Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. apríl 2000 BÆNDABLAÐIÐ 11 Svanfríður Jónasdóttir með fyrirspurn um verð leigulína til gagnaflutnings: „Bdii líðandi að aðstaða landsbygBöarinnar ráðist af metrafjolda frá Reykjavik" Svanfríður Jónasdóttir lagði fyr- ir skömmu fram fyrirspurn á Alþingi til samgönguráðherra um verð leigulína til gagnaflutn- ings. Þar spurði Svanfríður hvort ráðherra teldi að jafna þurfl aðstöðu þeirra, sem þurfa eða vilja nýta sér möguleika nýrrar samskiptatækni til fjar- kennslu, fjötmiðlunar eða fjar- vinnslu hvað varðar verð leig- ulína til gagnaflutninga og hvaða leiðir hann sæi færar til slíks. Svanfríður benti á þegar hún mælti fyrir fyrirspuminni að verðmunur á leigulínum væri allt að fimmfaldur og að Landssíminn hefði viðurkennt að landsbyggðin væri að borga of mikið fyrir þá þjónustu miðað við kostnað. Þá lýsti hún þeirri skoðun sinni að til lítils væri að setja upp áætlanir um fjarvinnslukerfi úti á landi ef kostnaður þessi yrði ekki jafnaður. I svari sínu sagðist Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telja að jafna þyrfti aðstöðu til að nýta sér leigulínur. Hann upplýsti að hann hefði óskað eftir því við verkefnisstjóm um upplýsinga- samfélagið, að gerð yrði athugun á þörf landsbyggðarinnar fyrir gagnaflutningi á sviði menntunar, heilbrigðisþjónustu og atvinnulífs. Hluti af þessari vinnu hefði þegar farið fram í samstarfi við ráðun- eytið og ráðherra væntir þess að frekar verði unnið að málinu í samvinnu við atvinnulífið. Sturla benti einnig á að samkeppni á fjar- skiptamarkaði hefði þegar lækkað verð á fjarskiptum og í því felist nokkur aðstöðujöfnun. Einnig tek- ur Sturla fram að líklegt sé að fyr- irtæki muni í vaxandi mæli nota aðrar aðferðir en leigulínur við fjarkennslu, fjarvinnslu og fjölmiðlun. Svanfríður segist hafa viljað með fyrirspuminni kalla fram hvort raunverulega væri vilji hjá ríkisstjóminni til að jafna þann aðstöðumun sem enn er til staðar milli landhluta hvað varðar aðgengi að leigulínum. „Þó svo að gjaldskráin hafi verið endurskoðuð er ennþá munur sem ég hélt að menn hefðu tekið pólitíska ákvörðun um að jafna. Svör ráðherra benda hins vegar til þess að það eigi ekki að ganga lengra heldur bíða þess að tæknin og samkeppnin bjargi þessu fyrir okk- ur.“ Svanfríður bendir á að ekki sé samkeppni mjög víða í fjarskiptum úti á landi þar sem helst þyrfti að lækka verðið. Svanfríður gefur lítið fyrir svar ráðherra um að menn muni nota aðra tækni en leigulínur í framtíðinni. „Forveri Sturlu í starfi, Halldór Blöndal, kom oft með tæknileg svör frá for- svarsmönnum Landssímans við pólitískum spumingum. Það gerir Sturla líka. Ég er að leita eftir pólitískum vilja ríkisstjórnarinnar því ef menn em búnir að taka pólitíska ákvörðun finna menn leiðir til að framkvæma hana. Ég get ekki lesið annað úr svömm ráðherra en að hann vilji óbreytt ástand og þar með að þessi verðmunur haldist." Svanfríður segir þetta mjög stórt hagsmunamál fyrir lands- byggðina. „Að mínu mati er þetta ekki minna samgönguhagsmun- amál en aðrar samgöngur. Mér finnst að landsbyggðin eigi að gera háværari kröfu til þess að sitja við sama borð og höfuðborgarsvæðið. Það er ekki líðandi að aðstaða landsbyggðarinnar sé látin ráðast af metrafjölda frá Reykjavík.“ Til allra sem veinni geta valdiö! Ákveðið hefur verið að efna til opinnar samkeppni um gerð vettlinga í Uilarvinnslunni Þingborg í samvinnu við Listasafn Ámesinga. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeirri miklu fjölbreytni, sem tengist þessari þarfaflík og halda menningu þeirra á lofti. Einnig viljum við benda á fjölbreytileika íslensks hráefnis. Þáttakendur skulu senda inn fullunnið vettlingapar og nota íslenskt hráefni að mestu leyti. Aðferðin er frjáls. Vettlingamir berist til Þingborgar fyrir kl. 18 flmmtudaginn 11. maí 2000. Hverju vettlingapari skal skila í umslagi merktu dulnefni ásamt lokuðu umslagi með nafni, heimilisfangi og símanúmeri höfundar. f dómnefnd verða Þingborgarkonur sem ekki taka þátt í keppninni og þær kynna niðurstöður sínar laugardaginn 13. maí kl. 14 í Þingborg. Þá em allir velkomnir. Listasafn Árnesinga leggur til þrjár viðurkenningar. Bestu vcttlingarnir verða til sýnis í Þingborg í sumar. Metin verða hugmynd, lögun, litaval, áferð, gæði hráefnis og notkun þess, handbragð og frágangur. í Þingborg er hægt að fá tilsögn við að spinna vettlingaband á flmmtudögum milli 2 og 6. Ullarvinnslan starfar í gömlu skólahúsi þétt við hringveginn í miðjum Flóanum austan við Selfoss. Bændasamttíkin semja viO Skýrr lií. um iorritun á WorldFeuuur Bændasamtök íslands hafa gert verksamning við upplýsin- gatæknifyrirtækið Skýrr hf. um hönnun og forritun á tölvukerfi vegna WorldFengur verkefnis- ins, sem er samstarfsverkefni Bændasamtakanna og FEIF um gerð miðlægs og alþjóðlegs gagnasafns um íslensk hross. Samkvæmt samningnum útveg- ar Skýrr hf. tvo forritara auk verkefnastjóra í verkið en Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, Rúnar Óli Bjarnason forritari og Ingibjörg Pétursdóttir kerfisfræðingur munu vinna að verkinu fyrir hönd BÍ. Jón Baldur segir að með þessu eigi að takast að smíða tölvukerfið hratt og örugglega. „I vinnu við verkefnið verður fylgt vottuðu gæðavinnsluferli hugbúnaðar- deildar Skýrr hf. en öll hugbúnaðargerð á vegum fyrírtæk- isins er gæðavottuð samikVæmt staðlinum ISO-9001:1994. Þessi vottun tekur til þróunar,- fram- leiðslu, uppsetningu og viðhalds hugbúnaðar. Þannig fáum við tryggingu fyrir að uiinið verði samkvæmt ströngum gæðastöðlum að hugbúnaðargerðinni enda skipt- ir miklu að vel takist til í þessari hugbúnaðargerð." Jón Baldur segir að með þessu verði tryggt eins og nokkur kostur er að verkið verði unnið fagmann- lega og af öryggi. „Við nýtum nýjustu tækni í Intemetforritun, þ.e. Java, og þar munum einnig njóta leiðsagnar Teymis sem er umboðsaðili Oracle á Islandi. Við höfum ákveðið að nýta nýjustu þróunarverkfæri í Javaforritun, sem hafa verið notuð erlendis en nánast ekkert hér á landi.“ Jón Baldur bætir við að World- Fengur verði alfarið unninn þannig að hann verði aðgengilegur á Inter- netinu. „Það verður því hægt að vinna í kerfinu hvar sem er á land- inu og hvar sem er í heiminum," segir hann. Fyrsti áfangi kerfisins, sem verður eingöngu nú fynr ísland, á að vera tilbúinn í júní. I raun hefði þurft að koma kerfinu I gagnið í maí en ljóst er orðið að það er ekki raunhæfur kostur. í haust verða Noregur og Sviss tekin inn í kerfið sem prófunaraðilar og munu þau þá taka upp íslenska skýrsluhalds- kerfið í hrossarækt. Áætlað er öll aðildarlönd FEIF geti farið að notað kerfið í febrúar árið 2001. Marsibil Hjaltalín og Bragi Þór Guðmundsson hjá Skýrr hf. Landbúnaðarráðuneytið Jarðir til ábúðar/leigu Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins eru neðan- greindar jarðir lausar til ábúðar/leigu frá komandi fardögum: 1. Ásvöllur, Fljótshlfðarhreppi, Rangárvallasýslu; á jörðinni er ræktað land 18,9 ha, íbúðarhús b. 1993 úr timbri, 137,9 m2 að stærð, steypt fjárhús, 89m2, sem og hlaða, 67,1 m2, b. 1955, og véla- og verkfærageymsla úr timbri, 83,4m2 að stærð, b. 1989. 2. Björnskot, Skeiðahreppi, Árnessýslu; á jörðinni eru ræktun 44,6 ha skv. úttekt 1999, íbúðarhús b. 1959, 300,3m2 að stærð, fjós (126,6m2), b. 1952 úr holsteini, steypt fjós með áburðarkjallara (um 104m2) b. 1990, fjárhús úr holsteini (um 63m2) b. 1952, steyptur votheysturn (12,5m2) b. 1970, tvær hlöður, steyptar b. 1951 (119m2) og 1952 (37,3m2), tvær geymslur, b. 1950 55,7m2) og b. 1978 (135m2), önnur undir vélar og verkfæri og minkahús b. 1987 úr stáli, 809,3m2 að stærð. Greiðslumark í mjólk. 3. Kirkjuból í Bjarnardal, ísafjarðarbæ, ísafjarðar- sýslu; á jörðinni er ræktað land 19,9 ha, íbúðarhús ca. 200 m2, byggt 1949, fjós b. 1958, hlaða með súgþurrkun (297m3), b. 1953, hlaða (193m3), b. 1939, votheysgryfja (135m3), b. 1972, blásarahús með súgþurrkun b. 1964, haughús (46m3), b. 1958, safnþró (46m3), b. 1958, alifuglahús (50m3), b. 1969, garðávaxtageymsla (50m3), b. 1969, véla- og verkfærageymsla, (600m3), b. 1973 og mjólkurhús/fóðurgeymsla (31,4m2), b. 1984. Öll útihús sem og íbúðarhúsið eru steypt fyrir utan mjólkurhúsið sem er úr timbri. Greiðslumark í sauðfé. 4. Múli I, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu; á jörðinni er ræktað land 34,3 ha, íbúðarhús b. 1946, steypt, ca. 240m2 að stærð, tvö fjós með áburðarkjallara, b. 1957 (129m2). og 1973 (134,9m2), steypt, vötheysgryfja (14,5m2), b. 1959, bogaskemma úr stáli, (79,5m2), b. 1968, hlaða með súgþurrkun, (264m2), b. 1976, steypt, skúr (15,1m2), b. 1980 úr timbri og steypt mjólkurhús (25,5m2), b. 1959. Greiðslumark í mjólk. 5. Sturluflöt, Fljótsdalshreppi, Norður-Múlasýslu; á jörðinni er ræktað I9,8 ha, íbúðarhús b. 1936, 72,3 m2 að stærð, þrjú fjárhús b. 1961, (269,3m2), 1935 (103m2) og 1979 (35,1 m2), þrjár hlöður b. 1959, (112m2), 1963 (65,8m2) og 1979 (75,6m2), reykhús (9,2m2), b. 1958, hesthús, (62,9m2), steypt, b. 1966, votheysgryfja (8,3m2) b. 1950 og véla- og verkfærageymsla (71,4m2), b. 1966. Jörðin er án greiðslumarks. 6. Ásar, Saurbæjarhreppi, Dalasýslu; ekkert ræktað land er á jörðinni er stærð jarðarinnar í heild er um 10 ha. Á jörðinni er íbúðarhús b. 1945, 123,2 m2 að stærð, fjárhús (64,8m2), b. 1966, hlaða (36m2), b. 1966, vélageymsla (21 m2), b. 1958, hesthús (70m2), b. 1986 og verkfærageymsla (68m2), b. 1968. Einbýlishúsið er steypt en öll útihús úr timbri. Greiðslumark í sauðfé. 7. Borgarhöfn 4 - Krókur, Hornafirði, Austur- Skaftafellssýslu; á jörðinni er ræktað land skráð 6,6, ha, íbúðarhús b. 1974, ca 150 m2, fjós, þrjár hlöður b. 1938 (70m3), 1946 (300m3), og 1970 (781 m3), og fjárhús b. 1971. Öll hús eru steypt á jörðinni. Jörðin er án greiðslumarks. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-9750, mánudaga til föstudaga kl. 13 -15. Umsóknareyðubiöð fást í afgreiðslu landbúnaðarráðuneytisins og einnig á heimasíðu ráðuneytisins sem nálgast má á slóðinni http://www.stjr.is. Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðuneyt- isins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík eigi síðar en 25. apríl 2000. Landbúnaðarráðuneytinu 28. mars 2000. fBTÍMJgfell

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.