Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 28. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Kynning á bæjum sem taka á móti leikskóla- og grunnskólabörnum í vor Eins og síðastliðin þrettán ár hafa Bændasamtök íslands milligöngu um heimsóknir grunnskóla- og leikskólabarna á sveitabæi. í vor munu ábúendur fimm bæja í nágrenni Reykjavíkur, auk eins í Eyjafirði, taka á móti börnum í heimsókn. Kennarar barna í 2. og 3. bekk á suðvesturhorninu og í Eyjafirði eiga að hafa fengið bréf með upplýsingum þar að lútandi. Hið sama gildir um stjórnendur leikskóla. Upplýsingar um bæina má sjá hér á síðunni. í fyrra tóku sex bæir á móti börnum, en þá komu 3.370 grunnskólabörn í heimsókn, 8.014 leikskólabörn og 3.193 fullorðnir! GRJÓTEYRI Kjósarhr., 270 Mosfellsbær. Símar 566 7015, 894 2231 og 566 7002. Fjarlægð frá Reykjavík um 50 km. Ábúendur: Hildur Axelsdóttir og Kristján Finnsson. Hildur er fóstra að mennt og rekur leikskóla í Ásgarði. Kristján er búfræðingur frá Hvanneyri. Vinnumenn: Ómar 15 ára, Birgitta frá Dan- mörku. Bústofn og húsdýr á Grjóteyri: Nautgripir: 40 mjólkurkýr, álíka af geld- neytum (kálfum, nautum, kvígum). Kýmar eru venjulega í fjósi fram yfir miðjan júní. Hross: 20-30 hross, bæði tamin reiðhross og trippi. Folaldsmeri. Böm komast stundum á hestbak. Sauðfé: Um 100 vetrarfóðraðar kindur, þar af 4 fullorðnir hrútar. Sauðburður stendur mestallan maí. Hundar: Tína og Salka. Geitur: Huðna, hafur og kiðlingur. Hús, tæki, vélar: Bömin geta skoðað fjós, fjár- hús, hlöðu, mjólkurhús með kælitanki o.fl. Þau geta skoðað annað fóður, helstu vélar og tæki. Grjóteyri og næsta nágrenni: Grjóteyri er við rætur Esju og stendur við Meðalfellsvatn. Þeir sem ganga yfir fjallið koma iðulega niður þar. Böm hafa gaman af að skoða fjallshlíðina og fara niður að Flekkudals- á. Góð aðstaða til útileikja og nestisdrykkju á báðum stöðum ef vel viðrar. Þægilegt er að fara Kjósarskarðsleið aðra hvora leiðina til og frá Kjósinni. Góð aðstaða er til að drekka inni. MIÐDALUR Kjósarhr., 270 Mosfellsbær. Sími 566 6834. Fjarlægð frá Reykjavík um 40 km. Ábúendur: Guðmundur Davíðsson, Svanborg Magnús- dóttir. Böm í Miðdal: Hjalti Freyr 14 ára, Ólöf Ósk 11 ára og Andrea 9 ára. Bústofn og húsdýr í Miðdal: Nautgripir: 30 mjólkurkýr, álíka af geld- neytum og kálfum. Kýmar em venjulega í fjósi fram yfir miðjan júní. Hross: 20 hross em á bænum og von er á 4 folöldum í vor. Bömin komast stundum á hest- bak. Sauðfé: Um 30 vetrarfóðraðar kindur ásamt vel hymdum hrútum. Sauðburður stendur mestallan maímánuð. Hundar: ísienskir hundar, Njála og Millý. Einnig Border Collie, Erró. Fiðurfé: íslenskar hænur. Kettir: Grima, Skræpa, Skrítla. Hús, tæki, vélar: Bömin geta skoðað fjós, fjár- hús, hlöðu, rúllur og hesthús. Mjólkurhús, mjólkurtank, mjaltavélar, dráttarvélar og hey- vinnuvélar má skoða. Miðdalur og næsta nágrenni: Miðdalur stendur við Eyrarfjall í samnefndum dal milli Eyrarfjalls og Esju. Auðvelt er að ganga upp á Eyrarfjall fyrir ofan bæinn. Um dalinn rennur Miðdalsá. Vegurinn inn dalinn byrjar við Kiðafellsá og hægt er að fara áfram niður á Vesturlandsveg við Fell. Skammt er í stórfenglegt gil sem heitir Kerlingagil. ÞÓRSISSTAÐIR Sími: 462-4471 Á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd er rekið hefðbundið kúabú. Fyrir því standa hjónin Inga Ámadóttir og Stefán Tryggvason ásamt fjómm sonum sínum. Þeir era: Tryggvi Sturla 17 ára, Ámi Steinar 16 ára, Þórir Steinn 8 ára og Am- aldur Starri 3ja ára. Inga og Stefán hafa búið á Þórisstöðum í rúm sjö ár og á þeim tíma m.a. unnið að því að skapa aðstæður til að geta tekið á móti gestum og gefið um leið raunsanna mynd af íslenskum landbúnaði eins og hann er nú stundaður víða um land. Þau vora frá byrjun með í verkefninu „Bændur bjóða heim“ og taka skipulega á móti ferðamönnum allt sumarið. Þórisstaðir liggja við þjóðveg nr. 1 u.þ.b. 10 mínútna akstur fyrir norðan Akureyri að austan- verðu. Land jarðarinnar liggur frá sjó og upp í Vaðlaheiði. Skjólgóður skógarreitur er á bænum með bæjarlæk og er vinsælt að borða nestið þar þegar skóla- og leikskólabömin koma í heimsókn. Á búinu er sem fyrr segir rekið hefðbundið kúabú með ríflega þrjátíu mjólkurkúm og því era hús og vélar sem tengj- ast jarðyrkju, heyskap og mjólkurframleiðslu til staðar á búinu. Auk nautgripa á öllum aldri era flest íslensku húsdýrin til sýnis og er sérstak- lega leitast við að ungviðið fái notið sín. Stefán bóndi notar vetrartímann til smíða á ýmis konar handverki úr náttúraefnum, einkan- lega íslenskum trjám, og rennir skálar og aðra hluti. Hann sýnir krökkunum verkstæðið og vinnubrögðin við rennibekkinn þegar tími vinnst til. ÞORLÁKSSTAÐIR Kjósarhr., 270 Mosfellsbær. Símar: 5667045, 8523080 og 8997045. Fjarlægð frá Reykjavík um 50 km. Vegur nr. 461. Ábúendur: Unnur Jónsdóttir og Bjami Kristjánsson. Bjami er búfræðingur frá Hvanneyri. Þau hafa reynslu af að taka á móti bömum. Böm á Þorláksstöðum: Ágúst 16 ára. Bústofn og húsdýr á Þorláksstöðum: Nautgripir: 35 mjólkurkýr, um 40 geldneyti (kálfar, naut, kvígur). Kýmar era venjulega í fjósi fram yfir miðjan júní. Hross: 40 hross, bæði tamin reiðhross og trippi. Folaldsmeri. Böm komast stundum á hestbak. Sauðfé: Um 20 vetrarfóðraðar kindur, þar af 2 hrútar. Sauðburður í maí. Hundar: Pjakkur, Pfla og hvolpar. Kettir: Kolla, Ljúfur, Skvetta, Gribba og Páfi. Hús, tæki, vélar: Bömin geta skoðað fjós, hesthús, hlöðu, mjólkurhús með kælitanki, mjaltabás o.fl. Þau geta skoðað annað fóður, helstu vélar og tæki. Þorláksstaðir og nágrenni: Þorláksstaðir era í miðjum Laxárdal, beint á móti Reynivöllum við rætur Meðalfells, Laxármegin. Vestan við Meðalfellsholt liggur vegur norður yfir Meðalfellið og austur með því að norðan. Eftir honum er farið að Þorláksstöðum. Beggja megin í dalnum era bæir, að norðan er grannskólinn Ásgarður, kirkjustaðurinn Reynivellir og sumarbúðir KFUK, Vindáshlíð. Góðar gönguleiðir um ása og meðfram Laxá. Aðstaða er mjög góð til nestisdrykkju inni í hlöðu ásamt skemmtilegu svæði til útivera og leikja. BJARTEYJARSANDUR Hvalfirði, 301 Akranes Símar 433 8851, 891 6626 og 854 1751. Fjarlægð frá Reykjavík 72 km. Ábúendur: Siguijón Guðmundsson og Kolbrún Eiríksdóttir og hófu þau búskap árið 1973. Amheiður Hjörleifsdóttur landfræðingur og kennari sér um móttöku bama. Bústofn og húsdýr á Bjarteyjarsandi: Nautgripir: 1 kálfur Hross: 6 Sauðfé: 500 kindur og hrútar. Sauðburður í maí. Hundar: Prins og Týr Fyrirhugað er að bæta við fiðurfénaði. Æðarvarp er í fjöranni. Ferðaþjónusta hefur verið stunduð á jörðinni síðan 1995 og þar era nú 7 sumarhús og skipulagðar lóðir fyrir önnur 20. Jafnframt era þar 1980 rúmmetra hlaða, vinnuvélaverkstæði og rúmgóð geymsluhús. Farið verður í ljárhúsin, en auk þess verður boðið uppá stutta gönguferð, hugarhægð í gamalli hlöðu, náttúraleiki og fjöraferð. Jafnframt verður bömunum boðið upp á að gróðursetja sín eigin tré, nefna þau og merkja. Bjarteyjarsandur og nágrenni Bjarteyjarsandur er jörð á innanverðri Hvalfjarðarströnd og er nafnið dregið af eyju skammt utan af landi. Jörðin hefur verið í ábúð sömu ættar síðan 1887. Sniðugt er að fara sem leið liggur, eftir heimsókn á Bjarteyjarsand, um Hvalfjarðargöng til Reykjavíkur. Litlu munar í km. talið og ekki spillir að hafa stórkostlegt útsýni yfir Hvalfjörðinn. Þeir sem ákveða að heimsækja þessa bændur þurfa að greiða þeim kr. 200 fyrir hvern gest. Best er að umsjónarmaður hópsins sjái um að safna saman í þessa greiðslu áður en komið er á staðinn. Sami þarfa líka að fylla út heimsóknareyðublað og afhenda það bóndanum. Þess má geta að um virðisaukaskattskylda greiðslur er að ræða. Á vef landbúnaðarins á Internetinu www.bondi.is er að finna efnisflokk sem ber nafnið „Heimsókn í sveitina" og þar undir eru flokkarnir „Sveitaheimsóknir skólabarna" og „Fræðsluefni" sem hafa að geyma efni varðandi þessar heimsóknir og um lífið í sveitinni. Kennarar eru beðnir að hafa sjálfir samband við bæina og sammælast um dag- og timasetningar heimsókna. Þar sem þessar heimsóknir hafa verið mjög eftirsóttar eru þeir kennarar sem áhuga hafa hvattir til að hafa samband við bæina sem fyrst. Um er að ræða tímabilið l.maítil 10. júní. Það er óþarfi að taka með sér drykkjarföng. Gestum verður boðið upp á mjókurdrykki þegar nestið verður tekið upp. Eins og sjá má er einkum verið að höfða til skóla á Suð- vesturhorni landins og á Eyjafjarðarsvæðinu. Á liðnum árum hafa bæir utan þessara svæða einnig tekið á móti börnum með milligöngu Bændasamtaka íslands en svo er ekki í ár.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.