Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 14.03.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 14. mars 2000 Opið fjós á Stóra-Ármóti Fyrir skömmu var efnt til opins fjóss á Stóra-Ármóti en þar er eins og kunnugt er rekið myndarlegt tilraunabú. Fyrir þá sem vilja rifja upp landafræðina þá má geta þess að nafnið er dregið af því að skammt þarna frá mætast tvær stórár - Hvítá og Sogið og heita Ölfusá eftir það. Núverandi tilraunastjóri RALA á Stóra-Ármóti er Grétar Hrafn Harðarson. Hann var dýralæknir á Heilu í tæp 20 ár og er sérfræðingur í fóðrunarsjúkdómum nautgripa. Jörðin er 650 hektarar, tún eru röskir 100 hektarar og kvótinn er 214 þús lítrar. Afurðir á liðnu ári voru nærri 4.700 kg eftir kúna. Á Stóra-Ármóti eru 100 kindur. Sveinn Sigunnundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Suðurlands, segir að tjl- gangurinn með þessu opna fjÖsi væri auðsær. „Við emm.'Hér'að auka tcngsl ran nsóknurstarfsem-, innar við bændur. Hér er vérið að kynna það sem við erurrt að fást við. Það verður að segjast eins og er að oft erum við ekki nógu dugleg á því sviði. Fólk spyr hvað sé eiginJega að gerast á Stóra-Ármóti og þctta er leið til upplýsa það. Þá ér í leiðinni verið að kynna nýjan og full- kominn mjaltabúnað frá SAC sem tekinn var í notkun fyrir skömrnu." Á ráðunautafundi í Bænda- höll, sem haldinn var í byrjun febrúar, vom flutt mörg athygli- verð erindi og sagði Sveinn að ákveðið hefði verið að óska eftir því við Braga Líndal, sérfræðing á RALA, að koma og segja frá því helsta sem var að finna í er- indi sem hann flutti og fjallaði um niðurbrót próteina í rúllu- * heyi. . : \ . Svéijrrt'sagði að athuganir Braga mími nýtast í leiðbein- : -ingastarfitíu óg sömuleiðis hafa .áhrif á val liráefna í kjarnfóður- þjöndum. „Það kom Iram hjá Braga að við. höfum verið að fóðra skakkt undanfarin ár. I blautu rúlhiheýi er próteinið mjög mikið niðurbrotið. Til þcss að það nýtist þarf .að geiia sarn- hliða kjarnfóður með rétta gerð af orku samhliða. Að öðmm kosli breytist próteinið í lirefni og endar í haughúsinu.“ Sveinn sagði að á Stóra-Ármóti hefðu niðurbrotstilraunirnar farið fram sem undirstrikaði vel þýðingu staðarins fyrir kúabændur lands- ins. „Eg hef trú á því að þessi til- raun muni skila bændum pening- um beint í vasann," sagði Sveinn. Fyrir miðju myndar er hún Guöbjörg Jónasdóttir, Læk, að hlýða á Braga Líndal en við höfum strákana grunaða um að hafa haft meiri áhuga á kræsingunum sem biðu á borði þarna skammt frá. Sá til vinstri er grallarinn hann Geir Gíslason, Stóru-Reykjum. Líklega er sá Ijóshærði besti vinur hans. F.v. Heiðar Alexandersson, Sigurður Grétarsson og Steinþór Guðjónsson, þjónustudeild MBF. Oskar Jónasson, Efri-Hóli. Á litlu myndinni hér fyrir ofan (nær) er hann Svavar Ólafsson, Bólstað en ekki vitum við hvað hann heitir sem hvessir augun á Ijósmyndarann á myndinni til hægri. Niklas Hyström í Ártúnum. Þarna þykjumst við þekkja hana Ernu Árfells, Berjanesi, en þá koma ábúendur á Gerðum Geir Ágústsson og Margrét Stefánsdóttir. Þá er það Jónfna Einarsdóttir, Stóru Reykjum.. Oddur Ólafsson sölustjóri hjá Vélum og Þjónustu ásamt konu sínni, Margréti Erlingsdóttur. Guðmundur Sigurðsson á Reyk- hóli. Guðjón Vigfússon, Húsatóttum. Lilja Guðmundsdóttir á Ósa- bakka (t.v.) og Bergljót Þor- steinsdóttir, Reykhóli. Námskeið um landbætur í úthaga fer fram á Hvanneyri í byrjun apríl: „LanÉóta- skúgrækt í heiGlandi gerir nmrg- víslegt gagn" Endurmenntunardeild Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri stendur fyrir nýju námskeiði 4. og 5. apríl í samvinnu við Land- græðsluna og Skógrækt ríkisins. Námskeiðið ber yfirskriftina Landbætur í úthaga. Land- græðsla og skógrækt: Leiðir til vistvænnar landnýtingar og er í raun tvö námskeið, annars vegar í uppgræðslu lands og hins vegar í landbótaskógrækt. Þessi tvö námskeið mynda eina heild en þátttakendur geta þó sótt annað námskeiðið án þess að þurfa að sækja hitt. Friðrik Aspelund, einn leið- beinenda, segir fulla þörf á nám- skeiði af þessu tagi. „Við höfum verið að prófa olckur áfram með svipuð námskeið á undanfömum árum, t.d. á Héraði í fyrra og við höfum auk þess verið með námskeið um skjólskóga á Vest- fjörðum. Með þessu námskeiði er ætlunin að ná til tveggja markhópa, annars vegar þeirra sem taka þátt í verkefninu „Bænd- ur græða landið“ eða hafa áhuga á að hefja landgræðslu og hins vegar þeir sem hafa áhuga á land- bótaskógrækt í tengslum við ný skógræktarverkefni sem nú hafa farið af stað um land allt. Margir tilheyra reyndar báðum þessum hópum.“ Friðrik segir að megináhersla verði lögð á að kenna hvemig hægt sé að bæta landið á sem hag- kvæmastan og auðveldastan hátt og af hverju þurfi að gera þetta. Einblínt verður á möguleika þessara tveggja ræktunaraðferða til að bæta nýtingarmöguleika lands. „Því miður er ástandið víða þannig að það mætti vera mun betra, jafnvel þar sem land er í hvað bestu ásigkomulagi. Þar væri hægt að bæta ástandið til muna með tiltölulega litlum aðgerðum. Betra ástand beitilands hlýtur svo að þýða að það gefi meira af sér. Þetta námskeið er tilraun til að koma þekkingu á þessu sviði til bænda þannig að þeir geti reynt að auka hagkvæmni búskaparins með þessum aðferðum, sérstaklega í þá átt að bæta beitiland.“ Friðrik segir skógræktina geta átt sinn þátt í að bæta land ekkert síður en aðra landgræðslu. „Á námskeiðinu í landbótaskógrækt verður lögð megináhersla á land- bætur á beitlandi þó að minnst verði á önnur markmið með land- bótaskógrækt. Það er ljóst að land- bótaskógur í beitilandi gerir marg- víslegt gagn. Fyrir utan það að veita skjól sem eykur vellíðan skepnanna vex beitargróðurinn meira og minni hætta er á jarð- vegsspjöllum af beitinni. Það verður hins vegar að nýta skóginn skipulega til að hann eyðist ekki en það er hægt að nýta beitiland sem nýtur skjóls af skógi mun betur en sama land án skógarins. Þetta námskeið á að sýna hver ágóðinn getur orðið af því að rækta landbótaskóg og hvemig rækta á slíkan skóg við mismun-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.