Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 2000 MED 5EINNI BOLLANUM Að segja satt á \>o rra Þorrinn er hafinn og meö honum þorrablót, siður sem upp var tekinn á þessari öld og hefur breytt yfirbragði þessa gamla mánaðarheitis í tíma þjóðlegs skemmtanahalds þar sem fornar matarvenjur eru í heiðri hafðar. Þorrablót eru haldin um land allt, en þó er munur á þeim milli þéttbýlis og dreifbýlis. Líkamlega fóðrið er líkt en hið andlega oft ólíkt. Það liggur í því að í þétt- býlinu eru það gjarnan atvinnu- skemmtikraftar sem sjá um dag- skrána, en í dreifbýlinu sjá heimamenn um hana. Innihald dagskráratriða er líka ólíkt; í þéttbýli eru þau almenns eðlis og ópersónuleg en í dreifbýli sannast í orðsins fyllstu merk- ingu að maður er manns gaman. Rík hefð er fyrir því í dreifbýli að ortir eru söngvar, samdir leikþættir og skrifaðir annálar til flutnings á þorrablótum þar sem fjallað er um fólk og atburði á heimaslóðum á beinskeyttan hátt sem ekki gengi í þéttbýli. Þetta gengur ekki aðeins í dreifbýli, heldur er enginn maður með mönnum sem fær ekki sitt skeyti. Við fyrstu sýn geta skeytin virst óvægin en í raun eru þau viður- kenning samfélagsins. Það sem samfélagið viðurkennir hins vegar ekki né sættir sig við er heldur ekki umræðuhæft á þorra- blóti. Samfélag í dreifbýli er mun opnara og gegnsærra en í þétt- býli og því fylgja kostir og gallar. Samhjálp er meiri en ágreiningur einnig naprari. Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi beinskeytta umfjöllun um náungann tíðkist í öðrum löndum, en víða erlendis er hefð fyrir að menn geri sér dagamun í upphafi lönguföstu; bolludag, sprengidag og öskudag. Útlendingar sem umgengist hafa íslendinga, t.d. námsmenn, tala um að þar sem tveir eða fleiri komi saman þar fari íslendingar að segja sögur, þegar útlendingar einir saman færu að rökræða. E.t.v. er hér íslenskt þjóðareinkenni á ferð, sem fær að njóta sín á þorrablótum, þar sem listrænar þarfir sögunnar eru ekki látnar líða fyrir þurrar staðreyndir. Grímur Skýrslur nautgriparæktarfélaganna árið 1999 Meiri aukning meöaiaiurða en nokkru sinni áður Breytingar í mjólkurframleiðsl- ári bætast við fleiri nýir unni eru nú miklu hraðari en skýrsluhaldarar, en þeir sem hætta j áður eru dæmi um. Þetta blasir skýrsluhaldi en eru þó áfram í >, skýrt við þegar niðurstöðutölur mjólkurframleiðslu. Þetta kemur úr skýrsluhaldi nautgripa- fram í því að kýr sem koma á ræktarfélaganna fyrir árið 1999 skýrslu eru fleiri en nokkru sinni eru skoðaðar. áður eða samtals 29592, þrátl fyrir Hin mikla fækkun mjólkur- fækkun mjólkurkúa. Hins vegar framleiðenda fer að sjálfsögðu fækkar árskúm lítillega sem endur- ekki hjá garði í skýrsluhaldinu þar speglar hina öru endumýjun í sem bú sent voru með í uppgjöri stofninum og meiri tililutning fyrir árið 1999 eru 853 eða 23 gripa á milli búa ?n áður hefur færri en árið áður. Fækklininá má þekkst. Búin stækkaíþvf að meðal- alla rekja til þessmaikla fjölda bú .tali. sem hætt hafa mjólkurframleiðslu Aukning afurða á milli ára er á síðuustu tveim árum. Á hverju feikiíaga ntikil ög meiri en nokkur dæmi eru um áður á einu ári hér á landi, árið 1998 var raunar metár áður í þeim samanburði þannig að á síðustu tveimum árunt hafa í þessum efnum orðið ótrúlega miklar breytingar. Árið 1999 reiknast meðalaf- urðir eftir hverja árskú á skýrslu 4579 kg. af mjólk. Þetta er aukning frá fyrra ári um 4,25%, sem hlýtur að teljast feikilega mikil aukning í hvaða samhengi sem það er skoðað. Kjarnfóðurgjöf eykst all- nokkuð eða um 49 kg. á hverja kú að jafnaði. Rétt er samt um leið að vekja á því athygli að kjarnfóður- gjöf er enn talsvert minni á hvern grip en var fyrir tveimum ára- tugum, þó að meðalafurðir hafi aukist um talsvert yfir 20% á sama tímabili. Ekkert vafamál er að þetta er árangur bættrar fóðurverk- unar gróffóðurs hér á landi og þess að í framleiðslunni í dag eru gripir með allt aðra og meiri hæfileika til framleiðslu en þeir sem stóðu á básum í íslenskum fjósum fyrir tveim áratugum. Jákvætt er að sjá nú einnig í fyrsta sinn um nokkurt árabil að efnahlutföll mjólkurinnar taka jákvæðum breytingum milli ára. Hækkun próteinprósentu er að vísu lítil en breyting á réttan veg og fituprósenta hækkar nokkuð. Þegar afurðaaukning á milli ára er metin í magni verðefna mjólkurinnar, sem líklega er betri samanburð- argrunnur en magn mjólkur er aukningin því tæp 5%. Afurðaaukningingin er talsvert breytileg eftir landshlutum. Mest er hún á Austurlandi og Austur- Skaftafellssýsla er það hérað sem að þessu sinni hefur mestar meðal- afurðir eða 4819 kg. af mjólk að meðaltali eftir árskú. Skagfirðingar fylgja þar fast á eftir með 4781 kg. að meðaltali og þá Snæfellingar (4741 kg.) og Suður-Þingeyingar (4706 kg.). Stóru framleiðslu- héruðin Suðurland og Eyjarfjörður eru bæði lítillega yfír landsmeðal- tali, en með nánast sömu meðalaf- urðir, sem eru miklar breytingar frá því sem menn þekktu fyrir ein- um eða tveimum áralugum./JVJ. Bœndablaðsmynd: Guðmundur Steindórsson. Hér sjáum við hóp íslendinga sem fór á Agromek landbúnaðarsýninguna í Danmörku á dögunum. Eins og venjulega var þar margt um manninn og ýmislegt athyglisvert að sjá. Þegar fjallað er um hreinleika matvæla er vísað til þess að mengandi efni séu í lágmarki. Meðal þessara efna eru þungmálmarnir kadmín, kvikasilfur og blý. Þungmálmar hafa alltaf verið til staðar í náttúrunni en á síðustu ára- tugum hefur mengun matar af þung- málmum færst í vöxt, einkum á þéttbýl- um iðnvæddum svæðum. Á íslandi nýtur lambakjötsframleiðslan þess hve landið er strjálbýlt og beitilöndin byggjast á villtum gróðri sem ekki fær tilbúinn áburð. Mælingar á þungmálmum í íslensku lambakjöti leiða í ljós svo lág gildi að ekki hefur verið hægt að ákvarða þau með nægi- legri vissu. Það sama gildir um afurðir úr lambakjöti, engin þungmálmamengun hef- ur greinst í afurðum svo sem hangikjöti. Þungmálmar safnast einkum fyrir í lifur og nýru sláturdýra en að mjög óverulegu leyti í kjötið. Það hefur því skapast hefð fyrir því að nota niðurstöður fyrir þungmálma í lifur og nýrum sem vísbendingu um hreinleika kjösins. I lifur og nýrum íslenskra lamba mælist mjög lítið af þungmálmum. Aðeins kadmín er mælanlegt í öllum tilfellum, meðaltal 96 mælinga á lambalifur reyndist vera 0,05 mg kadmín /kg eða 0,05 hlutar í milljón (lægst 0,01 mg/kg og hæst 0,23 mg/kg). Fyrir nýru var meðaltalið 0,06 mg kadmín /kg (lægst 0,01 mg/kg og hæst 0,25 mg/kg). I reglugerð um aðskotaefni í matvælum eru sett hámarksgildi fyrir magn kadmíns og blýs í lifur og nýrum sláturdýra. Hámarksgildi fyrir kadmín er 0,5 mg/kg eða tíu sinnum hærra en meðaltalið fyrir lambalifur hér að framan. Hæsta gildi fyrir kadmín í lambalifur er 46% af hámarks- gildinu. Samkvæmt reglugerð er hámarks- gildi fyrir blý í innmat sláturdýra 0,2 mg/kg. I rannsókn 1991-92 var meðaltal fyrir blý í lambalifur og lambanýrum um ljórðungur af hámarksgildinu. Kvikasilfur í kjöti, lifur og nýrum íslenskra lamba hefur reynst ákaflega lítið og minna en í afurðum svína, alifugla og nautgripa. Það er því eng- in ástæða til að takmarka neyslu á lamba- innmat vegna þungmálma. Þungmálmar í lifur og nýrum íslenskra lamba er með því lægsta sem þekkist og mun lægra en gefið er upp í ýmsum lönd- um. Niðurstöður fyrir kadmín frá Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu liggja á bilinu 0,01 til 0,85 mg/kg fyrir lambalifur og 0,02 til 1,7 mg/kg fyrir lambanýru. Kadmín getur helst borist í lambakjöt úr tilbúnum áburði, jarðvegi og fóðri. I nýfæddum lömbum er mjög lítið af kadmíni og það sem smám saman safnast í lifur og nýru berst því úr umhverfinu. Engin vísbending kom fram um þungmálmamengun í lifur og nýrum íslenskra lamba sem voru á beit á svæðum þar sem aska féll í Heklugosinu 1991. Lítið kadmín í lifur og nýrum slátur- lamba styrkir því hreinleikaímynd lamba- kjötsafurða. Ólafur Reykdal, Matvœlaraniisóknum Keldnaholti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.