Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. mars 2000 Btoikjuelil- isnámskeiO ð Fræðslunet Suðurlands gengst fyrir námskeiði í bleikjueldi í samvinnu við Hólaskóla á Kirkjubæjarklaustri dagana 7. - 9. apríl n.k. Námskeiðið er yf- irlitsnámskeið sem tekur á öllum þáttum ferilsins alveg frá grunni. Fyrst verður fjallað um náttúrulegar forsendur og síðan farið ítarlega yfir allan eldisferilinn frá seiði til afurða á markaði. Farið verður yfir arðsaemisútreikninga og nauð- synlegar rekstrarlegar forsend- ur, m.a. bókhald, reikningsskil o.fl. Samband garðyrkjubænda stóð fyrir skoðunarferð fyrir Búnaðarþingsfulltrúa milli funda á þinginu. Þar var m.a. skoðað Sölufélag garðyrkjumanna þar sem þessi mynd er tekin og virðist Arnór Karlsson njóta sín vel í þessum félagsskap. Frá vinstri: Sigríður Gestsdóttir, Hrauni II í Ölfusi, Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, Skarði í Þykkvabæ, Margrét Helga Steinsdórsdóttir, Stekkum II í Sandvíkurhreppi, Arnór Karlsson, Gerður Elimarsdóttir, Hólmum og Agnes Antonsdóttir, Hólmahjáleigu. „Bleikjueldi er vænleg búgrein þar sem aðstæður eru fyr- ir hendi og rétt að málum staðið," sagði Jón Hjartarson, forstöðu- maður Fræðslunets Suðurlands. „Þegar upp er staðið eiga menn að vera komnir með allgott yfirlit sem hver og einn getur nýtt sér til framhalds allt eftir því hvar menn eru staddir, að byrja uppbyggingu eða lengra komnir." Jón sagði bleikjueldi, ferða- þjónustu og rafvæðingu vaxtar- brodda í atvinnusköpun sveit- anna. „Það er alveg ljóst, að þó að nokkur kostnaður fylgi því að sækja svona námskeið, nám- skeiðsgjald og uppihald, þá fá menn það margfalt til baka í öruggari uppbyggingu og rekstri. Nauðsynlegt er að menn geti sjálfir lagt mat á aðstæður sínar, kunni að leita sér ráðgjafar og viti hvar hana er að fá. Félagslegi þátturinn er enn ótalinn en er ekki sá léttvægasti. A laugardags- kvöldinu er gert ráð fyrir opinni málstofu þar sem bleikjueldis- menn ásamt sérfræðingum ræða hin ýmsu mál sem varða atvinnu- greinina," sagði Jón sem veitir frekari upplýsingar í síma 480 5020. Samkomulag iim ræktun á íslensku hyggi Rannsóknastofnun landbúnað- arins, Landssamband korn- bænda, Kaupfélag Árnesinga og Mjólkurfélag Reykja- víkur hafa gert með sér samkomulag um ræktun á ís- lensku byggi sem ber ein- kennisheitið xl23-l. Ætlunin er að sannreyna í ræktun hjá bændum þann árangur sem til- raunir hafa sýnt. Landssamband kombænda tekur að sér umsjón með tilraunaræktuninni. Landssambandið hefur aftur gert samning við Kaupfélag Ámes- inga og Mjólkurfélag Reykja- víkur um dreifmgu á sáðkominu og innheimtu á kostnaði. Kombændur sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari tilraunarækt- un em beðnir um að snúa sér til einhvers af ofangreindum aðilum. Til ráðstöfunar verða 43 tonn af sáðbyggi. Þar sem hér um óskráðan efnivið að ræða verður sáð- komið einungis af- greitt eftir þátttökulista. Ætlað er að ræktendur greiði kostnaðinn af sáðkominu, en það hefur verið ræktað í Svíþjóð. Framleiðnisjóði bárust 232 formleg erindi á síðasta ári Sjóðurinn ó vnrulngan póK i eflingn nýbógreina Framleiðnisjóði bárust 232 formleg erindi á árinu 1999. Af þeim hlutu 168 erindi afgreiðslu með fyrirheiti um fjárstuðning en 48 var synjað. Nokkur erindi voru óafgreidd um áramót og enn önnur gáfu ekki tilefni til sérstakrar afgreiðslu. Langflest verkefni eru styrkt þannig að krafizt er verulegs mótframlags umsækjenda, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félög eða opinbera aðila. I fréttatilkynningu sem sjóðurinn hefur sent frá sér segir: „í ársskýrslu Fram- leiðnisjóðs er gerð grein fyrir starfi sjóðsins á árinu 1999 og þeim verkefnum sem hann hefur heitið stuðningi við en helztu viðfangsefnum sjóðs- ins er skipt í tíu flokka (sjá 6. kafla). Öll gefin fyrirheit em birt í töflum 3, 4 og 5 en at- hygli skal vakin á því að ekki er þar með sagt að framlag hafi verið greitt út. Utborgun hvers framlags er háð fram- vindu verkefnis og ekki verður heldur allt að vem- leika sem stefnt er að. I því sambandi er rétt að vekja at- hygli á skýringu nr. 8 í ársreikningi á skuldbinding- um utan efnahagsreiknings. Á fjárlögum fyrir árið eru 2000 sjóðnum ætlaðar 170,0 mkr. en alls er áætlað ráðstöfunarfé ársins um 270 mkr. Með starfi sínu á Framleiðnisjóður vemlegan þátt í eflingu nýbúgreina og hagræðingu á sviði Íandbúnaðar. Leitazt er við að ýta undir og styðja við þá nýsköpun og breytingu búhátta sem er að verða í sveitum landsins. Margt hefur áunnizt og fjölbrcytni í atvinnustarfsemi til sveita aukizt á und- anfömum árum. Sú aðlögun hefur vissulega ekki verið sársaukalaus en það hefur verið hlutverk Fram- leiðnisjóðs að létta undir með þeirri þróun en einnig að styrkja það sem fyrir er. í seinni tíð hefur stuðningur sjóðsins í vaxandi mæli beinst að viðfangsefnum sem varða þróun einstakra búgreina og landbúnaðarins í heild. Á síðasta ári opnaði Framleiðnisjóður heimasíðu á Alnetinu á slóðinni www.simnet.is/framlsj. Þar er að finna helztu upplýsing- ar um sjóðinn, þar á meðal ársskýrsluna. Prentað upplag hennar er því takmarkað en þess í stað vísað til hennar á „Netinu“.“ Ársskýrsla Framleiðnisjóðs landbúnaðarins fyrir árið 1999 er komin út. Hún hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi sjóðsins ásamt ársreikningum sjóðsins og Garðávaxtasjóðs. Framleiðnisjóður hefur það hlutverk að efla nýsköpun at- vinnu í sveitum og hvetja til hagræðingar í búvörufram- leiðslunni. Sjóðurinn hafði 311 mkr. til ráðstöfunar á s.l. ári, þar af 175,0 mkr. af fjárlögum auk 81 mkr. sem sérmerktar voru til loðdýraræktarinnar. Lögbundnar tekjur af fóður- tollum námu 51 mkr. ístex Reksturinn er í járnum en þá er gert ráö íyrir hagnaöi á árinu „Þó reksturinn hafi ekki gengið samkvæmt áætlun á síðasta ári og útlitið sé ekki gott með sölu hér innanlands, tel ég okkur eiga góða möguleika á að bæta afkomuna með aukinni sölu teppabands," sagði Guðjón Kristinsson framkvæmdastjóri ÍSTEX á aðalfundi fyrirtækis- ins, sem haldinn var á dögun- um. Áætlun ársins 2000 gerir ráð fyrir tekjum upp á 323 millj., sem er 7% aukning milli ára. Salan fyrstu 4 mánuðina er í takt við þá aukningu, en des- ember og janúar eru oft slakir í sölu, svo of snemmt er að segja til um hvernig sala einstakra af- urða þróast. Áætlaður hagn- aður þessa árs er 2,3 millj. svo ljóst er að reksturinn er í járnum og þolir engin skak- kaföll. Það er því nauðsynlegt að gæta fyllsta aðhalds, um leið og huga þarf að aukinni sölu og hærra afurðaverði. Guðjón sagði að ístex hefði frá upphafi átt gott samstarf við sauðfjárbændur og stjóm þeirra og fyrirtækið legði áherslu á að svo verði áfram. „...því íslenska ullin er forenda þess að reksturinn geti gengið. Sama má segja fyrir bændur að án ullarvinnslu hér á landi fengist lítið fyrir ullina,“ sagði Guðjón. Frá því í nóvember hefur ístex tekið á móti og metið um 570 tonn af haustull sem er sama magn og barst á síðasta ári. Mat hefur gengið vel og er því nánast lokið. Svo virðist sem haustull hafi dregist saman frá haustinu 1997 þegar samtals bárust 603 tonn. Guðjón sagði að gólfteppa- bandið gefi litla framlegð, en nauðsynlegt væri að reyna að auka sölu þess á meðan aðrir markaðir eru í lægð. „Þetta er gífurlega stór markaður og tiltölu- lega auðvelt að ná árangri í sölu til skemmri tíma og án mikils til- kostnaðar. Nú er verið að ljúka við framleiðslu á sendingu af gólfteppabandi sem unnið er úr sauðalitum eingöngu og verða teppin seld í Evrópu og Band- aríkjunum sem sérstök gæðavara. Fyrir þetta band fæst um 12% hærra verð og mun það skila sér fljótt í aukinni framlegð. Það sem af er þessa árs er umtalsverð aukning á sölu gólfteppabands og útlit fyrir að svo verði áfram, “sagði Guðjón. Samstanf hrossabænda og Landgnæöslunnar í beitarmálum Fagráð í hrossarækt hefur fyrir hönd Félags hrossabænda farið þess á leit við Landgræðsluna að hún geri drög að vottunarkerfi til að votta ástand beitilands hjá þeim hrossaræktendum sem þess óska. Vilji er til þess frá báðum aðilum að bæta ástand í hrossabeitarmálum en ástandið í þeim er að margra mati óviðun- andi bæði fyrir landið og hestamenn sjálfa. Bjarni Maronsson hjá Land- græðslunni segir að Fagráð í hrossarækt standi nú fyrir að koma upp gæðastýringarkerfi í hrossa- rækt. Hún byggist helst á góðu skýrsluhaldi og ættfærslum en að auki á góðri landnýtingu, heil- brigði og tamningu. Það er í land- nýtingunni sem Landgræðslan mun koma til aðstoðar með þetta vottunarkerfi. „Þá gætu bændumir óskað eftir að fá mat á sitt land og -vottun um að nýting, meðferð þess og ástand sé í lagi samkvæmt því kerfi sem verið er að þróa. Slíkt getur haft áhrif í þeim markaðs- heimi sem við lifum í núna þar sem menn munu frekar kaupa hross af þeim sem hafa allt sitt í lagi.“ Bjami tekur fram að hrossabændur ráða því sjálfir hvort þeir vilja koma inn í kerfið. „Þetta er í raun í takt við þá vistvænu vottun sem er að komast á land- búnaðarframleiðslu á Vesturlöndum." Hann segir hagsmuni hrossa- bænda og Landgræðslunnar falla alveg saman að þessu leyti. „Hross em víða of mörg, bæði mark- aðslega og fyrir landið. Það mætti einnig víða bæta beitarstýringu án þess að fækka hrossum og ná þannig meiri afrakstri af landinu. Eg tel að þetta ætti að ýta undir bætta beitarmenningu ef bændur vilja nýta sér þctta.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.