Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 1
6. tölublað 6. árgangur Þriðjudagur 28. mars 2000 ISSN 1025-5621 Loðskii hækka enn Refa og minkaskinn hækkuðu enn í verði á nýafstöðnu upp- boði í Kaupmannahöfn. Að sögn Einars Einarssonar ráðunauts í loðdýrarækt hækkuðu skinn að jafnaði um 3% þegar litið er á uppboðið í heild. Einstaka tegundir hækkuðu þó meira en sem dæmi má nefna að skinn af svartmink og mahognany hækkuðu um 7-8%. Meðalverð fyrir skinn af þessu tagi eru nú 243 243 DDK sem verður að teljast nokkuð gott. Hinar brúnu tegundirnar, Scanbrown og Scanglow, hækkuðu minna en áhugi kaup- enda á þeim virðist þó enn vera fyrir hendi. Hæstu verðin fengust fyrir skinn af ljósu tegundunum en þær eru í dag mjög vinsælar til m.a. litunar að sögn Einars. „Refaskinn hækkaði um 10- 11% og fer nú meðalyerð blárra og hvítra skinna að nálgast 4.000 krónur, en hvítrefurinn er dýrari en sá blái. Það sem mestu skiptir er að tískuheimurinn hefur mikinn áhuga á skinnum og telja markaðsfræðingar góðar líkur á að verðin hækki enn frekar þegar lengra líður á söluárið. Það er þó öllum fyrir bestu að þessar hækkanir séu innan „eðlilegra" marka því miklar verðsveiflur hafa aldrei komið sér vel fyrir greinina," sagði Einar. Raforkunændur og RARIK í viðræður Viðræður standa nú yfir miili Félags raforkubænda og Raf- magnsveitu ríkisins um að raf- orka sem bændur framleiða verði seld til rafmagnsnotenda í gegn- iiin RARIK. Markmiðið er að búið verði að ganga frá sliku samkomulagi fyrir 1. júní. Ólafur Eggertsson bóndi á Þor- valdseyri og formaður Félags raf- orkubænda segir að nefnd sé að vinna í þessum málum núna.,,Þeg- ar samningar eru í höfn munu bændur sem eru að framleiða meira rafmagn en þeir nota sjálfir geta selt sína raforku." Ólafur segir bændur yfirleitt virkja nóg fyrir þá sjálfa og er stærð stöðvanna í samræmi við það. „Samningurinn getur valdið bylt- ingu að þessu leyti og menn munu sjá sér hag í að gera stærri virkjanir þegar þeir sjá fram á að geta selt orkuna annað." Ólafur segir að auk þessara viðræðna sé verið að vinna í tæknihlið málsins með aðstoð sérfræðinga. „Það er mjög mikill áhugi bæði hjá ráðamönnum og samningsaðilum pkkar á að finná lausn til að við getum tengst RA- RIK." Hann segir stærðir á virkjunum geta verið margvíslegar en meðalstórar virkjanir séu um 500 kW. Hann bendir þó á að í Svíþjóð sé minnsta virkjunin 3 kW. Ólafur telur að þróunin í þess- um málum hér verði svipuð og í nágrannalöndunum. „Það eru um 1.200 stöðvar í gangi í Svíþjóð og um 400 í Noregi. I Noregi varð næstum því skortur á rafmagni fyrir síðusm jól vegna álags. Þeir eru að flytja inn orku frá Danmörku og þar er hún framleidd með olíu og kolum. Ég held að í framtíðinni þegar rafmagnsnotkun eykst fari að muna um þá orku sem kemur frá bændum." Að undanförnu hafa forystumenn bænda fundað um allt land og kynnt bændum nýjan sauðfjársamning. Meðfylgjandi mynd var tekin í fundarhléi í Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi en þarna eru þeir Bjarki Karlsson, (t.v.) verknemi á Hjarðarfelli, og Högni Gunnarsson á Hjarðarfelli að njóta góðra veitinga. Það er hún Guðríður Kristjánsdóttir í Skógamesi sem heldur á mjólkurkönnunni. Á þessum fundi höfðu framsögu þau Gunnar Sæmundsson, stjórnarmaður i Bændasamtökum íslands, og Erna Bjarnadóttir, forstöðumaður félagssviðs BÍ. Fundurinn var fjölsóttur og stóð langt fram á nótt. Sjá nánar um sauðfjársamninginn á bls. 20 og nokkrar svipmyndir frá fundinum á bls. 19.___________________________________________ Ari Teitsson um sauðfjársamninginn Samningurinn hvetur bændur til betri búskaparhátta „Viðbrögð bænda við samning- um eru fremur jákvæð en þó hafa margir lýst yfir von- brigðum sínum með það að ekki fékkst meira fjármagn í samn- inginn. Auðvitað eru menn líka misjafnlega ánægðir með þá aðferðarfræði sem samningur- inn byggir á en þarna er gerð til- niiin til að sætta ólík sjónarmið. Sumir telja að samninginn hefði átt að laga meira að framleiðslu hvers og eins en aðrir eru þeirr- ar skoðunar að stuðningurínn hefði átt að fylgja greiðslumarki. Sú niðurstaða sem fékkst er málamiðlun," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands uni sauðfjársamninginn sem hefur verið kynntur að und- anförnu á fjölmörgum fundum um land allt. Kjörgögn vegna atkvæðagreiðslu verða send til viðkomandi aðila í þessari viku og gert er ráð fyrir að atkvæði verði talin um miðjan apríl. Ari sagði að á fundunum hefði komið fram að bændur teldu mik- ils virði að samningurinn gilti til næstu sjö ára. „Þessi samningur hvetur bændur til að búa skynsam- lega og framleiða góðar afurðir með skilgreindum hætti. Samning- urinn hvetur menn til aukins kynbótastarfs og bættrar umgengni við landíð." Gerir Ari ráð fyrir að margir muni nota tækifærið, staðfesti sauðfjárbændur samninginn, og hætti í greininni? „Eitt af markmiðum samningsins er að flytja þann stuðning sem greinin fær á færri hendur. Flestir eru sammála um að það sé ekki svigrúm innan greinarinnar fyrir alla þá sem eru að stunda sauðfjárrækt um þessar mundir. Ég á von á að þetta markmið samn- ingsins náist." Ef sauðfjárbændur staðfesta samninginn í atkvæðagreiðslunni • • • * » »*-* • ••••••»¦ »** • »•••••¦ bíður starfsmanna ráðuneyta og fulltrúa bænda mikið starf, en segja má að samningurinn sé útlínur að því hvernig ætlunin er að haga stuðningi og fyrirkomu- lagi sauðfjárræktarinnar næstu sjö árin. Þannig verður t.d. að breyta búvörulögum og setja reglugerðir sem kveða nánar á um ýmis atriði sem ekki voru frágengin í samn- ingum. „Á fundunum hef ég lagt áherslu á að sauðfjárbændur kynni sér samninginn og leggi sjálfstætt mat á innihald hans - og geri það sem þeir telja skynsamlegast," sagði Ari Teitsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.