Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 9 Landbúnaðarverðlaunin 2000 Við verðlaunaveitinguna sagði ráðherra m.a.: Húsafell í Borgarfirði er ein af víðlendustu jörðum landsins. Þar er mikil og fjölbreytt náttúrufeg- urð. Þessi útvörður byggðar upp undir hálendinu á sér langa og merka sögu. Þar hefur löngum búið atgerfisfólk og enn búa þar afkomendur Snorra prests og ákvæðaskálds. Hjónin Sigrún Bergþórsdóttir frá Fljótstungu og Kristleifur Þor- steinsson hófu búskap sinn 1958 en næstu árin var þar um skeið þríbýlt og búið stórt með sauðfé. Kristleifur fór þó fljótlega að huga að öðrum búskaparháttum, vildi þá gjaman að fleiri gætu notið landsins og fegurð náttúr- unnar þar. Þau hjón voru með þeim fyrstu sem tóku að bjóða upp á svonefnda bændagistingu á sjöunda áratugnum. Og strax 1963 réðust þau í að byggja sumarhús til útleigu. Þau áttu síðan eftir að verða mörg eins og alþekkt er, nú eitthvað á annað hundrað. Jafn- framt því sem sumarhúsabyggðin jókst var ráðist í að byggja þjónustustöð og boðið upp á fjölbreytta möguleika til afþrey- ingar; sundlaug var byggð, og síðar gerður golfvöllur svo eitt- hvað sé nefnt. Hér má skjóta inn að til að þjóna þessari vaxandi byggð var bæði borað eftir heitu vatni og gerð ný vatnsvirkjun. En ekki var látið við þetta sitja, Krist- leifur beitti sér fyrir vegagerð að Langjökli, þar var komið upp skíðalyftu og síðan stofnað fyrsta félagið sem bauð upp á jöklaferðir, hlutafélagið Ok sem starfaði um skeið. Enn á Kristleifur aðild að ferðum á Langjökul og býður þá fólki ekki aðeins að koma á jökul- inn heldur og að ganga í hann, í þá íshella sem hann af hugkvæmni sinni fann upp á að gera. Land sitt friðaði Kristleifur fyrir all löngu og nú er það draum- ur hans og fólks hans að í framtíðinni verði þama lifandi fólkvangur og þar varðveitist bæði saga og náttúra, með aðgengi fólks, sem þess vill njóta. Hjónin á Ytra-Kálfsskinni á Árskógsströnd Ása Marinósdóttir og Sveinn Jónsson hafa fyrir löngu gert garð sinn landsþekktan. Þar hafa þau búið rausnarbúi frá 1959. Þau húsuðu jörð með miklum ágætum svo athygli vekur, bæði heim að sjá og ekki síður þegar heim er komið og snyrtimennska og myndarskapur blasir þar hvar- vetna við. Af búskapnum verður ekki séð að hann hafi liðið fyrir mikil og fjölþætt störf þeirra beggja, utan heimilis eða bús, í neinu. Ása er lærð ljósmóðir og hefur starfað sem slík bæði heima og við sjúkrahús. Sveinn lærði búfræði í Danmörku, en af því hann hefur aldrei verið maður ein- hamur lærði hann til trésmíða og hefur löngum stundað þá iðn sína sem verktaki með miklum umsvif- um víða um héraðið og margan myndargarðinn reist. Félagsmálastörf Sveins og Ásu heima í sveit og héraði sem hafa verið bæði fjölþætt og mikil og verða ekki rakin hér, en sem odd- viti sveitar sinnar beitti Sveinn sér mjög fyrir nýmælum í atvinnu- rekstri og sér þess víða merki. Sveinn var formaður Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar í meira en ára- tug, sat oft aðalfundi Stéttarsam- bands bænda og átti sæti á Búnaðarþingi frá 1979-1994. Hann hefur og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félög ferðaþjónustubænda og verið þar góður liðsmaður sem og í öðrum félagsmálum. Þau hjón hófu ferðaþjónustu að Ytri-Vík árið 1983 og af framsýni sinni létu þau ekki þar við sitja að bjóða- upp á gistingur yfir~-sirm- F.v. Ragnar Kristinn Kristjánsson, Mildrid Irene Steinberg, Kristleifur Þor- steinsson, Sigrún Bergþórsdóttir, Guðni Ágústsson , Sveinn Jónsson og Ása Marinósdóttir.____________________________ Við setningu Búnaðarþings veitti Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra, ábúendum jarðanna Húsafells í Borg- arfirði og Ytra-Kálfsskinns á Árskógsströnd og eigend- um Flúðasveppa á Flúðum í Hrunamannahreppi, landbúnaðarverðlaunin 2000. Þetta er ífjórða sinn sem Landbúnaðarverðlaunin eru veitt við setningu Búnaðar- þings en þau eru viðurkenning til aðila sem á einn eða annan máta tengjast landbúnaði og hafa sýnt með verk- um sínum árœðni og dugnað og eru til fyrirmyndar. Verð- launagripirnir eru sömu gerðar og áður, hannaðir og smíðaðir aflvari Björnssyni gullsmið. armánuðina heldur og fjölbreytta afþreyingu vetur sem sumar; vélsleðaferðir þegar til þeirra gefur og annars jeppaferðir með leið- sögn og svo sjóstangaveiði á Eyj- afirði. Sveinn hefur nú hátt í einn ára- tug átt sér draum, sem nú er séð fyrir að muni rætast - gerð svif- brautarinnar upp á Hlíðarfjall fyrir ofan Akureyri. Um þá framkvæmd hefur nú verið stofnað hlutafélag eins og alþjóð veit. Líklega er það mál eitt gleggsta dæmið um það hveiju hugkvæmni, áræði og þrautseigja getur áorkað en það eru eiginleikar góðra frumkvöðla. Hjónin Mildrid Irene Steinberg og Ragnar Kristinn Kristjánsson á Flúðum í Hrunamannahreppi hafa á síðustu tæpum tveimur ára- tugum byggt upp búskap (sumir mundu segja fyrirtæki); svepp- aræktunina Flúðasveppi, sem á engan sinn líka í landinu. Fram- leiðslu þeirra þarf vart að kynna, hana þekkja allir sem sveppa neyta. Eftir búfræðinám á Hvanneyri fór Ragnar til náms og starfa í Noregi. Nokkru síðar, eftir að hafa fengið áhuga á svepparækt og kynnst henni nokkuð fór hann til Danmerkur til að læra um og fá reynslu af slíkum búskap. Hann hófst svo handa með að byggja stöð sína á Flúðum 1982. Þá var vissulega búið að stunda hér svepparækt í nokkrum mæli um árabil - og nokkuð var flutt inn af vörunni. Ragnar var frá upphafi ákveðinn í að beita fullkomnustu og bestu tækni við alla framleiðslu sína, nota heita vatnið og fram- leiða sveppina á gróbeði (rot- massa) sem hann framleiddi úr innlendum efnum m.a. bygghálmi frá vaxandi komrækt á Suðurlandi Framhald á blaðsíðu 9 FRETTABREF VÉLA OG ÞJÓNUSTU HF Færð þú Fréttabréf Véla og Þjónustu hf reglulega? Ef ekki láttu okkur vita og við sendum það til þín um hæl. Fréttabréfið kemur út fjórum sinnum á ári með gagnlegar upplýsingar um fyrirtækið og ýmislegt um nýjustu tækni í landbúnaðarvélum. Vertu áskrifandi af Fréttabréfinul Það kostar ekkertl Þekktir fýrir þjónustu í 25 ár VÉLAR& PJéNUSTA hf Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 5 800 200, fax 5 800 220 www.velar.is Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Fræðslufundur um nautgriparækt Fagráð í nautgriparækt efnir í samvinnu við Búnaðarsamband Eyjafjarðar til fræðslufundar um nautgriparækt sem frestað var í síðasta mánuði. Fundurinn verður haldinn á Fosshóteli KEA á Akureyri þriðjudaginn 21. mars kl 13.30 í tengslum við aðalfund Fagráðsins. Fundurinn stendur frá kl 13.30 til 17.00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Kl 13.30-14.30 Nýtt tölvuforrit fyrir kúabú - ÍSKÝR. Maríanna H. Helgadóttir, BÍ Kl 14.30-15.30 Hugbúnaður fyrir rekstrarráðgjöf á kúabúum. Gunnar Guðmundsson, BÍ Kl 15.30-16.00 Kaffi Kl 16.00-17.00 Niðurstöður tilrauna með ný holdanautakyn. Þóroddur Sveinsson, RALA, Möðruvöllum Kúabændur í Eyjafirði, Skagafirði og Suður- Þingeyjarsýslu eru hvattir til að mæta á fundinn. Fagráð í nautgriparækt Búnaðarsamband Eyjafjarðar BÆNDUR - VERKTAKAR ÆLUAMCE m ■ rtnx < 7í>. MARS-TILBOÐ ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BÚVÉLA- OG VINNUVÉLADEKKJUM TILBOÐSVERÐ TILBOÐSVERÐ fullt verð án vsk m/vsk 12,4-11X24 23.106,- 14.847,- 18.485,- 13.6R24 33.575,- 21.574,- 26.860,- 16,9-14X28 36.519,- 22.000,- 27.390,- 18,4x26 64.421,- 41.395,- 51.537,- 16,9-14X34 43.421,- 27.901,- 34.737,- 480/70R38 79.278,- 47.757,- 59.458,- VERÐDÆMI: fullt verð án vsk m/vsk 350X6 T510 1.235,- 694,- 865,- 350X6 3rib 2.121,- 1.193,- 1.485,- 350X8 T510 1.275,- 717,- 893,- 350X8 3rib 2.350,- 1.321,- 1.645,- EKKJ AKUREYRI, S. 462 3002 FELLABÆ, S. 471 1115 MAGNAFSLATTUR: Ef keypt eru a.m.k. 10 dekk fyrir a.m.k. 100.000,- samtals, þá er gefinn 2,5% aukaafsláttur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.