Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Hestatryggin g ar Mismunandi tryggingan- vernd og tnyggingarþörf „Þörf hestamanna á tryggingarvernd er þríþætt, í fyrsta lagi er um að ræða tryggingar á hesthúsum og ýmsu lausafé eins og fóðri og reiðtygjum, í öðru lagi trygging fyrir hestana sjálfa og í þriðja lagi slysatrygging reiðmanna. Tryggingarþörf er síðan mismunandi eftir því hvort um er að ræða bændur, áhugamennsku eða atvinnurekstur, svo sem vegna tamninga, ferðaþjónustu, keppnishesta eða stóðhesta,“ sagði Eggert Á. Sverrisson og benti á að skilmálar tryggingafélaganna geti verið mismunandi milli félaga eftir tegundum trygginga og þar af leiðandi mismunandi iðgjöld. „Hvað varðar skammtímatryggingar fyrir hross þá býður VIS ekki upp á slíkar tryggingar. Mjög mikilvægt er fyrir hestamenn að kynna sér vel skilmála trygginganna þegar tryggingarvernd er metin.“ Tryggingar hesthúsa og innbús Trygging hesthúsa er einkum brunatrygging hússins en hún er lögboðin og ber öllum skylda til að vera með slíka tryggingu. I sumum tilvikum getur verið þörf á því að vera með húseigendatryggingu fyrir hesthús. Tryggingin bætir m.a. tjón vegna óveðurs, innbrots og vatns. Innifalið í tryggingunni er ábyrgðartrygging húseigenda. Lausafé í hesthúsum, eins og reiðtygi, fóður og annað innbú, er brunatryggt sérstaklega og hægt er að fá innifalda í þeirri tryggingu viðbótartryggingu vegna innbrots eða vatns. Tryggingar hesta Tryggingar fyrir hestinn eru einkum þríþættar. I fyrsta lagi er um að ræða brunatryggingu á hestunum sjálfum. Þessi trygging bætir eingöngu tjón á hesti af völd- um eldsvoða. I öðru lagi er svo kölluð hestatrygging eða líftrygging sem bætir tjón ef hestur deyr af völdum veikinda, sjúkdóma eða slyss, þ.m.t. eldsvoða, og ef dýralæknir telur nauðsynlegt að aflífa hann í kjölfar sjúkdóms eða slyss. Slfk trygging bætir einnig tjón á flutningi hests með bifreiðum innanlands og ef hestur tapast og finnist ekki innan 120 daga. Ef þessi trygging er til staðar þá þarf ekki að tryggja hest sérstakri brunatryggingu. Hjá VIS er hámarks vátryggingarfjárhæð fyrir einn hest 2,5 miljónir króna. I þriðja lagi er ábyrgðartrygging hests sem bætir tjón fyrir eiganda hests ef hann ber skaðabótaábyrgð, sem eigandi hestsins, gagnvart þriðja aðila samkvæmt íslenskum lögum eða réttarvenjum. Auk þess hefur verið hægt að fá tryggingar hjá erlendum tryggingafélögum. Þær tryggingar ná til keppnishesta og stóðhesta og greiða bætur ef hestur verður óhæfur til þeirra notkunar sem hann er ætlaður til eða trygging gegn ófrjósemi eða gagnleysi stóðhests sem afleiðing af slysi eða veikindum. Þessi sérákvæði fyrir keppnis- og stóðhesta eru ekki í hestatryggingunum hjá VIS. Slysatrygging reiðmanna Reiðmenn eru yfirleitt slysatryggðir í frítíma sínum í Qölskyldutryggingum ef þeir eru með slíkar tryggingar. Þessar fjölskyldu- tryggingar eru mismunandi bæði með tilliti til bótafjárhæða og bótasviðs. Viðtækasta ijölskyldutryggingin, F plús, greiðir ör- orkubætur, dánarbætur og dagpeninga. Ef viðkomandi er ekki með fjölskyldutryggingu eða ef um atvinnumennsku er að ræða þá þarf viðkomandi að vera með sérstaka slysatryggingu. Tryggingaþörf bœnda Ef bóndi er með Landbúnaðartryggingu VÍS og tryggir hross og fóður samkvæmt forða- gæsluskýrslu eru hestamir tryggðir fyrir bruna, raflosti, umferðaróhappi og óveðri ef hestar eru í hesthúsi. Bætur eru greiddar miðað við skráð verðmæti forðagæslu- skýrslna. I landbúðnaðartryggingu þarf bóndinn ekki að tilgreina hvaða hestar eru í húsi á hveijum tíma þannig að ef tjón verður t.d. vegna bruna þá skiptir ekki máli hvaða tilteknu hestar í eign hans hafi verið í húsi. Ef hestar annars aðila en bóndans eru t.d. í hesthúsi sem brennur þá tekur þessi trygging ekki tillit til þess og greiðir ekki bætur vegna þeirra. I þeim tilvikum þá þarf bóndinn að tryggja þá sérstaklega nema ef eigandi hestanna er með þá tryggða gegn slíkri áhættu. í landbúnaðartryggingu VÍS er innifalin fijáls ábyrgðartrygging sem tekur á rekstri búsins en þar er einnig innifalin ábyrgðartrygging vegna hesta. Ef slík trygging er ekki fyrir hendi þá þarf að tryggja hestinn sérstaklega. Rétt er að benda á að bóndinn þarf að gæta sérstaklega vel að slysatryggingu þar sem ákvæði í F plús um slysatryggingu í frítíma ná ekki til slysa vegna bústarfa. Ef bóndi á stóðhest eða gæðing þá þarf hann að hyggja sérstaklega að tryggingu vegna slíkra hesta. Þær tryggingar falla undir sömu skilmála og almennar hesta- tryggingar (líftrygging) sem nefndar eru hér að framan. Tryggingarþörf almenns hestamanns Það er ljóst að eigendur hesthúsa þurfa alltaf að brunatryggja hesthúsin þar sem um lög- boðna tryggingu er að ræða. í einstaka tilvikum kann að vera þörf á húseigendatryggingu en yfirleitt er lítið um slíkar tryggingar. Brunatrygging fyrir hestana sjálfa og lausafé eins og fóður og reiðtygi er nauðsynleg. Þetta er tiltölulega ódýr trygging. Iðgjöld hjá VIS að teknu tillit til F plús afsláttar eru t.d. 0,13 % af vá- tryggingarverðmæti eða um 382 krónur á ári fyrir hest að verðmæti kr. 300.000 án opin- bera gjalda. I þessum tryggingum þá velja Mikil umræða hefur verið undanfarið um tryggingar fyrir hesta og hestamenn. Hér segir Eggert A. Sverrisson, framkvæmdastjóri einstaklingstrygginga hjá Vátryggingafélagi íslands, frá því hvemig tryggingarvemd hestamanna er háttað. hestaeigendur vátryggingarfjárhæð miðað við áætlað verðmæti innbús og hesta. Við tryggingartöku þarf að tilgreina fjölda hesta og verðmæti þeirra. Þessi brunatrygging lausafjár bætir tjón á hestum og lausafé hvar sem er á Islandi. Ef hestaeigandi tryggir ekki alla hesta í eigu sinni þarf að tilgeina sérstaklega hvaða hestar í eigu hans eru tryggðir. Það þarf að auðkenna þá á sama hátt og þegar hestatrygging er tekin. Það er vaxandi þörf fyrir hestaeigendur að fá ábyrgðartryggingu sem bætir tjón fyrir eiganda hests ef hann ber skaðabótaábyrgð, sem eigandi hestsins, gagnvart þriðja aðila. Iðgjöld þessara trygginga eru mismunandi eftir því hvað margir hestar eru tryggðir. Iðgjöld hjá VÍS eru t.d. 780 krónur á hest með F plús afslætti ef 6 hross eða fleiri eru tryggð. Afstaða hestamanna gagnvart svo kallaðri hestatryggingu, þ.e. líftryggingu á hestum vegna sjúkdóma, veikinda eða slys er mismunandi. Ef um góðan reiðhest er að ræða þá er sjálfsagt að tryggja slíkan hest. Hesteigandi ákveður vátryggingarverðmæti sem þarf að vera sem næst markaðsvirði hestsins. Iðgjöld þessarar tryggingar eru nokkuð hærri en brunatryggingar en iðgjöld hjá VÍS að teknu tilliti til F plús afsláttar eru 4,25 % af vátryggingarverðmæti eða 12.750 krónur fyrir hest að verðmæti kr. 300.000. Ef tryggður er hestur í útleigu, t.d. stóðhestur, er iðgjaldið hærra eða 5,95 % af vátryggingarverðmæti að teknu tilliti til F plús afsláttar. Tryggingar atvinnureksturs Þeir sem hafa hestamennsku að atvinnu og reka t.d. hestaleigu, tamningastöð eða aðra atvinnustarfsemi varðandi hesta þurfa að huga sérstaklega að tryggingum sínum. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið fjallað um tryggingar hesta þegar um áhugamál er að ræða eða tryggingar hesta sem falla undir almennan búrekstur. Merkingar hesta Þegar hestatrygging (líftrygging) er tekin er nauðsynlegt að vátryggðir hestar séu auðkenndir og þá með frostmerkingu, ör- merkingu, ættbókamúmeri eða á einhvem annan hátt sem félagið samþykkir. Ennfremur þarf að framvísa vottorði dýralæknis um heilsufar hestsins. Afslœttir Samkvæmt samningi Vátryggingafélags íslands og Bændasamtaka íslands þá njóta bændur sem hafa gengið frá tryggingum sínum samkvæmt þeim samningi sérkjara vegna þessara trygginga. Vátryggingartakar með F plús fá 15 % afslátt af brunatryggingu hesta og lausafjár í hesthúsum, hestatryggingu og fijálsri ábyrgðartryggingu. Sam- svarandi afsláttur vegna Kjama er 10 %. Össur Skarphéðinsson leggur fram fyrirspurn um varðveislu sjaldgæfra hrossalita, einkum litförótts: „MenningaNegl og markaðslegt slys ef lítförún tapast úr hrossastofninum" Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður Iagði nýlega fram fyrir- spurn til landbúnaðarráðherra, þar sem spurt var hvort ráð- herra hyggðist beita sér fyrir aðgerðum til að koma í veg fyrir að örsjaldgæfir litir, einkum litförótt, hverfl úr íslenska hrossastofninum. Fyrirspurnin er lögð fram í framhaldi af grein eftir Pál Imsland og Kristin Guðnason um þetta efni sem birtist í Bændablaðinu 13. júlí sl. og umræðu sem fór af stað í kjölfarið. I svari ráðherra kom fram að hann hefur leitað álits erfðanefnd- ar búQár á gildi litafjölbreytni íslenska hestsins og að auki skrifað fagráði í hrossarækt um þessi mál. Þá er greint frá því að efnt hafi verið til átaks undir forgöngu Páls Imsland og nokk- urra bænda á Suðurlandi um að fjölga litföróttum hrossum. Einnig hefur fagráð í hrossarækt und- irbúið átak til að fá fram með ræktun góðan litföróttan stóðhest í samráði við skólabúið á Hólum. Þá greindi ráðherra frá því að stofnvemdarsjóður íslenska hesta- kynsins hafi veitt eina milljón króna til verkefnisins. Össur bendir á að þessi litur sé sá sjaldgæfasti í íslenska hrossa- stofninum, eða aðeins um 0,5% sem þýðir innan við 100 hross. „Ég tel að það væri bæði menn- ingarlegt og markaðslegt slys ef litförótt tapast úr hrossastofnin- um. Markaðir bæði erlendis og innanlands hafa fengið augastað á þessum sjaldgæfu litum. Litföróttu hrossin eru merkileg fyrir þær sakir að þau breyta um lit eftir árstíðum og eru því eft- irsóknarverð.“ Össur segir veika stöðu þessa litar endurspeglast í því að enginn dæmdur eða sýndur stóðhestur í landinu sé svona á litinn. „Mér er ekki kunnugt um að til séu arf- hreinir litföróttir stóðhestar hér á landi. Ég veit hins vegar af stóðhesti sem heitir Hervar sem er í Þýskalandi og er talinn frábær al- hliða stóðhestur. Hann hefur skilað litföróttum folöldum í öllum tilvikum. Ein leið til að bjarga stofninum gæti falist í því að kanna hvort ef til vill þurfi að fá sæði úr þessum stóðhesti frá Þýskalandi.“ Össur bendir einnig á litföróttu hryssurnar Þúfu, Þrenn- ingu og Þrá sem eru á skólabúinu á Hólum og segir þær líklega vera dýrmætustu hryssumar í íslenska hrossastofninum. „Við höfum því enn öll föng til að geta komið upp fleiri litföróttum hrossum sem em góð og vel ræktuð. Það þarf hins vegar að gera það tjárhagslega eft- irsóknarvert fyrir eigenduma. Þess vegna held ég að það ætti að styðja menn tímabundið til að koma upp ákveðnum fjölda þess- ara tiltekinna hrossa. T.d. væri hægt að fá ræktendur til að senda inn umsóknir og meta hæfni þeirra út frá þeim. Ég tel að það væri stjómvöldum og hrossaræktend- um í landinu til vansa ef ekki verður farið út í alvöru átak til að stækka þennan stofn.“ Össur telur að upplýsa verði fólk um þetta lit- brigði, draga fram sérstöðu þess og gæði og eyða ranghugmynd- um. Össur sagði í umræðunni um fyrirspum sína að hann teldi þessa milljón frá stofnvemdarsjóði íslenska hestakynsins vera allt of litla fjárhæð. Guðni svaraði því til að ef að ljármagn vantaði myndi hann sjá til þess að það skorti ekki.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.