Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 1. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 19 Betri horfur í fiskeldi: Sjúkdúmastaða íslerskra flskeldisstdðva mefl peirrl bestu I Evrópu &****<, i Námskeið í bleikjueldi Haldið á Kirkjubæjarklaustri dagana 25. - 27. febrúar 2000. Dagskrá 25. febrúar 2000. 13.00 13.10 13.30 -14.15 14.30- 15.30 15.30- 16.10 16.10-18.10 18.20-19.40 20.0 Kvöldverður Námskeiðssetning Ávarp Að byggja upp eldisstöð; Áætlanagerð; Miðdegiskaffi Áætlanagerð frh. Framkvæmdatímabil uppbyggingar; Birgir Þórisson, framkvæmdastjóri. (Ef til vill umræðufundur eftir kvöldverð). Jón Hjartarson, framkvæmdastjóri. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Birgir Þórisson, framkvæmdastjóri. Einar Pálsson, rekstrarfræðingur. 26. febrúar 2000 8.30 - 12.30 12.30- 13.30 13.30- 15.30 15.30- 16.00 16.00-20.00 20.30 Eldistímabilið; Fyrirlestrar, sérfræðingar frá Hólaskóla Hádegisverður Eldistímabilið frh. Miðdegiskaffi Slátrun, markaðssetning og sala; Fyrirlestrar; sérfræðingar frá Hólaskóla. Hátíðakvöldverður Allt útlit er fyrir að fiskeldi sé að vaxa fiskur um hrygg hér á landi. Síðastliðin tvö ár hafa verið fiskeldinu hagstæð, lítið hefur verið um sjúkdóma, lyfja- notkun hefur minnkað og út- flutningur hefur aukist jafnt og þétt. Bændablaðið tók Gísla Jónsson, dýralækni fisksjúk- dóma, tali um þessa jákvæðu strauma sem eiga sér stað í þessari grein, sem hefur gengið misjafnlega hér á landi. Árið 1998 var jákvætt fyrir greinina bæði hér á landi og annars staðar í Evrópu samkvæmt yfirliti Gísla í ársskýrslu Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keld- um. Til marks um það fækkaði fyrirtækjum ekki í greininni hér á landi í fyrsta skipti í mörg ár. Þá hefur framleiðsluaukning í laxeldi í Evrópu verið nálægt 50 þús. tonnum á ári sl. 5 ár. Gísli segir að allt bendi til að árið 1999 verði svipað og árið á undan hvað varðar sjúkdómastöðu og rekstrarstöðu fyrirtækjanna. „Eg held að ég geti fullyrt að síðastliðið ár sé fyrsta árið þar sem ekkert fiskeldisfyrirtæki fór á hausinn!" segir hann. Eini sjúkdómsfaraldurinn sem gaus upp á árinu 1998 var hitra- veiki og er það í fyrsta sinn síðan 1993 að það gerist. Ekkert bar hins vegar á kýlaveiki. Nokkrir veiru- sjúkdómar hafa hins vegar verið að breiðast út um Evrópu. Gísli segir sjúkdómastöðuna nú afburða góða og með þeirri bestu í Evrópu. Sýnataka haft einnig komið vel út og engir sjúkdómar hafi t.d. fund- ist í sýnum sem tekin voru úr klakfiskum í ám og stöðvum víða um landið í haust. Gísli segir að útflutningur á hrognum og seiðum, einkum lúðu- seiðum, sé hins vegar orðinn um- fangsmikill. „Við höfum verið að flytja út til Chile, írlands, Kanada og Noregs auk þess sem markaður er að opnast fyrir laxahrogn í Skotlandi. Útflutningur til þessara landa hefur aukist vegna þess að sjúkdómastaða þar er slæm og því eru menn famir að horfa til Islands þaðan sem þeir fá hrognin ósmituð." Mesti vöxturinn var í lúðueldi á árinu 1998 og má t.d. nefna að Fiskeldi Eyjafjarðar fékk í nóvember það ár leyfi til að flytja út lúðu til Kanada. Einnig gekk eldi á barra og sæeyra vel. Upp- gangurinn í lúðueldinu hélt einnig áfram á síðasta ári og segir Gísli að jafnvel hafi verið framleitt of mikið af lúðuseiðum. „Á síðasta ári voru flutt lúðuseiði til Kanada og Noregs og lúðuhrogn til Nor- egs. I því er mikill uppgangur enda hafa fáar þjóðir jafn góðar náttúrulegar aðstæður til lúðueldis og við.“ Bleikjueldið er einnig á uppleið þó að bændum sem stundi það hafi fækkað örlítið. Verð á bleikjuafurðum hefur verið mjög gott að sögn Gísla. Lyfjanotkun hefur minnkað mikið samfara fækkun sjúkdóma. Gísli segir stöðvar hafa verið dug- legar við að bólusetja og það hafi skilað árangri. Gísli telur fulla ástæðu til að vera bjartsýnn. Síðustu tvö ár hafi komið vel út fyrir fiskeldið og engin ástæða til að ætla annað en að það haldi áfram. G.SKAPTASON S CQ. Afrúllarar kr.189.000 27. febrúar 2000 8.30 - 11.30 Bókhald; Sigurður Bjarnason, rekstrarfræðingur. 11.30 - 12.30 Umræður og námskeiðsslit; stjórnandi Jón Hjartarson 12.30 Hádegisverður. Stjórnandi námskeiðs: Jón Hjartarson. Skráning á námskeiðið er hjá Fræðsluneti Suðurlands, sími:480-5020 ____a Námskeið á vegum Hólaskóla Endurnotkun á vatni í fiskeldi Á námskeiðinu verða kynntar niðurstöður tilrauna um endurnotkun á vatni í fiskeldi. Fjallað verður um vatnsgæði og lágmarksvatnsþörf í fiskeldi. Einnig verða kynntar aðferðir við mælingar á styrk kolsýru og ammóníaks í eldisvatni. Tími: 27.-28. Maí, 2000 Umsjón: Theodór Kristjánsson og Helgi Thorarensen Ferðaþjónusta Dýrðarréttir úr bleikju Á námskeiðinu verður fjallað um flökun, meðferð, geymslu og matreiðslumöguleika bleikjunnar. Þátttakendur fá þjálfun í flökun, eldun og gerð margvíslegra bleikjurétta. Námskeiðið endar á bleikjuhlaðborði sem þátttakendur hafa útbúið. Tími: 6. apríl Leiðbeinandi: Bryndís Bjarnadóttir matráðskona Hólaskóla Sjálfbær ferðaþjónusta í framkvæmd Á námskeiðinu verður dregin upp mynd af því hvað sjálfbær ferðaþjónusta er í framkvæmd, hvaða kröfur nútímaferðamenn gera til ferðaþjónustu í dreifbýli og hvernig ferðaþjónustan getur brugðist við þeim kröfum á árangursríkan hátt. Tími: 27. - 28. mars Leiðbeinendur: Jouko Parviainen ráðgjafi í umhverfis- og ferðamálum og Sigurbjörg Árnadóttir ráðgjafi. Stikun og merking gönguleiða Á námskeiðinu verður fjallað um efni og aðferðir við hönnun og lagningu göngustíga og gönguleiða þannig að náttúra og umhverfi beri sem minnstan skaða af. Rætt verður um tilgang og framkvæmd merkinga. Tími: 6. maí Umsjónarmaður: Bjarni Kristófer Kristjánsson, líffræðingur og landvörður Hólaskóla Leiðbeinendur: ýmsir Lesið í landslag Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái þjálfun í að skoða og túlka náttúru- og menningarminjar sem felast í þeirra nánasta umhverfi með það fyrir augum að auka fjölbreytni í þeirri ferðaþjónustu sem til staðar er. Tími: 22. og 23. maí Umsjónarmaður: Gunnar Rögnvaldsson kennari ferðamálabraut Hólaskóla Leiðbeinendur: ýmsir Hönnun og handverk: Frá hugmynd til vöru í námskeiðinu verður lögð áhersla á hönnunarferlið og mikilvægi vandaðs undirbúnings. Rætt verður um hvernig nýta megi nánasta umhverfi í gerð minjagripa. Vinnuferlinu verður fylgt frá hugmynd og til fullbúinnar vöru, sölu og markaðssetningar hennar. í samráði við leiðbeinenda munu þátttakendur ákveða hvaða efni þeir þurfi að koma með á námskeiðsstað. Tími: 6. og 7. mars - 3. og 4. apríl Leiðbeinandi: Bryndís Björgvinsdóttir myndlistamaður og myndmenntakennari Hólum í Hjaltadal Skráning í síma 453 6300 TUNGUHÁLS 5 • REYKJAVÍK SÍMI577 2770

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.