Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 1
2. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 1. febrúar 2000 ISSN 1025-5621 í fyrssta sinn aö bú hér á landi nær að foamleiða ylir 7000 kg að jafnaði efflp hverja árskú Það gerist nú í fyrsta sinn að bú hér á landi nær að framleiða yfir 7000 kg af mjólk að jafnaði eftir hverja árskú. Þessi ein- stæði árangur næst á félags- búinu í Baldursheimi í Mý- vatnssveit en þar voru 15,4 árs- kýr, sem að jafnaði skiluðu 7160 kg. af mjólk. Eins og flestir les- endur þekkja er hér ekki um neina tilviljun að ræða því að þetta bú hefur á þriðja áratug verið afurðahæsta bú landsins eða í hópi þeirra og var t.d. fyrsta bú hér á landi sem náði á sínum tíma 6000 kg. meðal- afurðum. Þá eru 18 bú með fleiri en 10 árskýr þar sem meðalafurðir eru á bilinu 6000-7000 kg. af mjólk. Þetta er að vonum miklu fleiri bú en áður. Það gefur auga leið að fjöldi kúa sem eru að skila miklum afurðum stóreykst. í þeim efnum eru hins vegar engin fyrri met um afurðir slegin. Tvær kýr á landinu ná að þessu sinni að skila yfir 10 tonnum af mjólk á árinu en það eru Kolbrá 68 á Ingunnarstöðum í Geiradal sem mjólkaði 10433 kg. og Lukkuleg 20 á Efri-Brunná í Saurbæ, en mjólkurmagn hennar var 10061 kg. af mjólk á árinu. Að vanda verður síðan gerð ítarleg grein fyrir niðurstöðum úr skýrsluhaldinu í greinum í naut- griparæktarblaði Freys á vordög- um.Sjá einnig frétt á blaðsíðu 2. /JVJ/ Ekkert fiskeldisfypirtækí hefur sést eítir vistvænni vothin Fyrirtæki sem stunda fiskeldi hafa getað sóst eftir vistvænni vottun til landbúnaðarráðuneytis- ins síðan 1998. Þá vottun fá fyrirtækin að uppfylltum ákveðn- um skilyrðum sem eru að ýmsu leyti sambærileg við vistvæna vottun á lambakjöti. Ekkert fyrir- tæki hefur hins vegar enn sóst eftir slíkri vottun. Gísli Jónsson dýrlæknir fisk- sjúkdóma segir að ýmsar fisk- þeldisstöðvar séu komnar mjög langt í þessa átt og uppfylli nú skilyrði til vistvænnar vottunar. „Astæðan fyrir því að enginn hef- ur viljað fá þessa vottun ennþá er hugsanlega sú að menn hafi ekki talið eftirspurnina nógu mikla á þeim mörkuðum sem eru fyrir hendi," segir hann. Gísli telur að nokkuð hafi dregið úr eftirspurn eftir vistvænni fiskeldisframleiðslu og að umræða um hana sé ekki eins mikið í deig- lunni og hún var áður fyrr. „Þá var mun meiri þrýstingur frá mörk- uðunum um að fá vistvænt vottaða framleiðslu. Hann er ekki fyrir hendi lengur." Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík í góðum félagsskap á fundinum í Aratungu. Heitar umræður á fundi um Plendumál í Aratungu Rikisstjórniii breytir lögum um þjúðlendur. Eitir pað verður auðveldara lyrir landeigendur að reka mál sin fyrir Óbyggðanefnd Hátt á annað hundrað landeigendur fjölluðu um þjóðlendulögin á fundi í Aratungu fyrir helgi. Fundurinn samþykkti áskorun til fjármálai áðherra „að draga kröfulínu ríkisins út fyrir þinglýst mörk eignarlanda enda sé það alls ekki í anda laganna að ganga þvert á þinglýstar eignarheimildir." Á fundinum kom fram mikil gagnrýni á framkvæmd laganna en jafnframt var gerður góður rómur að yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar að fyrirhuguðum breytingum á lögunum. Geir Haarde, fjármálaráðherra, sagði að ríkið mundi bera allan kostað af málaraekstri vegna deilna um landamerki. Þá verður fjármálaráðuneytinu gert að lýsa kröfum ríkisins um þjóðlendur á þeim svæðum sem Óbyggðanefnd ákveður að taka til meðferðar en síðan lýsi landeigendur sínum kröfum. Ólafur Bjömsson, hæstaréttar- lögmaður á Selfossi, sagðist hafa viljað sjá ákvæði á borð við það að land innan þinglýstra landamerkja skyldi aldrei teljast þjóðlenda. Á fundinum kom fram að þegar lögin voru sett hefðu menn talið að þau snerust um afréttina á hálendinu en að ekki ætti að hrófla við eignar- löndum. I framsöguræðu Odds Hermannssonar, landslagsarki- tekts, kom fram að 73,5% af því landi sem um ræddi í Árnessýslu félli innan þjóðlendna en hæsta hlutfallið er af útjörð Uthlíðar, 94,8%, - sem er 60-70% af heíldar- landi jarðarinnar. Guðni Agústs- son, landbúnaðarráðherra, sagði mikilvægt að leiða til lykta gamlar deilur um hálendið og að mörkin yrðu skýr á milli þjóðlendna og eignarlands. „Þessi fundur er sigur fyrir bændur," sagði Guðni og lýsti yfir fullum stuðningi við bændur. Engir aukvisar erum við Haukdœlir Á fundinum flutti Páll Lýðs- son, bóndi og sagnfræðingur, erindi um sönnun landeigenda á eignarrétti jarðeigna sinna. Erindi Páls, Ólafs og Sigurðar Jónssonar, hæstaréttarlögmanns, ásamt skýringarmyndum og texta Odds Hermannssonar er að finna á heimasíðu Bændasamtaka íslands: www.bondi.is Þar er einnig ræða Björns Sigurðssonar, bónda í Ut- hlíð, en hann sagði: „Dómur Obyggðanefndar er ekki fallinn. Krafa okkar landeigenda til ríkis- valdsins er skýr: Dragið tafarlaust kröfulínuna út fyrir öll þinglýst landamerki í Árnessýslu. Éitt sinn var sagt: „Engir aukvisar erum við Haukdælir og svo er enn. Stígið á hesta, til bardaga höldum vér - hér skal barist til síðasta manns." í framsöguræðu á fundinum sagði Ólafur Bjömsson að með lögunum hefði verið leitast við að koma á hreint hver ætti afréttir og almenninga, góð sátt hefði verið um málið í meðförum Alþingis en við framkvæmd laganna hefðu sumir lögfræðingar sett fram þá skoðun að lögbýli með þinglýstum landamerkjum kunni að vera, að hluta a.m.k., að grunni til eign ríkisins, þó að landeigendur kunni að eiga takmörkuð réttindi svo sem beitarréttindi. „Með öðrum orðum, landamerkjabréf segja aðeins fyrir um yfirráðarétt, en eru ekki full- kominn heimild um grunneignar- réttinn. Þessari nýju kenningu, sem fram kemur í kröfulýsingu þjóð- lendunefndar fjármálaráðuneyúV ins, er ég algerlega ósammála og tel að engin rök hnígi að þessari niðurstöðu, né að hún verði studd dómafordæmum," sagði lög- maðurinn. Jörð með þinglýstum landamerkjum er eignarland Ólafur sagði að það væri krafa landeiganda að jörð með þinglýst- um landamerkjum, sé eignarland. „Ástæðan er sú að eigandi jarðar á Islandi hefur öll eignarráð þessarar eignar í krafti hinnar þinglýstu eignarheimildar, og getur^ m.a. bannað öðrum not hennar. I sam- ræmi við þetta hafa eigendur jarða á Islandi fengið eignarnámsbætur ef réttindi jarða þeirra hafa verið skert með sérstókum hætti, enda eignarrétturinn varinn í stjórnar- skrá. Landeigendur telja að ekki séu rök til að mismuna eigendum bújarða eftir því hvort jarðir þeirra liggja að hálendinu eða hvort þær séu á láglendi. Það er því von að landeigendur séu rasandi hissa þegar því er haldið fram að jarðir þeirra séu ekki fullkomin eign þeirra, heldur eigi þeir einungis takmarkaðan afnotarétt, en landið sé að öðm leyti í eigu ríkisins." Meginkrafan að sögn Olafs verður sú að þinglýstar eignar- heimildir verði metnar sem næg sönnun fyrir beinum eignarrétti jarðeigenda. Ef hið opinbera haldi öðm fram verði það að sanna mál sitt. „Ef framganga þessara laga verður einhver óskapnaður, sem raskar viðmiðunum í sveitum landsins, þá mun ég og eflaust fleiri alþingismenn berjast fyrir því að lögin verði tekin upp, hvort sem þeim verður kippt aftur eða ekki," sagði Ámi Johnsen, alþingis- maður, á fundinum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.