Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 29. febrúar 2000 SfMIHN*€SM Jcrwcr20C0 Dreifisvæði Símans GSM á landsbyggfiinni stækkað til muna Áformað er að stækka dreifisvæði Símans GSM til muna á þessu ári með 60 nýjum GSM-stöðvum um allt land, þar af 47 á landsbyggðinni og 13 á höfuðborgarsvæðinu. Alls mun dreifistöðvum því fjölga úr 150 í 210, eða um meira en þriðjung. Lögð verður áherzla á samband á vinsælum ferðamannastöðum og á fjölfarnari vegum, auk þess að bæta enn afkastagetu í þéttbýli til að anna sívaxandi umferð. Þá verður móðurstöð GSM-kerfisins tvöfölduð, sem eykur afköst og öryggi kerfisins. „Með þessari miklu eflingu dreifikerfís Símans GSM erum við að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar, en kannanir okkar sýna að dreifikerfið er sá þáttur, sem við- skiptavinimir leggja mesta áherzlu á,“ segir Magnús Ögmundsson, framkvæmdastjóri farsímasviðs Símans. Nýjar stöðvar verða settar upp í öllum landshlutum. Þegar hefur verið ákveðið að setja upp stöðvar á níu stöðum á Austurlandi, tíu stöðum á Norðurlandi, einum stað á Vestfjörðum, átta á Vesturlandi og þrettán stöðum á Suðurlandi. Staðsetning nokkurra stöðva hefur enn ekki verið ákveðin. Á meðfylgjandi korti eru merktir inn þeir staðir, þar sem áætlað er að setja upp stöðvar. Staðsetning getur þó breyst og eins eru útbreiðslumörk aðeins gróflega áætluð. Unnið verður í þremur áföngum. Fyrsti áfangi hefst bráðlega og stendur til júníbyrjunar, í öðram áfanga, júní til ágúst, verða flestar stöðvar settar upp, og loks kemur þriðji áfangi, sem stendur frá september og út árið. Aðeins 1.258 kr. kílóið Staóalbúnadur ABS hemlakerfi Öryggíspúði Hátt pg lágt drif Byggóur á grind Öflug dísilvél Rafknúin stjórntæki ásamt fleiru Ungar þlg f öflugan 7 m&nna jeppa sem hefur alli en kestar Iftið? Galloper er svarið. Hann heflir allt sem h*gt er að hugsa sér f lúxusjeppa og kostar sáralftið miðað við sambaerilega jeppa á markaðnum, Galleper er stðr, rúmgóður og rfkulega búinn jeppi sem hentar fjölskyldufólkí afar vel. Það besta við Galloper er verðið, aðeíns 2.290.000 krðnur! Hafðu samband við sölumenn HEKLU eða næsta umboðsmann og kynntu þér kosti Galloper. 1.820 kfló af GALLOPER kosta aóeins 2.290.000 kr. tíugavegur 1 /0« 1 ?<S • Sfml 569 5500 • www,hekl*.li • Nettsng hekl«OheSI*.lt HEKIA - t/vvuii <1 nýrri fU! GALLOPER Nýtt frumvarp til laga um breytingu á vegalögum: Reiflvegir skilgreindir í lögum Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er lagt til að reiðvegir verði skilgreindir sem sérstakur vegflokkur í lögunum en tillaga þess efnis kom frá nefnd sem samgönguráðherra skipaði í nóvember 1998 til að endurskoða reglur um reiðvegi. Auk þess er lagt til að sérstök eignarnámsheimild vegna reið- vega verði tryggð. Sú tillaga kom einnig frá nefndinni. í gildandi vegalögum er vegum skipti í þrjá flokka, þjóðvegi, almenna vegi og einkavegi. í frumvarpinu er hins vegar lagt til að bætt verði við fjórða flokknum, reiðvegi, í samræmi við tillögur nefndarinnar. Þá er í lögunum nú ákvæði þess efnis að ráðherra megi taka lönd eignamámi til lagningar almennra vega og einkavega og er lagt til að reiðvegir falli einnig undir þetta. Áhöld hafa verið um hvort ráðherra megi taka lönd eignamámi til lagningar reiðvega samkvæmt núgildandi lögum og á þessi viðbót að taka af öll tvímæli þar um. I athugasemdum við frumvarpið segir að brýnasta verkefnið nú sé að skrá og flokka reiðleiðir og meta kostnað við viðhald þeirra. Að því loknu yrði svo hægt að gera tillögur um fjármögnun og viðhald reiðvega. Vegagerðinni hefur verið falið að hafa forgöngu um þessa flokkun og skráningu í samráði við sveitarfélög og félög hestamanna. Smá- \i auglýsinga L síminn er 563 0300 Búvísindi á vefsiðu RALA Rannsóknastofnun landbúnað- arins vinnur nú að því að gefa út Búvísindi á vefsíðu stofnunarinn- ar. Eldri útgáfur Búvísinda eru væntanlegar á vefinn, á næstu vikum. Búvísindi nr: 12 er nú þegar aðgengileg á vefsíðunni. Slóðinn er www.rala.is/buvisindi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.