Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 2000 Breytingar á landi Nýting lands til ræktunar og beitar er forsenda landbúnaðar. Þessu fylgja breytingar á útliti lands og eðli. Þannig breytir fram- ræsla ásýnd lands, og um leið breytast lífsskilyrði í jarðveginum og á yfirborði hans. Svipað má segja um sléttun, þar sem ósléttu yfirborði er breytt í tún. Ofnýting til uppskeru, en þó einkum til beitar, hefur í för með sér gróðureyðingu og síðar jarð- vegseyðingu. Þetta er vafalítið al- varlegasta staðbundna umhverfis- vandamálið á íslandi, einkum um miðbik landsins þar sem gróður er viðkvæmastur. Líffrœðileg fjölbreytni Mengun hefur áhrif á líffræðilega fjölbreytni, þar sem framandi efni í umhverfinu geta eyðilagt lífsskilyrði tiltekinna líf- vera á sama tíma og lífsskilyrði annarra eru bætt. Dæmi um þetta er áburðargjöf sem eykur vaxtar- hraða grastegunda en útrýmir út- hagagróðri og smásæjum lífverum í efstu lögum jarðvegs. Ahrif landbúnaðar á líffræði- lega fjölbreytni felast ekki aðeins í Hvað er liœgt að gera til að ná fram sáttum? Aður en rætt er um leiðir til að ná fram sáttum milli landbúnaðar og umhverfis er rétt að íhuga hvað slíkar sættir þurfi að fela í sér. Hér sem annars staðar er ekki til neitt algilt svar, en aðalatriðið hlýtur þó að vera að sambúð manns og um- hverfis sé með þeim hætti að kom- andi kynslóðir geti nýtt sér auð- lindir landsins sér til lífsviðurværis um ókomin ár. Með öðrum orðum felast sættirnar í sjálfbærri þróun, þ.e. þeirri hugmyndafræði sem endurspeglast í þessum gamla málshætti frá Kenýa: „ Við fengum Jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við liöfum hana að láni frá bömunum okkar." Sáttatillögur Hér á eftir verða nefnd nokkur dæmi um aðgerðir sem stuðlað gætu að sáttum milli landbúnaðar og umhverfis og fela því í sér spor í áttina að sjálfbærri þróun. Flestar þessar aðgerðir stuðla jafnframt að fjárhagslegum sparnaði. Landbúnaöur Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræ&ingur MSc Sáttaleið 1: Gœtileg notkun eldsneytis og áburðar Hægt er að draga töluvert úr eldsneytisnotkun og áburðar- notkun í landbúnaðinum, m.a. með því að velja sparneytnar dráttarvél- ar og með því að láta vélarnar aldrei ganga í lausagangi að óþörfu. Með þessu móti endast olíulindir heimsins örlítið lengur en ella, auk þess sem dregið er úr loftmengun og sliti á vélunum. Þá er hægt að draga verulega úr notkun á tilbúnum áburði með dæmi má nefna tiltekin litaraf- brigði eða sérstakt vaxtarlag búljár eða þau áhrif sem innflutningur framandi stofns hefur á genamengi stofnsins sem fyrir er. Velferð dýra Með áhrifum landbúnaðar á velferð dýra er einkum átt við þætti sem fallið gætu undir dýra- verndunarlög. Einnig er þó vert að velta fyrir sér áhrifum sem verk- smiðjubúskapur hefur á velferð dýra, jafnvel þótt öllum kröfum laga og reglugerða sé fylgt. Sem dæmi má nefna að samkvæmt evrópskum stöðlum er hverri hænu í hænsnabúi ætlaður gólfflötur sem er minni en venjulegt prentarablað (A4). Er landbúnaðurinn rekinn ísátt við umhverfið? Af framanskráðu má ljóst vera að svarið við fyrri meginspum- ingunni í upphafi þessarar greinar er neikvætt. Landbúnaðurinn er ekki rekinn í sátt við umhverfið, að minnsta kosti ekki í fullri sátt. Hinu má þó ekki gleyma, að áhrif landbúnaðar á umhverfið em ekki endilega öll neikvæð. Auk heidur ráðast áhrifin mjög af áherslum í búrekstrinum, ástandi jarðvegs og gróðurs á viðkomandi landsvæði o.s.frv. Tengsl landbúnaðarins við umhverfið eru aug- ljósari en tengsl flestra annarra atvinnugreina. En er landbúnaðurinn rekinn í sátt við umhverfið? Og ef svo er ekki hvað er þá hægt að gera til að ná fram sáttum? Þessi grein fjallar í stuttu máli um þessar tvær meginspumingar. Neikvæðum umhverfisáhrifum landbúnaðar má í aðalatriðum skipta í fjóra flokka, þ.e.a.s. mengun, breytingar á landi, minnkun líf- fræðilegrar fjölbreytni og áhrif á velferð dýra. Rétt er að benda á að þessir flokkar skarast í mörgum tilfellum. Þannig hefur mengun eða breytingar á landi oft í för með sér breytingar á líffræðilegri fjölbreytni. Einnig er rétt að undir- strika að mismunandi umhverfisáhrif tengjast mismunandi búrekstri, hvort sem þar er átt við mismunandi búpening eða ólíkar aðferðir við ræktunina. Mengun Eldsneyti er helsta uppspretta mengunar frá landbúnaði. Nútíma landbúnaður er háður vélbúnaði af ýmsu tagi. Þar hafa díselknúnar dráttarvélar mest að segja. Við brennslu á hráolíu berast ýmis mengandi efni út í andrúmsloftið, svo sem koltvísýringur, köfnunar- efnisoxíð, brennisteinsoxíð og sót- agnir. Tilbúinn áburður er önnur upp- spretta mengunar. Aburðarefni sem renna frá ræktuðu landi út í nærliggjandi ár og vötn geta leitt til ofaugðunar, þ.e. aukins vaxtar plantna í vötnunum með tilheyr- andi aukningu á lífmassa, súrefnis- þurrð og breytingum á dýralífi. Of- auðgun er ekki talin til stórra vandamála hérlendis. Ýmiss konar úrgangur fellur til í landbúnaði eins og í annarri at- vinnustarfsemi. Þar má nefna land- búnaðarplast, ýmis spilliefni, byggingarúrgang, lífrænan úrgang o.s.frv. Mengun af þessu tagi er víða áberandi í íslenskum sveitum. þeim áhrifum á lífsskilyrði teg- unda, heldur einnig í áhrifum á erfðafræðilega fjölbreytni innan sömu tegundar. Með ofuráherslu á ræktun afmarkaðra eiginleika sem taldir eru ákjósanlegir á hverjum tíma, er hægt að útrýma öðrum eiginleikum úr genamenginu. Sem Landhúnaðurí sátt viO umhverfiO skynsamlegri nýtingu húsdýra- áburðar, ekki síst hins fljótandi hluta sem inniheldur mikið af áburðarefnum. Því skyldu menn fleygja efnum sem fást ókeypis í áburðarkjöllurum og kaupa síðan sömu efni annars staðar frá með æmum tilkostnaði? Sáttaleið 2: Bœtt meðhöndlun úrgangs Miklar framfarir hafa orðið í meðhöndlun úrgangs til sveita. Sorphaugar í nágrenni bæja heyra flestir sögunni til og úrgangsolfa er víðast meðhöndluð með meiri gætni en áður var títt. A öðrum sviðum úrgangsmeðhöndlunar hefur hins vegar orðið afturför, ekki síst í meðhöndlun á Iífrænum úrgangi frá bústarfseminni og heimilishaldinu. Verðmæti lífræns úrgangs er hvergi augljósara en til sveita. Enginn lífrænn úrgangur ætti að fara í sorpgáma. Hann er allan hægt að nýta til uppgræðslu og jarðvegsbóta, annað hvort beint eða að lokinni jarðgerð. Rúllubaggaplast er vaxandi hluti af úrgangi frá landbúnaði. Þetta plast er mjög orkuríkt, enda framleitt úr olíu. Finnist ekki leiðir til að endurvinna plastið er því sjálfsagt að nýta það til orkufram- leiðslu. Sé ekki kostur á slíku ætti að geyma plastið á vísum stað þar til úr rætist, t.d. með því að urða það sérstaklega þar sem hægt er að grafa það upp síðar. Sáttaleið 3: Endurskoðun landnotkunar Endurskoðun landnotkunar er brýnasta umhverfismálið sem ís- lenskur landbúnaður stendur frammi fyrir. Eyðing gróðurs og jarðvegs er stórkostlegt vandamál á mörgum landssvæðum, einkum um miðbik landsins. Stjórnun þessara mála er vandaverk, en engu að síður er óhjákvæmilegt að samtök bænda, Alþingi, ríkisstjóm og einstakar sveitarstjórnir grípi til aðgerða á þessu sviði. Að öðrum kosti verða afkomumöguleikar komandi kynslóða skertir og lítið um sættir milli landbúnaðar og umhverfis. Sáttaleið 4: Lífrœnn landbúnaður Lífrænn landbúnaður hefur alla jafna mun minni neikvæð áhrif á umhverfið en aðrar búrekstrarað- ferðir. Veigamikið atriði í þessu sambandi er samhengið á milli ræktunaraðferða og gæða (þ.e. kol- efnisinnihalds) jarðvegs, en líf- rænn landbúnaður gengur mun minna á þessi gæði en hefð- bundinn landbúnaður. Kolefnis- innihald jarðvegs getur öðlast nýja merkingu og nýtt efnahagslegt mikilvægi ef binding kolefnis í jarðvegi og lággróðri verður viður- kennd sem hluti af aðgerðum til að draga úr styrk gróðurhúsaloft- tegunda í andrúmsloftinu í sam- ræmi við markmið Kyoto-bókun- arinnar. Þeir sem ekki treysta sér til að hefja lífrænan landbúnað geta tekið upp vistvæna búskaparhætti, þ.e. „sértæka gæðastýrða landbún- aðarframleiðslu". Reyndar dregur framleiðsla af þessu tagi ekki endi- lega úr neikvæðum áhrifum á um- hverfið, en engu að síður er ljóst að bætt skýrsluhald sem þessu fylgir leggur grunn að betri nýtingu auðlinda í greininnni. Lokaorð Umræðan um landbúnaðinn og umhverfið snýst um framtíðina. Þessa framtíð þurfa allir að taka þátt í að móta. Islenskir bændur eiga að gera tilkall til að vera virkir þátttakendur í því starfi. í því felst að leita leiða til að gera komandi kynslóðum kleift að mæta þörfum sínum, þ.e. að leita leiða til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun. (Greinin er í aðalatriðum samhljóða fyrirlestri höfundar á ráðstefnunni „Landbúnaður í nútíð og framtíð" á Hvammstanga 13. ágúst 1999).

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.