Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 2000 MED SEINNI 50LLANUM Við viljum hasar! Var einhver að halda því fram að félagshyggja og félagsleg samhjálp ætti nú á tímum meira undir högg að sækja en áður? Þeim hinum sama skal bent á störf hjálparsveita undanfarnar vikur í þágu fólks sem óveðrið hefur leikið grátt. Hið sterka og virka kerfi þeirra er öllum þeim sem að því standa til sóma og stolt þjóðarinnar inn á við og út á við. Það breytir þessu ekki að fleiri eru hjálpar þurfi en þeir sem týnst hafa á fjöllum eða komast ekki leiðar sinnar í umferðinni. Á hverjum tíma er fólk sem þarf á aðstoð samfélagsins að halda, öryrkjar af ýmsu tagi, sem búa við þröngan kost og hafa dregist aftur úr í því góðæri sem þjóðin hefur notið að undanförnu. Engir bíða eftir útkalli til að koma þeim til hjálpar, frekar að gripið sé til reikningskunnáttu til að reikna út prósentuhækkanir á kjörum þeirra en þær geta orðið miklar ef reiknað er út frá nógu lágum upphæðum. Hvað veldur þeim mun sem er á því hvernig brugðist er við þörfum þessara tveggja hópa? Hér skal því svarað. Munurinn liggur í hasarnum. Það fylgir því mikill hasar að fara af stað í óveðri út í óvissuna, mörg tæki fara í gang og þegar gefið er í heyrist hátt burrrrrrrrrr, sem eykur um leið adrenalín í blóðinu, og hvað er meira gaman en að komast í hasar og tefla djarft? Þetta er það sem Öryrkja- bandalagið og aðrir, sem sinna málefnum þeirra sem minnst mega sín, þurfa að læra á því að það er nú einu sinni svo að enginn mælikvarði er betri á sérhvert þjóðfélag heldur en sá hvernig búið er að þeim sem undir hafa orðið í lífsbaráttunni. Grímur Aðalfundur Osta- og smjör- sölunnar sf. haldinn á dögunum. Á fundinum var kosin ný stjórn sem er þannig skipuð: Aðalmenn: Þór- ólfur Gíslason, sem jafnframt var kosinn formaður, Birgir Guð- mundsson, varaformaður, en aðrir í stjóm eru þeir Hólmgeir Karls- son, Erlingur Teitsson og Guð- laugur Björgvinsson. Vara- menn: Ingi Már Aðalsteinsson, Magnús H. Sigurðsson, Eiríkur S. Jóhannsson, Guðmundur Þor- sfeinssón óg Hlífár'Kárlssóri. Jón Bjamason leggur fram fyrirspurn um póstburð alla virka daga alls staðar á landinu: Gera þarf gæfiakröfur til póstyjónustunnar Jón Bjarnason alþingismaður lagði á dögunum fram fyrir- spurn á Alþingi til samgöngu- ráðherra um hvenær áætlun um póstburð alla virka daga til allra eða flestallra heimila á landinu verði komin til fram- kvæmda. Eins og fólk til sveita kannast við er póstur sums staðar aðeins borinn út þrisvar í viku og vill fólk þar gjarnan fá sinn póst daglega eins og tíðkast í þéttbýli. Jón segir að póstþjónustu sé mjög misskipt í landinu. „Við höfum fengið fregnir af því að verið sé að skerða póstþjónustu, loka pósthúsum og stytta opnun- artíma. Eg er að spyrjast fyrir um hvort einhver skipuleg áætlun sé ekki fyrir hendi í þessum málum.“ Jón bendir á að samkvæmt lögum skuli íslenska rikið tryggja landsmönnum reglulega grunn- póstþjónustu. „Þessi grunn- þjónusta hefur aldrei verið skil- greind. Það eru hins vegar ákvæði í lögum þess efnis að ekki eigi að mismuna dreifingar- aðilum en engar reglur eru hins vegar til um að ekki eigi að mis- muna þegnunum í þjónustunni." Að mati Jóns ber að setja gæðakröfur um póstþjónustuna eins og alla aðra þjónustu. Það hafi hins vegar ekki verið gert. „Það er einnig heimild í lögum til að setja jöfnunargjald til að standa straum af greiðslu fjár- framlaga til að fjármagna skildu- bundna grunnpóstþjónustu þar sem slik þjónusta er óarðbær. Eg vil því fá að vita hvenær verður komið á daglegri póstdreifingu um land allt og hvort ráðherra geti sett fram skilgreiningu á grunnpóstþjónustu í landinu." Jón segir að þó að íslands- póstur sé nú orðið einkafyrirtæki verði ríkið að skilgreina þær þjónustukröfur sem dreifingar- aðilar verða að uppfylla. „Þetta hefur ríkið ekki gert. Það gengur ekki upp að einkavæða þjónust- una en setja síðan engar reglur um hverju hún eigi að skila. Nú stendur t.d. til að hætta póst- þjónustu í Vík og Kirkjubæjar- klaustri. Samkvæmt lögunum hefur pósturinn enga heimild til að gera þetta án samþykkis sam- gönguráðherra og það verður þá að vera grundvöllur samræmdrar skilgreiningar á því hver á að vera grunnpóstþjónusta í land- inu.“ Sveítartélögin œflu að eiga og roka allar vatnsveítur Fram til 1998 voru vatnsveitur í sveitum styrktar í gegnum búnaðarfélögin - Bændasam- tökin. Styrkurinn var um 44% af kostnaði við framkvæmdina. Starfsmaður Bændasamtakanna mældi fyrir vatnsveitunum og tók þær út án endurgjalds. Nú þarf að leita til sveitarfélgsins eftir vatnsveitunni og eru styrkir til framkvæmdanna veittir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Helga A. Erlingsdóttir, vara- þingmaður segir að styrkimir séu þrepaskiptir eftir stærð sveitarfél- aga. „Hæstir eru þeir til vatns- veitna í minnstu sveitarfélögunum, dreifbýli eða 50%. Það er skilyrði að sveitarfélögin leggi veiturnar og reki þær. Sveitarfélögin þurfa að gera samning við ábúanda, þ.e. fá leyft fyrir lagningu veitunnar og fá samþykkta í viðkomandi ráðuneyti gjaldskrá sem notandi greiðir síðan eftir til sveitarsjóðs. Þetta kostar allskonar snúninga, fyrirhöfn og um leið peninga," sagði Helga. Það sem er einnig erfitt er að flestir bændur í sveitum landsins eiga sínar vatnsveitur og reka þær. En ef leggja þarf nýja veitu, t.d. á næsta bæ þá yrði hún að vera kostuð og rekin af sveitarfélaginu með því fyrirkomulagi sem er í gildi í dag. Það skapar mismunun á milli viðkomandi aðila. „Til að réttlætinu sé fullnægt þyrftu sveit- arfélögin í raun og vem að kaupa allar vatnsveitur og reka. Þær eru auðvitað í misjöfnu lagi og með auknum kröfum heilbrigðisyfir- valda gæti orðið kostnaðarsamt að koma þeim í fullnægjandi ástand. Lítil sveitarfélög hafa tæpast efni á því, jafnvel þótt þau fái 50% af framkæmdaverði endurgreitt," sagði Helga. „Lesiö í landslag11 er námskeið ætlað ferðaþjónustuaðilum: „Mihilvægt að glæða það Iffi sem maður ser" Gunnar Rögnvaldsson, kennari á ferðamálabraut við Hólaskóla, hefur umsjón með námskeiði fyrir ferðaþjónustuaðila sem kallast Lesið í landslag og verð- ur haldið 22.-23. maí. Námskeið- inu er ætlað að þjálfa þátttak- cndur í að skoða og túlka náttúru- og menningarminjar í þeirra nánasta umhverfi. Þannig geti þeir í framhaldinu aukið fjölbreytni í þjónustu sinni við ferðamenn. Námskeiðið er eink- um ætlað fólki sem fer með ferðamenn í skoðunarferðir og vill fræða þá um landið. Gunnar segir að á námskeiðinu verði fólki bent á hvað eigi að skoða þegar ferðast er um landið. „Námskeiðið á að hjálpa fólki að átta sig á því hvað landið býður uppá og hvort hugsanlega séu ein- hver menningarverðmæti á ákveðnu landssvæði. Tilgangurinn er að kenna fólki að lesa í landið óg' fihhá 'þahhlg' 'sfflc'vérðmæfi.‘r Gunnar segir að gömul hús verði einnig skoðuð með tilliti til mis- munandi hleðslugerða o.þ.h. Hann telur að verðmætir hlutir geti vakið fólk til umhugsunar um landsins gæði fyrr og nú. Hann hefur sjálfur farið með ferðamenn í skoðunarferð um nágrenni Hóla og lagt áherslu á að fræða menn um sem flest sem tengist stöðunum þar. „Það er mikilvægt að reyna að glæða það sem maður sér lífi í augum ferðamannsins. Við ábúendaskipti glatast oft ömefni, munnmælasögur og ýmis- legt sem kynslóðimar á undan ólust upp við. Sögulegir atburðir gætu jafnvel hafa átt sér stað á landi ferðaþjónustubóndans eða nálægt því án þess að hann hafi hugmynd um það.“ Gunnar mun á námskeiðinu njóta aðstoðar Sigriðar Sigurðar- dóttur safnvarðar í Glaumbæ og Hjalta Pálssonar sagnfræðings. Fruma lítur eftir ungviðinu Hún Fruma á Stóra-Ármóti er merkileg kýr en í „æsku“ naut hún mikillar aðdáunar og eftirtektar. Ástæðan var sú að Fruma var fyrsti kálfurinn í ræktunarkjarnanum á Stóra-Ármóti sem var tilkominn með fósturvísaflutningum og af því dregur hún nafn sitt. Kálfurinn var í heimsókn hjá Frumu og ekki annað að sjá en honum liði veí f heyinu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.