Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 12
12 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 2000 Námskeið fyrir frjótækna Námskeiö fyrir nýja frjótækna verður haldiö á Selfossi dagana 27. mars til 14. apríl. Allar upplýsingar um námskeiðió veitir Guólaugur Antonsson hjá Nautastöð BÍ á Hvanneyri, sími 437-0020. Einnig er hægt aó skrá sig til þátttöku á námskeiði hjá honum og á skrifstofu Bændasamtaka íslands. Nánar fyrirkomulag námskeiðsins verður auglýst í næsta Bændablaði. VerMun á gærum Landbúnaðarverðlaunin. Framhald af blaðsíðu 9 og hefur það orðið til að styrkja þá grein verulega. Um skeið stóð um það styr hvort slíkt gæti orðið hagkvæmt. Framleiðsla á rotmassa svo og sjálf svepparæktin þarfnast mikillar nákvæmni og kunnáttu. Framleiðslan hjá Flúðasvepp- um er nú hátæknivædd á öllum sviðum. Ragnar Kristinn hefur enda verið óþreytandi við að afla bestu fáanlegrar þekkingar erlend- is frá jafnt á líffræði sem tækni- legu sviði. Verk hans sýna merkin. Búskapur þeirra hjóna er nú stórrekstur sem veitir um 30 manns vinnu. Þegar framleiðsla þeirra hófst var sveppaneysla hér á landi talin í hundruðum kílóa á viku og innflutningur var nokkur hluti af því. Nú er framleiðslan á Flúðum tæplega tugur tonna á viku. Gæruverð var í sögulegu hámarki árið 1997. Það ár greiddi skinna- iðnaðurinn 313 kr/kg af hvítum gærum til sláturleyfishafa. Sam- kvæmt verðlagsgrundvelli þess árs var grundvallarverð til bænda 212 kr/kg. Meðallambsgæra er í kring- um 3,2 kg. Greiðsla á stykki var því um 1.000 kr/stk til sláturleyfis- hafa og 678 kr/stk til bænda. Mikið verðfall varð á gærum árið 1998. 1. september sama ár tók einnig gildi frjáls verðlagning á sauðfjárafurðum. Verðið sem skinnaiðnaðurinn greiddi 1998 var um 64 kr/kg á hvítar lambsgærur. Margir sláturleyfishafar greiddu framleiðendum 50 kr/kg. Greiðsla á stykki var því 204 krónur til sláturleyfishafa en 160 krónur til bónda. Um mitt ár 1999 leit út fyrir að erfitt yrði að fá gærumar saltaðar og forunnar þannig að unnt yrði að geyma þær. Var þessi staða kynnt bæði landbúnaðarráðherra og iðnaðarráðherra. Ekki kom til neinna ráðstafana af þeirra hálfu. Síðari hluta ágústmánaðar var fundað um stöðu gærumála. A þann fund mættu framkvæmda- stjóri Skinnaiðnaðar hf. ásamt for- mönnum Bændasamtaka íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda og Landssamtaka sláturleyfishafa. Helsta niðurstaða þess fundar var að Skinnaiðnaður hf. tæki til söltunar allt að 300.000 gærur. Samið yrði um verð í lok sláturtíð- ar. Leitað yrði eftir aðila til að flytja út það sem eftir stæði, eða um 200.000 gærur. Taldi fram- kvæmdastjórinn að mögulegt fob- verð fyrir útllutning gæti verið á bilinu 140-180 kr/stk." Til að draga úr þessu mikla verðfalli ákvað Framkvæmda- nefnd búvörusamninga að verð- bæta, um 100 kr/stk, dilkagærur sem til féllu við haustslátrun árin 1998 og 1999. Verð til bænda fyrir gærur árið 1999 birtist á bls. 23 í Bænda- blaðinu þann 15. febrúar sl. Haustið 1999 flutti Kjötum- boðið út tæp 100.000 stk af söltuðum gærum. Tilkynnt var í fjölmiðlum að Kjötumboðið gæti llutt út 200.000 gærur og að greiðsla til þeirra sláturhúsa sem tækju þátt í þessum útflutningi yrði 120 kr/stk. Hér var um einfalt viðskiptatilboð að ræða; Kjötum- boðið greiddi sláturleyfishöfum umsamda upphæð fljótlega eftir að afhending hafði farið fram og tók á sínar herðar alla hugsanlega áhættu og/eða hagnað af áfram- haldandi viðskiptum með gærum- ar. Eftir að tekið hafði verið tillit til söltunarkostnaðar, flutnings- kostnaðar og vinnulauna töldu þau sláturhús, sem nýttu sér þetta við- skiptatilboð, að svigrúm til að greiða bændum eitthvað fyrir gæmmar væri lítið sem ekkert. Á dögunum var haft var samband við Hagstofu Islands og óskað eftir upplýsingum um útflutning á söltuðum gæmm árið 1999. Ein- ungis liggja fyrir upplýsingar um útflutning til nóvemberloka, enn sem komið er. Samkvæmt upplýs- ingum Hagstofunnar vom fluttar út samtals 89.114 saltaðar gæmr, í október og nóvember 1999, og nam fob-verðmæti þessa útflutn- ings kr. 15.529.599.-. Samkvæmt þessum upplýsingum var fob-verð á hverja gæm því 174,26 krónur. Fyrir liggur að Kjötumboðið hefur fengið gæmmar greiddar nú þegar. Varðandi kostnað við gæmmar vegna söltunar, vinnu og flutnings hefur það fengist staðfest hjá Ferskum afurðum að fyrirtækið greiddi einungis 69 kr/stk vegna þessa haustið 1999. Skiptist sá kostnaður þannig: Vinna við söltun Kr. 42 Salt Kr. 10 Flutningskostnaður til kaupanda Kr. 12 Annar kostnaður Kr. 5 Þá má rifja upp að sl. haust óskaði ístex eftir 50.000 söltuðum gærum til útflutnings til Bretlands og bauð fyrir hverja gæru krónur 175,50 fob. Þegar farið var að leita eftir gærum í þennan útfluting var hvergi neinar gærur að fá og þar með varð ekkert úr gæruútflutningi á vegum ístex sl. haust. Hinn breski aðili hefur þó látið í ljósi áhuga á viðskiptum með gærur á hausti komanda. Markmið Landssamtaka sauð- fjárbænda er að leitast jafnan við að hámarka verð á sauðfjárafurð- um, þar með gæmm, til bænda. Því hlýtur það að vera mikilvægt að samtökin og sauðfjárbændur al- mennt séu meðvituð um stöðu mála á hverjum tíma og reyni eftir megni að stuðla að því að viðskipt- um með sauðfjárafurðir sé beint til þeirra sem hæstu verðum skila til sauðfjárbænda. Aðalsteinn Jónsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbœnda Sáðvörur Tegund Ráðgjöf byggð á reynslu Starfsmenn MR búa að áratuga reynslu og þekkingu í innflutningi v^harfoxgjas og meðferð á sáðvörum. Við val á sáðvörum geta margar spumingar vaknað því aðstæður ráða hvaða fræ hentar á hverjum stað. Yrki Sáömagn Verð pr.kg Pöntun kg/ha í sekkjum* Mismunandi þarfir Til að bændur nái sem bestri nýtingu á sáðvömm miðlum við reynslu okkar og annarra t.d. um hver sé besti sáðtíminn, hvaða sáðmagn gefur besta uppskem og hver sé endurvöxtur mismunandi stofna. Grasfræblanda V/A 25 398,- Vallarfoxgras Adda 25 245,- Vallarfoxgras Vega 25 399,- Vallarsveifgras Fylking 15 545,- Vallarsveifgras Sobra 15 245,- Vallarsveifgras Primo 20 341,- Túnvingull Reptans 25 216,- Fjölært rýgresi Svea 35 199,- Sumarhafrar Sanna 200 65,- Vetrarhafrar Image 200 60,- Sumarrvgresi Barspectra 35 135,- Sumarrvgresi Andv 35 112,- Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 112,- Vetrarrýgresi Barmultra 35 112,- Bygg 2ja raða Filippa 200 44,- Bygg 2ja raða Gunilla 200 44,- Bygg 6ja raða Arve 200 55,- Sumarrepja Bingo 15 780,- Vetrarrepja Emerald 8 190,- Vetrarrepja Barcoli 8 155,- Fóðurmergkál Maris Kestrel 6 1.250,- Fóðumæpur Barkant 1,5 540,- Skrúðgarðablanda - S 399,- Verð án Vsk* Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt Mjólkurfélag Reykjavíkur Ahersla lögð á sögu-og minjagildi Hraunsréttar Héraðsnefnd Þingeyinga hefur skorað á sveitarstjórn og búend- ur í Aðaldælahreppi að ná sam- komulagi um varðveislu og notkun Hraunsréttar. Aðdragandi áskorunarinnar er bréf frá Þjóðminjasafni Islands, undirritað af Hjörleifi Stefánssyni minjastjóra, þar sem þess er óskað að Hraunsréttarmálið verði tekið upp að nýju vegna þess mats sem safnið leggur á menningarsögulegt gildi réttarinnar og í ljósi þess að mat Þjóðminjasafnsins lá ekki fyr- ir þegar ákveðið var að byggja nýja rétt á nýjum stað sem kæmi í stað Hraunsréttar. Það var á ábúendafundi í aprfl fyrir tæpu ári sem ákvörðun þessi var tekin í Aðaldal, en það var ekki fyrr en snemma síðasta sumar sem Þjóðminjasafninu bárust fréttir af málinu. í framhaldi af því skrifaði Hjörleifur Stefánsson minjastjóri bréf til sveitarstjómar þar sem hann lagði mikla áherslu á gildi Hraunsréttar frá sjónarhóli minjavörslunnar og mikils væri um vert að Hraunsrétt yrði áfram notuð, hún ætti sér langa sögulega hefð og við hana væru tengdir at- burðir og minningar flestra Aðaldælinga í nokkrar kynslóðir. Þá væri hún táknrænt gildi hins gamla rótgróna bændasamfélags. í bréfi Hjörleifs til Héraðsnefndar í janúar s.l. áréttar hann álit Þjóðminjasafnsins enda sé Hraunsrétt friðað mannvirki samkvæmt þjóðminjalögum. Hins vegar væri hveijum manni ljóst að viðhald gamallar grjóthlaðinnar réttar krefðist meiri vinnu og kostnaðarsamar væri að halda henni við, en nýrri rétt úr auðveld- ara byggingarefni. Því ætti viðhaldskostnaður að hluta til að falla á minjavörsluna ef samkomu- lag næðist um áframhaldandi notk- un Hraunsréttar. Málið verður kynnt fjáreigcnd- um og búendum í Áðaldal.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.