Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 29. febrúar 2000 BÆNDABLAÐIÐ 21 Ég er nýlega orðinn bóndi og er því ekki alveg inni í þessu landbúnaðarkerfi en mér er það þó alveg strax ljóst að það er eitthvað mjög mikið að. Landbúnaðarkerfið er þungt og svifaseint, svona 25 árum á eftir sinni samtíð. Ég hóf búskap í félagsbúi nú um áramót en það var nú ekki hlaupið að því. Allar stofnanir sem tengjast landbúnaði þurftu að funda um málið, hvort ég væri hæfur bóndi, fyrst þurfti jarðan- efnd að fjalla um málið, samt var ég ekki að kaupa jörð eða land. Næst fór það til Bændasamtakanna og þar þurfti að funda um málið. Framleiðsluráð þurfti náttúrulega líka að fá að funda um hvort ég væri hæfur bóndi. Þegar þetta var loksins komið, þá var aðeins Landbúnaðarráðuneytið eftir en þá kom það upp að þeir gátu ekki ákveðið hvort ég væri hæfur bóndi, því það vantaði umsögn hreppsnefndar um að ég væri sómamaður. En þetta hafðist nú allt að lokum en guð minn góður hver er tilgangurinn með því að hafa þetta allt svona flókið. Fyrir alla muni reynið að vakna, í dag er árið 2000. Til að geta farið að búa félagsbúi þurfti ég náttúrulega að fá lán og þá leitaði ég auðvitað til Lánasjóðs landbúnaðarins eftir láni. Þegar liðnir voru tveir mánuðir frá því að ég sendi umsóknina um lánið og ekkert svar komið var ég nú farinn að ókyrrast, því reynsla mín hefur verið að það tekur ekki nema svona tvo daga að fá lán í banka. Ég fór því að spyijast fyrir í Lánasjóðnum um hvemig gengi með umsóknina mína. Þau voru ekki byrjuð að líta á hana eftir heila tvo mánuði. Það fauk nú í mig og ég vildi vita ástæðuna fyrir því, jú, það vantaði víst veðbókar- vottorðið og því var ekkert hægt að gera, ekki einu sinni að láta mig vita af því. Hvers lags þjónustu búum við bændur eiginlega við? Hvað um það, ég fór að reyna ná í nýtt vottorð en þá hringdu þau til baka frá Lánasjóðinum og sögðu að þau hefðu fundið vott- orðið, svo ég bað þau nú um að drífa sig að ganga frá þessu. Eftir tvo virka daga var þetta til, svo þau geta þetta. Ég er búinn að heyra fjölmörg dæmi eins og þetta að það taki svo og svo langan tíma að fá lán í Lánasjóðinum og er það Mjólkurmál Hætt er við að afkomutölur þeirra afurðastöðva í mjólkur- iðnaði sem reknar eru á þokka- lega vitrænum grunni verði lakari fyrir árið 1999 heldur en síðustu ár og arðgreiðslur minni. Ástæðan er fjarska einföld. Offramleiðsla á síðasta verðlags- ári og nánast verðlaus umfram- mjólk. Ef kafað er enn dýpra má með þó nokkrum rétti segja að ástæðan sé hin makalausa yfirlýsing samtaka afurðastöðva síðla sumars 1998 að greitt yrði afurðastöðva- verð og próteinhluti mjólkur um- fram rétt. Hér má kannski segja að auðvelt sé nú að vera vitur eftir á. I þessu tilviki voru þó margar forsendur til að vera þokkalega skýr fyrirfram. Að sjálfsögðu hefði hin mikla framleiðsluaukning sem varð haustið 1998 komið hvort sem var. En það hefði verið hægt að bregðast við henni mun fyrr með ótvíræðum skilaboðum til bænda og tilmælum strax fyrir og um áramót er ljóst var hvert stefndi. Þess í stað leið og beið og mjólkin flaut. Allt var dregið vegna kokhraustra loforða. Loks á vor- dögum komu loksins ný skilaboð og fyrri yfirlýsingar dregnar í land og sett þak á umframgreiðslur. Eins og alltaf þegar svona gerist hlýða sumir og aðrir ekki. Fjöldi hugmanna og kvenna í bændastétt hugsuðu sem svo; (auðvitað með miklum rétti) „þið báðuð um meiri mjólk, þá skuluð þið fá hana.“ Hömuðust síðan allt vorið og sumarið við að mjólka allar mögulegar kýr jafnvel á tals- verðum fóðurbæti og spurðu síðan kollega sína af misskildum metn- aði hvað þeir hefðu nú náð að fara mikið yfir réttinn. En í dag má aðeins óska þessum framleið- ehduni'4it»hQmingju.-Hér--fr’faiðtw»-' landi voru þeir trúlega að hirða arðinn frá hinum og betra er að sjálfsögðu að fá eitthvað en ekkert. Kostnaður MBF vegna afsetningar og útflutnings verðlítillar umfram- mjólkur er það mikill að arð- greiðslur verða líklega á ólíkum nótum en síðustu ár. HVAÐMÁLÆRA? Búnaðarsamband Suðurlands gerir mjólkurspá fyrir framleiðendur sem vilja. Sama gætu Samtök afurðastöðva gert fyrir landið og hefðu betur gert haustið 1998 áður en farið var að gefa loforð. Þá hefði ýmislegt gagnlegt komið í ljós og mörgu slæmu verið forðað frá sjónarhóli framleiðenda og afurðastöðva. Benda má stjóm- Afkoma afurðastöðva skiptir kúabændur miklu máli og enn meira í framtíðinni því eftir tvö ár verður mjólkurverð gefið frjálst. Stjómendur verða því að vera nálægt jörðu í stjómun og loforðum, segir í grein Valdimars Guðjónssonar í Gaulverjabæ. endum á að ásetningsskýrslur á kúm og kvígum geyma mikinn og gagnlegan fróðleik. Einnig er þurrt og milt heyskaparsumar á Suður- landi strax sterk vísbending um aukna mjólk. Líka sýna nú snemmtilbúnar heyefnagreiningar ■þett»<'^>máatfiðuwi;-A'ldiHii -¥«i<ður- bara út af áhugaleysi starfsmanna og kröfuleysis bænda. Þau geta þetta á aðeins tveimur dögum. Við eigum að láta senda alla sem vinna í Lánasjóðinum heim og fá fólk í staðinn sem hefur áhuga á að þjónusta okkur vel. Þessi fram- koma myndi hvergi líðast annars staðar. Eitt mál er í viðbót sem ég skil ekki alveg að skuli ekki vera eitt stærsta baráttumál bænda um þess- ar mundir en það er Lífeyrisjóður bænda sem fyrir löngu ætti að vera búið að leggja niður. Þegar bændur hætta að búa í dag, háaldraðir sum- ir hveijir, og hafa alla sína ævi greitt í þennan sjóð fá þeir að hámarki rúmlega 20 þúsund kr. á mánuði! Á meðan að aðrir sjóðir eru að greiða um og yfir 100 þúsund kr. Við erum að stórskaða okkur á að halda í þennan sjóð. Ég er skyldugur til þess, en ég veit að ég mun ekkert fá úr honum þegar ég hætti, þetta er hreint mannréttindabrot að hafa einhverja svona sér sjóði sem maður neyðist til að greiða í sama hvemig hann er rekinn og fá svo ekki neitt sem heitir til baka. Hugsið bara um ykkur sjálf, þegar þið hættið störfum eftir að hafa unnið baki brotnu alla ykkar ævi, þá fáið þið 20 þúsund á mánuði til að njóta lífsins og sjá fyrir ykkur. Ég trúi því ekki að þið hafið engar áhyggj- ur af þessu. Ég óska ykkur góð gengis á Búnaðarþingi, og munið að athuga hvaða ár er áður en þið Ieggið af stað. Guðni Ragnarsson Guðnastöðum að sjálfsögðu spáð upp á líter eða jafnvel milljón lítra. Ut frá þessu tvennu má þó áætla magn og útbúa spáforrit. Állavega betur en hug- skotssjón manna á Akureyri og í Reykjavík segir til um. Á þessum bæjum virðast menn hafa litla tilfinningu fyrir „landsjúgrinu" og er stundum líkast því að menn séu í mjöltum með þykka gúmmívettl- inga og með bundið fyrir augun. Afkoma afurðastöðva skiptir kúabændur miklu máli og enn meira í framtíðinni því eftir tvö ár verður mjólkurverð gefið fijálst. Stjórnendur verða því að vera nálægt jörðu í stjómun og loforð- um. Loforð með öfgum í báðar áttir em ekki til bóta og þeir sem stýra rykkja full harkalega í. Nú síðast er slagsíða á hinn vænginn þegar fullyrt er að ekkert verði greitt fyrir umframmjólk næstu árin, takk fyrir. Þetta með bull- afskiptum afurðastöðva af kvóta- kaupum hefur hleypt verði mjólk- urkvóta upp til stjamanna og sér vfst eigi fyrir endann á. Það er hi.ns vegar bjartsýni í greininni og hún hefur hagrætt mikið síðustu ár. Þeim sem hafa áhyggjur af samkeppni í greininni skal bent á að nú á nokkrum árum er einn meðal hreppur og ígildi blómlegrar sveitar í mjólkur- framleiðslu á árum áður horfinn til annara landa. Innflutningur ísa og osta nemur nú vel á aðra milljón lítra. Valdimar Guðjónsson - ------ "Gauiveiýé Skipholtl SOB ■ Roykjavlk ■ Siml 552 6000 - Fox S52 6005 KAUP - SALA BÚJARÐIR Eins og undanfarin ár önnumst við milligöngu um kaup og sölu á bújörðum og framleiðslurétti. Verðmetum og veitum ráðgjöf. Getum bætt við jörðum á söluskrá. Magnús Lcópoldsson, löggillur fasleignasali Alhliöa fasteignasala, íbúöarhúsnaeöi, atvinnuhúsnœöi, bújarðir og sumarhús Landbúnaðarráðherra skipar starfshóp Úthikt á lifríki oo om- Msmálum á Suounlandí -vegna mengunar al vfildum Salmouellu og Campylobakter Vegna þrálátra sýkinga í dýrum og mengunar af völdum Salmon- ellu og Campylobakter í skepn- um og ýmsum búvörum fram- leiddum á Suðurlandi, hefur Iandbúnaðarráðherra skipað starfshóp undir forystu yfir- dýralæknis, sem hefur það hlut- verk að standa fyrir viðamikilli úttekt á lífríki og umhverfis- málum á Suðurlandi. Tilgangur rannsóknarinnar er að finna þær smit- og mengunarleiðir er kunna vera til staðar, til að unnt verði að koma í veg fyrir endur- tekið smit dýra og mengun um- hverfls og búfjárafurða, sem hafa orðið óneysluhæfar af þeim sökum. Starfshópurinn hefur það verk- efni að skipuleggja og stjóma þeim rannsóknum og athugunum, sem nauðsynlegar kunna að vera til að komið verði í veg fyrir áður- nefnd vandamál. Starfshópinn skipa: Halldór Runólfsson, yfir- dýralæknir, formaður, Sveinn Sig- urmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands og Níels Árni Lund, deildarstjóri um- hverfissviðs landbúnaðarráðuneyt- isins. Til að áðumefndu markmiði verði náð er starfshópnum falið að hafa samband og samráð við þær stofnanir og aðila, sem lagt geta þessu verkefni lið, s.s. Líffræðist- ofnun Háskólans, Hollustuvemd, Tilraunastöðina á Keldum, Sam- tök sveitarfélaga á Suðurlandi og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Starfshópurinn skal leggja til og skipuleggja nauðsynleg rann- sóknaverkefni og athuganir og gera ráðuneytinu grein fyrir um- fangi þeirra og kostnaði við þær til að tryggja nauðsynlega fjármögn- un verkefnanna. r FRÉTTABRÉF VÉLA OG ÞJÓNUSTU HF Færð þú Fréttabréf Véla og Þjónustu hf reglulega? Ef ekki láttu okkur vita og við sendum það til þín um hæl. Fréttabréfið kemur út fjórum sinnum á ári með gagnlegar upplýsingar um fyrirtækið og ýmislegt um nýjustu tækni í landbúnaðarvélum. Vertu áskrifandi af Fréttabréfinu! Það kostar ekkert! Þekktir fyrir þjónustu í 25 ár VÉLAR& ÞJÓNUSTAhf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 www.velar.is Utibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.