Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 2000 Bændur Bændur Vélar og Þjónusta hf er stærsta þjónustufyrirtækið á sínu sviði á íslandi. 25 ára reynsla gefur okkur aukið forskot. Þekktir fyrir þjónustu í 25 ár Þjónustta í j Æ VELAR& ÞJwNUSTAhf www.velar.is Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Pétur Hjaltason Pétur Hjaltason er nýr starfsmaður Landssamtaka sláturleyfishafa: „Slátunleyflshafar verða að geta unnið meira saman" frífvenðZ ***?£## fy"r mtauka 09 HELIOS er tvívirkt lágfreiðandi hreinsiefni. hreinsar og sótthreinsar í sömu umferð. HELIOS er til 110 og 20 licra umbúðum. Lyngási 1 - 210 Garðabær Sími 565 1188 Fax 565 1190 FBiooo er ný þrívirk sýra sem fjarlægir mjög vel mjólkurstein og önnur steinefni. Efnin brotna auðveldlega ! niður í náttúrunni. FBIOOO er til 110 og 20 litra umbúðum. Ekkí er ráð nema í tíma sé tekið! . / í * . í wm. Kuhn GMD 700 - 2,8m vinnslubreidd Verð áður: 429.000 án vsk. Verð nú: 379.000 án vsk. Vicon DMP 2400 - 2,4m vinnslubreidd - : : Æ 'iíl Verð áður: 409.000 án vsk. Verð nú: 352.000 án vsk. Hafið samband við sölumenn í síma 525 8070 í 'ÖÉ Ingvar elgason Sævarhöfia 2 Simi 525 8000 Fax: 587 9577 www.ih.is Pétur Hjaltason hóf í byrjun nóvember sl. störf fyrir Lands- samtök sláturleyfíshafa, en sam- tökin höfðu þá ekki haft fastan starfsmann síðan í vor og þá aðeins í hálfu starfí fram að því. Pétur, sem áður starfaði hjá Höfn-Þríhyrningi hf., hefur reyndar verið viðloðandi þessi samtök frá því þau voru stofnuð 1985 og hefur starfað hjá slátur- leyfishöfum á Suðurlandi í um 20 ár, lengst af hjá Höfn og síðar Höfn-Þríhyrningi. Pétur er í fullu starfí hjá samtökunum og hefur umfang starfsins verið aukið nokkuð frá því sem áður var. Starf Péturs verður einkum fólgið í að halda utan um rekstur samtakanna og sjá um alla upp- lýsingagjöf til sláturleyfishafa, auk þess að gæta hagsmuna þeirra. Pétur nefnir eitt dæmi um hagsmunabaráttu sláturleyfishafa. „Fram til 1993 greiddu slátur- leyfishafar dýralæknum sínum beint sem sáu um að skoða kjötið. Þetta fyrirkomulag þótti svo ekki æskilegt vegna reglna Evrópu- sambandsins þannig að því var breytt á þann hátt að yfirdýra- læknir stofnaði sjóð sem greiddi laun dýralæknanna. Þessi litla aðgerð hefur þýtt að kostnaður vegna dýralækna hefur meira en tvöfaldast á þessum tíma. Slátur- leyfishafar eru að sjálfsögðu ósáttir við þessa þróun og hafa viljað ná tökum á hækkuninni." Meðal þess sem sláturleyfis- hafar eru að skoða er svokölluð vatnslétting en hún á sér stað í ferlinu frá því gripnum er slátrað og þar til kjötið er selt. „Slátur- Ný kennslubók um lífrænan landbúnað var að koma út hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hún fjallar um öll helstu viðfangsefni lífræns landbúnaðar og er ætluð fyrir nemendur í búnaðamámi en er einnig fróðleg lesning öllum sem vilja kynna sér lífrænan landbúnað. Bókin er í læsilegu A4 broti og er 96 blaðsíður að lengd. Höfundur er Hrafnlaug Guðlaugsdóttir. Bókin fæst hjá bóksölu Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri og kostarkr. 1070. Smá- <18; a, v auglýsinga # síminn er 563 0300 leyfishafar eru ósáttir við að bera þann kostnað að einhverju leyti þar sem við teljum að kjötið frá bóndanum eigi að bera þá vigt sem það er selt á en ekki 1-2 kílóum þyngra. Þetta eru mál sem við höfum beðið kjötgreinamar um að taka upp og skoða.“ Eitt stærsta vandamál slátur- leyfishafa að mati Péturs er að þeir hafi ekki fundið leiðir til að vinna saman. „Það má segja að þeir séu framlenging á bændum að því leyti að hver er kóngur í sínu ríki og þeir hafa ekki átt mikil samskipti hver við annan. Menn verða að geta unnið sameiginlega að hlutum sem tryggja hagsmuni heildarinnar en keppi síðan sín á milli á markaðnum," segir hann. Pétur óskar einnig eftir meiri samvinnu milli sláturleyfishafa og bænda og nefnir nautakjötið sem dæmi. „Eftirspumin eftir nauta- kjöti er mest á vorin og sumrin en framboðið er mest á haustin þegar eftirspumin er minni. Það er því ekki gott jafnvægi á milli þessara tveggja þátta. Bændur og slátur- leyfishafar þurfa að setjast saman niður yfir svona hlutum og kanna með hvaða hætti sé hægt að breyta þessu. Þar má t.d. spyrja sig hvort það gæti haft áhrif á kjöt- framleiðslu ef verðlagsár mjólkur verði t.d. flutt til 1. mars. Bændur hafa hins vegar átt erfitt með að ræða þessi mál,“ segir hann. Það er ýmislegt framundan hjá samtökunum. M.a. ætla þau að gera sig sýnilegri, m.a. með endurbótum á vefsíðu þeirra. Þá er verið að semja við Bændasam- tökin um gagnasöfnun frá slátur- leyfishöfum inn í gagnagrunn Bændasamtakanna. „I framhaldi af því stefni ég að því að koma meiri skilvirkni á þessa gagnasöfnun þannig að hver og einn slátur- leyfishafi geti skilað inn gögnum í gegnum vefsíðu Landssamtaka sláturleyfishafa." Pétur stefnir að því að gera samtökin enn öflugri en þau hafa verið. „Eg held að öflug samtök sláturleyfishafa geti stutt þá í heild sinni og kjötframleiðslu í landinu. A næstu árum mun innflutningur á kjöti fara vaxandi. Ef slátur- leyfishafar halda áfram að bauka hver í sínu horni munu þeir glíma við sama vandamál og bændur, þ.e. framleiðslan minnkar og menn ná ekki að leysa vandamálin." Yflrdýralæknir breyfir reglugerö I samræmi við 1. gr. reglu- gerðar nr. 13/2000 um breytingu á reglugerð nr. 671/1997 um að- búnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra af- urða þeirra þá hefur yfirdýra- læknir eftirfarandi sett skilyrði: Þar sem gripir hafa aðgang að gróffóðri á fóðurgangi allan sólar- hringinn mega allt að þnr gripir vera um það jöturými sem ætlað er einum grip við aðrar, sbr. viðauka 1 með reglugerðinni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.