Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 18.01.2000, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 18. jartúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 landsins mesta úrval forvamabúnadar 1001^ ' mus Pöstverslun • 588 5551 10-22 alla daga Hjarðstíur Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 NÁMSKEIÐ - NÁMSKEIÐ - NÁMSKEIÐ Námskeiðsbæklingur með dagskrá vorannar 2000 er væntanlegur síðast í janúar. Nánari upplýsingar í síma 437 0000 eða í tölvupósti helgibj@hvanneyri.is Fleiri námskeið verða kynnt síðar! Endurmenntunarstjóri LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN Á HVANNEYRI ENDURMENNTUN sími 437 0000 - fax 437 0048 Sýnishorn úr dagskrá námskeiða 2000 Járningar og hófhirða Hvanneyri, 28.-29. janúar 2 dagar, 18 kennslustundir Leiðbeinandi: Sigurður Oddur Ragnarsson oámskeið Frumtamning "samspil manns og hests" Gauksmýri, V.-Hún., 4.-6. febrúar 3 dagar, 30 kennslustundir Leiðbeinendur: Magnús Lárusson Svanhildur Hall Jll námskeið Fóðrun og uppeldi kvíga Selfossi, 15.-16. febrúar 2 dagar, 18 kennslustundir Leiðbeinendur: Auður Lilja Arnþórsdóttir Gunnar Guðmundsson Louise Molbak Ræktun Castor Rex feldkanína Hvanneyri, 17.-18. febrúar 2 dagar, 18 kennslustundir Leiðbeinendur: Sverrir Heiðar Júlíusson Sigurjón Bláfeld Brýtur sauðQárræktin af sér hlekkina? INNGANGUR Til þess að geta lifað og dafnað um ókomna tíð þarf sauðfjár- ræktin að brjóta af sér nokkra hlekki. Greinin hefur í langan tíma ekki náð að þróast og eflast á eigin forsendum. Opinber afskipti hafa of oft gefið skilaboð sem hafa verið villandi eða óheppileg fyrir þróun greinarinnar. Fyrst óraunhæfur framleiðsluhvati á formi út- flutningsbóta, síðan úthlutun kvóta og flatur niðurskurður. í dag eru röngu skilaboðin þau að hlutfall ríkisstuðnings af framleiðslu- verðmætum er orðið mjög breytilegt milli framleiðenda, vegna af- náms framleiðslutengingar á beingreiðslum og s.k. 0,7 - reglu. NYR SAMNINGUR Tvö af meginmarkmiðum við gerð nýs búvörusamnings í sauð- fjárrækt hljóta að vera: a) að stuðningur ríkisins sé réttlœtanlegur út frá þjóðarliag. b) að greinin eflist á eigin forsendum. Ríkisstuðningur sem er meira eða minna ótengdur framleiðslu getur tæpast verið í samræmi við þessi markmið. Ut frá þjóðarhag er það mun réttlátara og rökréttara að stuðningurinn sé í hlutfalli við það sem einstök bú skila til baka í ríkiskassann, í formi virðisauka- skatts og annarra gjalda. Með öðrum orðum að um sé að ræða niðurgreiðslur, sem koma neytend- um til góða, ekki síður en bændum. Jafnframt ætti fram- leiðslutenging að leiða til þess að búin geti byggt sig upp í samræmi við sína framleiðslu. Margir hafa áhyggjur af því að framleiðslutenging ríkisstuðnings leiði til offramleiðslu. Sá ótti er skiljanlegur í ljósi fortíðarinnar. En margt hefur breyst. A tímum óheftra útflutningsbóta var eðlilegt að framleiðslan færi sífellt vax- andi, ekki síst þegar við bættust framkvæmdastyrkir og lán sem brunnu upp í verðbólgubáli. Á sfðari niðurskurðartímum hafa búin meira og minna verið að ganga á þann höfuðstól sem framleiðslan eykst, minnkar stuðningurinn á framleitt kg, og öfugt. Þetta þýðir að vísu að hluti af þeirri framleiðslu sem verið er að styðja er flutt út. Til að sanngimi sé gætt verður að fyma núverandi beingreiðslu- rétt eins og hverja aðra eign. Niðurstaða mín er því sú að beingreiðslur út á kjöt í nýjum sauðfjársamningi ættu að greiðast með eftirfarandi hætti: 1. Greitt væri skv. eldri samn- ingi t.d. 80% af heildarfjárhæðinni árið 2001, 60% árið 2002, 40% árið 2003, 20% árið 2004 og 0% frá og með árinu 2005. Einnig kæmi til greina að láta þessa breytingu gerast á lengri tíma, t.d. 7 ámm. 2. Sá hluti heildarupphæðar- innar sem ekki væri greiddur skv. eldri samningi (20% árið 2001, 40% árið 2002, o.s.frv.) væri greiddur skv. byggðist upp á þessu falska „blómaskeiði „ í íslenskri sauðfjár- rækt. Vannýttar fjárfestingar hafa verið teknar undir aðra starfsemi eða gengið úr sér. Hræðsla við „framleiðslu- sprengingu „ er að mínu mati óþörf Sauöfjárrækt Jóhannes Sveinbjörnsson, sauðfjárbóndi á Heiðarbæ 1, Þingvallasveit í ljósi þessa. Þó er rétt að hafa ein- hveijar bremsur í kerfmu sem koma í veg fyrir að framleiðslan aukist um of með tímanum og/eða þjappist saman á lítil svæði. í samningnum þurfa því að vera vel útfærð skilyrði um að beitarálag sé í samræmi við framleiðslugetu landsins. I öðm lagi verður niður- greiðslukerfið að tengjast mark- aðnum, án þess þó að grípa of mikið inn í. Af .þeim leiðum sem hafa verið nefndar virðist mér sú skynsamlegust að hafa heildar- upphæð ríkisstuðnings sem greidd- ur er út á kindakjöt fasta frá ári til árs (þó uppreiknaða út frá verð- lagsþróun), og deila þeirri summu út á þá framleiðslu sem á sér stað ár hvert (eða næsta ár á undan). Ef Það magn er þó ekki meira en svo stuðning við það megi réttlæta með ti til matvælaöryggissjóna- miða. Kom sem flutt er hingað inn og notað í fóð ur er meira og minna niðurgreitt. Enda er þar um að ræða framleiðslu annarra þjóða umfram sínar eigin þarfir, rökstutt út frá matvælaöryggi. Greiðslumark og verslun« með það á á ekki heima í þessum hugmyndum. Sala á greiðslumarki án þess að því fylgi framleiðsluréttur er ekkert annað en verslun með peningagreiðslur og mun nær að stunda slíkt á verðbréfamarkaði eins og bent hefur verið á. í mjólkur- framleiðslunni fer fram verslun með framleiðslurétt, sem fylgja ákveðnar framleiðslutengdar greiðslur. Það kerfi bindur mikið fjármagn. Hluti þess fjármagns fer út úr greininni þegar starfandi bændur kaupa greiðslumark af öðrum sem eru að bregða búi. Af þessu ættum við sauðfjárbændur að læra. Við losuðum okkur við kvótann 1995 og ættum ekki að taka hann upp aftur. fyrirkomulagi. Það byggðist á því að heildarupphæðinni væri deilt út á allt framleitt kjöt, sem uppfyllti kröfur vel skilgreinds gæðastýringarkerfis, er tæki m.a. á landnýtingu, lyfjagjöf, upprunaskráningu o.fl. Þessar niðurgreiðslur væru mismunandi eftir verðflokkum kindakjöts (þ.e. í sömu hlutföllum og afurðastöðvaverð), og næðu ekki einungis til dilkakjöts heldur líka kjöts af fullorðnu. Þessar tillögur eru að einhverju leyti í samræmi við það sem rætt hefur verið um í samningavið- ræðum ríkis og bænda. Það sem hér er einkum meiningin að undir- strika er mikilvægi þess að losa greinina á nægilega ákveðinn hátt frá því órökrétta stuðningskerfi sem nú er í gildi. LÍTUM í EIGIN BARM Við bændur eigum líka okkar sök á því hvemig staðan er í sauð- fjárræktinni í dag Kannski er stærsta vandamálið hvað við skipt- um okkur lítið af eigin málum. Þetta birtist ekki bara í sam- skiptum okkar við ríkið, heldur líka við afurðastöðvar og fyrirtæki sem selja okkur ýmsar vörur og þjónustu. Mig langar að taka eitt dæmi: Nú er áburðarsalan Isafold komin í bullandi samkeppni við Áburð- arverksmiðjuna. Þá sendir Áburð- \ arverksmiðjan okkur bændum auglýsingar þar sem það er gefið í skyn að erlendur áburður hljóti að vera meira og minna vafasam- ur. Um þetta hefur þó ekkert vísindalegt komið fram annað en það (sem er mjög gott) að bæði áburður Áburðarverksmiðjunnar og ísafoldar er langt undir við- miðunarmörkum varðandi kadmíum, og eru mörkin þó lr strangari hér en í flestum öðrum löndum. Áburðarverksmiðjan læt- ur sig líka hafa það núna að flytja inn tilbúinn áburð frá Norsk Hydro, sem þrátt fyrir að vera útlendur mun vera afar vistvænn rétt eins og ísafoldaráburðurinn. Þetta dæmi er ekki tekið til að kasta neinn rýrð á Áburðarverk- smiðjuna, sem er bara að reyna að selja sína vöru. En það hversu lé- lega röksemdafærslu bændum er boðið upp á í þessu efni og fleirum, ber vott um það að menn vita að bændur eru ekki mikið fyrir að rengja það sem þeim er sagt. Enda upp til hópa vammlaust fólk sem gerir ráð fyrir að aðrir segi sannleikann rétt eins og það sjálft. Vammlaus skulum við áfram reyna að vera, en samt hæfilega gagnrýnin á sjálf okkur og aðra. Án þess að vera neikvæð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.