Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 2000 Matvœlafram- leiðsla á Kjalarnesi Ólafur Guðjónsson rekur kjúklingabú á Móum: „Byiig þegar leyft var að selja ferska kjúklinga" Kjalarnes hefur vaxið og dafnað sem landbúnaðarhérað á undanförnum árum. Vöxturinn hefur þó ekki falist í gömlu búgreinunum heldur íframleiðslu á svínakjöti, kjúklingum og eggjum og hefur vöxturinn verið töluverður íþessum greinum þar, einkum tveim þeim jyrstnefndu. 1 árslok 1998 voru samkvœmt forðagœsluskýrslum eftirtaldir gripir á Kjalarnesi: 50 þúsund varphœnur, sem er 30% aföllum varphœnum landsins 6.500 holdahœnur, sem er 18,4% af íslenska holdáhœnustofninum 818 svín, sem er ríflega 20% af öllum svínum landsins. Öllum þessum gripum fjölgaði töluvert jafnt á Kjalarnesi sem annars staðar á landinu 1998 en árin þar á undan hafði fjöldinn haldist nokkuð stöðugur. Sl. ár voru framleidd um 900 tonn af eggjum, um 600 tonn afkjúklingum og um 1000 tonn af svínakjöti á Kjalarnesi. Framleiðsla á kjúklingum og svínakjöti hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og m.a. hefur kjúklingasalan tvöfaldast frá pví leyft var að selja ferska kjúklinga hér á landi arið 1995. Eggjaframleiðslan hefur hins vegar verið svipuð síoustu ár. Bœndablaðið tók hús áþremur framleiðendum á Kjalarnesi. Þetta eru Ótafur Guðjónsson og fjölskylda á Móum, Geir Gunnar Geirsson og fjölskylda að Vallá og Jón Ólafsson og synir í Brautarholti. Geir Gunnar Geirsson og fjölskylda reka svína- og eggjabú að Vallá: „Æflum okkur að gera góða hlufl I framtfðinni" Á Móum hefur Ólafur Guðjónsson og íjölskylda hans rekið kjúkl- ingabú síðan 1985 og hefur reksturinn gengið vel. Jörðin er nú sameiginlega í eigu fjölskyldna Ólafs og Jóns Ólafssonar í Braut- arholti og reka þær búið í sam- einingu. Guðmundur Jónsson skipstjóri keypti þessa jörð um 1930 og var þar með hefðbundinn búskap. Son- ur hans, Teitur, tók síðan við búinu 1956 og breytti því þá í alifuglabú. Hann var með þennan búskap til 1985 þegar núverandi eigendur keyptu jörðina og hefur búið stækkað nokkuð síðan þá. Um 60% af starfsemi fuglabúsins er á Móum en auk þess er fyrirtækið í samstarfi við ljóra aðila á Suður- landi um framleiðslu. Auk þess reka Ólafur, Erlingur sonur hans og Geir Gunnar Geirsson stofnbú á Melavöllum. Ólafur segir byltingu hafa orðið í framleiðslunni árið 1995 þegar gefið var leyfi til að selja ferska kjúklinga en þessi kjötteg- und var þá sú eina sem ekki mátti seljast ófrosin. Síðan þá hefur verið lögð megináhersla á sölu ferskrar vöru. Þetta sama ár var ákveðið að aðskilja rekstur búsins og rekstur dreifingar og vinnslu. Ymsar nýjungar hafa komið í framleiðslunni á þessum tíma, m.a. er búið að koma upp eldhúsi þar sem framleiddar eru soðnar og steiktar vörur sem þegar er byijað að selja. Ólafur segist telja að kjúklingabúið á Móum hafi verið með um 25-30% markaðshlutdeild á síðasta ári sem þýðir um 700 tonna framleiðslu. Á Móum fer eingöngu fram fuglaeldi en öllum afurðunum er slátrað á Hellu. Þaðan eru þær keyrðar í kjöt- vinnslu í Garðabæ sem er í eigu Móa og heitir Ferskir kjúklingar. Þar eru vörurnar unnar og pakkaðar inn og fara síðan í dreifingu. Eftir að byrjað var að selja ferska kjúklinga hefur salan hjá Móum aukist jafnt og þétt. Þetta hefur kallað á stækkun búsins. „Þessi vara hefur ekki nema 5-6 daga geymsluþol frá slátrun þannig að við verðum að slátra alla daga vikunnar. Til þess að það sé hægt verða búin að vera að ákveðinni stærð.“ Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að reka kjúklingabú eins og umræðan sem varð um kjúk- linga sl. sumar bar með sér. Ólafur segir að töluverður sölusamdráttur hafi orðið þegar þessi umræða náði hámarki. „Þegar sala á fersk- um kjúklingum var leyfð var hert eftirlit með salmonellu og öllum fugli sem greindist með hana var fargað. Síðan þá hefur fugl sem er sýktur af salmonellu ekki farið á markað. Nú er hins vegar kominn upp vandi með kamphylobakter en menn vilja meina að aukna tíðni þessa sjúkdóms sé einkum að finna í kjúklingum. Okkur finnst hins vegar heilbrigðisyfirvöld hafi viljað hengja sig á að orsökina væri eingöngu að finna í kjúk- lingum og að við höfum óverð- skuldað verið gerðir að blóra- böggli í þessu máli.“ Ölafur telur að ekki sé raun- hæft að útrýma kamphylobakter eins og stefnt hefur verið að. „Það hefur engu ríki tekist að útrýma þessari veiki. Það voru jafnvel uppi hugmyndir um að banna sölu á kjúklingum sem væru með kamphylobakter en það er hvergi gert í heiminum. Fyrstu hugmynd- irnar voru að við ættum að ná að útrýma þessu á tveimur mánuðum sem okkur fannst ósanngjamt. Það má t.d. nefna að Svíar tóku sér 10 ár í sama verkefni. Eg hefði haldið að fyrst þyrfti að rannsaka hvort og þá hvar þessi veira væri til stað- ar og fara í framhaldi af því í að- gerðir til að stemma stigu við henni.“ Ólafur bendir á að rannsóknir sem gerðar voru í haust sýndu að kaphylobakter hefði greinst í 28% af því sauðfé sem tekin voru sýni úr auk þess sem svín hafi þessa veiru í töluverðum mæli. „Þar af leiðir að kamphylobakter er ekki eingöngu bundinn við kjúklinga- rækt. Mér finnst einnig undarlegt að ekki skuli hafa farið fram rann- sókn á nautgripum því meðal stórra áhættuþátta í kaphylobakter- sýkingu er ógerilsneidd mjólk.“ Ólafur viðurkennir hins vegar að vegna sláturaðferða sé kamphylo- bakter líklegri til að fylgja kjúk- lingum á markaðinn en öðrum kjöttegundum. Þéttbýlið færist sífellt nær Kjalamesinu en Ólafur telur það ekki eiga að hamla svæðinu sem landbúnaðarhéraði. „Maður sér víða erlendis stór og mikil bú í jaðri byggðar, t.d. í Hollandi og Belgíu. Meginkosturinn við að vera með búskap nálægt höfuð- borginni er að sjáfsögðu sá að hægt er að koma vömnum með ódýrari hætti á markað. Við ætlum okkur hins vegar ekki að auka starfsemina hér á þessu svæði.“ Fyrirtækið er samt sem áður með áform um framleiðsluaukn- ingu. Búið er að kaupa jörð í Svínadal í Borgarfirði sem er verið að byggja upp sem kjúklingabú. „Eftir að Hvalfjarðargöngin komu hefur orðið mikil breyting í að- stöðu okkar bæði til að koma að- föngum norður fyrir Hvalfjörð og að koma dýmnum til slátrunar. Við sjáum því mestan hag í að vera norðan megin við Hvalfjörð- inn.“ Ólafur segir hugmyndir uppi um að koma upp einni allsherjar vinnslustöð. „Aðalhindmn okkar í dag er að við keyrum afurðir okkar á Hellu til slátmnar og það er ekki hægt að gera með góðu móti á hagkvæman hátt. Við emm nú með starfsemi okkar á fimm stöð- um í vinnslu, dreifingu og s'krif- stofuhaldi en slík afurðastöð myndi rýma þetta allt. Þetta yrði mun hagkvæmara fyrir allan rekst- ur hér,“ segir hann að lokum. Að Vallá hafa þeir feðgar og al- nafnar, Geir Gunnar Geirsson eldri og yngri, rekið eggjabúið Stjömu- egg og svínabúið Stjömugrís, ásamt fleirum. Reksturinn hefur gengið vel og m.a. er fyrirhuguð stækkun á svínabúinu á næstu ámm. Stjörnuegg Eggjabúið Stjömuegg var sett á stofn 1976 að Vallá. Til að byrja með var öll starfsemin í einu húsi en síðan þá hefur hún undið upp á sig og nú em þeir feðgar með 45 þús. varphænur. Hjá Stjömu- eggjum starfa nú 12 manns við framleiðsluna og þar em nú fram- leidd um 800 tonn af eggjum á ári. Geir Gunnar segir að eggja- markaðurinn hafi verið í jafnvægi í nokkum tíma. Neysla á eggjum hafi lítið aukist og jafnvel heldur dregið úr henni á síðustu ámm. „Það em engin áform hjá okkur um að auka framleiðsluna. Hins vegar emm við sífellt að horfa til aukinnar hagræðingar og að koma með nýjungar í framleiðslunni." Meðal þessara nýjunga er að selja soðin egg en þegar er byijað að selja þau til mötuneyta og stærri aðila. Þá hefur fyrirtækið boðið upp á svokölluð Sæluegg í anda umhverfisvænnar stefnu en þau egg em orpin af hænum sem ganga lausar en em ekki inni í búmm. Salan á þeim hefur gengið þokka- lega að sögn Geirs Gunnars. „Þessi græna bylgja sem fór mjög hratt um Danmörku og England á sínum tíma, fer mun hægar hér. En við munum halda áfram að bjóða upp á þetta og sjá svo til hvort salan muni aukast.“ Auk þessa reksturs rekur fyrir- tækið andabú þar sem pekingendur em ræktaðar. . Endumar ■ hafa

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.