Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 15 !L hverjum degi og sæðir allar þær kýr sem eru yxna. Yfirleitt er aðeins notað eitt naut á hveijum degi á hveiju búi og annað næsta dag, en einnig get- ur bóndinn valið sérstakt naut fyrir hverja kú en það er dýrara. Hver fijótæknir annast aðeins nokkur bú, því það getur tekið langan tíma að sæða á einu búi, ég tala nú ekki um ef kýmar eru nálægt því að vera um 100 á dag. Flestir bændur láta sæða í 4-6 vikur, en eftir það eru naut sett í hjörðina, að jafnaði eitt naut fyrir hverjar 50 kýr. Nautin eru svo tek- in úr hjörðinni um miðjan janúar. Þær kýr sem beiða ekki á þeim tíma sem sæðingamar standa yfir, fara yfirleitt í „læknisskoðun", og gefur dýralæknirinn þeim sérstök hormón, og fer fram mjög ill meðferð á skepnunum þegar það er gert. I byijun apríl em allar kýmar skannaðar, til þess að vita hverjar em með kálfi. Þær kýr sem eru ekki með kálfi fara í sláturhús í enda tímabilsins. Ef sumarið er þurrt, og ekki er til nóg gras handa kúnum, þá gelda sumir bændur hluta af hjörðinni, og setja þær kýr á „diet“ fæði. En ef nóg er til af grasi og öðm fóðri, þá eru kýmar yfirleitt mjólkaðar fram í lok maí, en þá er öll hjörðin geld. Em kýmar þá ekkert mjólkaðar fram í lok júlí eða byrj- un ágúst, en þeim er gefið á hveij- um degi, þar til grasið fer að spretta aftur um vorið. Flestir bændur slá þrisvar á ári, í september, desember og í mars. Þetta fer mest í vothey, en svo er einnig töluvert um það að bændur verki í rúllur, og yfirleitt er það gert í desember og fram í mars. Sumir bændur hafa enga auka landareign til þess að heyja, en þá kaupa þeir allt fóður sem þeir þurfa fyrir skepnumar. - Rœktunarstarf? Bændur hugsa ekki mikið um það hvemig kýrin lítur út, en það eina sem þeir reyna að rækta á milli kynslóða em hámjalta kýr með vel lagað júgra og gleiðstæðar að aftan, svo auðvelt sé að mjólka þær og svo skiptir skapið líka miklu máli, þær þurfa að vera auðveldar í umgengni. Bændur hugsa um hjörðina sem eina heild, en ekki um einstakan grip eins og við emm vön. Hver kýr hefur sitt númer, og er haldið bókhald yfir alla gripina. Það er dálítið um bændur sem stunda ræktun, eins og í Evrópu, og sýna gripina á sýningum. Nautin sem notuð em á sæðingarstöðvun- um em yfirleitt toppnaut, sem koma frá slíkum bændum eða sæði sem fæst frá öðmm löndum. Þannig að það er alltaf í gangi ræktunarstarf, það er bara hinn venjulegi bóndi sem tekur ekki mikinn þátt f því að reyna að rækta vel skapaða gripi. Eg verð nú samt að segja að kýmar héma em mjög vel byggðar og mjög sterkbyggðar." - Vinnufólk? Hver eru laun- akjör nema á borð við þig? „Það er mjög misjafnt hve „hátt sett“ vinnufólkið er á búun- um. Sumir bændur hafa vinnu- menn, sem vinna 60-62 tíma vinnuviku, og fá frí þriðju hverja helgi. Þeir eru á föstum mánaðar- launum, sem em yfirleitt ekki mjög há, enda er oftast um að ræða ungt skólafólk. Næsta stig er „farm manager" sem er yfirmaður annarra starfs- manna á búinu. Stundum er hann sá eini sem vinnur á búinu, og sér hann þá einn um búið, og ræður sér að mestu sjálfur. Þessi vinn- umaður hefur föst, þokkaleg árslaun og fær reglulega frí. „Contract milkers" em á sérstökum samningi. Þeir fá vissa prósentu af allri innkomu mjólkur- innar, yfirleitt 15-25%. Þannig að launin fara eftir því hversu mikla mjólk búið framleiðir ár hvert. Þessir „contract miklers“ sjá alveg einir um kýmar en ræða við bóndann ef eitthvað sérstakt þarf að gera. „Contract milkers" fá frítt húsnæði en einnig fá þeir oft frítt kjöt og mjólk, en þeir þurfa að borga ýmsan kostnað af búinu, t.d. rafmagnið í mjaltafjósinu, bensín á fjórhjólin o.fl. Ef þeir vilja fá aðstoðarmann verða þeir að borga honum af sínum launum og vilji þeir taka sér frí verða þeir að finna mann og borga honum. Þeir sem em á svona samningi ráða sínum vinnutíma sjálfir og gætu fengið sér nokkra vinnumenn og látið þá um alla vinnuna og sjálfir ekki gert handtak. En svo em líka til „50/50 share milkers“. Þegar bændur verða leiðir á búskapnum og vilja losna frá hon- um en ekki selja búið, geta þeir ráðið „share milker" á búið, selt all- ar kýmar og vélamar en haldið landinu. Bændumir fá sem sagt ein- hvem sem á hjörð og vélar en ekk- ert land til þess að búa á búinu. Eig- andi landsins fær 50% af innkomu mjókurinnar og af gripunum þegar þeim er slátrað. Hann borgar helm- ing kostnaðar vegna grasræktunar og öflunar heyforða og fóðurs á búinu, en hinn hlutann borgar eig- andi kúnna, og þarf hann að borga allan annan kostnað sjálfur. „Share milkers“ þurfa að halda búinu í því ástandi sem þeir tóku við því, en það er eina skilyrðið. Eigandi landsins býr ekki á búinu, stundum býr hann í allt öðrum hluta landsins. Það er töluvert um það að bændur eða vinnufólk á búum fái afleysingamann til þess að mjólka fyrir sig, ef þau vilja taka sér frí í einn dag eða lengur. Oftast fá þau böm nágrannanna til þess, en það er mikið um það að skólafólk taki að sér afleysingar allt árið um kring og er þetta mjög vel borgað starf. Það er eitt fyrirtæki í landinu sem sér um afleysingaþjónustu fyrir bændur, en það leitar aðallega til annarra landa eftir starfsfólki, en það er dálítið um Nýsjálendinga innan þessa fyrirtækis. Notuð tæki og vélar: Þegar gæðin skipta máli Austurvegi 69 • 800 Selfossi • Sími 482 4102 • Fax 482 4108 Krókhálsi 10*110 Reykjavík • Sími 567 5200 • Fax 567 5218 DALEN snjoblasarar til afgreioslu strax. „Norræn dráttarvél" af fullkomnustu gerð. Case 485 2x4 árg 85 Case 685 2x4 árg 87 Fiat 8294 2x4 árg 93 Fiat 8294 4x4 M/tækjum árg 94 Valmet 6400 4x4 M/tækjum árg 94 Valmet 665 4x4 M/tækjum árg 95 Zetor 6345 4x4 M/tækjum árg 94 Zetor 6345 4x4 M/tækjum árg 96 Zetor 7745 4x4 M/tækjum árg 91 Zetor 7745 4x4 M/tækjum árg 91 Zetor 9540 4x4 árg 94 M F 390 4x4 M/tækjum árg 87 Auk þess eigum við gott úrval heyvinnutækja NORVfC

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.