Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 2000 HvaO var gert I upphyggingu GSMMsins 0 lands- byggðinni 0 liðnu ðri? Farsímadeild Landssímans hefur unnið mikið starf við uppbyggingu GSM-kerfisins á landsbyggðinni á liðnu ári. Samtals voru 25 nýjar stöðvar verið settar upp eða eldri stöðvum breytt til að auka styrk og stækka dreifisvæðið. Mest var framkvæmt á Suður- iandi, Vesturlandi og á Eyjafjarðarsvæðinu. GSM-kerfið nær nú til 96% landsmanna þar sem þeir eru búsettir. Eftirfarandi upplýsingar eru frá Ólafi Þ. Stejibcnsen, forstöðumanni upplýsinga- og kynninga- rmála Landssíma Islands. Þess skal getið að eftirfarandi texti kom til blaðsins í desember en ekki var hægt að birta fyrr en nú. Framkvæmdir á Vesturlandi voru þessar: í byrjun árs var sett upp ný þriggja átta stöð í Svínadal til að bæta samband í Hvalfirði og sumarbústaðabyggðum í Svínadal. í júní var sett upp ný stöð á Grundartanga til að bæta samband- ið á iðnaðarsvæðinu þar og á svæðinu í kring. Gerð var breyting á GSM-stöð á Skáneyjarbungu í Reykholtsdal, Borgarfirði, í október. Henni hefur verið skipt upp í þrjár áttir og með því styrkist sambandið á þessu svæði, þ.e. í Munaðarnesi, Reyk- holtsdal og Húsafelli. Þá var í október sett upp GSM-stöð á Rjúpnaási í Norðurárdal (við veiðihús Norðurár) Þessi sendir þjónar Norðurárdal, Bifröst, Mun- aðarnesi og næsta nágrenni. I byrjun desember var sett upp ný GSM-stöð við vatnstankinn í Borgamesi. Þessi sendir bætir GSM-samband við Sandvík, Bjargsland og Sólbakka í Borgar- nesi auk þess að bæta verulega GSM-samband á Hvanneyri og í nágrenni Borgarness. GSM-sendinum í Borgarnesi hefur verið breytt í stefnuvirka stöð í tvær áttir til þess að auka styrkinn í neðri hluta Borgarness. A Suðurlandi voru fram- kvæmdirnar þessar: I febrúar var sett upp stöð á Krosshóli til að bæta samband á Hellu og í nágrannasveitum. Síðar í mánuðinum var sett upp stöð í Þykkvabænum. I júní voru gerðar endurbætur á stöðinni á Seyðishólum í Gríms- nesi til að auka sendistyrkinn. I júlí var stöð í Vestmanna- eyjum breytt til að bæta samband í bænum og niðri við höfnina. Á Úlfljótsvatnsfelli voru settar upp nýjar stöðvar til að bæta samband í Þingvallasveit og á Ulfljótsvatni. Þá var setl upp stöð á Torfastaða- heiði til að bæta samband í landi Úthlíðar og víðar. Sett var upp ný stöð í Víðinesi til að bæta samband í Kollafirði. Þá var selt stöð á Hafnhól til að styrkja samband á Reykjanesbraut og á vatnstanki í Kefiavík til að bæta samband í Kefiavík og Njarðvík. I september var sett upp stöð á Vatnsfelli og þannig komust þeir, sem starfa við virkjunarfram- kvæmdir þar efra, í símasamband. I október voru settar upp stöðvar á Hraunhóli, til að bæta samband í Vík í Mýrdal, og á Há- felli, sem kemur á sambandi á Mýrdalssandi. Jafnframt var sett upp stöð á Skálafelli, sem bætir samband í Svínahrauni. Á Norðurlandi voru eftirfar- andi breytingar gerðar: I september var sett upp stöð á Björgum til að bæta samband í Öxnadal og á milli Akureyrar og Dalvíkur. Önnur var sett upp í Vaðlaheiði til að bæta samband á Akureyri. I október bættust við stöðvar á Kópaskeri og Hofsósi. I nóvember var stöð á Sáms- stöðum í Eyjafirði breytt lil að bæta skilyrði, m.a. á Hrafnagili. Stöð á Akureyri var jafnframt breytt til að bæta skilyrði í bænum. Nú í desember hefur verið sett upp ný stöð á Grenivík, sem bætir sambandið út með Eyjafirði að austanverðu. Utan þessara landshluta hefur verið sett upp ein ný GSM-stöð á árinu, á Stöðvarfirði. Meðfylgjandi eru kort, sem sýna þessar breytingar. Ljósbláu flekkirnir sýna áætlaða dreifingu út frá nýjum stöðvum. Þetta er þó einungis gróf áætlun, vegna þess að í sumum tilfellum er ekki búið að gera nákvæmar mælingar á dreifingunni. Sláturfélag Suðurlands selur innfluttan tilbúinn gaeðaáburð frá Norsk Hydro, stærsta áburðarframleiðanda heims. Þungmálmainnihald áburðarins er með því lægsta sem nú þekkist í áburði, sem tryggir hreinleika afurða. í boði eru tvær tegundir, Hydro 7 og 9 sem báðar reyndust vel að mati bænda sem notuðu áburðinn sl. sumar. Áburðurinn er afhentur í 500 kg stórsekkjum frá Grundartanga og Þorlákshöfn, tilbúinn til afgreiðslu í apríl n.k. Tryggðu góða sprettu með góðum áburði, túnin græða á því. Verð áburðarins miðast við staðgreiðslu. Einnig boðið upp á lánsviðskipti, greiðslu með afurðum og raðgreiðslusamninga. Vextir reiknast frá lokum þess mánaðar sem gengið er frá kaupum áburðarins. Sömu vextir reiknast og á afurðareikningum SS, nú 9% ársvextir. Tegund N P2O5 K2O Ca S Mg B Verð kr./tonn án vsk. í jan. 2000 Verð kr./tonn án vsk. í feb. 2000 Hydro 7 21 8 12 1,8 2,7 1,2 0,02 18.334 19.617 Hydro 9 27 6 6 1.2 2,5 18.197 19.471 Takmarkað magn Nánari upplýsingar og móttaka pantana hjá SS, Fosshálsi I, Reykjavík í síma 575 6000, fax 575 6090 og netfangi birna@ss.is I m HYDRO

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.