Bændablaðið - 14.03.2000, Síða 1

Bændablaðið - 14.03.2000, Síða 1
Það ríkti ró og friöur í fjárhúsinu á Oddgeirshólum þegar Ijósmyndara Bbl. bar að garði í síðustu viku. Kindurnar horfðu eitt andartak á manninn með myndavélina en héldu svo áfram að éta. Á sömu stundu sátu menn og sömdu nýjan sauðfjársamning sem er birtur á heild á blaðsíðu 7. Ari Teitsson að loknu Búnaðarþingi JAKVÆTT 06 MAL EFNAIEBT HNG Þetta þing var bæði jákvætt og málefnalegt," sagði Ari Teitsson, Íformaður Bændasamtaka ís- lands, að loknu Búnaðarþingi. „Ég tel að Búnaðarþing hafi stigið mörg skynsamleg spor, en nefna má að við náðum að standa saman um nýjar sam- þykktir fyrir Bændasamtökin. Þá fjallaði þingið meðal annars um gæðastýringu í landbúnaði og glímt var við þjóðlendu- frumvarpið og eignarhald á landi. Hér er um að ræða mál sem skipta bændur miklu á komandi árum. Þá var tekist á um hvaða stefnu skal taka í landnýtingar- og landgræðslu- Nýr forstjóri Osta- og smjörsölunnar Magnús Ólafsson tók við starfi forstjóra Osta- og smjörsölunnar sf., á aðalfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Hér má sjá Óskar H. Gunnarsson (t.h), sem gegnt hefur starfinu í 32 ár, afhenda Magnúsi lyklavöldin. Þess má geta að Óskar H. Gunnarsson starfaði hjá Osta- og smjörsölunni í 37 ár. Magnús Ólafsson er mjólkurfræðingur að mennt. Að loknu námi vann hann hjá Mjólkursamlagi KEA og síðan hjá Heilbrigöiseftirliti Reykjavíkur. Þá lá leiðin til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík þar sem Magnús starfaði sem verkstjóri, þar til hann tók við starfi sem framkvæmdastjóri EMMES ÍS, árið 1980. . ' " ■ - ■ málum og þingið fjallaði um sauðfjársamninginn, en ég tel að meðferð þingsins á því máli hafi styrkt það.“ Búnaðarþing fjallaði um drög að sauðfjársamingi sl. föstudag og samþykkti að mæla með að hann yrði undirritaður. Það var gert á laugardag, en þá komu saman landbúnaðarráðherra og fjármála- ráðherra, ásamt samninganefnd Bændasamtaka Islands og Lands- samtaka sauðijárbænda. Jafnframt var undirrituð sérstök viljayfir- lýsing samningsaðila, Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins og Land- græðslu ríkisins vegna mats á landnýtingu vegna gæðastýringar- þáttar í samningi um framleiðslu sauðfjárafurða. Meginatriði samningsins eru að ríkið mun leggja um 2,2 milljarða á ári til stuðnings við sauðfjárbændur en samningurinn gildir út árið 2007. Hluti af þessum stuðningi rennur til þeirra sem hafa aukið framleiðslu á síðustu árum og eru því með tiltölulega lágar bein- greiðslur á hvert ærgildi. Auk ofangreindra fjármuna verður um einn milljarður króna notaður til að aðstoða þá sem vilja hætta búskap. Alls er stefnt að því að kaupa upp 45 þúsund ærgildi. Stefnt er að því að árið 2004 verði frjálst framsal á stuðningi leyfður en ef þessum uppkailpum lýkur fyrr Verður framsalið leyft fyrr. „I þessum samningi er kveðið á um, hvemig greinin verður studd á samningstímanum, jafnvægi á markaði tryggt með útflutningi eins og gert hefur verið. Þá er samið um gæðastýringu og sér- stakan stuðning við þá sem efla sína ræktun og framleiðslu,“ sagði Ari. Ari býst við að framleiðslan dragist nokkuð saman á samnings- tímanum. Hann bendir hins vegar á að þessir 2,2 milljarðar á ári sem fara í sauðfjársamninginn sé meiri meðaltalsstuðningur á hvern bónda þó að heildarupphæðin sé svipuð, ef tekið er tillit til þess að einhverjir muni nota tækifærið og hætta búskap. Ari segir að samningur þessi muni tryggja sauðfjárbændum ákveðið rekstraröryggi, sem sé mikilvægt. „Við teijum að samn- ingur til sjö ára án framleiðslu- tengingar sé mikils virði því markaðir eru ótryggir. Verð- tryggingin í samningnum er einnig mikils virði og þá er þar einnig hvati til bættra búskaparhátta sem við eigum möguleika á að þróa þannig að það verði okkur öllum til góðs. Ég tel að við séum hér með samning sem sauðfjárbændur geti unað við næstu sjö ár.“ Samningurinn verður nú lagður í almenna atkvæðagreiðslu sauðíjár- bænda. Atkvæðisréttur er bundinn ákveðnum skilyrðum sem auglýst eru á blaðsíðu 23. Sjá nýjan sauðjjársamning á blaðsíðu 7. BúnaSarþings-Freyr Að vanda munu allar ályktanir Búnaðarþings, ásamt útdrátti úr umræðum á öðrum degi þingsins, fundargerð setningar- dags og ræða formanns BÍ, Ara Teitssonar birtast í Búnaðar- þingsblaði Freys. Blaðið er væntanlegt eftir um það bil mánuð. l . i i s Innflutningur mjólkurafurfia stóreykst I janúar í ár voru fluttar inn til landsins mjólkur- afurðir sem samsvara um 108 þúsund lítra framleiðslu mjólkur. Þetta er aukning frá árinu 1999 um 42%. „Við höfum að sjálfsögðu veru- legar áhyggjur af þessu. Til dæmis er greinilegt að jógúrt á núna greiða og tollalétta leið inn á markaðinn, sem sést best á því að þegar í ár hefur verið flutt inn álíka mikið magn af jógúrti og allt síðast ár,“ sagði Snorri Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Þessi þróun er sá raunveru- leiki sem íslenskir mjólkur- framleiðendur búa við og mun því miður aukast á komandi árum. Ef við eigum að geta framleitt mjólkur- afurðir í samkeppni við önnur lönd, er okkur nauðsynlegt að fá tækifæri til að leita allra hagræðingaleiða. Hvað snert- ir vinnslugeirann er þetta sem betur fer á réttri leið hjá okkur og einnig eru þessar vikurnar viðskipti með greiðslumark að skila okkur í rétta átt. Það er hinsvegar dagljóst að róður íslenskra mjólkurframleiðenda mun þyngjast verulega á komandi árum, miðað við erlenda mjólkurframleiðendur, ef við fáum ekki leyfi stjórnvalda til aðgerða sem gætu leitt til þess að við stæðum jafnfætis bændum í nágrannalöndum okkar,“ sagði Snorri að lok- urn.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.