Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 2000 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasími ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl @ bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti hinn 15. febrúar sl. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.450 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 109 ISSN 1025-5621 ■% _| ■ ■ Ssænitgblcióið Að loknu Búnaðarþingi Athyglisverðu Búnaðarþingi lauk um helgina. Eitt umfangsmesta þingmálið var um skipulag og uppbyggingu samtakanna en eins og komið hefur fram í blaðinu hefur skipuriti þeirra verið breytt og er markmiðið að auka á skilvirkni samtakanna. Þingfulltrúar ræddu um hálendismálin og er vægt til orða tekið að þeir hafi verið ósáttir við málsmeðferð hins opinbera. Gæða- stýring í landbúnaði kom sömuleiðis til umræðu og er Ijóst að margir vænta sín mikils af aukinni áherslu á þann þátt. Síðst en ekki síst urðu miklar umræður um nýjan sauðfjársamning sem brátt fer út í almenna atkvæðagreiðslu. En hvert stefnir? Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, kom meðal annars að því við setningu þingsins - og má segja að sú hugsun hafi um margt einkennt þinghaldið - að framtíðin réðist ef til vill af því hvort atvinnugreinin kæmi til með að starfa í sátt við umhverfi sitt. Ari nefndi að vandamál samfara mengun, jarðvegseyðingu og hormónanotkunar gætu, ef ekki yrði rétt brugðist við, valdið slíkum skaða á umhverfi landbúnaðar og rýrt svo traust almennings á honum að ekki yrði úr því bætt. „Margt bendir þó til að augu neytenda jafnt sem þjóðarleiðtoga séu að opnast fyrir því hvert stefnir. Það gæti skapað íslenskum landbúnaði ný tækifæri. Styrkur okkar er sá að við bjóðum fram fjölbreyttar og hollar vörur, við eigum hreint og fagurt land með fjölbreytta nýtingarmöguleika og við eigum þá hugsjón að varðveita dreifða byggð með fjölbreytta ásýnd og umhverfi.“ Ari sagði réttilega að þótt fækkun búa og jafnframt stækkun eininga hafi verið hraðfara í íslenskum landbúnaði hafi sú þróun verið enn hraðari víða í nágrannalöndunum. „Sú þróun, studd hörðum kröfum um lægra matarverð, hefur neytt bændur víða um lönd til ódýrra framleiðsluaðferða. Dæmi um afleiðingar þess eru kúariða í Bretlandi, díoxínmengun í belgískum matvælum og notkun skólps við búvöruframleiðslu í Frakklandi. Þær þjóðir sem vilja tryggja gott heilsufar og langlífi þegna sinna verða að horfast í augu við að ætíð verður samhengi milli verðs og gæða búvöru, eins gildir um aðrar vörur, og óraunhæfar kröfur um lágt búvöruverð hljóta að koma niður á gæðum vörunnar. Góðu heilli eru augu þjóða að opnast fyrir þessari einföldu staðreynd og gleggsta staðfesting þess er ný hvítbók Evrópusambandsins þar sem boðað er að á næstu árum þurfi bændur að einstaklingsmerkja búfénað og skrá framleiðsluferil búvörunnar. Þótt gæði íslenskrar búvöru séu viðurkennd og traust neytenda á þeim mikið hljóta framleiðendur að fylgja þessari þróun. Bændur hér munu því á komandi árum, með sama hætti og nágrannar okkar, skrá framleiðsluferil búvaranna," sagði Ari. Á Búnaðarþingi komu fram áhyggjur manna af fækkun í sveitum og áhrif hennar. Alltof lágar tekjur íslenskra bænda - ekki síst sauðfjárbænda - voru hvað eftir annað nefndar í máli þingfulltrúa. Án efa geta margir bændur enn hagrætt í rekstri sínum en það breytir ekki þeirri staðreynd að stjórnvöld geta lagt meira af mörkum. Þannig nefndi Ari Teitsson í ræðu sinni hátt raforkuverð og ónóg gæði orkunnar. Hann talaði einnig um ósanngjörn fasteignagjöld, ónóga flutningsgetu dreifikerfis Landssímans og mikil útgjöld vegna skólagöngu ungmenna. Um leið og samfélagið gerir kröfu til bænda um að hagræða og lækka enn vöruverð - væri ekki úr vegi að þeir sem völdin hafa horfðu til ofannefndra atriða. Margt er unnt að laga án mikilla tilfæringa eða málskrúðs. Askell Þórisson, riístjóri Bamdablaðsins. Guðni Agústsson, landbúnaðarráðherra, við setningu Búnaðarþings LandbnnaOuriNn verður að svara kalll tfmans Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, ávarpaði búnaðar- þingsfulltrúa og gesti við upphaf þinghalds og sagði m.a. að land- búnaðurinn yrði að svara „kalli tímans og bjóða fram vörur sem neytandinn óskar eftir á verði sem er sem næst því verði sem þekkist í öðrum löndum. Úrvalið má ekki vera minna og gleymum ekki að ánægður neytandi er besti lagsmaður landbúnaðarins. Neysluvenjur eru að breytast og þróun í framboði matvæla líka. Þar hefur misvel tekist til. Mjólkuriðnaðurinn, garðyrkjan og svínabændur hafa unnið mjög vel að sínu. Þeir fara fyrir og eru til eftirbreytni. Verr gengur hjá öðrum og stöðugur samdráttur í neyslu lambakjöts er að mörgu leyti áhyggjuefni. Hvernig má það vera að stærsta kjötgreinin skilur ekki betur en raun ber vitni kall tímans? Hvers vegna gerist þetta á sama tíma og heildarkjötneysla eykst? Hvenær mun „þiðna klak- aspöng“ sauðfjárræktarinnar,“ spurði landbúnaðarráðherra og sagði að í harðnandi baráttu um markað ætti íslenskur landbúnaður aðeins eitt lausnar- orð, gæði. „Hvar sem minnst er á íslenskan landbúnað og hvar sem afurðir hans eru boðnar verður að vera tryggt að þar fari gæðavara. Við íslendingar byggjum hreint land, eigum gnægð vatns, hreint loft og ómengaða jörð. Þessi gæði not- um við til að framleiða úrvalsvöru. Vöru sem neytend- ur, hvarvetna í heiminum geta treyst.“ Hreinleikaímyndin beið hnekki Guðni sagðist ekki geta leynt þeirri skoðun sinni að sér finndist „hrein- leikaímynd íslensks landbúnaðar hafa beðið hnekki síðustu mánuði. Við höfum allt frá upphafi skipu- legs eftirlits í landbúnaði lagt sóma okkar í að útrýma sjúkdómum, gæta að dýravelferð og bjóða heilnæma gæðavöru. Það hefur fallið móða á þessa mynd. Hver uppákoman eltir aðra og landbúnaðurinn er kominn í vörn. Hvers vegna er þetta að gerast? Ég kann ekki að skýra þetta ástand en ég hef fullan hug á að það verði gert. Ég hef skipað starfshópa undir forystu færustu vísindamanna til að greina vand- amálið. Ég er þess fullviss að það liggur í umhverfinu. Mengun af mannavöldum, ágangur vargs, of mikill þéttleiki í búskap, búskap- arhættimir sjálfir, óhóflegt vinnuálag, draugur úr fortíðinni eða í sumum tilfellum menn sem skortir þekkingu á meðferð dýra og móður jörð. Ég hef þá trú að þetta séu ný vandamál og við verðum að greina þau og gera viðeigandi ráðstafanir. Ef við emm farin að ofbjóða náttúrunni eða framleiðsluferlinu þá skal því linna. Neytendur íslenskra afurða skulu hér eftir sem hingað til geta notið þeirra, óhræddir við afleiðingar þess. Annað er óþolandi“. Kerfið brást Þá sagði ráðherra að þessi atvik hafi vakið umræðu um eftirlits- kerfi með landbúnaði og afurðum hans. „I ljós hefur komið að það er ekki nógu skilvirkt. Jafnvel höfum við orðið vitni að hinum ótrúleg- ustu atvikum þar sem eftilitsaðilar bera hvem annan sökum í fjölmiðlum. Þessar deilur sýndu betur en margt annað að kerfið brást. Það brást bændum og það brást neytendum. Það má ekki koma fyrir aftur. Ég hef fært fyrir því rök að eft- irlitið þurfi að vera á einni hendi, undir einni stjóm, allt frá „haga að maga“. Danir ákváðu fyrir 5 árum að breyta öllu sínu kerfi. Það lýtur nú stjórn eins ráðuneytis. Eftirlit sveitarfélaganna var fært frá þeim og nú er öll ábyrgðin á sömu hendi. Þar verður ekki öðrum um kennt ef illa fer. Þessi kerfisbreyt- ing var ekki sársaukalaus en hún virkar. Nú er unnið að því á vegum ríkisstjómarinnar að skilgreina eft- irlit með matvælum og matvæla- framleiðslu. I framhaldi af þeirri vinnu verður ákveðið hvemig þessu verður fyrirkomið hér á landi. I landbúnaðarráðuneytinu er nú unnið að því samhliða vinnu ríkisstjórnarinnar, að skipuleggja eftirlit ráðuneytisins upp á nýtt“. Gœðastýring er heillaspor Guðni ræddi umtalsvert um nýjan sauðfjársamning og hann sagðist vilja gera að umtalsefni „þá fram- tíðarsýn sem hann gefur vegna ákvæða um gæðastýringu. Þar hafa sauðfjárbændur haft frumkvæði að því að gera auknar kröfur til sjálfra sín m.a. með tilliti til landnota, beitar." Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvílíkt heillaspor hér er stigið. Sauðkindin hefur til langs tíma verið gerð að blóra- böggli gagnvart því vandamáli sem mannvist hefur haft á ásýnd landsins. Nú er mál að linni. Sauð- fjárbændur ganga nú móts við nýja tíma. Þeir óska samstarfs við yf- irvöld, stofnanir, samtök og ein- staklinga sem vilja vinna með þeim að því að bæta landið. Héðan í frá verður engum vært að liggja á liði sínu. Nú tökum við á. Tilbúin er viljayfirlýsing þeirra er mesta ábyrgð bera og verður hún undir- rituð fljótlega. En þessi sátt tekur tíma, landið verður ekki grænt á einni nóttu og hluti þess verður aldrei grænn. En sóknarfærin eru mörg og að því verður unnið.“ Landbúnaðarráðherra sagði að hver uppákoman hefði rekið aðra og hrein- leikaímynd landbúnaðarins hefði beðið hnekíá. Þessi atvik hefðu vakið upp umrœðu um eftirlitskerfi með landbúnaði og afurðum hans: „I Ijós hefur komið að það er ekki nógu skilvirkt. Jafnvel höfum við orðið vitni að hinum ótrúlegustu atvik- um þar sem eftilitsaðilar bera hvern annan sökum ífjölmiðlum. Þessar deilur sýndu betur en margt annað að kerfið brást. Það brást bœndum og það brást neytendum. Það má ekki komafyrir aftur."

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.