Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. mars 2000 Landbúnaðarlíf íaur erfðatilrauna ...aran Dýralæknirinn svarar spumingum lesenda Nokkrir dýralæknar hafa fallist á að svara spurningum bænda um ýmislegt er varðar heilbrigði búsmala. Þeir bændur sem vilja koma spurningum á framfæri eru beðnir um að hafa samband við blaðið en einnig geta þeir sent fax eða tölvupóst. Faxnúmer og netfang er að finna á bls. 4. Að þessu sinni erþað Grétar Hrafn Harðarson, tilraunastjóri á Stóra Ármóti sem svarar spurningu skagfirsks bónda. Klaufsperra er að verða áberandi ífjósinu hjá mér. Hver er orsökin og hvernig er hœgt að koma í veg fyrirþennan sjúkdóm? Það er rétt að klaufsperra eða kvikubólga í kúm er nokkuð algeng. Einkum sést þetta í fyrsta kálfs kvígum fyrir eða fljótlega eftir burð. Helstu ein- kenni eru þau að kýrin er greinilega sárfætt, hún liggur mikið og veigrar sér við að standa upp. Þegar upp er komið tvístígur hún, skáleggur fætur eða reynir að teygja framfætuma fram þannig að þung- inn komi sem mest á hælana. Kýrin leggur fljótt af og mjólkar lítið. Þegar sjúkdómurinn er vægari em einkennin óljósari. Klaufsperra er oftast afleiðing af bólgum í vinst- ur. Líkja má þessum sjúkdómi við magasár eða magabólgur hjá nútímamanninum. Þetta er nokkurs konar stress sjúkdómur, þar sem margir utanaðkom- andi þættir valda áreiti. í fyrsta lagi veldur burðurinn miklu líkamlegu álagi bæði tengdu burðinum sjálfum og einnig vegna þeirra miklu breytinga sem verða á efnaskiptum likamans þegar mjólkurmynd- um hefst. í öðru lagi er mikil breyting á fóðrun á þessu tímabili þegar við eldisfóðrun bætist aukin fóðrun til að mæta þörfum mjólkurmyndunar. Og í þriðja lagi er oft um umhverfisbreytingar að ræða hjá kvígum þegar þær koma inní kúahópinn. Fyrirbyggjandi aðgerðir miðast að því að draga úr þessu áreiti. Kvígumar þurfa að venjast kúnum í hópnum og nýju umhverfi. Það er eðlilegt að kvígumar fái að vera með kúnum síðastu mánuðina áður en þær bera og að bóndinn leggi sig fram við að spekja og venja kvígumar við það sem koma skal. Það er einnig mjög mikilvægt að venja kvígur við kjamfóður síðasta mánuðinn fyrir burð. Varast skal þó að auka hlut kjamfóðurs mjög skart eftir burð og aldrei skal hlutur kjamfóðurs fara yfir 60% af heild- arfóðri. Ef kvíga eða kýr veikist af kiaufsperm þarf að bregðast fljótt við. Oft er gott að snyrta klaufir þann- ig að stuðningur náist undir klaufbotnana og þar með tábeinin. Með sama markmið í huga er nauðsynlegt að undirlagið sé mjúkt. Bólgueyðandi lyf hjálpa einnig mjög mikið, ef þeim er beitt um leið og einkennin birtast. Ef sjúkdómurinn er látinn afskiptalaus losnar um tábeinin og afleiðingin verður langvarandi eymsli í fótum, vanþrif og litlar afurðir. Villtar kanínur - Upplýsinga úskað Á vegum Náttúrufræðistofnunar íslands er reynt að afla upplýsinga um kanínur úti í náttúmnni, hvort sem er í þéttbýli eða strjálbýli. Einkum er leitað eftir upplýsingum um (1) hvar á landinu kanínur hafa sést, (2) hvenœr þœr sáust, (3) hvort þœr sjáist enn á staðnum eða (4) hve lengi þcer héldust við. Einnig vœri gott að vita (5) hvernig kanfnurnar kom- ust út í náttúruna og (6) hvað varð til þess að þœr hurfu. Kanínur hafa verið lengi hér í landinu sem gæludýr, og þær hafa oft verið fluttar inn til loðdýraræktar eða kjötframleiðslu. Fyrir 1940 var kanínum til dæmis sleppt út í náttúruna lil þess að ná þeim síðar og nýta skinnið og kjötið af þeim. Þá er gæludýrum hleypt út eða þau sleppa úr haldi. Kanínur hafa sést víða um land úti í náttúmnni síðustu hundrað árin. Þeirra hefur til dæmis orðið vart í Svarfaðardal, við Ólafs- fjarðarmúla, inn í Eyjafirði, í Aðal- dalshrauni, Hengli, Hafnarfjarðar- hraunum og Miðfirði, á Snæfells- nesi og ýmsum stöðum í nágrenni Reykjavíkur. Kanínur virðast lifa góðu Iífi í Öskjuhlíð í Reykjavík og Kjamaskógi við Akureyri. Fyrmm voru kanínur í Breiðafj- arðareyjum og Vestmannaeyjum. Vonast er til að þeir sem hafa séð viiltar kanínur eða heyrt af þeim láti undirritaðan vita, ásamt Bamdablaðsmynd: Trausti Tryggvason. tilheyrandi upplýsingum, hvort sem er símleiðis, bréfleiðis, með tölvupósti eða á faxi. Ævar Petersen Náttúrufrœðistofnun Islands, Hlemmur 3, 125 Reykjavík Sítni: 5629822; fax: 5620815; tölvupóstur: aevar@ni.is. Er Guðjón starfsheiti? Páll Lýðsson, sagnfræðingur og bóndi í Litlu-Sandvík fiutti ræðu í hófi sem efnt var til vegna afmælis Mjólkurbús Flóamanna, en MBF var stofnað 28. febrúar 1929. Ræðan erbirt í tímaritinu Mjólkurmál. JsTi Ur „ ymsum 1 áttum Ein saga sem þar er sögð hljóðar svo: „Guðjón (Sveinbjömsson, bóndi í Uppsölum innsk. Bbl.) sagði mér að þeir Uppsalamenn hefðu við upphaf Mjólkurbúsins farið að flytja mjólkina á hestum. Menn vom þá svo fátækir að þeir gátu fyrst ekki eignast brúsa til skiptanna. Því þótti betra að fara með mjólkina beint í búið, hvolfa úr brúsunum í vigtina og taka svo tæmdu brúsana heim til að nota þá næsta kvöld og morgun. Þessir flutningar voru frá öllum nágrannabæjum við Mjólkurbúið. Guðjón sagði mér að það hefði komið fyrir að þeir fimm nafnamir hefðu komið með mjólk til búsins, auk hans þeir Guðjón á Reykjavöllum, Guðjón vinnumaður í Laugardælum (síðar bóndi á Bollastöðum), Guðjón í Þorleifskoti Vigfússon (síðar sérleyfishafi og byggingamaður í Reykjavík) og stundum Guðjón gamli Tómasson á Dísarstöðum. Þegar þeir vom spurðir að nafni kváðust þeir allir heita Guðjón. Sumir Dananna sem störfuðu í mjólkurbúinu kváðu þá ljúga þessu, en aðrir héldu bara að þetta væri starfsheiti mjólkurpóstanna.“ Bóndi heimsækir vélasala og spyr hvenrig gangi. „Ekki of vel,“ segir vélasalinn. „Ég hef ekki selt einn einasta traktor í tvær vikur. Hvenrig gengur hjá þér?“ „Sko,“ segir bóndinn, „í morgun var ég að mjólka kúna mína, Huppu, en hún var alltaf að slá í hausinn á mér með halanum. Svo að ég náði í spotta og batt halann við þverbita á básnum. Ég hélt áfram að mjólka og þá fór hún að sparka í mig með annarri afturlöppinni. Ég tók því spott- ann og batt löppina viö hlið bássins. Ég reyndi að halda áfram að mjólka hana en þá fór hún að sparka í mig með hinni löppinni svo að ég batt hana við hina hlið bássins." „Og hvað svo?“ spyr vélasalinn. „Ég skal semja við þig,“ sagði bóndinn. „Ef þú getur sannfært konuna mína um að ég hafi í raun og veru verið að reyna aö mjólka kúna, skal ég kaupa af þér traktor!" Að tala með líkkistu að vopni Hvernig ber að koma sér og sfnum málum á framfæri? Grímur hefur lengi velt því fyrir sér. Hann fór á sínum tíma á námskeið í framsögn en hafði fátt upp úr því annað en vonbrigði. Kennarinn vildi að Grímur veifaði handleggjunum eins og trjágreinum í tólf vindstigum - milli þess sem hann lækkaði og hækkaði tóninn. Þetta var erfitt en nú vildi Grímur ekki vera án þessarar lífsreynslu. Hann brúkar að vísu ekki tæknina sem honum var kennd og er enn vonlaus ræðumaður. Það má meðal annars merkja af því að fólk verður svo einkennilega fjarrænt á svipinn þegar Grímur hefur upp raust sína. Sumir telja flugur en öðrum virðist líða í brjóst. Nokkuð er sem sagt liðið frá því að Grímur uppgötvaði að námskeiðið á sínum tíma var óttalega innantómt, gagnslítið. Leiðbeinandinn var sennilega ekki nógu hugmyndaríkur en vonandi les hann Austra, sem er prýðilegt blað; gefið út á Egilsstöðum. Jón Kristjánsson, alþingismaður, ritar í síðasta blað pistil sem ber heitið „í dagsins önn.“ Jón var með uppskrift að athygli í pistli sínum. Nú eiga ræðumenn ekki að baða út öllum öngum eða leika á raddböndin eins og óperusöngvari. Nei og aftur nei. Ræðumenn eiga að leggja áherslu á dramatíska myndtúlkun og hafa dauðann sem endapunkt. Þetta hljómar hroðalega en er alveg satt. MEP SEINNI 30LLANUM Jón segir í pistli sínum: „Það var ráðstefna í Háskóla íslands um landgræðslu og landnýtingu og fræðimaður á þessu sviði flutti erindi um nýtingu hálendisins og beit á afréttum. Taldi hann að þessi mál mundu ekki komast í gott lag fyrr en núverandi kynslóð stjórnmálamanna væri komin undir græna torfu og síðasta myndefnið sem sýnt var með erindinu var af líkkistu sem verið var að bera í kirkjugarð.“ Fræðimaðurinn sem Jón talar um heitir annars Ólafur Arnalds og starfar hjá RALA. Jón var eitthvað að hnýta í Ólaf fyrir aö vera fordómafullur og kunna ekki að bera mál sitt á borð á kurteisan hátt, en þar fer Jón villur vegar. Ólafur kann þá list - veit hvernig menn eiga að búa mál sitt í þannig búning að eftir er tekið. Hver nennir að telja flugur þegar það er boðað að núverandi alþingismenn þurfi að hafa fengið himnavist áður en landgræðslumál komast í gott lag? Grímur veit að það mátti heyra mófugl hnerra þegar Ólafur kom með líkkistuna á tjaldið. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem það er boðað að heil stétt manna, 63 í þessu tilviki, þurfi að fara yfir móðuna miklu svo tiltekið mál komist í gott lag. Ætli Davíð viti af þessu merka innleggi í þjóðmálaumræðuna?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.