Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Loðdýraræktin Fóðrið hefur afgerandi áhrií á afrakstur búsins Oí mangan fúðurstöðvar og fúðrið á stundum ekki nógu gott, segir Einar Einarsson, loðdýraræktarráðunautur Fyrir skömmu voru fluttir 50 minkahögnar frá Danmörku til landsins. Um var að ræða 10 Scanblack og 40 Scanbrown. Einar Einarsson, loðdýrarækt- arráðunautur, sagði að högn- arnir yrðu notaðir á þær læður sem eftir eru frá inn- flutninginum 1997 og síðan afkvæmi þeirra, sem nú eru orðin uppistaðan á búinu. Dýrin eru í sóttvörn í Holtsmúla í Skagafirði en í vetur verða þar 300 læður og högnarnir. Búið er að selja dýr til bænda frá sóttvarnarbúinu síðustu þrjú árin og hafa bændur almennt verið mjög ánægðir með dýrin, enda virðast þau skila framförum til bænda í bæði stærð og feldgæðum. Ekki má þó gleyma að fleiri þættir hafa líka áhrif á að innflutningur sem þessi skili sér og er þar fyrst til að telja gæði fóðurframleiðsl- unnar. „Með kaupum á þessum dýrum erum við að Ijárfesta í framförum sem aðrir eru búnir að ná fram og flýta þannig eigin framförum. Hér eru á ferðinni ágætlega stór dýr með betri feldgæði en við höfum átt að venjast og virðast þau hafa passað vel inn í það innra um- hverfi sem hér er í dag og verið er að byggja enn betur upp,“ sagði Einar. Gert er ráð fyrir að rösklega 50 loðdýrabú verði starfrækt á árinu en þess má geta að árið 1988 voru þau yfir 200. Starfræktar eru sem stendur 14 fóðurstöðvar í landinu en Ifklegt er að þeim fækki alla- vega um eina innan tíðar. Stöðvar sem selja fóður til fleiri aðila en eins eru á Selfossi, Sauðárkróki og í Vopnafirði en hinar stöðvarnar framleiða nánast einvörðungu fóð- ur fyrir eigendur sína. „Fóðrið er dýrasti þátturinn í framleiðslu skinnanna og hefur afgerandi áhrif á útkomu rekstrarins. Það skiptir ekki máli hve góður bóndinn er - ef fóðrið sem hann fær uppfyllir ekki þarftr dýranna allt árið getur útkoman ekki orðið annað en léleg,“ sagði Einar. En er framleiðsla stöðvanna nógu góð? Einar sagði að fóður- stöðvarnar væru of margar og of litlar, þar væri ekki hægt að koma við nýjustu tækni, geymslu mögu- leikar og birgðarsöfnun á hrávör- um væru í flestum tilfellum mjög takmarkaðir. „Gæði fóðursins eru oft á tíðum ekki nógu góð heldur og það kemur síðan niður á framleiðslunni og drepur niður framfarir í greininni,1' sagði Einar. En hvernig er reynt að stuðla að betri fóðurframleiðslu? Einar nefndi að í hálft ár hefði fóðureft- irlit verið starfrækt á Hvanneyri. „Þessi starfsemi er lykilinn að því, að ná fóðurframleiðslunni á hærra stig. Fóðurstöðvarnar verða að senda inn sýni, fá niðurstöðu og laga starfsemina að þeim kröfum sem tíðkast í nágrannalöndum okkar,“sagði Einar og minnti jafn- framt á að loðdýrabændum stendur oft til boða að sækja námskeið í greininni á Hvanneyri og víðar. Rúmlega einn kúabóndi hætHr l hverri vikuj Nýverið lét Landssamband kúabænda vinna upplýsingar um fjölda greiðslumarkshafa sem höfðu yfir 5.000 kg í mjólk. Þegar tölurnar eru bornar saman við tölur fyrri ára kemur í ljós að meira en einn kúa- bóndi hætti á viku hverri á síðasta ári, sem er meiri fækkun en árið áður. „Þetta kunna að virðast dap- urlegar niðurstöður, en við lítum á þetta sem eflingur nautgriparætarinnar. Þeir sem eftir sitja eru að stækka bú sín“, sagði Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Síðustu tvö ár hefur kúabændum fækkað um 8% og bara þetta síðasta ár um tæp 5%. Ástæðurnar eru auðvitað margvíslegar, en vitanlega hefur hátt verð á kvóta ýtt við mörgum. Þegar á þessu ári höfum við orðið varir við töluverðan fjölda bænda sem hyggjast selja, enda telja margir að verðið á kvótanum sé mjög hagstætt fyrir seljendur um þessar mundir“. Þegar tölur um fækkun greiðslumarkshafa í mjólk eru skoðaðar, kemur í Ijós að mest hlutfallsleg fækkun er á Austulandi en minnst á Norður- landi Vestra (sjá töflu). „Þrátt fyrir að tölurnar sýni fækkun minni ég þó á að þegar núverandi mjólkursamningur var gerður, var gert ráð fyrir því að við myndum hagræða í greininni og undirbúa okkur að krafti fyrir komandi tíma. Vonandi eru þessar breytingar að skila okkur í þá átt“, sagði Snorri að lokum. 1997 1998 1999 Vesturland 209 195 186 Vestfirðir 50 47 44 N-land Vestra 191 186 180 N-land Eystra 267 259 248 Austurland 64 63 58 Suðurland 456 443 422 1237 1193 1138 Til sölu Massey Ferguson 23 kornþreskivél - árg. ‘96 Upplýsingar í síma 525 8070 Ingvar. • . .Hplpa&an hf. S*lart>6Ma2 Slml 52S BÖ70 f*l U7 B5T7 wwm.ih.lt m FASTEIGIUAMIDSTÖÐIIU M Skipholtl SOB • Roykjavík • Simi 552 6000 • Fax 552 6005 KAUP - SALA BÚJARÐIR Eins og undanfarin ár önnumst við milligöngu um kaup og sölu bújarða. Verðmetum oq veitum raðgjöf. Getum bætt jörðum á söluskrá. Mognús Leópoldsson, löggiltur fusteignosoli Alhliða fastcignasala, íbúðarhúsnœði, atvinnuhúsnæði, bújarðir og sumarhus Vísitala neysluverðs hækkar Vísitala neysluverðs eftir eðli og uppruna Jan. '99 Jan. '00 Breyting Áhrifá vísitölu Búvörur án grænmetis 107,6 110,6 2,8% 0,18% Grænmeti 114,7 117,5 2,4% 0,02% Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur 106,4 114,3 7,4% 0,47% Aðrar innlendar vörur 105,3 108,4 3,0% 0,15% Innfluttar mat- og drykkjarvörur 103,8 111,8 7,8% 0,24% Nýr bill og varahlutir 99,1 100,6 1,5% 0,15% Bensín 90,8 113,2 24,7% 0,93% Innlluttarvöruraðrar 94,7 94,3 -0,5% -0,07% Áfengi og tóbak 113,5 115,3 1,6% 0,05% Húsnæði 111,2 127,6 14,8% 1,77% Opinber pjónusta 104,9 110,5 5,3% 0,63% Önnur þjónusta 105,4 111,3 5,5% 1,25% Vísitala neysluverðs 103,6 109,5 5,8% 5,78% Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 5,8% frá janúar 1999 til janúar 2000. Meðfylgjandi tafla sýnir hvernig þessi hækkun skiptist eftir eðli og uppruna vísitöl- unnar. Þyngst vega húsnæði, þjónusta (opinber og önnur), bensín og innlendar mat og drykkjarvörur aðrar en búvörur og grænmeti koma í 5. sæti./EB JollaeíH þanf að komast I lastar skorðor" - segir Þóróllur Sveinsson Á síðasta stjórnarfundi BÍ var fjallað um eftirlit með út- reikningi og framkvæmd toll- verndar vegna innflutnings landbúnaðarvara. Þórólfur Sveinsson lagði þá mikla áherslu á að þessu eftirliti verði komið í fastar skorður. Þórólfur telur þetta eftirlit ekki vera kornið í nógu fast form ennþá. „Þegar ný mjólkurafurð kemur í verslanir þarf að athuga hvort rétt hafi verið staðið að útreikningi tolla á henni og hvers eðlis varan sé, þ.e. hvort hún er framleidd með eðlilegum hætti. Það þarf að koma upp skýrara kerfi til að framkvæma þetta.“ Þórólfur segir þetta kerfi þurfa að vera hraðvirkt og traust. „Það er ekki verið að tortryggja einn eða neinn, það þarf að vera alveg skýrt hvernig er fylgst með því að sú tollvemd sem við búum við sé virt.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.