Bændablaðið - 29.02.2000, Síða 1

Bændablaðið - 29.02.2000, Síða 1
4. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 29. febrúar 2000 ISSN 1025-5621 Námskeið í ræktun jólatriáa: „Miklir mðguleikar í ræktun jólatrjáa hér á landi" Þór Þorfínnsson skógarvörður á Hallormsstað mun 6. apríl nk. hafa umsjón með námskeiði í ræktun jólatrjáa á Hvanneyri. Námskeiðið er ætlað bændum og öðru áhugafólki og á að kynna fyrir þátttakendum ýms- ar aðferðir við ræktun og sölu jólatrjáa. Það er skipulagt af endurmenntunardeild Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri í samvinnu við Skógrækt ríkis- ins og Héraðsskóga. Þór segir að íslensk jólatré séu um 30% af markaðnum hér á landi en möguleikar séu fyrir hendi að auka þann hiut. „Það eru víða ágætir möguleikar til ræktun jólatrjáa hér á landi sem menn hafa ekki nýtt. Áhuginn hefur aukist á undanfömum árum að stunda þessa ræktun í tengslum við stóraukna skógrækt hér á landi.“ Að sögn Þórs er frumskilyrði fyrir ræktunina að t.d. gott skjól sé á ræktunarsvæðinu og góð jarðvegsskilyrði ásamt fleiri þátt- um. Þar sem rnenn hafa t.d. komið sér upp skjólbeltum er tilvalið að stunda þessa ræktun. Það verður þó að taka fram að það þarf meira til en að gróðursetja plöntuna og bíða svo í 12-15 ár. Ræktunin krefst árlegrar umhirðu og mikillar natni. „Þetta er í raun nánast eins og garðyrkja,“ segir hann. Þór segir að verið sé að gera tilraunir með ýmsar tegundir til ræktunar hér á landi sem nýst gætu ræktun jólatrjáa í fram- tíðinni. Rauðgrenið verði áfram vinsælt en einnig sé ræktuð stafa- fura og blágreni í þessum tilgangi. Skógræktin tekur þátt í nokkuð viðamiklu samnorrænu tilrauna- verkefni með ræktun á ijallaþin sem jólatré en þinurinn er mjög barrheldin trjátegund. „Við von- umst til að úr þeim tilraunum komi gagnlegar upplýsingar í nánustu framtíð." Þór er viss um að þessi búgrein geti reynst arðbær ef rétt er að málum staðið og geti verið góð búbót með hefðbundinni skógrækt. Mun gæruverO hækka? Eins og kunnugt er af fréttum hugðist Istex kaupa umtalsvert magn af gærum á liðnu ári og bauð þá 175 kr. stk. Fyrirtækið fékk ekki gærumar en að sögn Guðjóns Kristinssonar fram- kvæmdastjóra ístex hafa hinir erlendu kaupendur lýst því yfir á nýjan leik að þeir hafa mikinn áhuga á að kaupa verulegt magn af gærum í ár. Hann segir of snemmt að segja til um verð, en kaup- endurnir reikni þó frekar með hækkun frá síðasta hausti. Fjölmenni var á hinni árlegu skinnasýningu SÍL sem var haldin í Bændahöll fyrir skömmu. Yfirdómari var danskur bóndi, Jprgen Skov, en hann vinnur líka sem yfirflokkari á DPA. Jörgen sagði meðal annars að skinnin sem sýnd voru í Scanglow flokknum hefðu sómt sér vel á sýningu í Danmörku. Einnig þóttu refaskinnin, sem á sýningunni voru mjög góð. Ánægja var meðal gesta að nú voru skinnin í sama sal og sýningin. Það er líka mál þeirra íslendinga, sem að sýningunni komu, að skinnin hafi verið betri nú en áður. Skýringar á þessu eru fleiri en ein en ljóst er að nýinnflutt dýr, bæði í ref og mink, eru að skila bændum verulegum fram- förum. Þessu til viðbótar er verið að taka á fóðurmálunum, ásamt því að bændur eru orðnir hæfari til að velja skinn á sýningar en þeir voru fyrir nokkrum árum. Almennt má segja að sýningin hafi tekist mjög vel og verið bændum og öðrum til sóma. Rúmlega 80 skinnabúnt voru sýnd í mink og 15 í ref. Þel hf á Sauðár- króki fékk flest verðlaun og í öllum flokkum, en sjaldan eða aldrei hafa jafn mörg verðlaun farið til eins og sama aðilans. Þá fékk Karl Jóhannsson, Þrepi, fyrstu verðlaun í bláref og hvítref. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá má sjá Kristján Jónsson á Áslandi og Ingibjörgu Sigurðardóttur konu hans skoða pelsinn af miklum áhuga. Bjöm Pálmason hallar sér hins vegar upp að starfsfélaga sínum hjá fóðurstöð KS, Kristjáni Runólfssyni, og virðist hafa mikið að segja um ágæti vörunnar. Búnaðarþing sett á sunnudaginn Búnaðarþing verður sett í Súlnasal Hótel Sögu á sunnu- daginn klukkan tvö. Stjórn Bændasamtaka íslands hefur undirbúið nokkur mál sem lögð verða fyrir þingið. Auk reik- ninga og fjárhagsáætlunar, verða lagðar fram endurskoðað- ar samþykktir fyrir samtökin og einnig er gert ráð fyrir að fyrir þinginu liggi samþykktir allra aðildarsamtaka til staðfestingar. Þá hafa verið undirbúin mál er varða störf Óbyggðanefndar, Tryggingasjóð sjálfstætt starf- andi einstaklinga og fasteigna- mat í dreifbýli. „Afkoma bænda verður án efa það mál sem þingfulltrúar munu fjalla mest um. Á þinginu verða ræddar leiðir til að lækka kostnað við búrekstur og við munum ræða möguleika á bættri þjónustu við landsbyggðina," sagði Ari Teits- son, formaður BI í samtali við Bændablaðið. Aðspurður sagði Ari að sauð- fjársamningurinn yrði ræddur á þinginu en staða hans er afar óljós um þessar mundir. „Hafi samningum ekki verið lokið þegar þingið hefst verður hann til efnis- legrar umíjöllunar en í hinu tilvik- inu verður hann kynntur þingfull- trúum, en eins og kunnugt er þá munu sauðfjárbændur greiða at- kvæði um samninginn þegar hann hefur verið undirritaður." Þingfulltrúar munu fjalla um starfsemi samtakanna í ljósi nýs skipurits Bændasamtaka Islands, en það var kynnt í blaðinu fyrr á árinu. Leiðbeiningaþjónustan verður til umfjöllunar á þinginu og sagði Ari að rætt yrði hvernig unnt er að efla hana og bæta. „Nýir möguleikar eru í augsýn og má þar nefna aukna tölvunotkun bænda og forritum fjölgar. Þá hefur fengist aukið fjármagn til rekstrar- leiðbeininga. Áukin gæðastýring í landbúnaði hefur verið til umfjöllunar undanfarin misseri og hún kemur til umræðu á þinginu, en það er leiðbeininga- þjónustunnar að þróa og hafa for- göngu um gæðastýringuna," sagði Ari. Opið íjós á Stéra-Armöti Föstudaginn 3. mars verður opið fjós á Stóra-Ármóti kl. 15- 17 þar sem tilraunastarfið og nýja mjaltakerfið verða til kynningar. Upplýsingar skorlir um sauOburð og lambahðld i gárbúum síflasta vor Á síðasta vori eftir sauð- burð voru send eyðublöð með þessari yfirskrift til nokkurs fjölda bænda vítt og breitt um landið með ósk um að færðar yrðu á það ýmsar upplýsingar um lambahöld o.fl. varðandi sauðburðinn. Að sögn Sigurðar Sigurðar- sonar dýralæknis, á Keldum er verið að undirbúa vinnslu á þeim upplýsingum sem borist hafa og ætlunin er að birta niðurstöðurnar í Bænda- blaðinu fyrir sauðburð í þeirri von að þær geti orðið til fróðleiks og vonandi einnig til gagns einhverjum ljár- eigendum. Talsvert vantar á að allir hafi svarað, en í von um að einhverjir sem lesa þetta eigi tiltæk svör, er þess óskað að þau verði send sem fyrst, svo að þau verði með í uppgjörinu.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.