Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 20
20 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 29. febrúar 2000 Auka þarf Qfilbreytni f Lögð hefur verið fram tillaga til þingsályktunar um að efla og samræma aðgerðir tii að auka fjölbreytni atvinnulífs í dreif- býli. Flutningsmaður er Helga A. Erlingsdóttir. Þingsályktunin er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjóminni að grípa til eftir- farandi aðgerða til að auka fjöl- breytni atvinnulífs í dreifbýli: 1. Verja árlega næstu fimm árin 250 millj. kr. til eflingar at- vinnulífs í dreifbýli í samstarfi við þá aðila sem sinna atvinnu- þróunarstarfi á viðkomandi svæðum. 2. Beita sér fyrir samræmingu á starfi allra þeirra sem sinna atvinnuþróun og ráðgjöf og veita lán eða styrki í sama skyni. Einum aðila verði falin yfimmsjón og samræming starfs á þessu sviði. 3. Gefa út handbók eða leið- beiningar þar sem saman eru dregnar allar upplýsingar um hvert sé hægt að sækja aðstoð og ráðgjöf í þessu sambandi, svo og hvaða fjármunir, lán og styrkir eru í boði. Skal slík handbók uppfærð árlega. 4. Gefa Alþingi skýrslu með reglubundnu millibili um árangurinn af þessu starfi.“ í greinargerð segir m.a. „í kjölfar stórfelldra búferlaflutninga af landsbyggðinni á höfuðborgar- svæðið undanfarin missiri hafa þau sjónarmið að efla verði landsbyggðina mætt meiri skilningi hjá mörgum ráða- mönnum en um langa hríð. Stjómvöld hafi sýnt nokkra viðleitni í þá átt að færa verkefni frá höfuðborgarsvæðinu til þéttbýlisstaða á landsbyggðinni — en betur má ef duga skal.“ LæhkaOi kostnað vegna tpygginga um 30 þúsaiHl ,Á vordögum sömdu Bænda- samtökin við VÍS um tryggingar fyrir hönd bænda. I þeim samni- ngum fólust skýrari tryggingaskil- málar, betur uppbyggð trygginga- vemd og lækkuð iðgjöld," segir Sólrún Ólafsdóttir, í bréfi til blaðsins. „Við fáum samt ekki sjálfkrafa lækkun á tryggingunum okkar, heldur verður hver bóndi sjálfúr að semja við fulltrúa hjá VIS um þann tryggingapakka sem hon- um hentar, en það fer eftir búrekstri á hveijum stað. Bændum, ekki síður en öðmm, er ómetanlegt að hafa tryggingamar sínar í lagi ef eitthvað kemur upp á. Einnig vil ég benda á að nauðsynlegt er að endurskoða allar tryggingar með vissu millibili, því forsendur á búunum em að breytast. T.d. em mest öll hey í rúllum úti í stað þess að vera inni í hlöðum þar sem getur kveiknað í þeim eins og var fyrir örfáum ámm, útihús em aflögð o.fl. A mínu búi lækkuðu tryggingamar um 30 þús- und vegna þessara samninga og endurskoðunar. Hvet ég alla bændur sem ekki hafa látið gera tilboð í tryggingamar sínar að gera það sem fyrst og lækka með því rekstrar- kostrmð búsins." Undanfarna 3 mánuði hefur framleiðsla mjólkur verið umtalsverð. Á síðustu 12 mánuðum nam framieiðsla mjólkur 107,1 milljónum lítra á meðan heildargreiðslumark mjólkur á yfirstandandi verðlagsári er 102 millj. lítrar. Innvigtun í janúar var 9,5 milljónir lítra sem er svipað og á sama tíma í fyrra. MARKAÐSMÁL Erna Bjarnadóttir Samkvæmt bráðabirgðatöl- um Bændasamtaka Islands nam heildarkjötsala á árinu 1999 18.740 tonnum. Miðað við bráðabirgðatölur Hag- stofu íslands um mannfjölda 1. desember sl. var sala á íbúa því 67,6 kg en var 63.8 kg árið 1998. Á meðfylgjandi mynd má lesa samanburð eftir kjöttegundum. Þrátt fyrir samdrátt í sölu alifuglakjöts á síðari hluta ársins jókst sala á íbúa um 1 kg milli ára. Mest jókst neysla á svínakjöti, um 2,7 kg á íbúa eða 19%. Þá jókst neysla á á nautakjöti um 0,4 kg á íbúa. Samdráttur varð hins vegar í sölu á kindakjöti og hrossakjöti. Kjötsala á íbúa. Samanburður 1998 og 1999 Sala mjólkur á íbúa Samanburður 1998 og 1999 Sala mjólkur á íbúa dróst lítillega saman á síðast ári. Meðfylgjandi mynd sýnir sölu á íbúa í lítrum þar sem mjólkursalan er annars vegar umreiknuð á fitugrunni og hins vegar á próteingrunni. Bráöabirgöatölur, framleiösla og sala á kjöti 1999 Framleiðsla Breyting f.f. ári Sala Breyting f.f. ári Kindakjöt 8.643.544 5,7% 6.913.261 -1,6% Svínakjöt 4.706.279 21,1% 4.688.164 20,6% Nautgripakjöt 3.664.260 6,4% 3.663.261 4,3% Alifuglakjöt 3.006.250 9,9% 2.940.710 12,2% Hrossakjöt 1.054.649 33,1% 534.449 1,5% 21.074.982 18.739.845 BÆNDUR - VERKTAKAR MARS-TILBOÐ ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BÚVÉLA- OG VINNUVÉLADEKKJUM Verðdæmi: fullt verð 12,4-11X24 23.106,- 13,6R24 33.575,- 16,9-14X28 36.519,- 18,4x26 64.421,- 16,9-14X34 43.421,- 480/70R38 79.278,- marstilboð 18.485,- m/vsk 26.860,- m/vsk 27.390,- m/vsk 51.537,- m/vsk 34.737,- m/vsk 59.458,- m/vsk AKUREYRI, S. 462 3002

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.