Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 28. mars 2000 Það sem segir í þessari fyrirsögn er ómögulegt samkvæmt þeirri erfðafræði hrossalita sem helst er talin góð þekking í dag. En nú orðið segir staðfest reynsla annað og verður greint frá því hér á eftir. En víkjum aðeins fyrst að ræktun litföróttra hrossa, þar sem litur þessi er nú mjög til umræðu og áhugi á honum mikill og sem betur fer vaxandi, því hér er erfðafræðil- egur auður fyrir hendi. Það væri í raun menningarslys á þjóðarvísu að glata honum úr stofninum og auk þess miklir álitshnekkir yfir hross- arækt í landinu. „Við vissum af þessum lit, hann var í útrýming- arhættu og við létum hann hverfa.“ Þetta er áreiðanlega eitthvað sem hrossaræktendur og áhugamenn um íslenska hrossastofninn vilja ekki láta um sig spyijast. Hrossafræði ganga út frá því að litförótt sé til komið fyrir tilstuðlan ríkjandi erfða og þar með þarf allt- af annað hvort foreldrið að vera litförótt, til þess að litförótt folald fæðist. Einnig ganga þessi fræði út frá því að genið sem veldur Iitföróttu sé banagen í arfhreinu ástandi en það merkir að gefi báðir foreldramir litförótta erfðavísinn í fóstur þá lætur hryssan fóstrinu strax eða mjög fljótlega og ekkert folald fæðist. 011 litförótt hross eru samkvæmt þessu arfblendin og það þýðir að litföróttir folar gefa litförótt afkvæmi á móti einlitum hryssum í nokkum veginn helm- ingi tilvika og sama gildir um litföróttar hryssur og einlita fola. Af þannig stóðlífi, segjum 20 ein- litum hryssum og litföróttum fola, fæðast þá 10 einlit og 10 litförótt folöld að jafnaði. Það er lítið gagn í því að halda saman litföróttum hrossum í ræktunarskyni nema með þeirri aðferð að láta þau ganga saman allt sumarið. Þá getur litföróttur foli fyljað litföróttu hryssumar aftur og aftur eftir að þær láta arfhreinum fóstmm, þangað til þær halda að lokum arfblendnu fóstri. Sé þetta ekki gert verður um 25% hryssanna gelt og af þeim folöldum sem fæðast verða 67% litförótt og 33% einlit. Segum, til samanburðar við fyrra dæmið, að hryssumar séu 20. Þá fæðast 10 folöld litförótt og 5 einlit, en 5 hryssur em geldar. Ef stóðið gengur hins vegar saman allt sumarið þá verður nokkur seinkun á fæðingum miðað við það sem venjuiegast er en allar 20 hryssum- ar kasta. Af folöldunum verða þá 13-14 litförótt en 6-7 einlit. Það er því í raun lítið unnið við að halda saman litföróttum hrossum í ræktunarskyni. Þó aðeins fleiri litförótt folöld fæðist með þeirri aðferð er mun meira lagt á stóðið og meira fæðist af síðgotungum. Litförótt er í raun auðvelt í ræktun og aðeins þarf að hafa var- ann á, að rækta vel og að láta ekki málin drabbast niður þannig að lítið verði til af góðum hrossum sem bera litinn. Víkjum þá aftur að þeirri reynslu sem ýjað var að í upphafi. Sumarið 1996 var hafrn tilraun til þess að ganga úr skugga um að litförótt gæti komið fyrir með öllum mögulegum gmnnlitum í íslenska hrossastofninum. Hún fór fram í tveim gangmálum og var annað á Lágafelli í Austur-Land- eyjum, hjá Magnúsi bónda Finn- bogasyni, en hitt fór fram á Lamb- astöðum í Hraungerðishreppi hjá Tryggva bónda Bjamasyni. Þegar við Magnús vomm eitt sinn að skoða árangurinn vorið 1998 sáum við allt í einu gráan fola í stóðinu sem bar greinileg einkenni þess að vera jafnframt litföróttur. Hann var árinu eldri en tilraunafolöldin, fæddur 1996 og sagði Magnús hann undan Hrafnhildi og Friði, heimahrossum á Lágafelli. Þau em bæði einlit og því átti þetta ekki að geta staðist. Enginn hafði orðið þess var að hryssan hefði nokkm sinni strokið burt né heldur að ann- ar foli hafi komið í girðinguna til hennar enda var, að því er eftir- grennslanir sýna, enginn litföróttur graður foli í Austur-Landeyjum þetta sumar. Hrafnhildur kastaði einnig á eðlilegum tíma miðað við þann sem hún var hjá Friði. Fol- aldið var dökkt, eins og móðirin sem er dökkjörp, nærri svört á bol- inn. Friður er hins vegar grár, nærri alhvítur orðinn er þetta var, fæddur rauðbleikur. Ættir hrossanna em betur raktar hér á eftir með ættar- grafi. Folinn ungi og gmnsamlegi hlaut nafnið Reglubijótur, enda virtist hann vera að sýna okkur brot á reglum þeim um erfðalögmálin sem hingað til hafa verið hafðar fyrir bestu vitneskju. Hann var notaður á nokkrar hryssur heima á Lágafelli síðastliðið sumar, 1999, til að læra lífskúnstina og til að hægt sé að ganga úr skugga um það að hann sé í öllu eðli sínu litföróttur. Ljóst var strax þegar þessi foli rann fyrir augum okkar að hér var eitthvað merkilegt á ferðinni og að ekki dygði til lengdar að hafa óstaðfesta vitneskju um foreldra Reglubijóts. Því var sumarið 1999 tekið blóðsýni til greininga úr öllum þrem einstaklingunum, Friði, Hrafnhildi og Reglubijóti. Niðurstöður blóðflokkagreininga sem fram fóm í Svíþjóð liggja nú fyrir og sýna að ekkert mælir gegn því að báðir tilgreindir foreldrar séu í raun hinir réttu, þrátt fyrir lit- ina, sem ekki eiga að geta gefið litförótt. Hvaðan hefur þá Reglubijótur litförótta eiginleikann? Til þess að útskýra það þarf að rýna svolítið í málið, sem er þó í raun einfalt. Reglubijótur erfir dökka litinn brúna sem hann fæddist með frá móður sinni, en hann erfist aðeins á vindhárafeldinn. Hann erfir hins vegar hvítan lit á undirhárafeldinn frá föður sínum og jafnframt þann eiginleika frá föðumum að grána með aldri. Hann mun því með ámnum hætta að sýna það á skrokki sínum að hann er litföróttur, þó hann geymi það í genasafni sínu. Litir virðast alls ekki erfast þannig að jafnaði að lit- ur komi frá báðum foreldmm, á sinn feldinn hvor, heldur erfist litur að jafnaði á báða feldina í senn fyr- ir tilstuðlan sömu gena. Hér er því á ferðinni einhvers konar afbrigði í erfðum miðað við venjulegar eða algengar erfðareglur, afbrigði sem veldur því að við litaerfðimar skip- ast mismunandi litur á hvom feld- inn og koma litimir hvor frá sínu foreldri. Á þennan hátt hefur litförótt augsýnilega fyrst orðið til og síðan haldist við í gegnum venjulegar ríkjandi erfðir og þann- ig kemur litförótt samkvæmt þessu ennþá fram af og til. Þannig mega menn jafnan vænta þess að fá fram í stóði sínu litförótt folöld, ef þar em hvítar hryssur eða hvítur foli. Gegn þessari frásögn má búast við að sett verði fram mótbáran: Friður er sjálfur litföróttur en það sést bara ekki af því hann er orðinn hvítur. Þessu er til að svara: Undan Friði hafa komið svo mörg afkvæmi á Lágafelli að það ætti að vera ljóst ef hann bæri þessi gen sjálfur. Hann ætti þá að hafa þau frá föður sínum Gáska 920 frá Hofsstöðum, sem er grár en fæddur rauðskjóttur en um hann gildir hið sama og Frið hvað afkvæmafjölda varðar. Ekki er vitað um litförótt undan Gáska, né heldur föður hans Hrímni 585 frá Vilmundarstöðum, sem einnig var grár, fæddur svart- ur. Hér er varla annað hægt en að líta á það sem staðreynd, að hvor- ugur þeirra sé litföróttur og að litförótt liggi ekki falið á bak við gráu hrossin sem hér koma við sögu. Til er trúverðug frásögn, sögð af tveim mönnum, sem þekktu málið hvor frá sinni hlið, ef svo má segja, um að þetta hafi gerst áður á sama hátt hér á landi en það verður ekki lengur staðfest með blóðflokkagreiningu, því viðkom- andi hross eru dauð. En þannig kom litförótta hrossakynið á Mýrum í Álftaveri upp á sínum tíma fyrir tilstuðlan hvíts fola af ætt Þokka 134 frá Brún og brúnnar hryssu. Sú saga verður betur rakin síðar. En það virðist einnig vera til annað dæmi um þetta hér á landi sem enn má líklega staðfesta eða hafna með rannsókn. Það er því möguleiki á því að litförótt komi fram aftur þó að það hverfi úr stofninum, en á það er ekki að treysta, þessi sérstaka aðferð við að skila erfðum er ekki þess eðlis, að á grundvelli hennar sé hægt að rækta litförótt hross, hún byggist á tilvilj- anakenndri erfðaaðferð sem virðist vera mjög sjaldgæf og ómögulegt er að hafa áhrif á. Því megum við ekki týna litförótta litnum úr stofn- inum og verðum að varðveita hann með ræktun folalda undan litföróttum hrossum. Páll Imsland febrúar 2000 Hrímnir 585, Vilmundarstöðum, 1958, steingrár f. svartur. Freyja 3204, Hofsstööum, rauðskjótt, 1959. Begga-Jarpur, Stórholti, 1969 Skessa, Hvítadal, jörp. Hrafn 802, Holtsmúla, 1968, brúnstjörnóttur Folda 4280 (108), Lágafelli, 1972, rauð tvístjömótt með hvítar hærur í feldi Skröggur 830, Lágafelli, 1970, jarpblesóttur Jósefína (90), Stóru-Hildisey, 1969, Ijós-leirljós Ættargraf Reglubrjóts á Lágafelli Gáski 920, Hofsstöðum, 1973, gráskjóttur fæddur rauðskjóttur Freisting, Kleifum, 1974, jörp I boxunum koma fram eftirtaldar upplýsingar, eftir því sem til eru: Nafn hrossins ásamt ættbókarnúmeri ef til er (eða sérstöku heimanúmeri sem þá er í sviga), fæðingarstaður, fæðingarár, litur. Friður, Kleifum, 1986, grár, fæddur rauðbleikur Kormákur, Lágafelli, 1981, jarpur Jósefína (151), Lágafelli, 1977, rauðblesótt Hrafnhlidur (186), Lágafelli, 1987, dökkjörp stjörnótt Reglubrjótur, Lágafelli, 1996, grár litföróttur, fæddur brúnn l______

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.