Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 29. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 Hópurinn í nautgriparæktarferðinni í eldhúsinu á Brúnastöðum. Nýju hesthúsinnréttingarnar á Hólum teknar í notkun, á myndinni eru frá vinstri: Egill Þórarinsson, reiðkennari; Víkingur Gunnarsson, deildarstjóri hrossabrautar; Hal’dór Ingi Steinsson, frá K.S; Anton Páll Níelsson, reiðkennari; Skúli Skúlason, skólameistari og Árný Helgadóttir fjámálastjóri Hólaskóla. BúfjárræMarklúbbur LBH á Hvanneyri Við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri er starfræktur bú- fjárræktarklúbbur á vegum nemenda. Tilgangur hans er að standa fyrir skoðunarferðum og fyrirlestrum sem tengjast bú- skap. Einn fyrirlestur hefur verið haldinn á vegum klúbbs- ins, þar talaði Kristinn Arnþórs- son yflrullarmatsmaður og fjallaði hann um rúning og með- ferð ullar. Nautgripaferð í tilefni þess að mjaltaþjónn var tekinn í notkun á Bjólu í Djúpár- hreppi í haust kom sú hugmynd upp að fara og skoða aðstæður þar. Farardagur var 16. október og var ákveðið að nýta ferðina til hins ítrasta og koma við á nokkrum bæjum og skoða þar nýlegar fjós- byggingar og annað áhugavert. Byijað var á að skoða aðstæður að Neðra-Hálsi í Kjós þar sem stundaður er lífrænn búskapur. Næst voru skoðuð legubásafjós í byggingu bæði í Hlíð í Gnúp- verjahreppi og í Gunnbjamarholti á Skeiðum. Þaðan lá leiðin á Bjólu. Þar tóku ábúendur og menn frá Vélum og þjónustu á móti okkur og sýndu okkur mjalta- þjóninn að störfum. Að lokum var skoðaður láglínumjaltabás að störfum í fjósinu á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi. Viljum við þakka öllum þeim sem tóku'á móti okkur fyrir góðar móttökur og þá sérstaklega húsfreyjunni á Brúnastöðum sem bauð öllum hópnum, 43 talsins, í kvöldmat. Sérstakar þakkir fá Vélar og þjónusta, fyrir myndarlegan stuðning við ferðina, og farar- stjórinn Snorri Sigurðsson. Sauðfjárrœktarferð frá Hvanneyri Þann 20. nóvember síðastliðinn var farið í sauðfjárræktarferð frá Hvahneyri á vegum búfjárræktar- klúbbsins. Tilgangur ferðarinnar var að skoða fjárhúsbyggingar, nýjungar í gjafatækni, fallegt sauðfé og ferðaþjónustu bænda. Forystusauður í ferðinni var Sveinn Hallgrímsson. Lagt var upp snemma að morgni og var fyrsti viðkomustaður Lambeyrar í Lax- árdal en þar hafa ábúendur kostað miklu til við að skapa sér gott og þægilegt vinnuumhverfi með góðum árangri. Að Jaðri í Hrúta- firði og Akri í Torfalækjarhreppi skoðuðum við fallegt sauðfé. Að Syðra-Kolugili í Víðidal er ársgamalt fjárhús með gjafa- grindum sem við skoðuðum. Þá lá leiðin að ferðaþjónustubænum Dæli í Víðidal þar sem ábúendur sýndu okkur aðstöðuna, sem þau hafa komið sér upp í sambandi við ferðaþjónustuna, sem þau hafa verið að snúa sér að, í sífellt meiri mæli samhliða sauðfjárbúskap. A öllum bæjum var vel tekið á móti okkur með mat og drykk eins og bændum einum er lagið. Sigurður og Hilmar Hvanneyrarnemar Hópurinn í sauðfjárræktarferðinni ásamt ábúendum, Daða og Einari, í fjárhúsunum á Lambeyrum. Hesthús á Hólum tekið í notkun eítip gagngerar endurbætur Föstudaginn 14. janúar s.l. var annað hesthús Bændaskúlans að Húlum í Hjaltadal tekið aftur í notkun eftir gagngerar endur- bætur að viðstöddum nokkrum heimamönnum og gestum þeirra. Víkingur Gunnarsson, deildar- stjóri Hrossabrautar við skolann, bauð gesti velkomna og lýsti þeim framkvæmdum, sem fram höfðu farið. Eldri innréttingar í húsinu höfðu allar verið fjarlægðar, enda úr sér gengnar. Víkingur sagði að nokkrar endurbætur hefðu verið gerðar á húsinu sjálfu og hefði Trésmiðjan Borg h.f. á Sauðárkróki undir verk- stjóm Braga Skúlasonar, byggingameistara, annast þær. Pípulagnir vegna nýs brynningar- kerfis hefðu verið lagðar af fyrir- tæki Hannesar Helgasonar, pípu- lagningameistara á Sauðárkróki. En stærsta verkefnið hefði verið uppsetning á nýjum hestastíum, sem rúmuðu 32 gripi í eins og tveggja hesta stíum. Innréttingamar hefðu verið keyptar af Byggingavörusölu KS á Sauðárkróki og hefðu starfsmenn hennar unnið með Hrossabrautinni að Hólum við hönnun og séð um uppsetningu. Lauk Víkingur sérstöku lofsorði á alla framgöngu þeirra í málinu og hefði upp- setningin sjálf ekki tekið nema um það bil þrjá daga. Stíumar em framleiddar hjá fyrirtækinu Fremtiden Staldinvent- ar A/S í Danmörku og sagði Vík- ingur að þær hefðu verið valdar eftir nákvæma skoðun á þeim inn- réttingum, sem í boði væm hér- lendis og í nágrannalöndunum. Hann sagði að þessar stíur hefðu að mati þeirra Hólamanna borið af hvað vandaða smíði og efnisgæði varðaði, samfara hagstæðu verði. Víkingur bauð síðan gestum að skoða endurbætumar. Við Bændaskólann að Hólum fer fram, auk kennslu á Hrossa- brautinni, kennsla á ferðamálasviði og fiskeldissviði. Aðsókn að skólanum er mikil, og nú er svo komið, hvað Hrossabrautina varð- ar, að ekki er hægt að taka við öll- um sem sækja um skólavist. Það kom fram í máli dr. Skúla Skúla- sonar, skólameistara, að nú væri unnið skv. áætlun að endumýjun og ■ endurbyggingu aðstöðu fyrir brautlna og væri þessi áfangi sá fyrsti á þeirri leið. Framundan væri stækkun á reiðkennsluaðstöðu og væri nú veittar á fjárlögum um 5 milljónir króna til að heíja undirbúning og hönnun þeirrar stækkunar. Skúli sagði að skólastarfið að Hólum markaðist mjög af því að þær bú- greinar, sem kenndar em þar, væru allstaðar í sókn um þessar mundir og því nauðsynlegt að skólinn svaraði þeirri auknu eftirspum eftir námi og fræðslu sem þeirri þróun tengdist. Ekki væri því annað að sjá en framtíð Hólaskóla væri björt. Vinstri nrænir álykta imt MbúnaMI Sl. laugardag hélt flokksráð Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrsta fund sinn á ný- byrjuðu ári. í fiokksráði sitja fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins auk stjúrnar flokksins og þingmanna. Á dagskrá fundarins var fjöldi mála en aðalefni hans var þó um- fjöllun um stöðu landbúnaðar á Is- landi um þessar mundir og samningar við bændur. Á fund- inum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Flokksráðsfundur Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, haldiijn 4 Reykjatjík,-,. JS,*. feþtóar ítaiávnÁ\ai&!iBii.www'teí'i®föi!fE árið 2000, hefur fjallað um stöðu íslensks landbúnaðar og telur sérstaklega brýnt að stórbæta kjör sauðfjárbænda og fjölskyldna þeirra. Vakin er athygli á því að sérstök ástæða er til að huga að stöðu kvenna í sveitum. Með vísan til yfirstandandi samningaviðræðna hvetur fundurinn stjómvöld til að gera ráðstafanir til að tryggja afkomu sauðfjárbænda í landinu. Mikil- vægt er að í nýjum samningum eða samhliða þeim verði skapaðar for- sendur fyrir þróun í greininni, ný- liðun verði tryggð, árangur náist í verfismálun og lífræn ræktun aukist. Jafnframt þarf að gera rótt- tækar ráðstafanir til að bæta að- stæður til búsetu í dreifbýli lands- ins svo sem með átaki í samgöngu- málum, bættum fjarskiptum, fjöl- breyttara atvinnulífi, bættum möguleikum til menntunar og tryggara aðgengi að heilbrigðis- þjónustu.“ Á fundi flokksráðs Vinstri- hreyfingarinnar - græns frámboðs var einnig ijallað um þær fréttir sem enn einu sinni berast af hættu á kjamorkumengun í norðurhöfum. Eftirfarandi áskomn til ís- lenskra stjómvalda var samþykkt á fundinum: „Flokksráðsfundur Vinstri- hreyfmgarinnar - græns framboðs, haldinn í Reykjavík 19. febrúar árið 2000, beinir því til íslenskra stjómvalda að þau beiti sér fyrir því á alþjóðavettvangi að kjam- orkuendurvinnslustöðinni í Sella- field og öðmm sambærilegum stöðvum með frárennsli í sjó verið lokað sem fyrst. Ríkisstjóminni ber að tilkynna breskum stjóm- völdum slíka afstöðu íslendinga þegar í stað. Sú stórkostlega hætta sém steðjar að vistkerfinu vegna losunar geislavirks úrgangs í hafið er óviðunandi og rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að öryggismál starfseminnar em í molum.“ (Fréttatilkyn ning). FJÓSVÉLIN ORKUTÆKNI Hyrjarhöfða 3 112 Reykjavík Sími 587 6065

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.