Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 Ráðstefna um erfðabreytt matvæli Hugsanleg áhnf erfOabre Iffvera il umhverfiO Við höfum lært af reynslunni að öflug tækni hefur margvísleg og oft ófyrirsjáanleg áhrif á um- hverfið og erfðatækni í matvæla- framleiðslu er þar engin undan- tekning. Þegar lífverum er breytt með því að flytja í þær ný gen er í flestum tilvikum verið að gefa þeim eiginleika sem þær hefðu ekki getað öðlast eftir náttúruleg- um Ieiðum og ekki heldur með hefðbundnum kynbótum. Þama er því um að ræða lífverur sem ekki hefðu getað orðið til nema fyrir til- stilli erfðatækninnar - þær eru nýjung í náttúrunni. Vegna þessa voru engar aðferðir tiltækar til að meta áhættuna þegar farið var að sleppa erfðabreyttum lífverum út í umhverfið. Hins vegar var til tals- verð reynsla af að meta hættu á öðrum sviðum, t.d. í efnaiðnaði, og var reynt að beita sömu aðferðum við lífverur og þar var gert. En lífverur hafa aðra eiginleika en kemísk efni; þær íjölga sér og skila nýjum eiginleikum til nýrra kynslóða. Hingað til hafa það eingöngu verið erfðabreyttar örverur og nytj- aplöntur sem sleppt hefur verið út í umhverfið. Erfðabreytt dýr eru höfð á afmörkuðum stöðum og þess gætt að þau sleppi ekki út. Reynsla af fiskeldi sýnir hins veg- ar að erfitt er að koma í veg fyrir að fiskar sleppi út í náttúruna. Áhrif erfðabreyttra lífvera á umhverfið fara eftir því hvaða lífvera á í hlut, hvaða eiginleikum hún hefur verið gædd og því vist- kerfi sem hún kemur til með að vera í. Þess vegna þarf að meta hvert tilvik og hveija lífveru. Þegar fyrst var farið að sleppa erfðabreyttum lífverum út í náttúruna beindu menn einkum sjónum að tilfærslu gena úr erfðab- reyttum lífverum í aðrar lífverur og flutnings eiginleika, t.d. þols gegn vamarefnum t illgresi, dreif- ingu lífveranna í náttúrunni, hæfni þeirra til að lifa af og jafnvel hafa betur í samkeppni við aðrar lífver- ur og áhrifum erfðabreyttra lífvera á líffræðilegan fjölbreytileika. Á tímabili dró úr áhyggjum manna þar sem ekkert kom fram sem benti til þess að erfðabreyttar lífverur hefðu neikvæð áhrif á um- hverfið. Nú er hins vegar orðið ljóst og viðurkennt að þegar erfðabreyttar plöntur vaxa innan frævunaríjarlægðar frá skyldum plöntum er óhjákvæmilegt að víxlfijóvgun geti átt sér stað. Þetta á m.a. við um repju sem á villta ættingja víða í Evrópu, þ. á m. teg- undir sem taldar eru illgresi. Gen sem stýra myndun á Bt- eitri, náttúrulegu vamarefni sem framleitt er af jarðvegsbakteríum, hafa verið flutt í margar nytj- aplöntur. I flestum þeirra er eitrið framleitt í öllum plöntuhlutum og rætur plantanna seyta því út í jarðveginn þar sem það situr á ' * virku formi á jarðvegsögnum mánuðum saman. Ekki er ljóst hvort þetta er neikvætt eða jákvætt, en það sýnir að miklu meiri rannsókna er þörf á ýmsum áhrifum erfðabreyttra lífvera á um- hverfið. Fiskum hefur verið erfðabreytt til að auka vaxtarhraða þeirra vem- lega og hafa þeir þann hag af stærðinni að þeir geta æxlast við fleiri fiska en ella. Einnig hefur fiskum verið erfðabreytt til að auka kuldaþol þeirra. Ef erfðab- reyttir fiskar sleppa út í náttúmna geta þessir nýju eiginleikar orðið til þess að þeir hafi betur í sam- keppni við skylda fiska. Til að koma í veg fyrir slíkt er hægt að gera þá ófijóa. Á svipaðan hátt er hægt að beita líffræðilegri afmörkun til draga úr eða koma í veg fyrir genaflæði, víxlfrjóvgun og önnur áhrif erfðabreyttra planta, þ.e. að koma í veg fyrir að lífver- umar fjölgi sér. Hægt er að gera fræ planta þannig úr garði að þau spíri ekki nema einu sinni og koma má í veg fyrir myndun fijóhnappa í sjálfsfrjóvgandi plöntum þannig að frævun fari ekki fram. Þessu síðar- nefnda hefur m.a. verið beitt við nokkur yrki af erfðabreyttri repju. Lífverum hefur líka verið erfðabreytt gagngert í þeim til- gangi að hafa jákvæð áhrif á um- hverfið. Örvemm og plöntum hef- ur m.a. verið erfðabreytt til að hreinsa upp spilliefni, þungmálma og aðra mengun úr jarðvegi. Áhrif erfðabreyttra lífvera á umhverfið geta þannig verið bæði jákvæð og neikvæð og hægt er að draga úr neikvæðum áhrifum eins og áður var lýst. Hins vegar sjáum við ekki fyrir öll áhrif erfðab- reyttra lífvera á umhverfið á þess- ari stundu. Við verðum því sífellt að vera á varðbergi, gefa gaum að öllum vísbendingum um óvænt eða neikvæð umhverfisáhrif og halda áfram að meta hverja nýja erfðabreytta lífvem áður en henni er sleppt út í umhverfið. Elíti Guðmundsdóttir, Hollustuvernd ríkisins BúvéMið ii Hvanneypi - gestagangur og góOir gripir 1999 Árið 1999 komu vel á fjórða þúsund gestir í Búvélasafnið á Hvanneyri. Tímabilið 1. júní -31. ágúst var safnið opið alla daga kl. 13- 18 en á öðmm tímum eftir þörfum. Þá var töluvert um heimsóknir á heimasíðu safns- ins (www.vesturland.is/buvelasafn) en þangað hafa komið nokkuð á 2. hundrað gestir á hveijum mánuði undanfarið. Vefsmiðja Vesturlands annast um heima- síðu Búvélasafnsins. Dagana 14. og 15. ágúst var efnt til sérsýningarinnar Ýtur í lífi þjóðar, með samvinnu safnsins við verktakafyrirtækið Jörva hf á Hvanneyri, Vegagerð ríkis- ins/Vegminjasafnið og Heklu hf. Ymsir fleiri lögðu sýningunni gott lið. Dregin var upp mynd af sögu beltavélanna við ræktun og samgöngubætur hérlendis, bæði með ríkulegu myndefni á sögusýningu sem og með beltavélum og tækjum frá ýmsum árum. Um 700 manns komu á þessa sýningu sem heppnaðist prýðilega. Nokkuð var unnið að uppgerð og lagfæringu eldri tækja, einkum jarðvinnslu- verkfæra frá dögum hestaflsins, en nú er reynt að þétta þann hluta Búvélasafnsins sem best. Búvélasafninu bættust margir góðir gripir á árinu. Safnið á velvildarmenn víða um land sem reynst hafa drjúgir við að útvega, gefa eða benda á forvitnilega gripi. Ekki er rúm til að geta alls safnaukans hér; nokkur dæmi verða að nægja: Grjótgálgi - frá Friðrik Brynjólfssyni í Austurhlíð í Blöndudal. Sá þekkti búnaðarfrömuður Guðmundur Jósafatsson, oft kenndur við Brandsstaði, notaði gálgann þar í sveitum bæði við ræktun og húsagerð. Mónafar - frá Ólafi Péturssyni í Stóru- Tungu í Dölum. Mónafarinn er líklega kom- inn úr smiðju Torfa Bjamasonar í Ólafsdal. Með áhaldinu var m.a. Ieitað að mó í jörðu. Það átti því sinn hlut í þyrmingu íslensku birkiskóganna. Járnsmíðaáhöld - Kolbeins í Stóraási í Hálsasveit, sem sonur hans, Magnús, færði safninu, en Magnús hefur fært safninu fleiri góða gripi, m.a. IHC-plóg fyrir W-4 frá blómatíð þeirra dráttarvéla á 5. áratug aldar- innar. Einhestis heysnúningsvéi með kömbum - frá Oddi Gunnarssyni á Dag- verðareyri við Eyjafjörð. Oddur gaf líka gaddþreskivél, komsláttuvél (hesta-), kornþreskivél og jjölyrkjan Trölla, svo og saxblásara frá fyrstu árum þeirrar tækni. Allt eru þetta hinir merkustu gripir. Forardæla - frá Anton Jónssyni að Naustum í Eyjafirði, sem einnig afhenti safninu merkilegan fornplóg, sem líklega er einn fárra arða sem til landsins bárust á seinni öldum. Þá fékk Búvélasafnið til tímabundinnar varðveislu frá Byggðasafninu í Görðum Lanz Alldog dráttarvél Sveinbjamar Bein- teinssonar á Draghálsi. Ennfremur Deutz- dráttarvél frá Haga í Skorradal. Þetta eru aðeins nokkur dæmi þeirra véla og verkfæra sem Búvélasafninu bámst á árinu 1999. Nefna má að ýmsir færðu safninu bækur og bæklinga um vélar fyrri tíðar, m.a. handbækur sem koma safninu að góðu gagni. Myndir bámst safninu, m.a. í tengslum við sýninguna Ytur í lífi þjóðar. Mikil vinna bíður við fullskráningu safngripa, en stefnt er að því að það verk verði unnið í forritinu Sarpur, sem Þjóðminjasafn íslands hefur haft forgöngu um að setja saman. Þannig verður skrá Búvélasafnsins felld að minjaskráningu ann- arra safna í landinu. Á það vonandi eftir að verða til mikils hagræðis fyrir notendur safnsins í framtíðinni. íslenskir safnamenn heimsóttu Búvéla- safnið þann 17. september síðastliðinn. I þeirri heimsókn hvatti Egill Ólafsson safnvörður á Hnjóti eindregið til þess að Búvélasafnið gerði einnig skil eldri verkháttum í landbúnaði, einkum jarðræktinni, og ræddi síðan hvemig það mætti gera. Engan gmnaði að Egill yrði all- ur innan fárra vikna. Nú viljum við vinna eftir þessari ábendingu Egils heitins, ekki síst með kennslu- og kynningargildi safns- ins í þágu landbúnaðarsögunnar í huga. Búvélasafnið á Hvanneyri þakkar gest- um sínum á árinu 1999 fyrir komuna og þá ekki síður öllum þeim sem færðu því gripi og fróðleik af öðm tagi. Án athygli og áhuga allra þessara aðila væri gmndvöllur Búvélasafnsins á Hvanneyri ósköp veikur. Um leið biðjum við enn alla þá sem vita af gripum eða öðmm heimildum sem átt gætu erindi við Búvélasafnið að hafa samband við okkur. Síminn er 437 0000 og netfangið bjamig@hvanneyri.is Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.