Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 28. mars 2000 BÆNDABLAÐIÐ 17 Loðdýraræktin Hvar liggja sóknarfcerin í því að bœta fóðurframleiðsluna frá því sem hún er í dag? Er einhver raunhœfur möguleiki fyrir ykkur að taka upp samstarf á þessu sviði við loðdýrabœndur á Héraði? Sóknarfærin liggja helst í því að tryggja gæði fóðursins og reyna að vera á hverjum tíma að framleiða fóður eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar eru þar um af færustu sérfræðingum í heiminum. Fóðurverðið skiptir gríðarlegu máli varðandi afkomu búanna og því verður að beita öllum ráðum til að ná því niður, án þess þó að taka nokkra áhættu varðandi gæðin. I þessu sambandi má t.d. nefna hvort það sé eðlilegt að fóðurstöðvamar séu látnar borga fyrir hluta þess hráefnis sem þær fá hjá sláturhúsunum - það hráefni sem sláturhúsin þyrftu annars að farga með tilheyrandi kostnaði! Vel getur komið til greina samvinna við loðdýrabændur á Héraði varðandi fóðurgerð. Raunar eru viðræður þar að lútandi fyrirhugaðar. Það er augljóst að við verðum að reyna að ná fram hagræðingu í fóðurframleiðslunni á þessu svæði til þess að lækka fóðurkostnaðinn og reyna að tryggja stöðugleika í fóðurgæðunum. Hagræðingaraðgerðir eins og þær sem hér er verið að velta fyrir sér eru að sjálfsögðu mikið undir því komnar hversu trúaðir forsvarsmenn lánastofnanna eru á að við ætlum út í raunhæfar aðgerðir. Vopnfirskir bændur munu þó tæpast fara í vafasamar aðgerðir þar sem fóðurstöðin héma er tiltölulega lítið skuldsett og staða okkar því ekki svo slæm að menn vilji taka mikla áhættu varðandi stöðina. Sem fyrirmynd að hugsanlegum aðgerðum horfum við vitanlega til þess sem gert var þegar fóðurstöðin á Húsavík var lögð niður og bændur af hennar svæði fóm að kaupa fóður frá Sauðárkróki. Til þeirra aðgerða var varið allnokkmm fjármunum og við teljum að ef við fáum viðlíka fyrirgreiðslu sé það alveg þess virði að skoða þetta nánar. Það ber þó að hafa í huga að við búum við erfiðar vetrarsamgöngur hér á þessu homi landsins. Ráðamönnum hefur ekki virst nægileg þörf á því að bæta samgöngur hér eða sem líklegra er að hér séu ekki nógu mörg atkvæði til að það borgi sig að leggja peninga í samgöngubætur. Vopnfirðingar hafa tekið virkan þátt í fóðureftirlitinu á HVE. Hvernig hefur ykkur líkað þessi þjónusta og hvað segið þið um framtíðareftirlit í fóðurframleiðslu hér á landi? Það er trú okkar og von að fóðureftirlitið á Hvanneyri sé komið til að vera. Þar er fag- lega að hlutunum staðið og svo virðist sem menn séu að ná vel utan um verkefnið. Á því er enginn vafi að eftirlit sem þetta getur gert mikið gagn, bæði til að veita fóðurfram- leiðslunni aðhald og til að safna reynslu- tölum sem geta nýst í framtíðinni. Varðandi framtíðareftirlit í fóðurframleiðslunni hér á landi er það helst að segja að þar geta menn stytt sér leið með því að notfæra sér reynslu sem safnast hefur varðandi málið í grann- löndum okkar. Stefna ber að því að fóður- eftirlitið hér á landi verði a.m.k. jafn virkt og eftirlitið í Danmörku. Því er á stundum haldið fram að fram- farir hafi verið almennt hœgari í greininni hér á landi en í samkeppnislöndunum. Þetta á við um bœði gœði og stcerð dýranna. Eru þið sammálaþessu? Það kann vel að vera að framfarir hafi vepð hægari hér á landi en annarsstaðar, Það sem sárast er að horfa upp á er að mönnum hefur almennt hvorki tekist að ná danska meðaltalinu fyrir stærð eða gæði. Þess ber þó að geta að til eru þeir bændur sem hafa lagt sig fram við val fyrir stærð og náð þar góðum árangri. Því miður eru þetta þó einungis fáir bændur. Því miður vegna þess að það er tiltölulega einföld ræktun sem liggur því að baki að stækka minkana. Hvað gæðin varðar er íslenska framleiðslan of slök og fá teikn á lofti um stórkostlegar breyt- ingar þar á. Sem betur fer eru þó til fram- leiðendur sem skila allt að viðunandi hagstæðra lána frá Framleiðnisjóði. Til verk- efnisins fengust engir styrkir enda ekki um þá sótt. Það er óeðlilegt þegar einstaklingar standa að slíkum innflutningi að í hann sé lagt almanna fé, það er einungis réttlæt- anlegt ef allir hafa jafnan hag að aðgerðinni. I heild bættu innfluttu dýrin stofninn, en ávallt verður þó að hafa í huga að í hóp sem þessum eru alltaf misjafnir einstaklingar og því ekki allt hæft til áframhaldandi ræktunar frekar en dýr af íslenska stofninum. Það er ekki trygging fyrir gæðum að dýrið sé inn- flutt. árangri. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þá sem hafa staðið í fararbroddi í grein- inni að sjá að 50-70% framleiðslunnar hjá alltof mörgum bændum skuli fara í tvo lökustu gæðaflokkana. Fyrir nokkrum árum fluttuð þið inn dýr til rcektunarstarfsins. Hvernig gekk þessi innflutningur og livernig teljið þið að þessi mál muni þróast íframtíðinni. A bara hver og einn bóndi að vera með sitt inn- flutningsbú? Innflutningurinn gekk mjög vel. Þess má geta að bændur í Vopnafirði báru allan kostnað af þessum innflutningi en nutu þó Eitt innflutningsbú ætti að vera fyrir allt landið. Það gæti hugsanlega verið sameign allra loðdýrabænda. Þangað ætti að flytja inn úrvals kynbótadýr a.m.k. annað hvert ár. Tryggja þarf jafnan aðgang allra loðdýra- bænda að dýrunum frá slíku búi. Faglega verður að standa að úthlutun dýra frá svona búi til þess að tryggja eins og kostur er að dýrin skili bændum framförum. Hvaða minka- og refaafbrigði eru rœktuð í Vopnafirði og hvaða afbrigði er hagkvcemast að búa með? Af ref er einungis alinn silfurrefur. Hvað minkinn varðar eru brúnu afbrigðin Nú eru starfrækt fimm loðdýrabú í Vopnafirði. Öll hafa þessi bú verið starfrækt í um eða yfir 15 ár í mink og ref. Á fjórum búanna eru einu loðdýrin minkar en á því fimmta eru einungis silfurrefir. Er þar um að ræða eina hreina silfurrefabúið í landinu. Fóðrið er framleitt í Eldisfóðri h/f, fóðurstöð á ✓ Vopnafirði. I dag kostar fóðrið heim komið 21,50 kr/kg, og greiða allir bændur sama verð. Á síðasta ári var notkunin 46 - 48 kg/ af fóðri á hvert framleitt minkaskinn. Bændablaðið fór á stúfana og ræddi við bræðuma Bjöm og Gauta Halldórssyni ,íEngihlíðunLloðdýraræktina,. . , .. .. »:i»,.t l.. uppistaðan, scanbr/glow ca. 40% og mahogany 25%. Svartminkur er einungis um 5%, af hvítmink er heldur meira eða ca. 8% og afgangurinn 15-20% er síðan Safír, Blue Irish, Silverblue, Palomino og Perla. Þessi síðastnefndi hópur ásamt hvítmink fer ört stækkandi. Eins og staðan er í dag og hefur raunar verið s.l. 10-12 ár hefur verið hagstæðast að búa með Blue Irish og Safír. Þessir litir hafa gefið yfir 30% hærra meðalverð en svartminkur á framangreindu árabili. Vegna hins góða verðs sem verið hafði á þessum litum fluttum við inn nokkra högna af þessum afbrigðum veturinn 1995. Þar sem það er talsvert flókið dæmi að búa til hreinan stofn úr örfáum högnum hefur verkefnið tekið nokkum tíma en nú er orðinn til ansi álitlegur stofn af þessum litum hér í Vopnafirði. Á síðustu ámm hefur verð á hvítmink og raunar öllum ljósum mink hækkað mikið miðað við brún og svört skinn. Þetta er þróun sem væntanlega er komin til að vera a.m.k. í nánustu framtíð vegna breytinga í tískuheiminum. Nú er verðmunurinn slíkur á þessum litum og hefðbundnu brúnu og svörtu litunum, að það er jafnvel hagstæðara að búa með hvítmink en bláu litina. Hvernig finnst ykkur Dan-mink skýrsluhaldskerfið nýtast í rcektuninni? Það er augljóst að þar sem þetta kerfi er þróað af færustu sérfræðingum í loðdýra- kynbótum, undir gagnrýni bestu bænda í Danmörku, þá hlýtur það að geta skilað okkur miklum framfömm. Möguleikamir em mjög miklir, en til þess að nýta kosti kerfisins þarf að viðhafa skipuleg vinnubrögð við öflun þeirra upplýsinga sem em gmndvöllur allra útreikninga. Hvað okkur varðar þá sjáum við umtalsvarðar framfarir í þeim ræktunarþáttum sem við höfum lagt mesta áherslu á eftir að við fengum Dan-mink. Leiðbeiningaþjónustan. Hverju hefur hún skilað? og/eða er einhver þörf á henni? Þörfin fyrir öfluga leiðbeiningaþjónustu er gnðarleg en það er því aðeins ástæða að halda henni gangandi að hún skili bændum a.m.k. þeim fjármunum sem til hennar er varið. Þegar við reynum að meta hverju hún hefur skilað okkur er raunhæfast að skoða stöðu greinarinnar hér á landi samanborið við önnur lönd. Því miður verður það að segjast eins og er að greinin hefur lítið eða ekkert bætt sína stöðu, miðað við samkeppnislöndin, á seinni ámm. Hveiju um er að kenna er erfitt að segja til um. Líklega er þó sök okkar bændanna mest. Við höfum ekki borið gæfu til að nýta rétt öll þau tæki sem tiltæk eru til að ná sömu eða meiri framfömm en samkeppnisaðilar okkar. E.t.v. hefur leiðbeiningaþjónustan ekki staðið sig sem skyldi í þessu sambandi. Það varð allavega loðdýrabændum ekki til mikils gagns þegar B.I aflagði að mestu leiðbeiningaþjónustu við loðdýraræktina í upphafi síðasta áratugar. Oft á tíðum hefði leiðbeiningaþjónustan mátt vera markvissari og vinna skipulegar að framgangi greinarinnar En að sjálfsögðu verður leiðbeiningaþjónustan ekki betri en sem svarar þeim kröfum sem bændur gera til hennar, þannig að ef okkur þykir þjónustan slök þá eigum við að byija á því að líta í eigin barm. Hafa Vopnfirðingar gert átak í að endurskipuleggja búin og gera þau hagkvcemari og þœgilegri í rekstri? Eftir því sem þekking og reynsla bænda hefur aukist hafa menn tekið upp markvissari vinnubrögð við ýmsa verkþætti, s.s. við skinnaverkun og almenna hirðingu. Hver er ykkar framtíðarsýn hvað loðdýrarœktina varðar? Það er raunar aðdáunarvert að nokkur skuli hafa lifað af þau ár þar sem saman fóm mjög léleg verð og nær algert afskiptaleysi Bændasamtakanna af loðdýrarækt. Nú virðast þeir sem eftir lifa vera að ná sér á strik á mörgum sviðum. Öll umræða er á faglegri nótum og bændur hafa greiðari aðgang að því nýjasta sem er að gerast í greininni. Þar sem við störfum í mjög hörðum heimi í þessari búgrein verða menn að gera gífurlegar kröfur til sjálfra sín. Sömuleiðis verður leiðbeiningarþjónustan að skila sínu hlutverki. Ef menn gera sér grein fyrir því að þeir verða alltaf að vera að bæta sína framleiðslu - því það em samkeppnisaðilamir að gera - þá er enginn vafi, í okkar huga, að loðdýraræktin á bjarta framtíð fyrir sér á Islandi "i ______—________A

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.