Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 3

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 3 Aðeins 1.258 kr. kílóió Staóalbúnadur ABS hemlakerfi öryggispúói Hátt og lágt drif Byggður á grind Öflug dísilvél Rafknúin stjómtæki ásamt fleiru Langar þig (öflugan 7 manna jeppa sem hefur allt en kostar lítið? Galloper er svarið. Hann hefur allt sem hægt er að hugsa sér í lúxusjeppa og kostar sáralftið miðaó við sambærilega jeppa á markaðnum. Galloper er stór, rúmgóóur og ríkulega búinn jeppi sem hentar fjölskyldufólki afar vel. Það besta við Galloper er verðið, aðeins 2.290.000 krónur! Hafðu samband vió sölumenn HEKLU eða næsta umboðsmann og kynntu þér kosti Galloper. 1.820 kfló af GALLOPER kosta aóeins 2.290.000 kr. Laugavegur 170-1 74 • Slml S69 SS00 • Helmasfba www.hekla.ls • Netfang heklaVhekla.ls HEKLA - iforystu á nýrri öld! Kynbætur i byggi halda ðfram von er á nýju yrki annað hvert ár Rannsóknastofnun landbúnað- arins hefur stundað rannsóknir í kornrækt nú um 40 ára skeið. Þar má nefna rannsóknir á kornræktarskilyrðum í mörgum sveitum og öllum landshlutum, áhrif jarðvegsgerðar á korn- þroska, áburðarþörf korns, prófanir á erlendum yrkjum og allt annað sem við kornrækt kemur. Tilraunareitir hafa und- anfarin ár verið á bilinu 1000- 1500 á ári, annar helmingur hjá bændum en hinn á Korpu. Þar að auki hefur svo Rannsókna- stofnun landbúnaðarins staðið að kynbótum á byggi og til- raunum til þess að laga tegund- ina að íslenskum aðstæðum. Þáttaskil urðu vorið 1994 þegar Rannsóknarráð íslands og Framleiðnisjóður landbúnaðarins veittu styrk til rannsóknanna. Þessir sjóðir hafa styrkt rann- sóknimar meira og minna síðan og síðamefndi sjóðurinn styður þær enn. Síðustu sex árin hefur RALA lagt í þessar rannsóknir vinnu sem nemur um hálfu mannári á ári. Byijað var að kynbæta bygg hér á landi vegna þess að erlend yrki reyndust ekki hæfa íslensku veðurfari og þá síst sunnanlands og vestan. Norðanlands og austan hefur verið hægt að nota norðlæg sexraðayrki frá grannlöndunum og ekki er víst að þörf sé á íslenska bygginu í þeim landsfjórðungum. Sunnanlands og vestan gegnir öðm máli. Þar fyllir sexraða- byggið sig illa og þolir ekki sunnlenskt hvassviðri á haustin. í þeim hluta landsins hafa verið notuð tvíraðayrki frá Skáni sem eðlilega em of sein fyrir íslenskt sumar. Því var ákveðið að búa hér til fljótþroska tvíraðabygg, en bygg af því tagi er ekki í framboði erlendis. Undanfarin ár hefur sænska yrkið Pernilla verið lagt til grundvallar í kynbótastarfmu. Það er vel metið tvíraðayrki frá Skáni, uppskerumikið og strásterkt, en seinþroska á okkar mælikvarða. Með margendurteknum víxlunum og bakvíxlunum hafa verið fluttir yfir í Pemillu erfðavísar sem flýta þroska komsins. Reynt hefur verið að gera þetta þannig að erfðaefni Pemillu raskist sem minnst. Takmarkið hefur verið að halda öllum kostum hennar, en bæta við fljótum þroska. Eftir að hátt á annað þúsund afkomendur Pemillu hafa verið prófaðir og þeir gengið í gegnum úrval á ýmsum stigum, standa aðeins tveir eftir. Sá fyrri er yrkið x 123-1 sem verður á markaði nú í vor. Það er mjög fljótþroska; hefur á Korpu skriðið að meðaltali 2 dögum fyrr en Arve, 7 dögum fyrr en Filippa, 9 dögum fyrr en Gunilla og 11 dögum fyrr en formóðirin Pemilla. Uppskera hefur reynst mjög frambærileg að meðaltali og einkum góð í hinum lakari ámm og á hinum kaldari stöðum. Hinn afkomandi Pemillu sem ætlað er hlutverk í framtíðinni nefnist nú y 165-2. Það yrki er um 3 dögum seinna en x 123-1, en skilar meiri uppskem en nokkurt annað tvíraðayrki sem hér hefur verið prófað. Það kemst væntan- lega í notkun eftir 2-3 ár. Komkynbótunum er þó að sjálfsögðu ekki lokið. Unnið er að þeim jafnt og þétt þótt Pemilla sé ekki lengur grundvöllur kynbóta- starfsins. Nú er unnið með nýjustu byggyrki þjóðanna við Eyrarsund og þannig reynt að hagnýta kynbótaframfarir síðustu ára hjá þessum ágætu grönnum okkar. Ef gangurinn verður svipaður hér eftir og hingað til ætti RALA að geta skilað af sér nýju þaulprófuðu byggyrki að jafnaði annað hvert ár. RALA/JH Fjölgun á íslensku kynbótalínunni x123-1 á landi kynbótafyrirtæk- isins Svalöf Weibull í Landskrona á Skáni. Eins og sjá má hafa Svíarnir ekki skammast sín fyrir kornið og merkt það SW. Ljós- mynd Hólmgeir Björnsson. GALLOPER

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.