Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 2000 Stórt mygluhreiður í Þykkvabæ sumarið 1999 (grös alvisin). Kornsáning sitt hvoru megin. Kartöflugras nær visnað niður í rót vegna myglu og skemmdir á blöðum og stönglum nærliggjandi grasa. Erlendis er kartöflumyglan vax- andi vandamál. Nýtt kyn svepps- ins (Phytophthora infestans) sem myglunni veldur hefur borist til Evrópu og nýjir stofnar hafa myndast af því kyni sem fyrir var. Afleiðingin er sú að í sumum nýju stofnanna er þol fyrir varnarefn- um sem vel hafa dugað síðustu áratugi, einkum metalaxyl (Ri- domil) og harðgerð dvalargró geta myndast þegar bæði kynin koma saman. Það þýðir að smit sjúkdómsins getur þá lifað í jarðvegi yfír veturinn sem það gerði ekki áður. Höfundur hefur gert nánar grein fyrir þessari þróun í greinum í Frey árið 1992 (8. hefti bls. 325) og í Morgun- blaðinu árið 1998 (25. janúar). Myglan var nánast árviss hér á landi á árunum 1890-1960 á suðurhluta landsins. Síðan sást hún í mjög litlum mæli 1984 og næst 1990 og þá sem faraldur í Ames- og Rangárvallasýslum. Aftur kom faraldur 1991 en síðan hvarf hún og kom svo aftur sem faraldur síðastliðið sumar. Plöntu- eftirlit RALA fylgist árlega með mygluskilyrðum. Þegar svo mörg ár líða inn á milli án myglu er ljóst að smit hverfur nánast úr innlendu útsæði því mörg áranna eru veðurskilyrði fullnægjandi fyrir myglufaraldur án þess að mygla sjáist. Því hlýtur smit að berast með innfluttu útsæði þegar myglan kemur upp að nýju eftir mörg myglufrí ár. Sumarið 1999 Framan af sumri var fremur svalt. Meðalhiti í Þykkvabæ var 8,9 stig íjúní og 10,3 stig í júlí en sumarið 1998 voru samsvarandi tölur 9,7 og 11,1 stig. Hins vegar var áber- andi meiri úrkoma og loftraki en sumarið 1998. Úrkomudagar voru fleiri og heildarúrkoma meiri nema í ágústmánuði. Loftraki var að jafnaði hærri síðastliðið sumar og er athyglivert að á tímabilinu 26. júlí og fram í miðjan ágúst fór loftrakinn ekki niður fyrir 92% heldur ekki þá daga sem voru úrkomulausir. Þrátt fyrir þetta var það mat okkar að veðurfar sum- arsins 1998 hafi einnig verið fullnægjandi fyrir mygluna og að skortur á smiti hafi þá komið í veg fyrir faraldur. Þann 12. ágúst uppgötvuðu menn mygluhreiður í garði í Þyk- kvabæ. Umfang þess var þegar orðið 100-200 fermetrar og grös orðin svört og visin í miðju þess. Garóyrkja Sigurgeir Ólafsson Plöntueftirliti RALA Við nánari skoðun mátti finna yngri hreiður norðan og vestan við þetta hreiður. Því var ljóst að minnst 2-3 vikur voru síðan mygluskemmdir fóru að verða sjáanlegar. Ekki fannst á þessum tíma mygla í kartöflugörðum vestan við Þjórsá. Annað hreiður fannst á sama tíma í Hrunamanna- hreppi. Myglan var mest áberandi í Rauðum íslenskum og Gullauga en ekki í Premiere. I Premiere bar hins vegar talsvert á hnúðbikar- svepp (Sclerotinia sclerotiorum). Tilgáta höfundar er að smit hafi borist með innfluttu útsæði af Premiere en þar sem grös af Premiere eru lágvaxin og loka seint röðum skapast þar ekki þær aðstæður er til þarf til að myglan nái fótfestu. Með því er átt við að þegar kálið þéttist og lokar röðum helst kyrrt, rakamettað loft niður við jörð og meðal neðri blaða, sem gefur sveppnum færi á að smita blöðin og mynda gró til áframhaldandi sýkingar. Slík skil- yrði hafa fremur verið fyrir hendi í Rauðum íslenskum og Gullauga en Premiere. Yfirleitt áttu kartöflubændur eitthvert magn myglulyfja sem hægt var að beita strax og veður gaf til úðunar. Var hér bæði um Dithane og Ridomil að ræða. Dit- hane inniheldur virka efnið mankozeb sem virkar fyrirbyggj- andi og getur varið heilbrigð grös gegn smitun en Ridomil inniheld- ur auk mankozebs einnig metal- axyl en það efni fer inn í grösin og hefur læknandi áhrif á grös sem þegar hafa smitast þ.e.a.s. ef myglusveppurinn hefur ekki þeg- ar myndað þol gegn metalaxyl. Árangur af fyrstu úðunum var yf- irleitt góður. Ridomil náði að stöðva frekari útbreiðslu mygl- unnar í görðum þar sem hún var byrjuð og Dithane náði að verja garða þar sem ekkert smit var komið þegar úðað var. I nokkrum tilvikum kom mygla í garða þar sem úðað var með Dithane og er þá hugsanlegt að smitun hafi þeg- ar átt sér stað þegar úðað var þó engin einkenni sæust eða að Dit- hane-vöminni hafi ekki verið nægjanlega haldið við með endur- teknum úðunum. Upp úr miðjum ágústmánuði kom þurr vika án mygluskilyrða, síðan voru góð skilyrði fyrir mygluna fram í byrjun september þegar kólnaði og hægði á mygl- unni en síðan hlýnaði á ný um miðjan september. Þar sem þá voru enn græn, gróskumikil grös tók myglan að vaxa á ný. Mjög takmarkaðar birgðir voru til í landinu af myglulyfjum og seldust þær fljótt upp. Tók um viku að fá efni til landsins. Ri- domil var ekki fáanlegt og var efnið Epok 600 EC flutt inn í staðinn. Epok inniheldur fluazin- am í staðinn fyrir mankozeb sem fyrirbyggjandi efni og metalaxyl eins og Ridomil en það er mun virkara en það sem er í Ridomil. Myglan náði talsverðri útbreiðslu í Árnes- og Rangárvall- asýslum áður en yfir lauk en ekki er vitað um hana utan þessara sýslna. Flestir bændur úðuðu varnarlyfjum gegn myglunni, sviðu síðan grös með Reglone og létu líða góðan tíma áður en tekið var upp. Þótt oft hafi rignt var sólarhringsúrkoman yfirleitt á bil- inu 4-8 mm og fór einstaka sinn- um upp í 12-14 mm. Niðurstaðan virðist vera sú að almennt sluppu menn við alvarlegar skemmdir á kartöflunum. Þó er vitað um til- felli þar sem verulegar skemmdir urðu en þar hafa sennilega ekki verið viðhafðar tilhlýðilegar varn- ir. Staðan var á tímabili mjög við- kvæm og hefðu úrhellisrigningar getað skolað smiti niður á kart- öflurnar og valdið miklu tjóni. Sumarið 2000 Nú er ljóst að næsta sumar verður smit í innlendum útsæðisk- artöflum sem ræktaðar eru á útbreiðslusvæði myglunnar frá því á síðasta sumri. Einnig er smit í þeim kartöflum sem fleygt er á ruslahauga og sem þar geta spírað og myndað grös. Mikilvægt er því að kartöfluræktendur í Árnes- og Rangárvallasýslum búi sig undir að úða fyrirbyggjandi gegn mygl- unni í sumar. Plöntueftirlit RALA mun fylgjast með mygluskil- yrðum og tilkynna þegar hættuástand skapast. Stuðst verður við danska mygluspá og tekið mið af ástandi garða. Þótt vel hafi tekist að stöðva mygluna með metalaxyl síðastliðið sumar er ekki hægt að treysta á slíkan árangur ár eftir ár. Hættan á þol- myndun hjá sveppnum er meiri þegar metalaxyl er notað eftir að myglan er komin á fullt skrið en þegar það er notað fyrirbyggjandi eða á algjöru byrjunarstigi. Gæta skal þess að urða vel þær kartöflur sem fleygt er eftir á ruslahaugum. Þar getur myndast smituppspretta sem síðan sýkir nálæga kartöflugarða. Kartöflubændur ættu að eiga fyrir sumarið myglulyf í tvær úðanir yfir garða sína. Til að úða fyrirbyggjandi áður en myglan berst í garðinn má mæla með 2 kg á ha af Dithane (75% mankozeb) eða 300-400 ml á ha af Shirlan (500 g/1 fluazinam). Efnin Ridom- il (56% mankozeb og 7,5% metal- axyl) og Epok (400 g/1 fluazinam og 200 g/1 metalaxyl M) má einn- ig nota fyrirbyggjandi og má mæla með þeim þar sem vitað er um smit í útsæði og er þá notað 2,5 kg á hvern ha af Ridomil eða 300-400 ml á ha af Epok. Ef myglueinkenni eru farin að sjást í garðinum eða ef grunur er um að smit sé þegar komið skal nota Ri- domil eða Epok. Norðmenn hafa mælt með Shirlan snemma á sprettutímanum þar sem það hefur einnig verkun gegn hnúðbikar- svepp en einnig undir lokin þar sem það virðist geta dregið úr smitun kartaflanna og þar sem uppskerufrestur þess er styttri en hinna efnanna. Af ofangreindum efnum er einungis. Ridomil á-skrá hér á landi sem stendur en verið er að skrá Dithane DG og undanþága var veitt fyrir Epok síðastliðið sumar. Reynt verður að stuðla að því að öll þessi efni verði tiltæk fyrir bændur á sumri komanda. Eins og áður sagði getur smit verið í því innlenda útsæði sem ræktað er á útbreiðslusvæði myglunnar frá því sumarið 1999, þ.e.a.s. í Ámes- og Rangárvall- asýslum. I reglugerð okkar um kartöfluútsæði er ekki reynt að hamla gegn útbreiðslu myglunnar með kröfum til útsæðisins þar sem myglan berst svo auðveld- lega með vindi. Algengar vindáttir á Suðurlandi í myglutíð eru suðlægar og austlægar en vestlægar aftur sjaldgæfar. Ekki er líklegt að smit lifi af vindburð norður í Eyjafjörð. Þetta þýðir að Norður- og Austurland og Suður- land austan Rangárvallasýslu eru nokkuð varin gegn vindbornu smiti. Því er mikilvægt að reyna að forðast að innflutt útsæði eða útsæði af myglusvæði síðasta árs verði sett niður á þessum svæðum. Hornafjarðarsvæðið er þar sérstaklega viðkvæmt þar sem veðurfar þar er ekki síður hagstætt fyrir mygluna en vestar á Suður- landi. , ■

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.