Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 2000 Islenskur sveita- matur - já takk! Skipulögð ferðaþjónusta hjá bændum hófst hér á landi um 1970 og síðan þá hefur þeim aðilum fjölgað mikið er stunda slíkan rekstur, oft á tíðum samhliða öðrum búrekstri. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur má nýta sér svipaða þjónustu víða í hinum dreifðu byggðum heims. í fyrra sumar tók ég þátt í vinnufundi í Sogndal í Noregi. Það er í sjálfum sér ekki í frásögu færandi heldur það að loka kvöldverðurinn var snæddur á einum ferðaþjónustubæ sem státar sér að því að vera aðili í félagsskap sem heitir „Norsk Gardsmat." Þetta var meiriháttar upplifun. Sauðfjár- og ávaxtabóndi um fertugt tók á móti okkur í hlaðvarpanum og bauð okkur velkomin ásamt því að kynna sögu sveitarinnar, bæjarins og ættarinnar. Sagði hann einnig frá búskapnum og lífsviðurværi fjölskyldunnar. Gott veður var og því fórum við ekki strax inn í hús heldur bauð hann okkur mjöð að góðum og gömlum sið. Ef ég skildi rétt þá hafa Norðmenn samþykkt lög um það að hver og einn megi brugga um 50 lítra af mjöð á ári, til eigin neyslu og í tilefni af smærri veislum þar sem mjöðurinn er veittur en ekki seldur. Bóndinn hafði því ræktað sitt bygg og sína humla og lagað úr þessu hinn besta mjöð. Reykjarkofinn var rétt hinu megin við hlaðið þannig að lyktin af reyktu kjöti og mjöðurinn kom manni til að hugsa um forfeður vora. Á meðan drukkið var úr glösunum, n.b. ekki þótti öllum þetta góður drykkur, þá var gengið bak við hús og um kryddjurtagarðinn. Þar mátti finna blóðberg, hvönn, kerfil, kúmen, myntu og fleiri tegundir kryddjurta. Eftir þetta var gengið til borðstofu sem var byggð um 1800. Að sjálfsögðu timburbekkir og borð. Bóndinn bauð okkur að gera svo vel með söng um sögu húsins og þeirri frjósemi, glaðværð og gjafmildi sem fylgt hafði því frá upphafi. Síðan kynnti hann matseðilinn. í forrétt var þurrkað og reykt geitakjöt á flatbrauði með graslauks kryddsmjöri. Allt heimalagað og gífurlega gott sem lystauki fyrir aðalréttinn. Með þessu og aðalréttinum var veitt rauðvín frá Chile af bestu og dýrustu gerð (annað kom að sjálfsögðu ekki til greina). í aðalrétt var grillað lambalæri Norsk Gardsmat er landssamband með 170 býlum sem bjóða mat- vörur eftir sínum sér- stöku hefðum og hér- öðum. Öll býlin eru við- urkennd af heilbrigðis- eftirlitinu. Flest býlin reka samhliða rekstrin- um búð með helstu sér- réttum sínum og nágr- anna sinna. Einnig eru þeir með veitingarekstur er byggist á heima- öfluðum afurðum og matreitt eftir hefðum fjölskyldunnar. Fáir en nokkrir bjóða einnig upp á gistingu. Neytendur geta einnig tekið þátt í Norsk Gardsmat, með því að skrá sig í klúbbinn og þar með fengið ákveðin tilboð frá býlunum og upplýsingar frá þeim um það sem er á boð- stólum (upplýsingar frá 1999). Norsk Gardsmat hefur heimasíðu en slóðin er www.norsk.gardsmat.org kryddað að hætti hússins þannig að allt hráefni kom úr ræktuninni; lærið, kryddið, grilluðu kartöflumar, kryddsmjörið, gulrætumar, spergilkálið, blómkálið, o.fl. meðlæti. Uppmna sveppasósunnar mátti rekja til fumskógarins í nágrenninu. Eftir þetta var boðið upp á heimalagaðan ís með nýtíndum berjum, þ.e. bláber, jarðarber og rifsber ásamt sósu sem innihélt m.a. minntublöð úr garðinum. Á eftir var boðið upp á kaffi og dýrt koníak. Tekið skal fram að þessi veisla var borguð af öðmm en mér, þannig að þetta er ekki nískupúkinn í mér sem segir að drykkimir hafi verið dýrir heldur voru þeir það og eflaust það sem skilaði bóndanum hvað mestu í vasann. Eftir þetta hefur mér verið hugsað til þess hvað við hér heima getum gert til að draga fram meiri sérstöðu á hverjum bæ og nýtt það hráefni sem til er eða má auðveldlega rækta. Allt það sem var í þessari veislu er hægt að rækta hér heima og jafnvel geyma fram að næsta vori, vegna þess hversu uppskeran er seinni á ferð. Bóndinn þama hafði séð um ræktunina sjálfur ásamt fjölskyldu og svo réði hann til sín kokk af nágrannabænum til að sjá um matseldina. Hann nýtir því bæði það heimaaflaða og þá þekkingu sem finnst í kringum hann. Auk þess hafði hann gert samning við sveitastjómina og bæjarfélagið um að halda minni veislur fyrir þá. Þetta er magnað! Ekki bauð hann upp á gistingu m.a. vegna þess að tveir aðrir ferðaþjónustuaðilar buðu það auk þess sem hótel var í grenndinni. En hvað getum við gert hér og hvað segja reglugerðir og lög varðandi þess heimaaflaða og nýtingu þess í ferðaþjónustu? Eg hef ekki skoðað það, en mikið vildi ég geta farið á ferðaþjónustubæ hér á landi sem veitti slíkan munað sem þama úti. Heimalagaður mjöður, heimagerður ostur/skyr úr eigin framleiðslu, verkað kjöt af mismunandi búfjártegundum og matreitt að hætti hússins og þjóðlega rétti sem m.a. má finna í ný útkominni bók Hallgerðar Gísladóttur. Það getur vel verið að einhverjir ferðaþjónustubændur vinni að þessu og ég er alveg viss um það, en sem óbreyttur ferðamaður á leið um landið hef ég ekki minnstu hugmynd um það. Væri hugsanlegt að vinna markvisst að markaðssetningu íslenskra afurða og matseld, stofna félag eða áhugamannahóp um þennan þátt ferðaþjónustunnar eða er þetta eitthvað sem fólk nennir ekki að standa í og er bara vesen !? Að lokum vil ég þakka þá nýbreyttni sem átti sér stað fyrir all löngu, þ.e. að geta keypt íslenska kjötsúpu á nokkrum veitingastöðum við þjóðveginn. Það er það besta sem komið hefur fram á matseðlum í lengri tíma. Nýtum íslenskt - Veljum íslenskt Ásdís Helga Bjarnadóttir Ferðaþjónustubændur Heiri gestip síðastliðiOsnmep Á síðasta ári jókst fjöldi bókana frá erlendum aðilum hjá Ferða- þjónustu bænda um 29%. Sam- bærileg taia um fjölda bókana frá íslendingum liggur ekki fyrir. Veltuaukning hjá Ferða- þjónustu bænda á milli áranna 1998/99 er 20%. „Almennt varð aukning hjá ferðaþjónustu- bændum síðast liðið sumar,“ sagði Sævar Skaptason, frain- kvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Síðustu ár hafa ítalskir ferðamenn orðið fjölmennari en þeir koma einna helst í ágúst og september. Þetta sagði Sævar að hefði bætt nýtinguna umtalsvert. „Það er greinilegt að þeim ferðamönnum fjölgar sem sækja í rólega staði - litla ferðaþjónustu- bæi,“ sagði Sævar. En horfumar á árinu 2000. Sævar sagði að viðskiptavina- hópurinn hefði stækkað og horf- umar væm góðar. „Það er e.t.v. ekki rétt að reikna á nýjan leik með sömu veltuaukningu en ef ekkert gerst á helstu mörkuðum okkar getum við leyft okkur að vera bjartsýn," sagði Sævar. Stóra vandamálið er gengis- þróunin, sem dæmi hefur EVRAN fallið um 5% frá því í sumar sem leið, ef það verður reyndin á komandi sumri þá gæti það haft alvarleg áhrif á afkomuna hjá okkur. Þetta sýnir hve áhættusamt er að eiga í beinum viðskiptum við erlendu aðilanna en þegar bændur bóka í gegnum skrifstofu FB þá losna þeir við gengisáhættuna. M autg riparæktin Styttri bilstar Um mánaðamótin tók Lands- samband kúabænda saman biðlista ei'tir slátrun naut- gripa. í ljós kom að þegar er verulega farið að ganga á bið- listana, en eins og fram kom í 1. tölublaði Bændablaðsins var bið eftir slátrun um áramótin mjög mikil. Eins og staðan er í dag, er líklegt að slátrun kúa nái jafnvægi á næstu mánuð- um. Bið eftir slátrun ung- neyta er þó enn nokkuð meiri en bið eftir kúa- slátrun. „Það er ljóst að við verðum að setja meiri kraft , í markaðsaðgerðir, til að auka söluna á ungnautakjöti. I þessu sambandi hefur verið haft sam- band við alla aðila sem eru að vinna með nautakjöt og eru viðræður í gangi við nokkra um söluátak á ungnautakjöti. Þama gerum við skýran mun á því hvort selja eigi unganautakjöt eða nautgripakjöt", sagði Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri LK. „Það hefur háð okkur nokkuð að sumar kjötvinnslur eru ekki að merkja vel vörumar og jafnvel að selja kýrkjöt sem ungnauta- kjöt. Á þessu viljum við ráða bót og emm því tilbúnir að aðstoða þá sem vilja leggja sig fram og gera átak í þessum málum. Með því að gera söluátak í ung- nautakjöti, munum við um leið draga annað nautgripakjöt með, þannig að við teljum okkur vera á réttri braut“. u Alfa Laval Agri Harmony TopFlow MJALTAKROSSINN Harmony Top Flow er ótrúlega léttur mjaltakross með nýrri gerð spenagúmmía sem eru með þynnri veggi og meira flæðirými en nokkru sinni fyrr. Minna burðarálag á spena. Minni hætta á loftleka milli spena og spenagúmmís. Fljótvirkur flutningur á mjólkinni yfir í lögnina kemur í veg fyrir flökt á sogi. VELAVERf Lágmúla 7,108 Reykjavík, sími 588 2600 Dalsbraut 1, 603 Akureyri, sími 461 4007 ...toppurinn í mjaltatækni

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.