Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 15.02.2000, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 15. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 21 Brautarholtsfeðgar reka stærsta svínabú landsins: „Við erum bjartsýnir á framh'O landbúnaOar á IQalarnesi" Svínabúið í Brautarholti hefur verið rekið í rúm 40 ár en jörðin Brautarholt á Kjalamesi er landnámsjörð og hefur frá öndverðu verið stundaður öflugur landbúnaður þar.. Það er Jón Ólafsson sem rekur búið ásamt fjórum sonum sínum, Ólafi, Kristni Gylfa, Bimi og Jón Bjama. Jón Ólafsson á að auki helminginn í Graskögglaverksmiðjunni í Brautarholti og þeir feðgar eiga Nesbúið á Vatnsleysuströnd sem er næststærsta eggja- bú landsins. Þá eiga Bjöm, Kristinn Gylfi og faðir þeirra helminginn af fuglabúinu á Móum Kjalamesi á móti Ólafi Guðjónssyni og hans fjölskyldu. Auk þess eiga feðgamir helmings hlut í kjötvinnslunni Esju ehf. í Reykjavík, sem áður hét Kjötvinnsla Sigurðar Ólafssonar. Aður en svínabúskapurinn hófst fyrir alvöm í Brautarholti rak Jón kúabú þar ásamt bróður sínum og vom þeir einnig með nokkrar gyltur. Síðan dró smám saman úr mjólkurframleiðslu á búunum þar til 1967 þegar kúabúskap var alveg hætt í Brautarholti. Fjósunum var þá breytt þannig að þau gætu hýst svín og gylturnar, sem voru þá um 25-30, voru fluttar þangað. Arið 1982 hóf Jón síðan byggingu nýs svínabús og byrjaði þá með um 70 gyltur. „Þá stóðum við á ákveðnum tímamótum. Gamla fjósið var orðið lélegt fyrir svín og við stóðum frammi fyrir því að byggja nýtt svínahús eða hætta í svínabúskap. Eg ákvað þá að byggja þetta bú upp,“ segir Jón. Þessi bústofn hefur stækkað jafnt og þétt síðan. 1986 var byggð ný eining við húsið fyrir 120 gyltur og eldra húsið var síðan lengt 1991. Þá voru 260-270 gyltur komnar í húsið. A þessum ámm komu synir Jóns inn í reksturinn einn af öðmm. Fyrir þremur árum var svo ákveðið að tvöfalda stærð bús- ins og hófst þá bygging á nýju unggrísahúsi og eldishúsi og fóðurstöð. Nýbygging svína- hússins var lokið sl. sumar en nú er verið að leggja lokahönd á breytingar á eldra húsinu. I eldri húsunum verða eingöngu geltir og gyltur með grísi á mjólkurskeiði. Nú em um 560 gyltur á búinu. Bjöm segir miklar breytingar hafa átt sér stað frá því fyrsta svínahúsið var byggt upp, t.d. í innréttingum. „Þar að auki hafa nýir stofnar verið fluttir inn sem gera það að verkum að við emm að slátra stærri og þyngri svínum en áður. Fallþungi hefur aukist um 40-45% frá því við vorum með ís- lensku svínin fyrir 7-8 ámm. Þetta krefst að sjálfsögðu stærra húsnæðis." Fóðrið fyrir svínin er framleitt í Brautarholti og Bjöm segir þá framleiðslu hafa borið mikinn árangur. „Við hófum heimablöndun á fóðri í gamla búinu 1994 og teljum okkur hafa sparað umtalsverða fjármuni með því að kaupa fóðurhráefni beint og mala það svo sjálfir.“ Ólafur bætir því síðan við að þar sem fóðrið sé alltaf ferskt sé það fyrir bragðið lystugra fyrir svínin. Auk byggs er notuð dýrafita úr Borg- arfirði og í haust hófu feðgamir að nota brauð sem fellur til frá bakaríum. Brauðið er sett í vél sem sogar plastið af og malar brauðið síðan í smátt. Þeim feðgum telst til að um 25-30% af fóðrinu sé brauð og að með notkun þess lækki fóðurkostnaðurinn enn meira. A nýja búinu er fóðurstöð með 14 sílóum sem geyma fóðurhráefni og fullunnið fóður. I þeim er hægt að geyma um 200 tonn af fóðri. A milli húsa er síðan fóðurstrengur og um hann er fóðrinu dælt til gyltnanna á eldra búinu. í Brautarholti er viðhaft svokallað „allt út - allt inn kerfi“ sem er nýtt af nálinni hér á landi en hefur verið í þróun og notkun í nágrannalöndunum. Kerfið byggist á því að grísimir eru fluttir fjögurra vikna gamlir frá gamla búinu yfir í tómt unggrísahús sem er hitað í 28-29 gráður. Yfirleitt em um 240- 260 grísir fluttir á milli á þennan hátt vikulega. Grísimir em síðan látnir halda hópinn þær átta vikur sem þeir em í þessu húsi. Að þeim tíma loknum eru þeir fluttir í eldishúsið sem er einnig tómt og þrifið og þegar þeir hafa náð sláturþyngd er þeim slátrað öllum í einu. Öðmm grísum er aldrei blandað í þennan hóp. „Þetta kerfi hefur komið mjög vel út meðan það hefur verið í notkun. Með þessu teljum við okkur ná mjög góðum árangri í að koma í veg fyrir sjúkdómasmit o.þ.h.,“ segir Bjöm. Á búinu eru gyltur einnig sæddar. Ólafur lærði sæðingar á svínabúi í Danmörku 1995 en þær hófust þó ekki í Brautarholti fyrr en 1997. Ólafur segir að þær hafi gengið vel. „Mörg dönsk bú keyra bæði á sæðingum og ásetningi. Við höfum hins vegar sætt allar gyltumar með mjög góðum árangri.“ Oft hefur verið blandað saman sæði úr 2-3 göltum þannig að grísir úr sama goti geta jafnvel átt þrjá feður. Þeir hafa þó eingöngu notað sæði úr hreinræktuðum Landrace og Yorkshire göltum. Góð aðstaða er til að skoða sæðið og á búið bæði smásjá og skanna auk ómsjár, en með henni geta þeir séð fyrirfram hvaða gyltur eru með fangi og hve mörg fóstur þær ganga með. Framleiðslan er sífellt að aukast í Brautarholti eins og á svo mörgum öðrum svínabúum. Yfir 600 tonn af svínakjöti voru framleidd þar á síðasta ári, reiknað er með 900 tonna framleiðslu á þessu ári og svo yfir 1000 tonnum á því næsta. „Salan hefur gengið mjög vel og framleiðnin er alltaf að aukast,“ segir Bjöm. Umhverfismál svínabúa hafa verið í brennidepli undanfarið, sérstaklega í kjölfar þess að svínabúið í Brautarholti fékk áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir að losa svínaskít út í sjó. „Við byggðum þró fyrir 5-6 ámm og getum geymt 2.600 tonn af skít í henni. Það nægði fyrir 6 mánaða birgðir af skít frá eldra húsinu. Nú höfum við hins vegar verið í framkvæmdum í tæp tvö ár en höfum ekki ennþá náð að byggja nægilegt geymslurými fyrir skítinn. Við munum hins vegar leysa þessi mál með vorinu.“ Þeir feðgar hafa hins vegar kannað hvaða möguleikar em á að nýta skítinn og hafa þá leitað í smiðju Dana. „Þar eru menn byrjaðir að skilja allan vökva frá skítnum en 70-80% af skítnum er vökvi. Við sáum menn gera það í Danmörku og vökvinn sem kom úr þessu var svo tandurhreinn að það lá við að hann væri drykkjarhæfur. Við höfum borið svínaskítinn á tún okkar í Brautarholti og munum gera það áfram. Þá erum við með stórbaggavél ásamt tilheyrandi hey- vinnslutækjum og munum leggja áherslu á heysölu í framtíðinni. Þá höfuð við hafið endurrækt á túnum okkar með t.d. sérstaka áherslu á túnþökuframleiðslu þar sem við erum vel staðsettir gagnvart markaðnum." Feðgarnir hafa engar áhyggjur af Kjalamesinu sem landbúnaðarhéraði og telja að landbúnaðurinn þar geti lifað í sátt við umhverfið þó að byggðin sé sífellt að nálgast. „Fallega slegin tún eru miklu fall- egri en bitnir hrossahagar. Ég tel okkur vera að bæta landið fyrir þá sem vilja byggja það seinna meir,“ segir Jón. Björn telur framtíð búsins vera bjarta. „Við bræðumir erum á góðum aldri og trúum því að þær greinar sem við erum í eigi eftir að efiast enn meira. Við teljum að rými sé fyrir aukna neyslu á svínakjöti en hver neyslan verður í framtíðinni verður bara að koma í ljós. Samkeppnisstaða okkar við innfluttar afurðir er einnig alltaf að verða betri og betri með tilkomu nýrra stofna og lækkun ýmissa skatta sem voru á greininni. Þetta og hagræðing á búunum hefur leitt af sér verðlækkun á svínakjöti. Við erum ekki sestir í helgan stein og ætlum að halda ótrauðir áfram,“ segir hann að lokum. einkum verið seldar í veitingahús en á næstu missemm stendur til að koma með þær á smásölumarkað og þá verður t.d. hægt að kaupa ferskar andabringur. Stjörnugrís Upphaf svínabúsins má rekja til föður Geirs Gunnars eldri, sem hét Geir Gunnar Gunnlaugsson. Hann var með um 70 gyltur í Lundi í Kópavogi. Sá búskapur hefur verið rekinn að Vallá síðan 1994 og em þar nú um 220 gyltur. Konráð Konráðsson og Geir Gunnar Geirsson yngri reka nú fyrirtækið saman. Konráð segir að til standi að stækka búið upp í 560 gyltur á næstu ámm. „Spenagrísimir verða þá hér að Vallá en þegar þeir hafa aldur til verða þeir færðir frá gyltunum og fluttir að Melum í Melasveit.“ Þar verður brátt tekið í notkur. svínahús og verður notað þar kerfi sem hefur ekki verið notað hér á landi áður, sk. FRATS-kerfi. Það byggist á því að grísinn er alltaf í sömu stíunni frá því að hann kemur inn í húsið. Kerfið hefur verið notað í Bandaríkjunum um nokkurt skeið og Danir em nú að gera athuganir á því. „Þetta kerfi á að gera það að verkum að grísinn verði hagkvæmari í framleiðslu, þ.e. hann á að vaxa hraðar, nýta fóðrið betur og notkun hreinsiefna minnkar stórlega sem er til bóta fyrir umhverfið,“ segir Konráð. Þegar..s.vínin eaL.síðan onðin nógu stór eru þau flutt í sláturhús fyrir- tækisins í Saltvík þar sem þeim er slátrað. Konráð segir meginástæðuna fyrir því að grísaeldið sé flutt að Melum, að menn sáu fram á að erfitt yrði að vera með svínin í Vallá vegna þeirrar byggðar sem nú er að nálgast staðinn. „Nú er byggðin alltaf að færast nær og nær landbúnaðinum hér sem verður þá að hörfa undan og sú byggð eykst enn frekar þegar Sundabrautin kemur. Fyrir nokkr- um ámm var þetta landbúnaðar- svæði og þá hvarflaði varla að nokkmm manni að það yrði ein- hvem tímann hluti af Reykjavík.“ Lítil framleiðsluaukning hér Svínaræktin hefur verið í töluverð- um vexti undanfarin ár og hefur sala á svínakjöti aukist talsvert. En þessarar aukningar hefur ekki orðið vart hjá Stjömugrís að sögn Konráðs. Reyndar hefur fram- leiðslan ekkert aukist hjá fyrir- tækinu síðan árið 1994 þegar gyltunum var fjölgað í 220. Konráð segir þróunina í svína- rækt vera alls staðar í þá átt að búunum fækkar og þau stækka, þó að sú þróun sé lengur að eiga sér stað hér á landi. Hann bendir hins vegar á að framleiðslan hér á landi sé ekki mikil miðað við nágranna- löndin. „Hér á landi em framleidd- ir um 50-60 þúsund grísir á meðan Danir framleiða 22 milljónir eldis- grísa. Framleiðslan hér á landi á hins vegar eftir að aukast samfara aukinni neyslu á hvítu kjöti. Það má nefna sem dæmi að hér á Iandi er neysla á svínakjöti 14-15 kíló á mann á ári meðan samsvarandi tölur í Danmörku em 80-90 kfló.“ Konráð hrósar mjög starfi Svínaræktarfélags íslands og segir félagið hafa unnið ötullega að framþróun í greininni. „Félagið hefur verið mjög öflugt og gott og hefur náð miklum árangri í svína- rækt á íslandi, t.d. með innflutn- ingi á erlendum stofnum sem em hagkvæmari í framleiðslu. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að verð á svínakjöti til neytenda hefur lækkað.“ Umhverfismat Fyrirtækið varð nýlega fyrir því, að krafist var að bygging svína- hússins á Melum færi í umhverfis- mat, þeim félögum til mikillar undranar. „Það markar nýja stefnu í sögu landbúnaðar á Islandi þegar bændur þurfa að fara í umhverfismat ef þeir ætla að hefja framkvæmdir. Að okkar mati er það mjög einkennilegt að steinn sé lagður í götu manns þegar á að hefja slíkar framkvæmdir úti á landi. Landrými er yfirdrifið nóg fyrir þann áburð sem til fellur og framkvæmdin hefur í för með sér uppbyggingu í sveitinni þar sem viðkomandi bú er. Það er mjög einkennilegt að ekki sé hægt að notfæra sér þetta. Landgræðslan sjálf hefur meira að segja fagnað því að fá þennan áburð til að nýta í þessum tilgangi." Geir Gunnar bætir því við að algengt sé að ekki sé litið á þá sem bændur heldur menn sem standi í fjöldaframleiðslu eða verksmiðju- búskap. „Maður veltir oft fyrir sér hvað sé öðmvísi við þennan bú- skap. Teljumst við ekki bændur af því að við framleiðum mikið eða af því að við höfum dýr í stíu? Þó að landbúnaðurinn hafi breyst og búin séu stærri núna þá lítum við á okkur sem bændur.“ Konráð bætir því við að verksmiðjubúskapur sé ekki skilgreindur í smáatriðum en hann er þó viss um að slíkan bú- skap er ekki að finna á Islandi þar sem miklu meiri framleiðsla er á sumum búum erlendis. Geir segir að fyrirtækið eigi framtíðina fyrir sér. „Við emm ungir menn með ungt fyrirtæki og emm með öflugt staifslið. Við emm hins vegar ekki með stórar áætlanir um að auka framleiðsluna heldur er takmarkið hjá okkur fyrst og fremst að gera reksturinn hag- kvæmari. Við ætlum okkur að gera góða hluti í framtíðinni, standa fagmannlega að hlutunum og gera þá vel,“ segir hann að lokum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.