Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 1. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Ráðunautafundurinn Fjölbreytt dagskrá Dagana 8. -11. febrúar n. k. verður hinn árlegi Ráðunauta- fundur haldinn í Reykjavík, nánar tiltekið í ráðstefnusal A á Hótel Sögu við Hagatorg. Eins og undanfarin ár verða á fund- inum kynntar nýjustu niður- stöður helstu rannsókna í landbúnaði, en einnig verða tekin til umfjöllunar ýmis fagmálefni landbúnaðarins sem efst eru á baugi hverju sinni. Að þessu sinni verða eftirtalin umfjöllunarefni tekin fyrir: Þriðjudaginn 8. 2. verður fjallað um fyrirkomulag gæða- stýringar í nokkrum af helstu búgreinunum, aðfanga-, jurta-, búfjár- og heiíbrigðiseftirlit í landbúnaði, - en einnig um rekstrargreiningu og umfang- smikið átak í rekstrarráðgjöf og rekstraráætlanagerð fyrir bændur sem verið er að hrinda í framkvæmd á þessu ári. Miðvikudaginn 9. 2. verður annarsvegar á dagskrá landgræðsla, uppgræðsla lands og nýjar áherslur í löggjöf um landgræðslu. Hinsvegar verður á dagskránni fóður- og jarð- vegsefnagreiningar og hag- nýting þeirra í gæðastýringu og ráðgjöf til bænda. Fimmtudaginn 10. 02. er dagskráin helguð búfjárrækt og fóðrun - niðurstöður rannsókna að því er varðar prótein í fóðri, kjötframleiðslu af nautgripum og kjötrannsóknir með lambakjöt. Föstudaginn 11. 02. verður fjallað um ýmsar álitlegar tækninýjungar í landbúnaði og einnig um jarðrækt, samrekstur búvéla, lánamál landbúnaðarins og rekstrarform í landbúnaði. Fagrahvammi 30. nóv. 1999 Mig langar til þess að koma eftirfarandi á framfæri í Bænda- blaðið. Haustið 1997 kaupi ég eyðibýlið Fagrahvamm í Berufirði sem þá var búið að vera í lítilli umhirðu síðastliðin 10 ár, fyrir utan íbúðarhúsið, útihús og tún- umhirða í -r Haustið 1998 kaupi ég mér til gamans 44 gimbrar og þrjá hrúta frá Holti í Þistilfirði, eftir tölu- verðar tiltektir á jörðinni og úti- húsum (fjárhúsum). Þessar gimbr- ar skiluðu mér 40 lömbum í sl. vor og komu 39 af fjalli. Ég lét slátra öllum lömbunum og var meðal- vigtin 17,93. Það flokkuðust 24 lömb í U og 14 í R. Þetta lamb sem myndin er af varð fyrir hnjaski í smölun og var slátrað heima. Lambið er fæddur tvílemb- ingur og vó 22 kg, fæddur 10. maí og slátrað 12. okt 1999. Hann kom aldrei á tún né hin lömbin. Allt vistvænt. Móðir hans heitir Stygg, MF Freyr 96681, F Kristján, FF Varpi 97717, FFF Kúnni 94997. Mikið þætti mér gaman ef einhver myndi flokka þennan hrút á myndinni. Með kærri þökk. Rósa Guðmundsdóttir Fagrahvammi 765 Djúpavogi COMER RAFMAGNSHEYSKERI Til afgreiöslu strax VERÐ KR. 49.000,- án vsk VÉLAVERí' Lágmúli 7 - Pósthólf 8535 -128 Reykjavík Sími 588 26 00 - Fax 588 26 01 Verð á nautakjöti til bænda lækkar Landssamband kúabænda íbugar gagnaOgeröir Eins og fram koni í síðasta Bændablaði er nú um mundir nokkur biðlisti eftir slátrun nautgripa og þegar farið að gæta nokkurrar verðlækkunar til bænda. „Við erum þessa dagana í viðræðum við kjötvinnslur og munum á næstunni vonandi ná til allra sem eru að vinna með nautakjöt,“ sagði Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri LK í viðtali við Bændablaðið. „Undanfarin ár hefur verið gripið til þeirra aðgerða að kippa kjöti út af markaðinum, en nú telja markaðsmenn að slíkar aðgerðir muni ekki skila tilætluðum árangri. Við munum því sækja meira inn á markaðinn með stuðning við kjötvinnslur og munum kynna tillögur okkar í þessum efnum á næstunni. Bæði munum við veita sérstaka markaðsstyrki í þessu sambandi en einnig þróunar- styrki.“ Að sögn Snorra er nauta- kjötsneysla íslendinga langt undir meðaltali nágrannaþjóða okkar og engin ástæða til að ætla annað en að nautakjötsmarkaðurinn geti vaxið. „Ef okkur tekst að auka hlutdeild nautakjöts á borðum íslendinga, þá mun verðið ná jafnvægi fljótt aftur. Það er gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur að halda verðinu í jafnvægi. Okkur sýnist að ef verð lækkar um 10%, þá kosti það íslenska kúabændur um 80 milljónir yflr árið. Við munum því beita okkur af krafti í þágu okkar félagsmanna. Það er þó að mörgu að hyggja. T.d. er engan veginn nóg að auka framboð á nýjum vörulínum í verslunum, ef þekkingu á matreiðslu er ábótavant. Þess vegna er sú hlið málsins eitt af því sem við erum að líka að skoða,“ sagði Snorri að lokum. Hjálmar Jónsson alþingismaður flytur þingsályktunartillögu þess efnis að öll heimili nái útsendingum Sjónvarpsins: Dæmi um að fúlk borgi at- notagjöld pd það nái ekki sjúnvarpsútsendingum Hjálmar Jónsson alþingis- maður hefur ásamt 10 öðrum þingmönnum lagt fram þings- ályktunartillögu þess efnis að öll heimili í landinu nái sjónvarps- útsendingum fyrir lok ársins 2000. Staðan nú er þannig að 77 heimili í landinu ná ekki sjón- varpsútsendingum. Þau eru víðs- vegar um landið, þó flest á Vesturlandi, Vestíjörðum, Norð- urlandi vestra og Austurlandi. Hjálmar segir að fyrir utan þessi 77 heimili séu skilyrði slæm á nokkrum öðrum stöðum. „Það eru 33 ár síðan sjónvarpsútsendingar hófust á Islandi og á þessum tíma hefur tækninni fleygt fram. Nú er orðið mun léttara að koma öllum bæjum í samband við sjónvarp heldur en áður var. Það ert t.d. hægt að nota ljósleiðarakerfið og jafnvel rafmagnslínur. Aðaatriðið er að þetta verði gert,“ segir hann. Að mati Hjálmars er það grundvallaratriði að útvarp allra landsmanna nái til allra lands- manna. „Það er ekki hægt að horfa upp á það þegar ný öld gengur í garð að ekki sé búið að taka ákvörðun um að allir landsmenn sitji við sama borð.“ Hann segist hafa skilning á því að þetta verði stór fjárhags- legur biti fyrir Ríkisútvarpið. „Því legg ég það í hendur ríkis- stjórnarinnar að leita fjármögn- unar á þessu og hef ýmsar tillögur um það, ef þeir vilja leita til mín um það,“ segir Hjálmar. Bjami Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins segir, að meðal lausna sem ræddar hafi verið séu gervhnattasendingar en það myndi þýða að útsendingar Sjónvarpsins næðu til flestra þessara 77 heimila, en auk þess næði sjónvarpsmerkið einnig til hafsvæðisins kringum landið og víðar um Evrópu. Þessi heimili eða skip yrðu þá að verða sér úti um gervihnattadisk. „Utsendingar um ljósleiðara eru mjög kostnaðarsamar þar sem þá þyrfti að leggja hann inn á þessi heimili eða að sendum sem þjón- uðu þessum heimilum." Bjami bendir á að það þekkist annars staðar frá að sjónvarp náist ekki inn á öll heimili. Hann telur útilokað að framfylgja þess- ari þingsályktunartillögu miðað við núverandi fjárhagsramma, aukafjárveitingu þurfi til verði tillagan samþykkt. Um greiðslu afnotagjalda sagði G. Pétur Matthíasson deildarstjóri innheimtudeildar ríkisins að 1/3 af afnotagjaldinu sé útvarpshlutinn þannig að þann hluta eigi fólk að borga ef það nær útsendingum Útvarpsins. „Til þess að veita einhveijum afslátt af þessu gjaldi þarf hann að biðja okkur um að kanna aðstæður. Við látum síðan dreifi- kerfisdeildina kanna stöðuna." Pétur segist hins vegar vita af því að Vestfirðir séu erfitt svæði. „Ef skilyrðin em slæm þá mkk- um við lægra afnotagjald en upphæðin fer alltaf eftir því hvemig aðstæður em.“ Eitt af þeim heimilum sem hefur ekki sjúnvarp er Breiða- vík sem er rétt við Látrabjarg, en þar rekur Birna Mjöll Atladóttir ferðaþjónustu. Það er ekki nóg með að sjónvarpið náist ekki heldur næst útvarpið eingöngu á langbylgju. „Ég flutti hingað í vor frá Reykjavík þar sem ég vandist sjónvarpi og ég var komin með fráhvarfseinkenni þangað til ég pantaði mér gervihnattadisk fyrir jólin.“ Útvarpssendingarnar hafa einnig farið fyrir brjóstið á mönnum. „Maður er kannski að hlusta á þátt í útvarpinu þegar klippt er aftan af honum til að koma inn sjónvarpsfréttunum. í miðri frétt er svo kannski skotið inn veðurfregnum. Það er eins og menn átti sig ekki á því að einhver sé að hlusta, því tölva virðist sjá um að skipta á milli.“ Birna segir að fyrir nokkrum árum hafi nokkrir tekið sig til og fengið sér kapal með miklum tilkostnaði. Sá fór hins vegar í sundur í ofsaveðri og því varð lítið úr þeirri fjárfestingu. Það sem er þó sárast að mati Birnu er að þrátt fyrir að ekki sé hægt að horfa á sjónvarp er henni samt gert að greiða afnotagjöld. „Ég er búin að hringja og skrifa til Ríkisútvarpsins en fæ samt alltaf reikninga sem ég að sjálfsögðu neita að borga. Það tók svo steininn úr þegar ég hringdi þangað í sumar og var þá boðinn afsláttur!“ Birna sagðist hafa fengið þær upplýsingar hjá RÚV að of fáir ábúendur væru á svæðinu sem hún býr á, til þess að reynt yrði að koma sjónvarpsútsendingum þangað í nánustu framtíð. í staðinn leggðu þeir áherslu á fjölmennustu svæðin. „Á móti bendi ég á að ég rek ferða- þjónustu þangað sem fieiri þúsund manns koma á sumrin. Það mætti líta á það streymi sem nóg tilefni til að setja okkur í forgang, því ferðafólk fær upplýsingar á borð við fréttir og veðurspár í gengum sjónvarpið. Áhuginn virðist hins vegar verið takmarkaður.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.