Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. apríl 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 VéMdakar vandaOur undirbúningur borgar sig Verktakastarf í búrekstri færist í vöxt hérlendis. Einstaklingar hafa komið sér upp afkastamiklum vélbúnaði og bjóða nágrönn- um sínum þjónustu gegn hæfilegu gjaldi. Formið er löngu vel þekkt úr framræslu og jarðvinnslu með stórvirkum tækjum. Síðari árin hefur verktaka við léttari ræktunarstörf, t.d. plægingu og sáningu, svo og heyskap og komskurð einnig komið til sögu. Verktaka er einn angi vaxandi sérhæfingar í land- búnaði. Hún er líka leið til þess - að nýta þær stóru og afkastamiklu vél- ar sem markaðurinn býður - að nýta starfsþjálfun og sérhæfða verk- unnáttu og - að draga úr véla- og vinnukostnaði við búrekstur. Til að þessum árangri megi ná verður að undirbúa verktakastarfið mjög vandlega. Hér verður rætt um nokkra þætti sem gefa þarf gaum við þann undirbúning. 1. Markaður verktakans Verktakastarfið stendur og fellur með því að nægur markaður sé fyrir þá þjónustu sem bjóða skal og að sá markaður geti greitt ásættanlegt verð fyrir þjónustuna. Nauðsyn- legt er því að kanna markaðinn (verkþörfina) rækilega áður en ráðist er til fjárfestingar og framkvæmda. Eðlilegt er að bændur séu hik- andi við að skipta á eigin vélum og að- keyptri þjónustu, ekki síst ef þeir þekkja lítið til þess sem hana býður. Vel undirbúin og traust áætlun um verktakaþjónustuna og trúverðug kynning er forsenda þess að not- endur gefi sig fram og séu tilbúnir að hagnýta þjónustu verktakans. 2. Vélar og færni verktakans Vélar, sem nota á við verktöku, verða að vera mjög traustar og þola það álag sem mikil og samfelld vinna veldur. Það er sitt- hvað t.d. að binda 800-900 rúllur á einu búi á sumri eða 4000-5000 á nokkrum búum á sama tíma. Sömuleiðis þarf að gera miklar kröfur til verktakans eða þess sem með vélarnar fer. Hann þarf að kunna verkið út í hörgul og hann þarf að geta ráðið við hverja bilun sem upp kemur - hvort tveggja verður hann að ráða betur við en verkkaupinn. Þessi tvö atriði valda miklu um það traust sem verkkaupar fá á verktakanum - og þá um leið hversu verktakanum tekst að afla sér verk- efna og markaðar. 3. Vélakaup - rekstraráætlun Með vélakaupunum verður til hinn fasti kostnaður vélaútgerðar verktakans. Hann, þ.e. vexti og afskriftir, er auðvelt að reikna. Benda má lesendum á heimasíðu bútækni- sviðs Rala (www.rala.is/but) á Hvanneyri en þar eru greiðargóðar leiðbeiningar um útreikninginn svo og reikniáhöld til þess. Við útreikning hins fasta kostnaðar þarf að gæta að hugsanlegu endursöluverði vélanna svo og endingartíma þeirra. Sé um kaupleigu tækjanna að ræða gilda aðrar reglur um ákvörðun hins fasta árgjalds af þeim. Argjaldið er þá ákveðið með kaupleigu- samningnum. Ekki er alltaf auðvelt að áætla hinn breytilega kostnað vélarekstursins. Reynsla glöggra vélamanna, niðurstöður búvéla- Þegar hugmynd er fengin um heildar- kostnaðinn (fastur + breytilegur kostnaður) þarf að deila honum niður á áætluð ársafköst vélagengisins. Arsafköstin má ekki ofmeta. Taka þarf tillit til mögulegs verktíma á „vertíðinni" að frádregnum - töfum vegna óhagstæðs veðurs og ástands túna/akra - tíma í ferðir á milli vinnustaða - tíma í eftirlit, viðhald og viðgerðir svo og - tíma vegna óvæntra og óhjákvæmi- legra tafa. megi stærstu útgjaldaliðina af nægilegri nákvæmni, svo sem vinnu ekils, eldsneyti og viðhald, svo og sérstök aðföng sem verk kann að kalla á, t.d. bindigarn. Hér má ekki gleyma kostnaði vegna trygginga. sem vinnslubreidd x ökuhraði við nýting- arstuðulinn 0,75-0,85 gefa afköstin við verkið; dæmi (3,6m x 7,5 km/klst x 0,80): 10 = 2,16 ha/klst. I öðrum verkum, t.d. við hey- bindingu og komskurð, koma fleiri áhrifa- þættir við sögu. Á áðumefndri heimasíðu, www.rala.is/but er einnig að finna innlendar tölur um afköst ýmissa búvéla við eðlilegan gang búverka og óhjákvæmilegar tafir á verki. Við gerð rekstraráætlana fyrir verktaka- starf er rétt að reikna ekki aðeins með meðalafköstum eða þaðan af meiri heldur líka lökum afköstum, t.d. 20% undir meðal- afköstum, til þess að finna megi styrkleika hins áætlaða rekstrar. Minnumst þess að verktakastarf getur því aðeins orðið sjálfbært að verktaki og verkkaupi hagnist báðir á því! 4. Tryggingar og ábyrgð Áður en verktaki leggur í farandvinnu með vélum sínum verður hann að ganga úr skugga um að vélar og ekill séu tryggð tryggilega. Mælt er með því að verktakar kaupi sér frjálsa ábyrgðartyggingu. Það fylg- ir því þung ábyrgð að fara um þjóðvegi og vinna á öðram bæjum með aflmiklum og stórvirkum landbúnaðartækjum. Ekill verður einnig að hafa til þess lögboðin öku- og vinnuvélaréttindi svo ekki komi til dýrra eft- irmála ef óhöpp eða slys verða. Allur búnaður vélanna þarf að sjálfsögðu að upp- fylla öryggiskröfur. Á því ber ekillinn ábyrgð. Leitið ráðgjafar hjá Vinnueftirliti ríkisins og tryggingafélögum um þessi efni. 5. Verksamningar Enn mun algengast að verksamningar bænda og verktaka séu óformlegir. Kunningsskapur og fyrri samskiptareynsla era oftast látin duga sem trygging fyrir verkinu. Þetta geng- ur að vissu marki en er gagnslítið ef úfar rísa með aðilum. Best er að því að gera formleg- an verksamning þar sem ákvæði eru m.a. sett um - verkið sem vinna skal - verkskilyrði, tíma, magn ofl. - verð sem greiða skal fyrir verkið, greiðslukjör og greiðslutíma - helstu gæðakröfur til verksins - hvemig fara skuli með frávik og ósætti ef upp kemur. Það er beggja hagur að ganga formlega frá verksamningi, a.m.k. ef um mikilvæg og umfangsmikil verk er að ræða. Ekki er óhugsandi að útboð búverka muni fara að tíðkast rétt eins og í öðram atvinnugreinum. Þá verður verksamningur eðlileg niðurstaða þess ferils. Vaxandi kröfur um gæðastjómun kalla einnig á formlega verksamninga. Athuganir, sem gerðar hafa verið hérlendis, benda til þess að með vel skipu- lagðri vélasamvinnu og verktakastarfi, t.d. við heyskap, megi hagnast um allvænar fjárapphæðir á ári hverju. Baldur Helgi Benjamínsson kynnti ásamt skrifaranum niðurstöður þessara athugana á síðasta Ráðunautafundi. Velja má ýmis form samnýtingar á vélum. Ekki er ósennilegt að þeim verkum muni fjölga sem bændur hafa samvinnu um eða fá unnin af verktökum. Mikilvægt er að undirbúa samrekstur- inn/verktökuna vel, eins og hér hefur verið klifað á, og láta ekki undir höfuð leggjast að ganga sem formlegast frá öllum samskipta- reglum. Þá hefur hver sitt og skrattinn ekk- ert. Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri. Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra Loðdýrarækt á sér framtfð Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, skipaði nefnd í sept- ember s.l. er hafði það hlutverk að gera úttekt á famtíðarmögu- leikum loðdýraræktar á íslandi, með það að markmiði að greinin gæti vaxið og starfað óstudd til framtíðar. Nefndinni var m.a. ætlað að skoða helstu veikleika greinarinnar og koma með tillögur til úrbóta, gera saman- burð á danskri og íslenskri loðdýrarækt og koma með tillögur um hvernig ráðgjöf sé best fyrir komið í greininni. Á ríkisstjómarfundi tók Guðni undir efni skýrslunnar og lagði til við ríkisstjómina að til viðbótar þeim 25 m.kr. sem ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið til fóðumiður- greiðslu á þessu ári, verði veittar 20 m.kr. aukafjárveiting á fjárauk- alögum fyrir árið 2000, til frekari niðurgreiðslu á loðdýrafóðri. Nefndin hefur nú lokið störfum og á eftir verður drepið á helstu atriði sem fram koma í skýrslunni. - Nægjanlegur aðgangur er að góðu hráefni til fóðurgerðar og verð þess er lægra en í sam- keppnislöndunum. Fóðurverð til bænda er þrátt fyrir það hærra en þar. - Heilbrigði dýrastofnsins í land- inu er mjög gott og hindranir vegna landþrengsla og umhverf- isþátta engar. - Flutningur afurða á markað hef- ur ekki í för með sér auka- kostnað vegna legu landsins. - Fóðurstöðvar eru veikburða, bæði faglega og rekstrarlega og • UJJ {O'IOO fóðurgæði era óstöðug og oft á tíðum léleg. - Fóðurframleiðendur era of margir og dreifing þeirra tekur ekki mið af staðsetningu sam- eiginlegra fóðurstöðva. - Þróun á stærð og gæðum skinna hefur síðustu ár verið mun hægari en hjá nágrannalöndun- um og skinnaverð því lægra. - Lágt verð á skinnamörkuðum hefur átt þátt í afkomuleysi í greininni. - Skuldastaða loðdýrabænda hef- ur versnað á síðustu árum og verður að teljast óviðunandi. - Skortur er á ráðgjöf og faglegri þekkingu í greininni og mark- mið óljós. - I innra umhverfi greinarinnar felst veralegt svigrúm til betri .CiMIiiUliJO li v. árangurs sem er forsenda þess að greinin nái sér aftur á strik. Ólíklegt er að sá árangur náist án sérstaks stuðnings. - Það er álit nefndarinnar að loðdýrarækt á Islandi eigi sér framtíð. Helstu tillögur nefndarinnar voru: - Auka þarf upplýsingamiðlun til bænda um faglega og mark- aðslega stöðu greinarinnar. - Efla þarf faglegar og rekstrar- legar leiðbeiningar til bænda. - Bæta þarf gæði fóðursins með markvissu fóðureftirliti og ráðgjöf - áætlaður kostnaður ríkissjóðs er 3 m.kr. - Flytja þarf reglulega inn kynbótadýr og tryggja dreifingu þeirra. - Hagræða þarf í rekstri fóðurstöðva og efla aðalfóður- stöðvar á hverju svæði. Fram- leiðnisjóður og/eða Byggðast- ofnun styrki slíka hagræðingu. - Lögð verði áhersla á að upp- bygging loðdýraræktar í fram- tíðinni verði á starfssvæðum -iuiii uu&vniuue oiv iís.ii aðalfóðurstöðvanna. - Lagt er til að á næstu þremur áram, þ.e. árin 2000-2002, veiti ríkissjóður af fjárlögum árlega 45 m.kr. til niðurgreiðslna á loðdýrafóðri. - Byggðastofnun geri könnun á þörf fyrir skuldbreytingu lausa- skulda í föst lán og leggi fram tillögur um hvemig standa beri að slíkum skuldbreytingum, þyki þær koma greininni að raunveralegu gagni. - Kannaðir verði möguleikar á tengingu afborgana lána við af- urðaverð. í nefndinni sátu: Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í land- búnaðarráðuneytinu, formaður, Bjarni Stefánsson, bóndi og formaður SIL, Túni, Hraungerðis- hreppi, Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs land- búnaðarins, Einar E. Einarsson, ráðunautur, Syðra-Skörðugili, Skagafirði, sem jafnframt var starfsmaður og ritari nefndarinnar. Nánar er vísað til skýrslunnar sem er á heimsíðu BI. Icgr,:i ..'L'I.-IVH HI.+','! l".<

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.