Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þríðjudagur 1. febrúar 2000 Svi/jm0iP frá Agromek Plógskerar frá Kverneland sem rista allt að 10 cm. niður fyrir hefðbundið plógfar. Taarup 4032 BX diskasláttuvél frá Kverneland. Á vélinni eru skífur eða plötur sem stilla má á mismunandi vegu eftir þvi hvernig leggja á sláttumúginn. Hálmdreifari frá Lin-ka Frá Jyden Bur var ný gerð framhliða fyrir kýr / geldneyti í lausagöngu (Saloon door principle). Grindunum er hægt að loka en í venjulegri stillingu þá snúast baulurnar þegar kýrnar stinga hausnum inn í fóðurgang (tengdar gormi).__________________________________ Agromek 2000 landbúnaðarsýningin í Herning í Danmörku var haldin dagana 18. - 22. janúar s.l. Frá íslandi fór rúmlega 60 manna hópur á sýninguna auk þess sem heimsótt voru noldcur kúabú og verksmiðjur. Nokkrar nýjungar voru kynntar á sýningunni og meðal annars kom mjaltaþjónninn frá Alfa Laval Agri fyrir almennings sjónir í fyrsta skipti á sýningunni. Mjaltaþjóninn nefna þeir Alfa Laval menn VMS - Voluntary Milldng System - sem þýða má sem sjálfviljugar mjaltir. Ohætt er að segja að mjaltaþjónninn hafi vakið mikla athygli enda virðist þar vera kominn verðugur keppinautur þeirra mjaltaþjóna sem fyrir em á markaði. Westfalia kynnti einnig sinn mjaltaþjón - Leonardo - sem er frábrugðinn öðrum mjaltaþjónum að því leyti að hann er með sérstakt undirbúningshólf þar sem kýrnar eru þvegnar og júgur og spenar þerraðir fyrir mjaltir. Önnur fyrirtæki voru einnig með sína mjaltaþjóna, s.s. Strangko með AMS Liberty, Fullwood með Merlin og loks'Lely með Astronaut. Þeir hjá Lely stóðu glæsilega að sinni sýningu og voru með mjaltaþjóninn í gangi í 60 kúa fullbúnu fjósi á staðnum. Fyrir jarðræktarmenn má nefna nýjung frá Kverneland, skera sem rista allt að 10 cm. dýpra en plógurinn sjálfur. Þannig er hægt að losa um jarðveg mun dýpra en áður en slíkt er mjög til bóta í t.d. lífrænum landbúnaði þar sem menn treysta mjög á plægingu sem vöm gegn illgresi. Þá losar þetta jarðveg þar sem jarðvegsþjöppun fer sífellt dýpra og dýpra vegna aukinnar umferðar stórra og þungra tækja. Þessa skera er einnig hægt að setja á eldri plóga. Taamp 4032 BX er ný dragtengd diskasláttuvél frá Kverneland samsteypunni sem lagt getur sláttumúginn á þrjá mismunandi vegu; einn múga, tvo múga eða dreift honum jafnbreitt vélinni. Þetta getur haft sína kosti og þá með hliðsjón af hvemig veður er við slátt og hvemig meðhöndla á og verka heyið. Skjold datamix sýndi „vélmenni" eða þrifaþjón hannaðan af Ramsta Robotics í Svíþjóð til þrifa á svínastíum með háþrýstibúnaði. Háþrýstibúnaðurinn er festur á arm og með stýripinna er þrifaþjóninum stýrt gegnum stíurnar í fyrsta skipti. Við næstu þrif þá „man“ þjónninn hvemig þrífa átti og getur stýrt sér sjálfur. Lin-ka í Danmörku kynnti hálmdreifara sem getur tekið allar gerðir bagga, bæði ferbagga sem og rúllur. Dreifarinn er staðsettur fyrir ofan kýmar og dreifir hálminum jafnt yfir hálmdýnuna. Dreifibreiddin getur numið allt að 15 metmm. Athyglisverð nýjung fyrir þá bændur sem eru með kýrnar á hálmdýnu en okkur vitanlega eru þeir teljandi á einum fingri annarar handar hérlendis./GJ Þrifaþjónn frá Skjold datamix (Ramsta robotics). Þjónninn þrífur innréttingar með háþrýstibúnaði á armi. JF sýndi 15-19 m3 heilfóðurvagna sem geta losað til beggja hliða. Mjaltaþjónninn (VMS) frá Alfa Laval Agri. Armurinn sem setur á kýrnar er mjög sveigjanlegur og getur t.d. hallað spenagúmmíum. Þá getur mannshöndin gripið inn í ef armurinn bilar. Þvottabúnaður Leonardo-mjaltaþjónsins frá Westfalia.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.