Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 01.02.2000, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 1. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 21 Almenna vörusalan ehf. í Ólafsfirði setur á markað vatnabáta fyrir ferðaþjónustu- og nytjabændur: „Legpm mikið upp úr notagildinu og örygginu" Almenna vörusalan ehf. í Ólafs- firði hefur sett á markað nýja gerð af íslenskum vatnbáum sem steyptir eru út trefjaplasti og eru þeir með innbyggðum loftrýmum. Sigurjón Magnús- son, framkvæmdastjóri Al- mennu vörusölunnar, segir bátana hugsaða til fjölþættrar notkunar en ekki hvað síst fyrir ferðaþjónustu- og nytja- bændur. „Bátamir voru þróun hjá okk- ur snemma á síðasta ári og í kjöl- farið framleiddum við átta báta fyrir ferðaþjónustuaðila og reyndust þeir mjög vel. Bátslagið er hið sama og á gömlu góðu tré- bátunum en kostimir við að steypa bátana úr trefjaplasti em fyrst og fremst lítil þyngd og þar með eru bátarnir mjög meðfæri- legir. I þá em steypt þrjú loftþétt rými, nokkurs konar flotrými og einnig er steypt sérstaklega í kjöl bátanna til að gera þá stöðugri. Allar prófanir sýndu að báturinn flýtur fullur af vatni með tvo menn innanborðs," segir Sigur- jón. Bátarnir eru seldir með ámm og tilheyrandi festingum en hægt er að koma fyrir á þeim utan- borðsmótor. „Hugmyndin með bátunum var að samræma í einum báti eftirlíkingu af hinu þekkta og vinsæla trébátalagi en leggja um leið mikið upp úr notagildinu og öryggi. Við væntum þess að þetta séu bátar sem getað hentað vel sem skemmtibátar fyrir ferða- þjónustuaðila og einkaaðila, jafn- framt fyrir þá fjölmörgu sem þurfa á léttum og meðfærilegum bátum að halda við vatnanytjar,“ segir Sigurjón Magnússon. Bátamir eru 4,4 metrar að lengd, um 100 kg. að þyngd og kosta 183.000 kr. fyrir utan virðisaukaskatt. 2 Kornvalsar 1 og 3j fasa Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Endupnýjaður startssamningur Starfssamningur við Einar Einarsson, ráðunaut í loðdýrarækt, hefur nú verið endumýjaður til eins árs en Einar hóf störf í ágústmánuði á liðnu ári. Hlutverk Einars er að annast leiðbeiningar í loðdýrarækt á móti Sigurjóni Bláfeld. Einar verður áfram í starfi sem kostað er af Bændasamtökum íslands og heimaaðilum í Skagafirði með aðsetur hjá Atvinnuþróunarfélag- inu Hring á Sauðárkróki. Fyrirspurn um almenningssamgöngur á Iandsbyggðinni lögð fram á Alþingi: „Rekstur sérleylisliafa er eiHOur enmáehhi lalla liiur" - segir Þuríður Backmann, alþingismaður Samgönguráðherra fékk fyrir- spurn á Alþingi á dögunum frá Þuríði Backmann alþingismanni um aimenningssamgöngur á landsbyggðinni. Þar spyr hún hver afkoma sérleyfishafa sem annast ferðir á landsbyggðinni hafi verið á síðasta ári, hver sé staða sérleyfisrekstrar á Austur- landi, m.a. til og frá Horna- fjarðarflugvelli og Egils- staðaflugvelli og hvaða aðgerðir væru fyrir- hugaðar af hálfu ráðuneytisins til að treysta al- menningssamgöngur á lands- byggðinni. Þuríður segir að rekstrarum- hverfi sérleyfishafa sé ? " orðið þannig að ekki sé grundvöllur fyrir að halda þessurn rekstri áfram. „Þessi grundvöllur breyttist mikið þegar hætt var að láta sérleyfishafa flytja póstinn. Við það drógust tekjur þeirra töluvert saman. Auk þess hefur farþegum fækkað, sérstaklega yfir vetrartímann. Þetta er því erfiður rekstur en hann er eftir sem áður nauðsynlegur, sérstaklega tengt fluginu, því það er alvarlegt mál ef ekki er hægt að komast með rútu milli fjarða, t.d. á Austfjörðum." Þuríður telur að þessi rekstur þurfi stuðning til að hægt sé að halda honum áfram og finnst eðli- legt að ríkið eða sveitarfélög leggi hann til. „Það má örugglega koma inn í þennan rekstur án þess að um beinar fjárveitingar sé að ræða. Mér þætti hins vegar ekki óeðlilegt að þeir sem eru að reyna að halda uppi slíkum rekstri allt árið fá ein- hvers konar samgöngustyrk. Þessi rekstur má ekki falla niður.“ Endurskoðun á lagaákvæðum um jarðir lUefnd mun skila áliti um óðalsjarðir innan skamms Hinn 27. maí 1998 skipaði þáverandi landbúnaðarráðherra Guðmundur Bjarnason, nefnd til að endurskoða lagaákvæði um jarðir. f skipunarbréfi kemur fram að ekki er ætlast til að um heildarendurskoðun á jarða- lögum sé að ræða, heldur um einstök atriði. í nefndina voru skipaðir: Jón Höskuldsson Iög- fræðingur, Jón Kristjánsson al- þingismaður, Sturla Böðvarsson alþingismaður, Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands, og Gunnar Sæmundsson, bóndi Hrútatungu. Nokkurt hlé var á störfum nefndarinnar á liðnu ári, en síðan óskaði núverandi land- búnaðarráðherra, Guðni Ágústs- son eftir því að nefndin héldi áfram störfum. Á sama tíma vék Sturla Böðvarsson úr nefndinni, enda orðinn samgöngumálaráð- herra. í stað hans kom Einar Kristinn Guðfinnsson alþingis- maður. Gunnar Sæmundsson sagði að Jarðasjóður ríkisins hefði verið fyrsta atriðið sem nefndin hefði fjallað um. Nefndin skilaði áliti á liðnu vori. Þar var lagt til að jarðasjóður yrði lagður niður og hætt yrði jarðakaupum í nafni hans. Nefndin lagði til að þeir fjár- munir sem runnið hafa til jarðasjóðs, haldi sér og renni eftirleiðis til Lánasjóðs land- búnaðarins og verði þar notaðir til að greiða niður vexti af jarða- kaupalánum til frumbýlinga. „Ekki liggur fyrir hvort landbúnaða- ráðherra notar þetta álit og leggur fram frumvarp um breytingar á jarðalögum er snerta ákvæði um jarðasjóð," sagði Gunnar. Nefndin hefur verið að viða að sér upplýsingum frá sýslumönnum um Ijölda óðalsjarða í umdæmum þeirra. Búnaðarþing hefur ályktað um að breyta þurfi ákvæðum um óðalsjarðir, bæði hvað varðar veð- setningu þeirra og ákvæði um að losa jarðir undan ákvæðum óðals- banda. Þá er nokkuð um að menn telji að leggja eigi þessi ákvæði af. „Nefndin er að skoða öll þessi atriði og er niðurstöðu að vænta innan ekki langs tíma,“ sagði Gunnar og bætti því við að nefndin væri að fjalla um lögbýli og hvaða réttindi og skyldur fylgja þessu hugtaki og er verið að afla gagna og upp- lýsinga frá ýmsum aðilum þar um. Einnig er verið að ræða um ákvæði þau sem gilda um stofnun félagsbúa og hvort ekki megi auðvelda það frá því sem nú er. Gunnar sagði að samkvæmt skipunarbréfi nefndarinnar biðu ýmis atriði atriði skoðunar. „Allar ábendingar um úrbætur á laga- ákvæðum eru vel þegnar,“ sagði Gunnar Sæmundsson, bóndi og stjómarmaður í Bændasamtökum íslands. Gunnar Sæmundsson. M fara Bænda- feröip á liessu ári? Gert er ráð fyrir svipuðum tjölda ferða í ár og á s.l. ári eða uni 20 ferðir. I hverri ferð voru um 50 þáttak- endur. Vorferðir: Farnar verða tvær ferðir suður á Ítalíu með viðkomu í Frakklandi og Þýskalandi. Flogið verður til Frankfurt og ekið þaðan til Ulm í S-Þýska- landi. Þaðan verður ekið um Tyról í Austurríki og gist í sjö nætur í Riva við Gardavatn. Fyrri ferðin er í mars, þá verður gist í lokin í Frakk- landi, en síðari ferðin verður í apríl en þá verður gist síðust nætumar í Svartaskógi í Þýskalandi. Farið verður um páskana til Leiwen við Mosel og gist hjá vínbændum í sjö nætur. Mjög fjölbreyttar skoðun- arferðir verða í öllum ferðun- urn. Sumarferðir: Það verða farnar þjár ferðir til Kanada. Fyrsta ferð- in hefst ó.júní, þá verður flogið til Vancouver en heim frá Calgary. Síðari ferð yfir KJettafjöll verður fyrstu dag- ana í september. Þriðja ferðin til Kanada verður farin 3. ágúst. Megin tilgangur með þeirri ferð er að heimsækja byggðir Vestur - íslendinga í Manitoba og N-Dakota. Þetta eru tveggja vikna ferðir með 46 þátttakendum í hverri ferð. í júní verður farið til Austurríkis- Ítalíu- Sviss og Þýskalands, þá verður einnig ferð til Ungverjalands og dvalið við Balaton vatn í sex daga, síðan farið til Budapest, Vínarborgar og Prag. Hlið- stæð ferð verður einnig farin í lok ágúst. Þá verður ein ferð til Vín- arborgar - Budapest og Norð- ur- Rúmeníu. Það verður gist á fjórurn stöðum í Rúmeníu, tvær nætur á hverjum stað. Það verður hægt að velja milli níu ferða í sumar. Haustferðir: Það hafa verið lögð drög að 5 ferðum næsta haust. Þrjár ferðir verða á hefð- bundnar slóðir; Gardavatn og Moseldalinn, en nýjar slóðir kannaðar á N-frlandi og Suð- ur- Englandi. Haustferðimar em frá sjö dögum og upp í tíu daga. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum, þá er að hafa samband við Bændaferðir í síma 563 0300.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.