Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 2000 Nýir útreikningar á kynbótamati nauta Afkvæmadúmur nauta sem fædd voru árið 1993 Fyrir örfáum dögum lauk útreikn- ingum á kynbótamati í nautgrip- aræktinni fyrir árið 2000. í fram- haldi þess gekk vinnuhópur fagráðsins um ræktunarmál frá afkvæmadóm á nautum sem fædd eru árið 1993. Hér á eftir verður gerð grein fyrir þeim breytingum sem helstar má lesa úr þessum útreikningum og gerð grein fyrir nýjum nautum úr nýjum nautaárgangi. Þetta verður gert með því að gera grein fyrir því hvaða naut verða í notkun sem reynd naut frá Nautastöð BÍ á árinu 2000. Haki 88021 verður áfram í boði sem reynt naut, þó að hann lækki heldur í mati, en þetta er naut sem hefur jákvæðan dóm um próteinhlutfall og því miður skortir þau naut enn. Þá var ákveðið að setja Hvanna 89022 í notkun að nýju, þar sem nokkuð var enn til af sæði úr hon- um. Undan honum er að koma í framleiðslu nú mikið af dætrum hans sem virðast fyllilega standa undir þeim væntingum sem fyrri dómur gaf. Kynbótaeinkunn hans 108 stendur óbreytt frá fyrra ári og hann er með próteinhlutfall á meðaltali. Tvö naut úr árgangi 1990 verða áfram í notkun. Forseti 90016, sem lækkar í mati í 107 í kynbótaeinkunn, en þetta naut er fymasterkt fyrir þætti eins og júgur og spena, mjaltir og skap. Þá stendur Stúfur 90035 áfram með sína háu einkunn 110, sem réttlætir fyllilega frekari notkun hans. Ur árgangi frá 1991 verða áfram í notkun Negri 91002, Hljómur 91012, Skjöldur 91022 og Bætir 91034. Kynbótaeinkunnir þessara nauta taka mjög litlum breytingum frá fyrra ári, Bætir hækkar að vísu enn og er nú með 108 og hækkar mat hans bæði fyrir mjólkurmagn og einnig um frumutölu þar sem hann hefur nú 127 í kynbótamati. Þetta hlýtur að beina athygli að þessu nauti, því tölur úr skýrsluhaldi benda ein- dregið til að mjög lítil förgun eigi sér stað hjá dætmm hans vegna júgurbólgu. Eins og sagt var á síðasta ári þá verður hinn öflugi nautaárgangur frá árinu 1992 áfram uppistaðan í þeim reyndu nautum sem Naut- astöðin bíður til notkunar. Góðu heilli hafa flest af þessum nautum með frekari upplýsingum um dætur staðið hinn góða dóm á síðasta ári og sum þeirra gott bet- ur. Tvö naut úr þessum hópi sem voru í boði á síðasta ári verða ekki í notkun áfram þeir Galmar 92005 og Poki 92014. Hins vegar var ákveðið að bjóða nú til almennrar notkunar eitt af þeim nautum sem þá fékk notkunardóm, en ekki var í almennri notkun á árinu 1999. Þetta er Geisli 92018 og vísast til umsagnar um dætur hans í grein um afkvæmarannsóknir nauta í nautgripahefti Freys á síðasta ári. Geisli er með 105 í kynbótamati. Gefur mjólkurlagnar kýr, hefur jákvæðan dóm um mjaltir og skap og hvergi áberandi neikvæða þætti, að vísu eins og flest önnur naut í þessum árgangi í lægri kanti um próteinhlutfall eða 91. Geisli er frá Vesturholtum í Þykkvabæ sonur Pöddu 131, sem var dóttir Flórgoða 84031, en Belgur 84036 er faðir hans. Um nautin sem áfram verða í notkun skal þetta sagt um breyt- ingar. Þokki 92001 stendur með 105 óbreytt í kynbótamati. Suddi 92015 lækkar um eitt stig í 104, en hann er það naut í þessum árgangi sem hefur einna jákvæðastan dóm um próteinhlutfall. Frekur 92017 lækkar í 105 og er það vegna þess að mat hans um próteinhlutfall er nú komið í 80. Mestu neikvæðu breytingarnar koma fram hjá Bera 93021 en kynbótamat hans er nú 108 og lækkar hann í 127 fyrir mjólkurmagn, sem að vísu er fádæma hátt, en það sem alvarleg- ast er að mat hans um próteinhlut- fall lækkar enn og er nú 69. Tjakk- ur 92022 hækkar hins vegar og er nú með 112 í kynbótamati. Það er vegna þess að mat hans um mjólkurmagn hækkar verulega og er nú 121 en mat um próteinhlut- fall lækkar því miður í 88. Skuggi 92025 stendur óbreyttur með sitt ágæta mat 111, en það skal tekið fram að mat hans fyrir próteinhlut- fall breytist jákvætt og er nú orðið 97. Tengill 92026 sýnir verulega breytingu í jákvæða átt og er nú með 109 í kynbótaeinkunn og er það vegna verulegrar hækkunar í mati um mjólkurmagn sem nú er komið í 118. Að síðustu sýnir Smellur 92028 verulega hækkun á mjög góðu mati á síðasta ári og er nú með 116 í kynbótamati. Hann hækkar verulega í mati um mjólkurmagn og fær þar nú 129 í einkunn, en því miður lækkar mat hans um próteinhlutfall og er nú aðeins 83, hins vega standa áfram feikilega háar einkunnir hans um júgur, spena, mjaltir og skap. Við höfðum fyrir löngu gefið til kynna að nautaárgangurinn frá árinu 1993 væri ekki líklegur til stórræða í samanburði við þau naut sem hafa verið að koma úr afkvæmadómum á síðustu árum. Þetta varð að sjálfsögðu raunin, þó að útkoma þeirra yrði að lokum ívið skárri en við höfðum búist við. Af þeim 17 nautum sem voru í þessum árgangi verða sex tekin til frekari nota að fengnum dómi. Tvö naut koma til notkunar sem nautsfeður. Blakkur 93026 fær langhæstan dóm þessara nauta og er með 112 í kynbótaeinkunn. Þetta naut er frá Oddgeirshólum, sonur Suðra 84023 og Auðhumlu 348, sem var þá ung mjög efnileg dóttir Svelgs 88001. Blakkur er því miður ekki nægjanlega kyn- fastur vegna þess að dætur hans eru ákaflega breytilegar fyrir suma eiginleika, sérstaklega í júgurgerð, þar sem er að sjá bæði það besta og versta sem sést hjá íslenskum kúm. Dætur Blakks eru feikilega mjólk- urlagnar (126 fyrir mjólk) og próteinhlutfall er í lagi, einkunn 99. Hann hefur einnig jákvæðan dóm um mjaltir, en skap hjá dætrum hans er of breytilegt. Þá hefur Blakkur mjög lágt mat um frjósemi dætra en ef til vill er ekki ástæða til að leggja of mikla áherslu á það vegna þess að þar gætir mikið ættemisáhrifa frá föður hans, sem þar hefur allra nauta lakastan dóm. Hitt nautið sem valið er sem nautsfaðir er Klerkur 93021. Hér fer sonur Prests 85019 sem er frá Önundar- horni undir Austur-Eyjafjöllum, en móðir hans Stjama 178 var dóttir Suðra 84023. Klerkur er með 108 í kynbótamati. Hann gefur drjúgar mjólkurkýr er með 113 í einkunn þar og 98 fyrir próteinhlutfall. Hjá dætmm hans mörgum má sjá mjög glæsilega júgurgerð og fær hann 119 í einkunn fyrir þann þátt og einnig verulega jákvæða einkunn eða 114 fyrir frumutölu. Hvergi em veikleikar hjá þessum kúm sem ástæða er til að benda á, en dómur um mjaltir og skap er um meðaltal. Rétt er að vekja athygli á því að Klerkur gefur vemlega mikið af mjög skrautlega skjöldóttum kúm, margar mjög mikið hvítar og em sumar dætra hans nánast alhvítar, sem er ákafl- ega fátítt um íslenskar kýr. Fjögur önnur naut úr árgangi 1993 verða í boði sem reynd naut. Foss 93006 er frá Urriðafossi, son- ur Viðju 127, mikillar glæsikýr á sinni tíð og Þistils 84013. Þetta naut hefur 104 í kynbótaeinkunn. Þetta er gripur mikilla andstæðna. Hann hefur einhverja glæstustu dóma sem nokkuð naut hefur nokkru sinni fengið um júgur, spena, mjaltir og skap, auk þess sem dætur hans hafa háan dóm um mjólkurmagn eða 116, en stóri skugginn hjá þessu nauti er að ein- kunn þess fyrir próteinhlutfall er aðeins 63. Þarna kemur einnig til sögu annar sonur Þistils 84013, Snarfari 93018, en móðir hans er hin löngu landsþekkta kýr Snegla 231 og hann því bróðir Suðra 84023 að móðurinni. Snarfari er með 106 í kynbótaeinkunn. Hér kemur allt í einu á sjónarsviðið Þistilssonur með jákvæðan dóm um próteinhlutafall eða 112, þá fær hann góða dóma urn júgur, spena og skap en aðeins undir meðaltali um mjaltir. Akkur 93012 er sonur Prests 85019 en móðir hans Huppa 107 á Ytri-Reistará, sem var af- urðahæsta kýr landsins á sinni tíð. Akkur fær 108 í kynbótaeinkunn. Dætur hans eru feikilega mjólkur- lagnar með 123 í einkunn fyrir mjólkurmagn. Þetta eru sterklegar kýr, en hafa margar of grófa spena og ástæða er til að vekja athygli á því að förgun á meðal dætar hans hefur verið meiri en eðlilegt má telja. Síðasta nautið í þessum hópi er Svartur 93027. Hér fer fyrsti sonur Lista 86002 sem kemur í prófun, en hann er frá Asgeirs- brekku sonur Gránu 65. Svartur fær 107 í kynbótaeinkunn. Þetta eru mjög mjólkurlagnar kýr, fær 97 fyrir próteinhlutfall. Þetta eru ekki veigamiklar kýr, og dómur um mjaltir og skap er í tæpu meðallagi. Einhverjir veita því vafalítið athygli að nú eru aðeins valdir tveir nautsfeður úr árganginum, sem ekki hefur áður verið um langt árabil. Rétt er að benda á hinir ágætu nautsfeður frá síðasta ári; Tjakkur 92022, Skuggi 92025 og Smellur 92028 verða áfram í notk- un sem slíkir. Það skal um leið sagt að nú eru fyrstu niðurstöður að byrja að sjást um næsta árgang nauta, nautin frá 1994. Minnt skal á að þetta er fyrsti nautahópur sem valinn er á grunni nýja kynbótamatsins og eft- ir að byrjað var að taka tillit til próteins við valið. Þessar fyrstu vísbendingar gefa fyrirheit um að þama komi ótrúlega sterkur hópur gripa og breytingar t.d. með hliðsjón af próteinhlutfalli verði miklu meiri en við höfðum nokkru sinni reiknað með. Þess vegna ákvað ræktunarhópurinn, að stand- ist þessar væntingar og verði staðfestar þegar síðara kynbótamat ársins verður unnið á komandi hausti, þá verði einhver af þessum nautum strax tekin til notkunar sem nautsfeður við sæðingar í nóvember og desember á þessu ári. Að lokum skal þeim sem vilja leita ítarlegri upplýsinga um nautin bent á nautgriparæktarblað Freys sem koma mun út á vordögum. Þá mun Nautastöð BÍ nú gefa út naut- askrá þar sem leitast verður við að koma á framfæri miklu ítarlegri upplýsingum um reyndu nautin en áður hefur verið gert. /Jón Viðar jónmundsson og Agúst Sigurðsson / Vill kynna þéttbýlis- bfirnum sveitina Á vorin tíðkast það að þéttbýlisböm í leik- og grunnskólum fara ásamt kennurum og foreldrum út í sveit til þess að sjá dýr og fræðast um lífið í sveitinni. Þetta á ekki síst við um höfuðborgarbömin en í nágrenni borgarinnar em nokkrir sveitabæir sem hafa tekið á móti bömum. Einn þeirra er Bjarteyjarsandur og þar er að finna Ámheiði Hjörleifsdóttur sem hefur mikið velt fyrir sér hvemig standa beri að móttöku bama sem vilja heimsækja bændur og búalið. - Þegar aðalnámskrá grunnskólanna (1999) erskoðuð kemur í Ijós að töluverð áhersla er lögð á að flytja kennslu út fyrir veggi skólaits. Það er rétt. Bent er á að slíkt auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt, bæði li'kama og sál. Jafnframt segir að úti í samfélagi, umhverfi og náttúm sé sá raunveru- leiki sem bömin læra um og þurfa að þekkja, skilja og skynja. Með það fyrir augum er nánast óhugsandi að mínu mati að öll kennsla, sérstaklega í náttúrufræð- greinum, fari fram innandyra. Enn fremur vil ég benda á að meðal markmiða í lífvísindum fyrir 1.-4. bekk er að nemendur þekki í sjón algengustu lífvemr í sinni heima- byggð, öll íslensku landspendýrin og algengustu húsdýrin á Islandi. Einnig eiga þau að gera eigin athuganir á því hvemig eiginleikar ákveðinnar lífvem henta í því um- hverfi sem hún býr í og að lokum vil ég nefna að böm í 1. - 4. bekk eiga að geta borið saman landsvæði af mismunandi gerð og stærð með tilliti til jarðvegs, gróðurs og möguleika til ræktunar. -Telur þú að sveitafólk geti gert meira af því að laða til sín börn ískipulögðum hópferðum? Já, ég er nokkuð viss um það. Svo ég vísi aftur í Aðalnámskrá grunnskóla, þá er „vettvangsferðir" eitt af lykilorðunum fyrir alla ár- gangana. Eg tel hins vegar nauð- synlegt að fólk undirbúi slíka mót- töku vel og geri sér alveg ljóst fyrir- fram hver tilgangur ferðarinnar er hjá viðkomandi skólum. Þegar skólar fara í ferð, hljóta þeir að gera það með ákveðin markmið í huga. Því þurfa móttökuaðilar að leggja sig fram um að skapa aðstæður svo þeim markmiðum sé fullnægt. - Þið á Bjarteyjarsandi hafið í hyggju að taka á móti krökkum í vor. Á hvað viljið þið leggja áherslu? Við viljum gera móttökuna bet- ur úr garði en gert hefur verið hingað til svo sem með því að nýta betur það umhverfi sem við búum við. Fjaran neðan við bæinn býður t.d. upp á ótal möguleika og viíjum við nýta okkur það. Jafnframt verður skipulag móttökunnar mun markvissara en áður, við munum taka tillit til sérþarfa hvers hóps og innan hópsins, stórum hópum verður jafnvel skipt í minni einingar, hver hópur fær tækifæri til að dveljast lengur á staðnum og þannig upplifa meira. Síðast en ekki síst fá bömin tækifæri til að kynnast sveitalífinu á sem raunverulegastan hátt og vera þátttakendur í því sem fram fer. liiímaíi Á myndinni er hún Arnheiður Hjörleifsdóttir sem vill gjarnan taka á móti þéttbýlisbörnum. Hún er í sambúð með Guðmundi Sigur- jónssyni, sem er fæddur og upp alinn á Bjarteyjarsandi. Arnheiður er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands af náttúrufræðibraut og hún tók B.Sc. próf í landfræði frá HÍ 1999. Arnheiður er núna í kennslufræði við HÍ Þess má geta að Arnheiður var landvörður á Þingvöllum sl. tvö sumur. Þarna er hún í fjörunni á Bjarteyjarsandi ásamt hundinum Prins. ■iscmmtaiutö/ud bniöatsxuxvii.vjii Tenging við aðalnámskrá grunnskólanna ,,1 aðalnámskrá er litið svo á að útikennsla, það aðflytja kennslu að einhverju leyti útjyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera bæði holl bœði líkama og sál. Utikennsla er sérstaklega nauðsynleg í náttúrufrœðinámi þar sem úti i samfélagi, umhverfi og náttúru er sá raunveruleiki sem börnin eru að lœra um og þurfa að þekkja, skilja og skynja. Það er því mikilvœgt að skólar samþœtti útikennslu í skólanámskrá með það m.a. að markmiði að kynna nemendum nánasta umhverfi sitt og efla vitund þeirra og virðingu fyrir því. “ (Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufrœði, 1999). lyniíUuíiJu uiepqiuiijíiU ...inia uLOialrri uJoihi ou iu róiyli». ’Aa'j lilifid

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.