niður í sveit en ekki sé ljóst hvort ríkið ætli að endurskoða þær kröfur sínar í ljósi þess sem liggur fyrir þegar að búið er að draga allar kröfur upp á sameiginlegt kort. Hlutverk óbyggðanefndar verði nú, að sögn Kristjáns, að reyna að ná sáttum milli aðila. Málflutningur hefjist eftir áramót og þá fari línur að skýrast. Ámessýsla sé prófsteinn í málinu og kannski ekki óeðlilegt að allir aðilar geri ýtmstu kröfur. Það séu fyrstu kröfugerðir sem nú komi fram og ekki sé ólíklegt að í ljósi fenginnar reynslu muni verklag taka breytingum. Gagnrýni á lögin I framsögu forsætisráðherra á sínum tíma kom fram að „ekki verður fyrir fram séð við öllum þeim vandamálum sem kunna upp að koma og úr þeim verður ekki Ieyst á einu bretti. „ Hann lagði áherslu á að „með samþykkt þessa fmmvarps er aðeins fyrsta skrefið á langri leið tekið og með því er ekki svarað hvemig framtíðarskipan ýmissa þeirra málaflokka sem nefndir hafa verið til sögunnar, verði háttað. „ Nú þegar em menn búnir að rekast á tvö ákvæði í lögunum sem þarfnast úrbóta. í fyrsta lagi nefna menn ákvæðin um gjafsókn. Þau þurfi að vera skýrari. 1 lögum urn meðferð einkamála em ákvæði um gjafsóknir. Þar segir m.a. í 126. gr. að veita megi gjafsókn að uppfyll- um tilteknum skilyrðum, svo sem ef efnahagur er bágur eða ef „að úrlausn máls hafi vemlega almenna þýðingu eða varði vemlega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda. „ Einnig er kveðið á um að veita megi gjafsókn þegar að svo sé fyrir mælt í öðmm lögum. Páll Lýðsson hefur meðal annars gagnrýnt þetta og sagt að kveða verði skýrar að orði, bændur sem séu að veija eignir sínar teljist flestir eignamenn og þá séu lagaákvæði um gjafsókn tiltölulega haldlaus. Réttara væri, að hans mati, að kveða á um að allur flutningur fyrir óbyggðanefnd ásamt tilheyrandi útgjöldum sem fylgi gagnaöflun verði greiddur úr rikissjóði, en um leið verði að tryggja eftirlit með þeim kostnaði sem fylgi gagnaöflun. Einnig gagnrýna menn 15. gr. laganna þar sem segir að „óbyggðanefnd leitar sátta með aðilum nema telja verði að sáttatilraun verði árangurslaus. „ „Hver á að segja til um hvort það þýði að leita sátta? „ spyr Páll Lýðsson. Hér þurfi að kveða fastar að orði, þannig að tryggt verði að óbyggðanefnd byrji alltaf á að leita sátta. Sem dæmi megi kveða á um að haldnir skuli a.m.k. þrír sáttafundir áður en grípa megi til annarra úrræða. Þeim röddum hefur og ijölgað að undanfömu sem vilja breyta vinnuferlinu öllu. Olafur Bjömsson er einn þeirra sem telja eðlilegra að óbyggðanefnd sjái sjálf um að afla grunngagna, marka þjóðlendulínuna, auglýsa hana og leiti svo eftir athugasemdum. Það skipti ekki síst máli að sögn Ólafs að „menn geta þá verið alfarið vamarmegin í málflutningi sínum. I dag em í raun tveir sóknaraðilar að vinna að sama máli með tilheyrandi kostnaði og tvíverknaði og það er mjög gagnrýnisvert. „ Ef óbyggða- nefnd yrði látin vinna þannig mætti spara mikla fjármuni. I stað þess að þrír hópar séu að vinna sama verkið og allt verði að lokum greitt úr ríkissjóði ætti að nægja að einn hópur sjái um að afla gagna á þjóðskjalasafni, teikna inn tillögu að þjóðlendulínu á kort og útbúa skriflega lýsingu. Þau gögn yrðu svo auglýst og menn geti gert kröfur ef þeir yrðu ósáttir. Aðrir hafa bent á að slíkt verklag gangi kannski ekki, því óbyggðanefnd eigi að vera hlutlaus úrskurðaraðili og geti því ekki átt fmmkvæði að því að leggja þjóðlendulínu, hins vegar mætti breyta þannig að það yrði hlutverk kröfunefndar ríkisins að leggja fram kröfur og þeir sem teldu sig eigendur gætu þá snúist til vama. Kristján Torfason segir að nú þegar sé farið að vinna að uppkasti að lagabreytingum vegna laga urn þjóðlendur. Það sé ljóst að breyta verði ákvæðum um gjafsókn þar sem þau séu haldslaus eins og þau eru í núgildandi lögum. Hann segist ekki telja að kveða þurfi fastar að orði um að leita skuli sátta, sérhvert mál verði í raun rekið eins og dómsmál fyrir nefndinni og því óþarfi að breyta orðalagi 15. greinar. Menn hafi nú þegar rekist á ýmsa vankanta við framkvæmdir og rétt sé að leiðrétta allt slfkt sem fyrst. Að því sé stefnt með fyrirhuguðum laga- breytingum, en þar sem einungis er um uppkast að ræða enn sem komið er, vill Kristján ekki segja frekar hvað í breytingunum kunni að felast, enda öðlist þær ekki gildi fyrr en eftir meðferð Alþingis. Löngu tímabœr lagasetning Lögin um þjóðlendur eru óaðskiljanlegur þáttur í stefnu- mörkun ríkisstjómarinnar um málefni hálendisins. Þegar búið verður að skera úr um markalínur milli eignarlanda og þjóðlendna verður allur réttur manna á hálendi Islands skýr. Lögin eru fyrst og fremst verklagsreglur um hvemig skuli staðið að málum við að skýra eignaraðild. Lögin eru ný og lítið er farið að reyna á þau enn sem komið er. Fyrsta landsvæðið bíður afgreiðslu óbyggðanefndar og menn em enn að átta sig á verk- lagsreglunum. Gert er ráð fyrir að afgreiðslu Árnessýslu verði lokið um mitt næsta sumar. Það verður fróðlegt að fylgjast með afgreiðslu sýslunnar hjá óbyggðanefnd og hvemig breytingar verði á næstunni gerðar á lögum um þjóðlendur. Ekki má telja óeðlilegt að gera þurfi slíkar breytingar á lögum sem í raun eru verklagsreglur, því reynslan ein getur skorið úr um hvaða verklag henti best. Þó ágreiningur ríki um hvaða leið skuli farin, þá er fullvíst að það var orðið tímabært að skera úr um eignarhald á hálendinu og margir hefðu viljað líta slíka löggjöf fyrr. Þóra Þórarinsdóttir Greinargerð um heimildanotkun Lög, lagasafn Alþingis, http://althingi.is/lagas/, 4.11.1999: Landskiptalög, 46/1941 Lög um meðferð einkamála 91/1991 Lög um landamerki o.fl., 41/1919. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. 57/1998 Lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 58/1998, Sveitarstjómarlög, 45/1998. Frumvarp um þjóðlendur, umræður á 122. Igjþ. Alþingis, http://althingi.is/altext/122/, 05.11.1998 Davíð Oddsson, flutningsræða með þjóðlendnafrumvarpi 05.02.1998 Hjörleifur Guttormsson, umræður um þjóðlendnaífumvarp, 05.02.1998, Umræður um þjóðlendnafrumvarp á 122 löggjafarþingi, ræður þingmanna. Upplýsingarit: Hálendi fslands, ríkisstjóm fslands, Rvík, 1999. Kröfugerðir til óbyggðanefndar, óbyggðanefnd, Rvík 1999. Óbyggðanefnd, óbyggðanefnd, Rvík, mars 1999. Upplýsingar, Stjómarráð íslands, heimasíða http://bmnnur,stjr.is, veralda- vegurinn 9.11/99 Greinar úr dagblöðum og héraðsfréttablöðum, önnur blöð: „Hefur þinglýsing misst gildi sitt", Morgunblaðið 248.tbl.87.árg.31.10.1999 .Jliminn og haf milli krafna ríkisins og Ámesinga”, Morgunblaðið 248.tbl.87. árg.31.10.1999. „Hvar liggur kröfuh'na ríkisvaldsins", Sunnlenska fréttablaðið 79.tbl.22.10. 1999. „Kemur á óvart að gerðar séu kröfur um beinan einkaeignarrétt til allra afrétta", Morgunblaðið 248.tbl.87.árg.31.10.1999 „Ríkið gerir kröfur til meirihluta iands sumra jatða sem ná inn á hálendið" Sunnl. fréttablaðið 79.tbl.22.10.1999. .Jííkið vill leggja stóra hluta jarða undir sig”, Hjörleifur Ólafsson viðtal, DV 247.tbl. 89. og25.árg. 27.10.1999 „Tilkynning frá óbyggðanefnd", Lögbirt- ingablað, 24.tbl 92.árg. 5.mars.l999 Utvarpsviðtöl: Einar Jónsson, bóndi Tunguheiði í Hmnamhr. Soffía Sigurðardóttir, Svæðis- útvarp Suðurlands, 20.10.1999. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, Hjördís Finnbogadóttir, Fréttir kl 18:00, Rúv, 15.10.1999. Hjörleifur Ólafsson, bóndi Fossi Hmnam.hr.. Þóra Kr. Ásgeirsdóttir, Spegillinnkl. 18:00, Rúv, 15.10.1999. Kristján Torfason, Broddi Broddason, Spegiilinn kl 18:00,Rúv, 11.10.1999. Loftur Þorsteinsson.oddviti Hmnam.hr., Þóra Kr. Ásgeirsdóttir, Fréttir kl 18:00, Rúv, 09.10.1999. Ólafur Bjömsson, hæstaréttalögmaður, Soffía Sigurðardóttir, Svæðisútvarp Suðurlands 22.10.1999. Ólafur Bjömsson, hæstaréttalögmaður, Sveinn E Helgason, Fréttir kl 16:00, Rúv, 14.10.1999. Ólafur Bjömsson, hæstaréttalögmaður, Sveinn E Helgason, Fréttir kl 18:00, Rúv, 14.10.1999. Ólafur Bjömsson, hæstaréttalögmaður, Þóra Þórarinsdóttir, Byggðalína kl 15:00 Rúv 13.07.1999. Viðtöl: Kristján Torfason, form. óbyggðanefndar, 15.11.1999. Loftur Þorsteinsson, oddviti Hmna- mannahr., 09.11.1999. Oddur Þ. Hermannsson, landslagsarkitekt, 26.10.1999. Ólafur Bjömsson, hæstaréttarlögmaður, 26.10.1999. Páll Lýðsson, sagnfræðingur, 12.11.1999.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.