Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. apríl 2000 BÆNDABLAÐIÐ 7 Skóg- og trjðrækt (yrir sumarbústaOaeigendur Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi verður með tvö námskeið á næstunni um skóg- og trjárækt fyr- ir sumarbústaðaeigendur. Annars vegar laugardaginn 8. apríl í húsa- kynnum skólans, og hins vegar laugardaginn 22. apríl í Félags- heimilinu Borg, í Grímsnesi. Bæði námskeiðin standa frá kl. 10:00 til 17:00. Leiðbeinendur verða garð- yrkjufræðingamir Kristinn H. Þor- steinsson og Anna María Páls- dóttir, ásamt Steinunni Kristjáns- dóttur, fagdeildarstjóra á umhverf- isbraut Garðyrkjuskólans. A námskeiðunum verður farið yfir allt það helsta sem skiptir máli í skóg- og trjárækt í sumarbústaða- löndum, s.s. um val á hentugum trjátegundum, jarðveg, áburð, skjól, klippingar, meindýr og ill- gresi, svo eitthvað sé nefnt. Skráning og upplýsingar fást hjá endurmenntunarstjóra Garðyrkju- skólans, og einnig er hægt að kynna sér námskeiðin á heimasíðu skólans, www.reykir.is Leiðbeinendurnir á námskeiðun- um fyrir sumarbústaðeigendur, Steinunn, Kristinn og Anna María. Bændur og Loftslag jarðar er að breytast af mannavöldum. Það stafar af uppsöfnun svokallaðra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Koltvísýringur skiptir þar mestu máli og veldur um 2/3 af gróðurhúsaáhrifunum. Þessi hættulega lofttegund er reyndar auðlind á villigötum. Kol- efnið sem gróður nemur úr koltvísýringnum við ljóstillífun umbreytist í lífræn efni og er und- irstaða landkosta um allan heim. Landbúnaðurinn gæti orðið einn helsti „verktakinn" í bindingu kolefnis hér á landi sem annars staðar. Bændur eru ræktunarmenn, þeir eru í mikilli nálægð við þau uppgræðslu- og skógræktarsvæði sem best henta og þeir búa yfir þeirri þekkingu og tækjakosti sem til þarf. Bændur geta því bundið kolefni á hagkvæmari hátt en flest- ir aðrir. Bændur gætu tekið að sér sem verktakar í samstarfi við Landgræðsluna að mæta veruleg- um hluta af skuldbindingum Islands vegna Kyoto bókunar loftslagssáttmálans með uppgræðslu mela, molda, rofa- barða og annars illa farins lands. Samhliða því að þjóðin hafi beinan hag af slíku þjónustuhlutverki landbúnaðarins eru gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir bændur. Reynslan, m.a. úr verkefninu Bændur græða landið, sýnir að hægur vandi er að græða mela og önnur rofsár samhliða nýtingu ef beitarálag er hóflegt. Einhver aukakostnaður leggst þó á uppgræðsluna vegna beitarinnar, en mjög breytilegur eftir aðstæðum. Meiri landkostum fylgir aukið hagræði í búskapnum, möguleikar til betri beitarstjómunar og auknar afurðir. Bændur í búfjárrækt hefðu því beinan arð af uppgræðslunni. Samhliða er verið að bæta ásýnd sveita, auka velvilja þjóðarinnar gagnvart landbúnaðinum og búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Miklir möguleikar liggja einn- ig í kolefnisbindingu með skóg- og skjólbeltarækt, sem hefði jafn- framt í för með sér beinan arð og verðmætaaukningu á landi. Kostnaðurinn er hins vegar heldur meiri en við almennar landbætur, en hagkvæmast virðist að breyta auðn í skóg. Möguleikar til at- vinnutekna eru meiri í skógrækt því hún krefst meira vinnuafls miðað við hverja einingu í efnis- kostnaði. Kolefnisbinding með landgræðslu og skógrækt er stórt byggðamál. Slík verkefni gætu um leið orðið liður í að efla landbúnaðinn og styrkja hinar dreifðu byggðir landsins. Um þessi mikilvægu mál verður fjallað nánar í grein sem birtast mun í Frey á næstunni. Andrés Arnalds. Landgrœðslu ríkisins. A Alfa Laval Agri Alpro Tölvustýrð kálfafóstra I «>-—í.r' m I • # ; j sí: ;! m • Alpro tölvustýrð kálfafóstra • Fjárfesting sem borgar sig! • Einstaklingsfóðrun • Fjöldi heimsókna og stærð skammta er forritað á einfaldan hátt • Getur fóðrað allt að 30 ungkálfa • Sjálfvirk aukning/minnkun á dagskammti • Færri vinnustundir við fóðrun • Rólegri og heilbrigðari kálfar • Fæst í tveimur útgáfum Alpro og Stand alone VEIAVERf Reykjavík: Lagmúli 7 Sími 588 2600 Akureyri: Dalsbraut 1e Sími 461 4007 www.velaver.is Skeifukeppni Hvanneyri og stórmót Faxa og Grana Frá áramótum hafa fimm nemendur bændadeildar Landbúnaóarháskólans á Hvanneyri stundað tamningar af kappi undir stjórn Svanhildar Hall, hrossaræktarkennara. Laugardaginn 15. apríl hyggjast þeir sýna hvernig til hefur tekist og halda hina árlegu Skeifukeppni þar sem keppt verður um Morgunblaðsskeifuna, Eiðfitxabikarinn og Ásetuverðlaun FT. jafnframt munu hestamannafélögin Grani á Hvanneyri og Faxi halda opið stórmót þar sem keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna, A- og B-flokki. Vegleg verðlaun veróa í boói, svo sem folatollar undir tvo af stóóhestum Hrossaræktarsambands Vesturlands. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og fylgjast með spennandi keppni. VORTILBOÐ Á BÚVÉLA- OG VINNUVÉLADEKKJUM FJORHJOLADEKK verödæmi: fullt verö án vsk m / vsk 22-8-10 C828 6.919,- 4.446,- 5.535,- 25-13,5-10 spyrnum. 14.658,- 8.830,- 10.994.- 24-09-11 C828 8.667,- 5.569,- 6.934,- fleiri dæmi: fullt verð án vsk 12,4-11X24 23.106,- 14.847,- m/vsk 18.485,- JEPPADEKK - FÓLKSBÍLADEKK -GOTT VERÐ 13.6R24 18,4x26 16,9-14X34 480/70R38 350X6 T510 350X6 3rib 33.575,- 64.421, - 43.421, - 79.278,- 1.235,- 2.121,- 21.574,- 41.395,- 27.901,- 47.757,- 694,- 1.193,- 26.860,- 51.537,- 34.737,- 59.458,- 865,- 1.485,- EKKJ OL AKUREYRI, S. 462 3002 FELLABÆ, S. 471 1179

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.